Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.05.1975, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 17.05.1975, Blaðsíða 2
2 ÍSFIRÐINGUR i-------------------------------------------------------------- 8mp tSXmsóknavmanim / vcs/rjABDAuðeucÞu Otgefandi: Samband Framsóknarfélaganna i Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. Afgreiðslumaöur: , Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Verð árgangsins kr. 200,00 — Gjalddagi 1. október. Réttlát verslun Eitt af því, sem heyrir til vinstri pólitík og umbótabaráttu er að sporna við óeðlilegum gróða einstaklinga. í hverju því landi þar sem almenningur hefur einhver áhrif, er stöðugt verið að reyna að loka einhverjum gróðaleiðum, en jafnframt er svo annarra leitað. Þegar lögboðið hámark er sett á verslunarálagningu er það gert til þess að koma í veg fyrir óeðlilegan gróða. En svo kemur tvennt í Ijós. Annað er það, að verslunin græðir á því að kaupa dýra vöru, geti hún komið henni út. Hitt er það, að miklu munar hvað dýrt er að reka verslun eftir því hvar verslað er og með hvað er verslað. Það álagningshlutfall sem dugar alhliða verslun á Vestfjörðum skapar stórgróða hjá sérverslun í Reykjavík. Þessar staðreyndir ættu sérstaklega að minna á það, að verslun verður ekki fyllilega og örugglega réttlát fyrr en hún er félagsverslun. Víst geta kaupfélögin verið illa rekin og misjafnlega er þeim stjórnað. En þau standa öllum opin, hver félagsmaður hefur eitt atkvæði og félagsmenn velja stjórn sína. Verði afgangur er hann sameign þeirra, sem í héraðinu búa hverju sinni. Þar er því það form, sem tryggir að ekki myndist neinn gróði, sem farið verði með frá þeim, sem gerðu þau viðskipti, sem mynduðu gróðann. Kaupfélags- verslunin þarf engum að valda slíkum ótta eða áhyggjum. Mönnum er nú að verða Ijóst, að það er hvorki réttlátt né skynsamlegt að valdbjóða sömu álagningu allsstaðar. Því er nú svo komið, að í alvöru er farið að hugsa um leiðir til þess, að verslun þurfi ekki að vera dýrari og viðskiptakjör óhag- stæðari í einu héraði en öðru. Til þess eru ýmsar leiðir hugsanlegar. Ein er sú, að létta launaskatti af þeirri verslun, sem er fjarri höfuðstaðnum. Það væri nokkur leiðrétting fyrir versluina, en mun þó hrökkva skammt til jafnvægis á verð- lagi. Hinsvegar væri möguleiki að söluskattur væri lægri í þeim héruðum, sem verða að bera ærinn flutningskostnað umfram önnur. Á því sviði er hægt að stíga raunhæft spor til jöfnunar lífskjara í landinu. Hálfreiknað dœmi Stjórnarandstæðingar hafa hert sig að reikna undanfarið. Þeir hafa reiknað það út að einar og aðrar útflutningsvörur okkar hafi hækkað í verði. Og þeir hafa reiknað að fram- leiðslan hafi aukist í vissum greinum. Og þetta er rétt. Og maður eins og Kjartan Ólafsson kann fjórar höfuðgreinar reiknings svo, að hann reiknar þetta rétt. En þó að þessi reikningur allur sé réttur, svo langt sem hann nær, er hann ekki tæmandi. Dæmið er ekki nema hálfreiknað. Og það ætti hver venjulegur maður að sjá, að eitthvað vantar í. Það sýnir sig í því, að gjaldeyrisstaðan hefur farið versnandi. í þessum reikningum er nefnilega alltaf gengið fram hjá því, að innflutningurinn hefur orðið miklu dýrari en áður var. Það breytir engu hvort þessu er sleppt viljandi úr dæminu eða bara af vangá. Útkoman er jafn vitlaus hvort heldur er. Það myndast enginn afgangur þó að tekjur aukist ef til- kostnaður vex jafnmikið eða meira. Þetta liggur í augum uppi. En svo vaknar önnur spurning og hún stendur í nokkru sambandi við þroska kjósenda. Vinna menn sér traust og tiltrú og þar með kjörfylgi með svona reikningum? Fer það að verða álitsauki að reikna ekkert dæmi nema til hálfs? H. Kr. SjÖtugur: Hjörtur Sturlaugsson Hjörtur Sturlaugsson, bóndi í Fagrahvammi í Skutulsfirði, átti sjötugsafmæli 7. f. m. Hann var fæddur að Snartar- tungu í Strandasýslu 7. apríl 1905. Voru foreldrar hans hjónin Sturlaugur Einarsson og Guðbjörg Jónsdóttir. Hann stundaði nám í Hvítárbakka- ara á ísafirði. Hjördýs, gift Pétri Sigurðssyni, fram- kvæmdarstjóra á ísafirði. Aftur kvæntist Hjörtur á árinu 1950 Guðrúnu