Ísfirðingur


Ísfirðingur - 06.01.1975, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 06.01.1975, Blaðsíða 4
4 ISFIRÐINGUR i--------------------------------------------------— .^psfiríiti^ur BíAO fkAMSÖKNAPMANNA / VESTFJARDAZ/ÖRDAMI Ctgefandí: Samband Framsóknarfélaganna i Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. AfgreióslumaSur: , Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Verð árgangsins kr. 200,00 — Gjalddagi 1. október. ----------------------------------------——---------—l Fjárlög 1975 FJÁRLÖG fyrir árið 1975 voru samþykkt á Alþingi skömmu fyrir jól, enda hefur um langt skeið verið lögð á það rík áhersla að Ijúka fjárlagagerðinni fyrir áramót. Á verðbólgutímum hlýtur gerð fjárlaga jafnan að vera mikið vandaverk, ekki síst nú, og liggja til þess ýmiss ein- föld rök. Skulu nokkur þeirra nefnd hér á eftir: 1. Vegna sumarþingsins, sérstakra efnahagsráðstafana á liðnu hausti og seinkaðs samkomudags Alþingis var nú skemmri tími til ráðstöfunar við gerð fjárlaganna en oftast endranær. Þetta tókst þó furðanlega. 2. Versnandi viðskiptakjör á liðnu ári samfara spákaup- mennsku í kjölfar ótryggs stjórnmálaástands hefur veikt stöðu þjóðarbúsins út á við sem inn á við. 3. Orkukreppan í heiminum kallar á stóraukið fjármagn til virkjunar og dreifingar vatnsorku og jarðvarma. 4. Merkir lagabálkar, sem samþykktir voru á valdatíma Vinstristjórnarinnar, kalla á mjög aukið framkvæmdafé. Skulu þar nefnd lög um grunnskóla, heilbrigðisþjónustu og ný hafnarlög. 5. Gífurleg hækkun bygginga- og framkvæmdakostnaðar, enda hefur byggingavísitalan hækkað á árinu um sem næst 57%. Áætlað er að tekjur einstaklinga hækki um 51% milli áranna 1973 og 1974. Flestir gera sér Ijóst, að ekki verður unnt að halda sama stíganda í opinberum framkvæmdum og fyrirgreiðslum árið 1975 og var á s.l. þremur árum. Meginhluta ríkisteknanna er fyrirfram ráðstafað. Rekstrarkostnaður ríkisins og ríkis- stofnana hreyfist sjálfkrafa með breyttu verðlagi og kaup- gjaldi. Sem dæmi má nefna að tvö ráðuneyti, þ.e. mennta- málaráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið taka til sín um helniing af fjárlagatekjum. Aðeins um 10% af ráðstöfunarfé þessara ráðuneyta fer til byggingar skóla, sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva o.s.frv. Samdráttur í opinberum framkvæmdum er alvarlegt mál fyrri landsbyggðina, einkum ef engum stjórnunaraðgerðum er beitt til að hafa hemil á fjárfestingu einstaklinga og félaga. Hún myndi þá helst leita þangað sem gróðavonin er mest. Við gerð fjárlaganna þarf að líta til margra átta. leita jafnvægis þannig að þau falli innan þess ramma, sem þjóðarbúið þolir, en hins vegar að þau stuðli á engan hátt að því að atvinnuleysi haldi innreið sína í landið. í fjárlagaræðu sinni boðaði fjjármálaráðherra minnkandi opinber afskipti. í meðförum Alþingis var haldið upprunalegri stefnu frum- varpsins, að stemma stigu við aukinni þenslu í ríkisbúskapn- um, enda hefur legið fyrir þinginu frumvarp til laga um aukið að’iald við ráðningu opinberra starfsmanna. Á tvennan hátt hefur frumvarpið þokast mjög í rétta átt: 1. Starfsemi frjálsra félagasamtaka, einkum í líknar- og menningarmálum, er snar og ómissandi þáttur í þjóðlífinu, en þarf í mörgum tilvikum aðstoð ríkisvaldsins. Sú aðstoð var í heild verulega aukin. 