Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.05.1975, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 17.05.1975, Blaðsíða 4
Hreinsun lóða í bænum o.fl Blaðið telur ástæðu til að geta nýlega gerðra fundar- gerða tveggja nefnda á vegum ísafjarðarkaupstaðar, þ. e. fundargerðar heiibrigðis- nefndar frá 29. f.m. og fundargerðar fegrunar- og umhverfisnefndar frá 30. s.m. Að nokkru leyti fjaila íundar- gerðirnar um sama efni, þ.e. þá nauðsyn að ibænum sé haldið svo hreinlegum sem frekast er unnt, og er þá bæði átt við lóðir einstaklinga, sem og lóðir fyrirtækja og bæjar- félagsins sjálfs. Um fleiri vandamál er fjallað í fundar- gerðunum, svo sem umgengn- ina um sorphaugana, hunda- haldið í bænum o.fl. Er ástæða til að þakka nefnd- unum fyrir réttmætar ábend- ingar og áhuga fyrir úrbótum. ÚR FUNDARGERÐ HEILBRIGÐISNEFNDAR: II. „Heilbrigðisnefnd lýsir áhyggjum sínum vegna ástands sorphauga bæjarins. Skorar nefndin á bæjaryfir- völd að hraða sem mest framkvæmdum við sorp- brennslu. Bendir nefndin á hvílíkur sóðaskapur og óhrein- læti hlýzt af ástandi því, sem nú ríkir, bænum td'l skammar og öllum til ama. III. Heilbrigðisnefnd skorar á bæjaryfirvöld að sjá til þess, að bæjarlandið verði vand- lega hreinsað á sumri kom- anda. Einnig verði ríkt eftir því gengið að lóðir fyrirtækja verði hreinsaðar”. FUNDARGERÐ FEGRUNAR- OG UIVIH VERFISNEFNDAR: „Rætt var um vandamál sem skapast af ágangi búf jár í bæjarlandinu sérstaklega með tilliti til blóma- og trjá- ræktar. Einnig kom tii um- ræðu sá fjöldi hunda sem gengur laus í bænum. Er það ósk nefndarinnar að nú þegar verði sett reglugerð um almennt hundahald í bænum. Þar sem horfur eru á að sorpeyðingarstöð bæjarins verði ekki tekin í notkun á næstu vikum eða mánuðum, eru það eindregin tilmæli nefndarinnar að allt verði gert sem hægt er, til að fyrir- byggja óþrifnað af völdum öskuhauganna. Rætt um hina árlegu vor- hreinsun og nauðsyn þess að bærinn sýni gott fordæmi. Einnig fóru fram almennar umræður um fegrunar- og umhverfismál og starf nefnd- arinnar á komandi sumri”. Biðjið verslun yðar um vörur frá: Efnagerðinni F L Ó R U Brauðgerð K E A Kjötiðnaðarstöð K E A Smjörlíkisgerð K E A Reykhúsi K E A Efnaverksmiðjunni S J ö F N Kaffibrennslu Akureyrar SENDUM beint til verzlana, gistihúsa og matarfélaga. FLJÓT og ÖRUGG afgreiðsla. VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA AKUREYRI — SlMI: (96)21400 Isafjarðarkaupstaður Skriistofustúlko óskust Bæjarsjóður ísafjarðar óskar að ráða vana skrifstofustúlku til starfa á bæjarskrifstofu nú þegar Nánari upplýsingar veitir bæjarritari. Bæjarsjóður ísafjarðar Stjérnmálaáiyktun Fram- sóknarflokksins Eins og frá var sagt í síðasta blaði var aðal- fundur miðstjórnar Framsóknarflokksins haldinn í síðari hluta apríl. I stjórnmálaáiyktun mið- stjórnarfundarins er rakinn í stórum dráttum aðdragandinn að þeim efnahagsvandamálum sem nú er við að etja. Rætt er um aðdragandann að myndun núverandi ríkisstjórnar og um viðbrögð hennar í sambandi við efnahagsmálin. I ályktun- inni kemur fram viðhorf Framsóknarflokksins til byggðamálanna, landhelgismálsins og orkumál- anna. Blaðið telur rétt að birta ályktunina í heild og fer hún hér á eftir: „í lok ársins 1973 varð mikil breyting á viðskipta- aðstöðu okkar íslendinga. Viðskiptakjörin sem höfðu farið ört batnandi nokkur ár samfellt, tóku nú mjög að versna og í lok ársins 1974 voru þau orðin 30% lakari en í 'byrjun þesis. Slík umskipti hljóta að valda miklum efna- hagslegum erfiðleikum og þeir mögnuðust við það, að of seint var við þeim brugðizt. Það jók enn á þessa erfiðleika, að kjarasamningarnir snemma á árinu voru gerðir áður en menn höfðu áttað sig á því, að nú var í bili minna til skipta. Um sama leyti missti stjórn Ólafs Jóhannessonar starf- hæfan meirihluta vegna klofn- ings í röðum annars sam- starfsflokksins og kom því ekki fram tillögum sínum í efnahagsmálum. Tilraun formanns Fram- sóknarflokksins til að efna til víðtæks isamstarfs um nauð- synlegar efnahagsaðgerðir tókst ekki. Var þá ekki um annað að ræða en efna til nýrra þingkosninga. Af þessum sökum dróst að gera nauðsynlegar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólg- unni og til að treysta atvinnu- grundvöllinn. Urðu því þau vandaimál, sem biðu nýrrar stjómar enn erfiðari en