Guð- mundsdóttur, sem er ættuð af Ingjaldsisandi í Mýrarhreppi. Þau eiga þrjú börn: Arndísi, skólanum og síðar á Hvann- eyri og þaðan lauk hann búfræðiprófi eftir tveggja vetra nám. Eítir að námi lauk á Hvanneyri var hann í nokkur ár starfsmaður við bú föður síns í Snartartungu, en hóf þar búskap á hluta jarðarinnar 1930. Það ár kvæntist Hjörtur fyrri konu sinni, Arndísi Jónsdóttur, úr Reykhólasveit. Fáum árum síðar fluttu þau hjónin að Hanhóli í Bolungarvík, en þá jörð höfðu þau þá keypt. Þar þurfti vissulega að taka til hendi, bæði hvað viðkom ræktun jarðarinnar og bygg- ingu húsa. Þar bjuggu þau í einn áratug. Frá Hanhóli fluttu þau hjónin að Hafrafelli í Skutuls- firði og bjuggu þar í eitt ár, en þá hófu þau landnám í Fagrahvammi og ber jörðin hvað ræktun og húsakosti við kemur greinilega vott um það að myndarlega hefur verið að verki staðið. Á árinu 1947 andaðist Arndís kona Hjartar á besta aldri. Þau eignuðust fjögur börn, tvo syni og tvær dætur. Börnin eru: Sverrir, búsettur í Noregi, kvæntur noskri konu. Bernharð, á heima í Búðardal, var áður kvæntur Guðrúnu Jensdóttur frá ísa- firði. Anna, gift Sigurði Guðmundssyni, málarameist- Hjörtur Sturlaugsson sem er gift Finnboga Bern- ódussyni í Bolungarvík. Einar, sem er starfsmaður vega- gerðarinnar, en til heimilis í Fagrahvammi, og Guðbjörgu, sem er trúlofuð Magnúsi Haiidórssyni á ísafirði. Að félagsm. hefur Hjörtur unnið mjög mikið. Á yngri árum tók hann virkan þátt í starfi ungmennaféiaganna. Hann hefur verið fulltrúi á aðalfundum Búnaðarsambands Vestfjarða í meira en 30 ár og formaður Búnaðarfélags Eyrarhrepps í nær þrjá ára- tugi. Trúnaðarmaður Búnaðar- félags íslands var hann í 10 ár og íulltrúi á fundum Stéttarsambands bænda í 6 ár. Hann átti sæti í hrepps- nefnd Eyrarhrepps í tvö kjörtímabil. Augljóst er að þessi og önnur félagsmála- störf, sem Hjörtur hefur unnið, hafa tekið mikinn tíma, en oftast lítið fyrir þau að hafa fjármunalega séð. Þeim sem þessar línur ritar er þó best kunnugt um félagsmálastörf Hjartar innan Framsóknarflokksins, en á þeim vettvangi höfum við starfað lengi saman, bæði í Framsóknarfélagi ísfirðinga og Kjördæmissambandi Fram- sóknarmanna í Vestfjarða- kjördæmi. Hann er einn þeirra sem hvað best hefur sótt fundi í Framsóknarfélaginu og flest þing Kjördæmissam- bandsins hefur hann setið sem fulitrúi síðan sambandið var stofnað árið 1960. Hjörtur í Fagrahvaimmi hefur á margan hátt verið gæfumaður. Báðar eiginkonur hans vel gefnar myndarkonur og dugmiklar. Ásamt þeim hefur hann séð margar óskir sínar og áform rætast í sam- bandi við atvinnu sína og oft erfið uppbyggingarstörf. Gest- risni og alúðlegt viðmót við þá sem að garði hafa borið hefur alla tíð eihkennt heimili Hjartar Sturlaugssonar. Hann er maður vinsæll og velvilj- aður og áhugasamur um fram- faramál héraðs síns og þjóðar. Um leið og ég þakka Hirti Sturlaugssyni fyrir ágæt kynni og samstarf óska ég honum og fjöls'kyldu hans allra heilla í tilefni sjötugs afmælisins. Jón Á. Jóhannsson. Slysavarna- félag íslands Dregið var í happdrætti Slysavarnafélags íslands hinn 1. maí s.l. og hlutu eftirtalin númer vinning: 23120 Citroen Ami 8 1975 18535 Zodiac IVIark III slöngu- bátur 15 f. m/20 hö utanb.vél og 6 bjarg- vestum. 7453 Johnson vélsleði 30 hö. 35342 Sinclair talva m/minni 08837 — — 22556 — — 11267 — — 12670 — — ATVINNA Kona óskar eftir skrif- stofuvinnu á ísafirði eða nágrenni. Meðmæli ef óskað er. Löng starfsreynsla að baki. Tilboð skilist á afgreiðslu merkt skrifstofuvinna fyrir 30 maí. 48720 — 08869 — 42402 — 19965 Bosch borvél 11122 — — 07434 — — 29000 — — 26388 — — 46908 — — 25382 — — 39057 — — 14929 — — Vinninga sé vitjað til Slysa- varnafélags íslands, Granda- garði 14, Reykjavík. Upplýsingar veittar í síma 27000, á skrifstofutíma. ísafjarðarkaupstaður Auglýsing Hér með tilkynnist þeim aðilum sem eiga reikninga á bæjarsjóð ísafjarðar að greiðslur reikninga fara eingöngu fram á mánudögum kl. 10—12 og 13—15. Reikningar skulu vera samþykktir af úttektaraðila eða verkbeiðanda. Bæjargjaldkerinn ísafirði.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.