Ísfirðingur


Ísfirðingur - 05.04.1975, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 05.04.1975, Blaðsíða 4
SJAVARFRÉTTIIK Fyrsta tölublað Sjávarfrétta á þessu ári er komið út, út- gefandi er útgáfufyrirtækið Frjálst framtak h.f. Tilgang- urinn með útgáfu Sjávarfrétta er að veita alhliða upplýsingar um þau málefni, sem að sjávarútvegi lúta og gæta hagsmuna hans. Útbreiðsla Sjávarfrétta er mjög mikil og eru þegar gefin út á sjöunda þúsund eintök. Blaðið er ein- göngu selt í áskrift. í þessu blaði er sagt frá hringborðsumræðum með 4 útgerðarmönnum. Eru þeir á eitt sáttir um að alger stefnu- breyting í útgerðarmálum landsmanna á öllum sviðum, sé tafarlaust nauðsynleg og fjalla þeir um ýmsar hug- myndir þar að lútandi í um- ræðunum. „Við eigum að haga verð- lagi þannig að ekki sé eftir- sóknarvert að sækjast eftir smáfiski” segir Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráð- herra, í viðtali við blaðið og m.a. sem þar kemur fram, má nefna, að ráðherra hefur farið fram á við Fiskifélag íslands og Hafrannsóknarstofnunina að stofnanirnar flýti áætlana- gerð um fiskveiðar hér við land, sem miðist að því að stjórna þeim nákvæmlega og fá hið mesta út úr fiskistofn- unum án þess að ganga of nærri þeim. Grein er um síldveiðarnar í Norðursjó. Nýr fræðsluþáttur fyrir verðandi sjómenn hefst í þessu blaði og verður í nokkrum næstu heftum. Sagt er frá Sparisjóði vélstjóra, Hraðfrystihúsinu Norðurtanga h.f., á ísafirði, og margt fleira áhugavert efni er í blaðinu. Sjávarfréttir koma út ann- an hvern mánuð. Ritstjórar eru Jóhann Bri- em og Gissur Sigurðsson. Isafjarðarkaupstaður Tilkynning um lögtaksúrskurð Hér með tilkynnist að miðvikudag 26. mars kl. 14 var í fógetadómi ísafjarðar kveðinn upp lögtaks- úrskurður fyrir gjaldföllnum en ógreiddum fasteignagjöldum, útsvörum og aðstöðugjöldum til bæjarsjóðs ísafjarðar 1975, ennfremur fyrir ógreiddum en gjaldföllnum gjöldum til hafnarsjóðs ísafjarðar. Lögtök fyrir ógreiddum gjöldum hefjast 14. apríl n.k. ísafirði, 2./4. 1975 Bæjargjaldkerinn ísafirði BIAÐ TRAMSOKN4PMANNA / l/ESTFJARÐAKJOKDÆM/ Hnlldór Kristjdnsson: Samgöngur við Djúp Undanfarið hafa verið nokkrar umræður um vega- mál Vestfjarða í Þjóðviljan- um, einkum samband ísa- fjarðardjúps við vegakerfi landsins. Sumt af því er nán- ast dæmi um það hvernig ekki á að ræða um almenn mál, svo sem eins og þegar oddviti Nauteyrarhrepps vill ekki að maður á Patreksfirði hafi málfrelsi um vegagerð almennt. Hitt er þó ekki betra þegar hann er að reyna að svívirða Játvarð Jökul fyrir að mæla með vegi yfir Þorska- fjörð af Reykjanesi á Skála- nes, með því að segja að þá yrði vegurinn lagður um hlað- ið hjá honum. í fyrsta lagi er ekki eftir- sóknarvert að hafa fjölfarinn þjóðveg um hlaðið hjá sér. í öðru lagi er á það að líta að Reykjanes er þríhyrningur. Einn oddur þríhyrningsins er nærri Bjarkalundi, skammt frá botni Berufjarðar. Ætti þjóðvegurinn að liggja frá Stað á Reykjanesi yfir á Skálanes myndu flestir telja eðlilegt að hann lægi frá Bjarkalundi út með Þorska- firði, svo að ekki þyrfti að fara nema eina hlið þríhyrn- ingsins. Oddvitinn í Naut- eyarhreppi lætur þó eins og það væri sjálfsagt að taka á sig krók til að komast á hlað- ið á Miðjanesi í leiðinni. Halldór Kristjánsson Svona á ekki að