Ísfirðingur


Ísfirðingur - 06.09.1975, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 06.09.1975, Blaðsíða 2
2 ÍSFIRÐINGUR i—:—— --------------—— ---------—~——~——— bíaoTkXmsókwbmanna / vitTrMRMuómuti Otgefandi: Samband Framsóknarfélaganna i Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. AfgreiSslumaóur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, simi 3332. Verð árgangsins kr. 200,00 — Gjalddagi 1. október. ------------------------------------------------------i Réttlát verslun VERSLUN er nauðsyn og góðir verslunarmenn eru þjóð- hollir starfsmenn. Verslun er þjónusta, sem alla alþýðu varðar miklu hvernig er af hendi leyst. En verslun er líka og hefur lengi verið leið til að draga saman fé og græða á, ef meira næst fyrir þjónustustarfið en réttlát og eðlileg laun. Þess vegna er mikið um verslunarmálin talað. Þess vegna er rétt að um þau sé hugsað. Þess vegna er skiljanlegt að í sambandi við þau gæti nokkurrar tortryggni. Hér sæmir ekki að loka augunum fyrir erfiðleikum þeirra, sem verslun reka. Stöðugt þarf fleiri og fleiri krónur í sama rekstur. Hagspekingar þeir, sem stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar, telja farsælast að fé sé lánað með okurvöxtum. Og lögleg álagning er aldrei miðuð við endurkaupsverð, enda sjaldnast um það vitað fyrirfram. Ríkisvaldið hefur alllengi sett reglur um hámarksálagn- ingu. En í reynd er lífið ekki svo einfalt og óbrotið að þægilegt sé að fullnægja réttlætinu með því. það er mjög mismunandi dýrt að versla eftir því hvar er verslað og hvernig er verslað. Álagning sem dugar alhliða verslun í afskekktu héraði er langt umfram þarfir fyrir sérverslun á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna er alveg út í bláinn að vænta þess að sett verði lög og reglugerðir, sem ein sér tryggi það, að verslunin verði hagkvæm og réttlát. Það er einkum tvennt sem almenningur getur gert til réttlætis í þessum efnum. Annað er að efla samvinnuverslun. Eina leiðin til að tryggja réttlæti í verslun er að gera verslunina félagsverslun. Það tryggir raunar ekki hagkvæmni í rekstri og innkaupum, en ef félagsmenn eru árvakrir og jákvæðir geta þeir veitt bæði aðhald og hvatningu í þeim efnum. En félagsformið tryggir það, að verði afgangur er hann sameign. Og sagan vottar að víða hefur félagsverslunin myndað þá sameign fólksins í byggðarlaginu sem ómetan- leg er að þýðingu. Hitt atriðið varðar byggðastefnu og jöfnuð. Margar vörur þarf að flytja frá Reykjavík út um land. Neyslan er svo lítil í fámenninu að ekki er um annað að ræða. Það kostar nú um 12 krónur á kg. að flytja vörur með bílum frá Reykja- vík til Vestfjarða, 16 krónur eða meira kg. með flugvélum og a.m.k. 4 krónur með strandferðaskipum, og gildir það þó eipkum um sekkjavöru í tonnatali. Þessi flutningskostnaður segir þó ekki nema brot af því sem varðar dýrari verslunar- rekstur á Vestfjörðum. Símtöl við Reykjavík eru óhjákvæmi- leg, sem og meiri vörubirgðir hverju sinni, — einkum ef verslunin hugsar um að uppfylla þarfir viðskiptamanna. Þessu þarf að mæta með almennri kröfu um