2. Mjcg var aukið framlag til opinberra framkvæmda, miðað við fyrstu gerð frumvarpsins. Hækkun nokkurra framkvæmdaliða milli áranna 1974 og 1975 er, svo dæmi séu nefnd: Liðurinn hafnarmannvirki og lendingarbætur hækkar um SPENADÝFA OG JÚGURÞVOTTALÖGUR Joðofór blandað í lanolin er áhrifaríkt gegn bakteríum, sem valda júgurbólgu og því heppilegt til daglegrar notkunar í baráttunni gegn júgurbólgu, sem vörn gegn skinnþurrki og til hjálpar við læknlngu sára og fleiðra á spenum. NOTKUNARREGLUR Til spenadýfu. Otbúið lausn, sem samanstendur af Orbisan að 1 hluta og vatni að 3 hlutum. Fyllið plastglasið að % og dýfið spenunum í strax eftir að hver kýr hefur verið mjólkuð og munið að bæta nægilega ört í glasið. Tll júgurþvotta. Útbúið lausn, sem samanstenduur af 30 g (ca. tvær matskeiðar) af Orbisan og 12 lítrum vatns, og þvoið júgur og spena kýrinnar fyrir mjaltir úr þessari lausn, en við ráðleggj- um eindregið notkun sérstaks klúts fyrir hverja kú eða notkun einnota pappírsþurrku. ÖRYGGI Orbisan spenadýfa og júgurþvottalögur er vlðurkennt af hinu op- inbera eftirliti með sóttvarnarefnum í Bretlandi. Engrar sérstakr- ar varúðar er þörf fyrir þá, sem með efnið fara. Svo framarlega sem þetta joðefni er blandað með vatni samkvæmt fyrirmælum og borið á spena mjólkurkúa strax að mjöltum loknum, er notkun þess til júgurbólguvarna algerlega hættulaus fyrir mjólkurneyt- endur. FÆST I MJOLKURBUUNUM Beecham Animal Health products MANOR ROYAL, CRAWLEY, SUSSEX, ENGLAND UMBOÐSMAÐUR: G. ÓLAFSSON H.F., REYKJAVlK Þakka hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug allra þeirra er styrktu okkur við fráfall og minningarathöfn eiginmanns míns GUÐMUNDAR GÍSLASONAR. Sérstakar iþakkir færi ég útgerðarfélaginu Hrönn hf., útgerðarmanni þess, skipstjóra og skipsfélögum öllum. Fyrir hönd barna okkar, móður hins látna og systkina. Ragna Sólberg. 154 milljónir, eða tæp 35%. Framlög til byggingar grunn- skóla og íbúða fyrir skólastjóra hækka um liðlega 360 milljónir, eða tæp 55%. Framlög til sjúkrahúsa, sjúkraskýla, elliheimila og læknisbústaða, annara en ríkissjúkrahúsa, hækka um tæplega 303 milljónir, eða rúmlega 100%. Upptalning þessi er langt frá því að vera tæmandi, en gefur til kynna hvert stefnt er. Þó fer ekki á milli mála að margur er vonsvikinn í athafnasömu þjóðfélagi. Hins vegar er rétt að menn geri sér grein fyrir því að boginn er spennt- ur nærri til hins ýtrasta. Ef viðskiptakjörin við útlönd versna enn, eða ef ekki næst samkomulag um skynsamlega stefnu í launamálum, svo forðað verði langvinnum verkföllum, má búast við erfiðleik- um í að halda þeim framkvæmdahraða, sem fjárlögin gera ráð fyrir. G. F. — Boráttumál Framhald af 8. síðu. þar vill fólk fremur vera; þangað vUl fólk flytjast. Þar, sem deyfð og drungi ríkir meðal sveitarstjórnarmanna, þar, sem afgreiðslur mála lúta einskonar tregðulögmáli, þar viU fólk ekki búa. Þeir staðir hafa ekki aðdráttarafl. Ég tel þvi hvað mikilvægast fyrir sveitarstjómarmenn að temja sér jákvæð viðhorf til mála, jafnvel, og ef til viU ekki síður, þegar við erfið- leika er að etja. Ef sveitar- stjórnarmenn hafa þá ekki trú á byggðarlaginu og mál- efnum þess, er óliklegt að íbú- arnir hafi það fremur. Sveit- arstjórnin þarf að hafa já- kvæð áhrif á viðhorf íbúanna; örva þá til dáða. Ef sveitar- stjómarmenn þurfa að berja sér vegna erfiðleika, á að gera það barlmannlega, og með sóknarhug, tillögum til úr- bóta og hverrar aðstoðar er óskað af hálfu opinberra að- ila, ef svo ber undir. Góðir sveitarstjórnarmenn. Verið umfram aUt jákvæðir, bjartsýnir og einhuga.“

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.