ræða mál. Þar sem ég geri ekki ráð fyrir því, að ætlast sé til að aka þurfi norður að Djúpi til að komast til Patreksfjarðar, og þar af leiðandi verði að gera ráð fyrir akvegi úr Þorskafirði vestur sýsluna, liggur það í augum uppi að hagkvæmt væri að geta notað OSTA- OG SMJÖRSALAN s.f. SNORRABRAUT 54. ostur A ER ' OG ^LJÚFFENGUR Auglýsing Um greiðslu þinggjalda í ísafjarðarkaupstað og ísafjarðarsýslum. Hér með er skorað á alla þá, sem eiga ógreidd þinggjöld frá árinu 1974 eða fyrri árum að gera skil nú þegar. Að fyrirlagi fjármálaráðuneytisins verða reiknaðir dráttarvextir lx/2% á mánuði frá 1. janúar 1975 af ógreiddum þinggjöldum ársins 1974 og fyrri ára samkvæmt 8. gr. laga nr. 60, 30. apríl 1973. Jafnframt er vakin athygli á skyldu kaupgreiðenda til að halda eftir hluta af kaupi til lúkningar þinggjöldum. Vanræki kaupgreiðandi að halda eftir af kaupi, til greiðslu þinggjalda, má taka lögtak hjá honum fyrir þeim gjöldum sem eigin skattar væru. ísafirði 18 mars, 1975. Bæjarfógetinn á ísafirði Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu Til sölu íbúðin á 2. hæð hússins Hafnarstræti 6, ísafirði, Upplýsingar gefur Sverrir Hermannsson, Grana- skjóli 26, Reykjavík. Sími 24515. sama veginn fyrir hvort- tveggja að einhverju leyti. Það væri út af íyrir sig hagkvæmt að þurfa ekki að skipta veginum fyrr en svo að sem stytst væri eftir. Svo verður að meta hvaða ókostir fylgja því. Eg tel mig ekki hafa að- stöðu til að dæma um Þorska- fjarðarheiði og Kollafjarðar- heiði. Þó finnst mér að Ast- þór í Múla ræði tiltölulega skynsamlega um þær. Vera má þó að ekki sé fundið hent- ugt vegarstæði og ódýrt upp á Kollaíjarðarheiði að norðan. Hitt liggur í augum uppi, hafi menn bæði augun opin, að þann krók, sem oddvitinn í Nauteyrarhreppi verður að taka á sig ef hann fer Kolla- fjarðarheiði, spara þeir sér að miklum hluta sem koma vestan Djúps þurfi þeir ekki á Þorskafjarðarheiði. Nú var ekki ætlunin að taka hér lengi þátt í fánýtu orða- skaki um mál, sem eftir er að athuga vandlega. Það hefur komið fram í þessum umræð- um að menn leggja áherslu á vegi innan sveita og er það að vonum. Það er nokkur hætta að þeir séu látnir mæta afgangi og vanræktir vegna þesis að meira er talað um aðalvegi milli héraða. En þar sem þeir vegir, sem nota þarf að staðaldri allan ársins hring skipta byggðina mestu, er auðsynlegt að á þá sé minnt. Það hefur verið minnst á Steingrímsfjarðarheiði í þess- um umræðum. Víst gæti Hólmavík verið höfn fyrir Austur-Barðastrandarsýslu og nokkuð af ísafjarðardjúpi ef vegasamband væri gott. í því sambandi er margs að gæta og margt að meta og þó að islíkt sé framtíðarmál er ágætt að menn skiptist á skoðunum. Það sem er stærst og mestu máli skiptir í þessu sambandi er hvernig háttað verður samgöngum innan Djúpsins. Þar breytist margt við það að bílfært verður til ísafjarðar. Hvernig er þá hentugast að haga flutningum milli ísa- fjarðar og sveitanna? Hvernig verður best hagað flutningum þungavöru að og frá byggð við Djúpið? Hvernig á að skipa sam- göngum og flutningum innan Djúpsins? Hér verða einstakar hug- myndir, sem til áhta hljóta að koma, ekki ræddar. En það er rökrétt og óhjákvæmilegt framhald Inndjúpsáætlunar að það sé gert. H. Kr.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.