Ísfirðingur


Ísfirðingur - 06.01.1975, Blaðsíða 8

Ísfirðingur - 06.01.1975, Blaðsíða 8
Baráttumál og verkefni Skólastjóri Hannibal Valdimarsson, bándi í Selárdal og fyrrver- andi alþingismaður og ráð- herra, hefur verið ráðinn skólastjóri Gagnfræðaskóla ísafjarðar frá 1. þ.m. til næsta vcrs. Hann var áður skólastjóri Gagnfræðaskóla ísafjarðar, við góðan orðstír, á árunum 1938—1954. NÝLEGA kom út hjá Frjálsu framtaki hf. handbókin ís- lensk fyrirtæki ’74—’75. Er þetta fimmta árið í röð, sem bókin kemur út og hafa verið gerðar verúlegar breytingar á henni. í formála bókarinnar segir m.a.: „Að þessu sinni eru mun fleiri fyrirtæki og félagssam- tök í bókinni en áður. Þessi viðbót gerir hana enn ítar- legri og gagnlegri en fyrr. í þessari fimmtu útgáfu bókarinnar eru birtar nauð- synlegustu upplýsingar um fyrirtæki og félagssamtök, svo sem nafn, heimilisfang, síma, pósthólf og telexnúm- er. Ennfremur er sagt frá nafnnúmeri og söluskatts- Forseti bæjarstjórnar Guðmundur Ingólfsson, bæj- arfultrúi, var á fundi bæjar- stjórnar ísafjarðar þann 19. desember sl. kosinn forseti bæjarstjórnarinnar. Jón Ól- afur Þórðarson er 1. vara- forseti og Jens Kristmanns- son 2. varaforseti. númeri. Greint er frá stofnári fyrirtækisins, stjórnendum og helstu starfsmönnum. Gerð er grein fryir tegund reksturs, umboðum og þjónustu fyrir- tækjanna, svo og umboðs- mönnum ásamt öðrum til- heyrandi upplýsingum. Þá er í bókinni umboða- skrá. Allar upplýsingar í bók- inni eru byggðar á persónu- legum samtölum við forstöðu- menn þeirra fyrirtækja og félagssamtaka sem í bókinni eru.” I bókinni er lögð áhersla á að hafa sem víðtækastar upplýsingar sem ekki eru fá- anlegar annars staðar, meðal annars um stjórnendur, starfsmenn og starfssvið. Hér í blaðinu hafa áður verið birtar nokkrar af álykt- unum sem samþykktar voru á Fjórðungsþingi Fjórðungs- sambands Vestfirðinga, sem haldið var í Bolungarvík í ágúst s.l. Fer þó fjarri að unnt hafi verið að birta þær allar, en allar voru ályktan- irnar athyglisverðar cg tíma- bærar cg fjölluðu að sjálf- sögðu um margvísleg hags- munamál Vestfirðinga. Á Fjórðungsþinginu flutti framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambandsins, Jóhann T. Bjarnason, snjalla og yfir- gripsmikla framsöguræðu. í ræðunni kcm fram einlægur áhugi og bjartsýni fyrir hin- um fjölþættu hagsmunamál- um Vestfirðinga allra og hvatning til sveitarstjórnar- manna og annara, sem að þessum málum vinna, um að standa saman að framgangi þeirra. Engin tök eru á því að birta ræðu framkvæmda- stjórans í heild hér í blaðinu. En hann hefur góðfúslega samþykkt beiðni blaðsins um að birta kafla úr henni, og fara þeir hér á eftir: Kjördæmaskipan og þingmannafjöldi. „Að afloknum alþingis- kosningum nú í sumar, var talsvert um það rætt á vett- vangi stjómmálanna, hver ó- jöfnuður væri orðinn á tölu þingmanna milli einstakra kjördæma, ef miðað væri við fjölda kjósenda. Var einkum bent á Vestfirði, sem að þessu sinni eiga sjö þingmemn. Af þessum umræðum mátti skilja, að nú þegar væri orð- ið tímabært að breyta til og draga úr atkvæðamætti lands- byggðarinnar á Alþingi, því gildi hvers atkvæðis á mesta þéttbýlissvæði landsins væri orðið svo dæmalaust lítið, miðað við útkjálkaatkvæðin. Fækkun landsbygðarþing- manna jafngildir aðför að hinum dreifðu byggðum. Þeir, sem fylgst hafa með baráttu þingmanna landsbyggðarinn- ar, fyrir málum þeim á Al- þingi, sem snerta landsbyggð- ina sérstaklega, dylst ekki, að þurft hefir harðsnúið lið landsbyggðarþingmanna til að fá dreifbýlismálum fram- gengt á Alþingi, jafnvel á sama tíma og stórmálum, sem snerta mesta þéttbýli landsins, hefir verið ráðið til lykta með samningum utan Alþingis, en þingmenn svo látnir að formi til afgreiða málin. Nægir að benda á byggingu 1200 íbúða 1 Breið- holts'hverfi, sem landsbyggðin hefir þurft og þarf ennþá að súpa rammt seyðið af. Það er ástæðulaust að sverfa að landsbyggðarfóiki á einum vettvangi til viðbótar, sjálfu löggjafarþinginu, með því