eRa. Að kosn. loknum leiddu tilraunir formanns Fram- sóknarflokksins til að endur- skipuleggja ríkisstjómina með þátttöku Alþýðuflokksins í Ijós, að sú leið var ekki fær. Var þá ekki annarra kosta völ en mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum, ef koma átti á þingræðisstjórn í land- inu. Fundurinn þakkar alveg sérstaklega formanni filokks- ins Ólafi Jóhannessyni, skel- egga og farsæla forustu hans í pólitískum svoftingum þessa sögulega árs. Það olii vonbrigðum, að vinstri (Stjórnin varð að hverfa frá áður en hún hafði lokið verkefnum sínum. Fundurinn vonar, að núverandi ríkis- stjórn takist að leysa þann efnahagsvanda, sem við er að fást. Ríkisstjómin hefur síðan hún var mynduð, unnið að því að tryggja afkomugrundvöll atvinnuveganna og atvinnu- öryggi í landinu. í því skyni var gengisbreytingin í sept. framkvæmd og þær ráðstaf- anir, sem henn fylgdu, en sökum síversnandi viðskipta- kjara reyndust þær ráðstaf- anir ónógar og ný gengis- breyting í febrúar varð óhjá- kvæmileg. I kjölfar hennar fylgja ýmsar ráðstafanir í efnahagsmálum og fjármálum til þess að situðla að jafnvægi í þjóðarbúskapnum og treysta undirstöðu atvinnu og lífs- kjara. Aðalfundur miðstj. Fram- sóknarflokksms 1975 lýsir stuðningi sinum við ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar sem miða að því að dreifa þeim byrðum, sem bera þarf, sem réttlátast á þegna þjóðfélags- ins og að vinna sem fyrst bug á þeim erfiðleikum, sem við er að fást. Fundurinn telur þau viðbrögð réttust og stór- mannlegust, að sá samdráttur, sem nú um hríð er óum- flýjanlegur eftir mikið þenslutímabil komi að veru- legu leyti fram í minnkandi einkaneyzlu frekar en minni atvinnuuppbyggingu og opin- berum þjónustuframkvæmd- um. Sem félagshyggjuflokkur hlýtur Framsóknarflokkurinn að vara við því að tekjur ríkis- ins séu rýrðar með því að lengra sé gengið í lækkun skatta. Af því hlyti að leiða minni félagslegrar fram- kvæmdir. Fundurinn vill þó vekja athygli á því, að enn er þörf frekari aðgerða á ýmsum sviðum, ef tryggja á jafn- vægi í þjóðarbúskapnum. Fundurinn bendir á þann mikla vanda sem leysa þarf, áður en lög um launajöfnunar- bætur falla úr gildi 1. júní n.k. Nauðsynlegt er að endur- skoða tilhögun vísitölubóta á kaupgjald. Fundurinn telur sjálfsagt, að launþegar njóti verðtryggingar kaupgjalds, en það verður að gerast með þeim hætti, að komizt verði sem mest hjá skaðlegum áhrifum á verðlagsþróunina, og að það torveldi ekki almenna stjórn efnahags- og fjármála. Þannig telur fund- urinn ótækt að skattheimta til sameiginlegra þarfa, sem ákveðin er af lýðræðislega kjörnum fulltrúum þjóðar- innar, hafi gegnuin vísitölu- kerfið áhrif til almennrar kauphækkunar. Fundurinn telur nauðsyn- legt að beita áætlanagerð og skipulagshyggju í vaxandi mæli, og að endurskoða skipulagskerfi atvinnuveganna ekki sýzt sjávarútvegsins. Fundurinn telur nauðsyn- legt, að haldið sé áfram eftir- liti með verðlagi og bendir á, að taka verður tillit til þeirrar staðreyndar, að vörudreifing er dýrari í dreifbýli en í þéttbýli. Telur fundurinn nauðsynlegt að fundnar séu leiðir til að jafna vöruverð í landinu í ríkari mæli en nú er. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir þeim mikla árangri, sem náðst hefur í byggða- málum. Atvinnuuppbyggingin hefur aukið fólki bjartsýni og áræði og valdið straumhvörf- um í byggðaþróun í landinu. Fundurinn leggur áherzlu á, að áfram verði haldið á sömu braut og hvetur sérstaklega til, að þesis sé gætt svo sem frekast er unnt, að sú minnk- un framkvæmdahraða, sem nú er óhjákvæmileg um sinn, komi sem vægast niður á framkvæmdum hinna dreifðu byggða. Hættan á atvinnu- leysi getur verið yfirvofandi í einstökum byggðarlögum, þó þensla sé í þjóðfélaginu í heild. Fundurinn fagnar stóraukn- um framlögum ríkisins til Byggðasjóðs og treystir því, að þessu fjármagni verði einbeitt til áframhaldandi eflingar atvinnulífs á lands- byggðinni. Fundurinn leggur áherzlu á, að ekki verði frekari dráttur en orðið er á endurskipulagn- ingu stjórnar orkurannsókna, orkuframleiðslu og orkudreif- ingar með þátttöku sveitar- félaga og samtaka þeirra. Fundurinn telur, að úrelt fyrirkomulag þessara mála eigi mikinn þátt í því, að mörg byggðarlög búa við Framhald á 3. síðu

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.