að svifta það með lögum hluta af þingmannafjölda sín- um. Því fólki, sem ennþá býr Jóhann T. Bjarnason út um land, verður ekki um það kennt, að þar hefir fækk- að fólki. Fólk, sem býr hér á Vestfjörðum, cg annarsstað- ar út um landið, hefir barist hetjulegri baráttu við þá erf- iðleika, sem verið hefir við að etja heima fyrir, og við sogkraftinn frá Faxaflóasvæð- inu, oft cg tíðum við tak- markaðan skilning stjórn- valda á því, að sporna þyrfti gegn fólksfækkun út á landi með opinberum aðgerðum. Að mínu viti væri hyggi- legra fyrir stjórnmálamenn að stuðla að örari fólksfjölg- un út um landið og jafna með þeim hætti gildi hinna pólitísku atkvæða, sem misst hafa gildi sitt við Faxaflóa.“ Baráttumál og verkefni: „Landshlutasamtökin munu áfram berjast fyrir því að fá viðurkenningu á Alþingi sem samtök sveitarfélaga. Berjast þarf ákveðið fyrir að heima- menn fái í ríkara mæli ráð- stöfunarrétt á fjárlagafjár- veitingum, og ákveði sjálfir framkvæmdaröð. Finna verður, án verulegs dráttar, varanlega lausn á raforkumálum Vestfirðinga, er tryggi þeim næga cg ör- ugga raforku á hagkvæmu verði. Stjórn crkuvera í um- dæminu, svo og orkudreifing- in, verði undir stjórn heima- manna. Tilheyrandi tækni- deild sé á dreifiveitusvæðinu. Sækja þarf fast á um, að opinberar framkvæmda-, þjón- ustu- og stjórnsýslustofnanir eða deildir úr þeim, verði fluttar út um land. Menntakerfið þarf að byggja svo upp, að einstakir landshlutar verði sjálfum sér nógir um alla menntun að háskólanámi. Sveitarstjórnir þurfa að endurskoða starfshætti sína og stefna að því að verða virkari en þær eru nú. Þær þurfa að leita eftir rýmri tekjustofnum, en ekki síður að hyggja vel að ráðstöfun cg nýtingu þess eigin fjármagns og lánsfjár, sem varið er til framkvæmda. Sveitarstjórnir þurfa að láta gera úttekt á sýnilegum og nauðsynlegum framkvæmdaverkefnum sveit- arfélaganna all langt fram í tímann, láta meta umfang þeirra verkefna, svo hægt sé á hverjum tíma að reikna út og sjá kostnað hvers einstaks verkefnis á gildandi dags- verði. Koma þarf á stórbættu á- standi i skipulagsmálum, sér staklega í þéttbýli, og sjá til þess, að jafnan séu fyrir hendi nægilega margar bygg- ingarlóðir, svo fullnægt verði allri eftirspurn þeirra, sem vilja byggja, og gera þarf ráðstafanir til að kcmið verði upp öflugum byggingariðnaði og annari verktakastarfsemi. Fjölmargt annað mætti telja upp, en stærsta og sam- felldasta verkefni Fjórðungs- sambandsins á næstunni verð- ur starf að Vestfjarðaáætlun í samvinnu við Framkvæmda- stofnun ríkisins. Þegar þeirri áætlun verður lokið, hefst vaíalaust barátta alþingis- manna Vestfirðinga cg Fjórð- ungssambandsins fyrir því að fá framgengt þeim umbótum, sem Vestfjarðaáætlun mun væntanlega fjalla um.“ Að lokum grípur blaðið niður í kafla þar sem framkvæmdastjórinn ræðir skemmtilega um : Jákvæð og örvandi viðhorf. „Ég þakka öllum þeim sveitarstjórnarmönnum, sem ég hefi kynnst og starfað með, en láta nú af starfi, og býð velkomna til samstarfs þá hina nýkjörnu sveitar- stjómarmenn og nýráðnu sveitarstjóra cg bæjarstjóra. Ég óska öUu þessu fólki gæfu í vandasömu starfi. Ég er þess ekki umkominn að leggja þeim ráð eða lífsregl- ur í starfi sínu. Frá hinu get ég sagt, sem ég tel mig hafa sannreynt þann stutta tíma, sem ég hefi starfað á vett- vangi sveitarstjórnarmála, að sá andi, sem ríkir innan sveitarstjómarinnar, einn sér, getur skilið milli feigs og ó- feigs. Þar, sem góður vilji, einhugur og bjartsýni ríkir, leysast málin. Þar, sem við- horf sveitarstjórnar eru já- kvæð og örvandi fyrir íbúana, Framhald á 4. síðu. Fró úthlutunnrnefnd utvinnuleysisbótu iyrir Verkulýðsfélugið Buldur Að gefnu tilefni vill úthlutunarnefnd atvinnu- leysisbóta hér með vekja athygli á því, að ráðn- ingarsamningar verkafólks í fiskiðnaði öðlast þá fyrst gildi, er þeir hafa hlotið staðfestingu trúnaðarmanns nefndarinnar. ÚTHLUTUNARNEFND. Eslensk fyrir- tæki 1974 til 1975 komin út

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.