mismunandi söluskatt. Með misháum söluskatti er hægt að gera búsetuna jafnari að kostnaði í hinum ýmsu landshlutum en nú er. Það er réttlætismál, spor í rétta átt. H. Kr. Frá Gagnfræðaskólanum Rdðgert er, að skólinn verði settur 15. september nk. SKÖLASTJÖRI Dánardægur Finnbjörn Finnbjörnsson, málarameistari, Hrannargötu 1 ísafirði, lést 18. ágúst s.l. Hann var fæddur 18. mars 1892. Hann var áhugamaður um almenn mál og átti m.a. sæti í bæjarstjórn um tíma. Finnbjörn var tvíkvæntur og eru báðar konur hans, Ragn- heiður Guðmundsdóttir og Sigríður Þórðardóttir, látnar. Finnbjöm var óvinnufær mörg síðustu árin, en hann bar sjúkdóm sinn vel. Gestur Sigfússon, verkamaður, Tangagötu 31 ísafirði, lést 16. ágúst s.l. Hann var fæddur 17. des. 1897. Hann var kvæntur Elinmundu Helgadóttur, en hún er látin. Gestur var vandaður eljumaður. Hann var sjúklingur mörg síðustu árin. Guðrún Ólafsdóttir, Hlíðarvegi 5 Isafirði andaðist 26. júlí s.l. Hún var fædd 6. júlí 1886. Ingibjörg Magnúsd. Richter, Grund í Reykjavik andaðist 25. júlí s.l. Hún var fædd 3. nóvember 1884. Hún var ekkja Stefáns Richters, smiðs, og áttu þau lengi heima hér í bænum. Kristjana Jónasdóttir, kona Helga Björnss. fyrrv. útgerðarmanns í Hnífsdal, lést 25. júlí s.l. Hún var fædd 27. maí 1914. Sigþrúður Guðmundsdóttir Jessen, Hrafnistu í Reykjavík, and- aðist 26. júlí s.l. Hún var fædd 3. júM 1887, dóttir hjónanna Guðm. Guðmunds- sonar og Helgu Símonar- dóttur, er stunduðu nokkuð hómópatalækningar. Sigþrúð- ur giftist ung dönskum manni J. H. Jessen, er stundaði hér, með þeim fyrstu, viðgerðir á mótorvélum. Seinni maður hennar var Þórður Þórðarson. Sverre G. Hestnes, starfsmaður hjá Rafveitu ísafjarðar, andaðist 20. ágúst s.l. Hann var fæddur 4. ágúst 1909. Sverre var kvænt- ur Klöru Jónasdóttur, en hún andaðist í desember 1972. Sverre var maður ljúfur í viðmóti og hinn besti drengur. Kr.J. — Kjördæmis- þingið Framhald af 1. síðu A. Guðsteinsson, Grímur Arnórsson, Þórður Jónsson og Örnólfur Guðmundsson. í miðstjóm Framsóknar- flokksins voru kosnir: Guð- mundur Sveinsson, Ólafur E. Ólafsson, Brynjólfur Sæ- mundsson, Jón Guðjónsson, Kristinn Snæland, Jón Al- freðsson, Eiríkur Sigurðsson og og Pétur Bjarnason. Varamenn í miðstjóm: Guðm. Magnússon, Svavar Júlíusson, Guðmundur Haga- línsson, Hjörtur Sturlaugsson, Jónas R. Jónisson, Geir A. Guðsteinsson, Magnús Bjöms- son og Sigþór Ingólfsson. í blaðstjórn ísfirðings voru kosnir: Steingrímur Her- mannsson, Gunnlaugur Finns- son, Ólafur Þ. Þórðarson, Haldór Kristjánsson og Guð- mundur Ingi Kristjánsson. Endurskoðendur: Jóhannes G. Jónsson og Theódór Norð- kvist. Þegar hér var komið mætti formaður framsóknarflokks- ins, Ólafur Jóhannesson, ráð- herra, á þinginu og flutti ávarp. Ræddi hann einkum um hina miklu þýðingu sem kjördæmasamböndin hefðu í sambandi við umræður og oft fmmkvæði um margháttuð framfaramál héraðanna. Þá flutti Steingrímur Her- mannsson ávarp. Að því loknu flutti Eysteinn G. Gíslason stutta ræðu. Þakkaði hann Ólafi Jóhannessyni fyrir kom- una og sagði m.a. að heim- sókn hans væri floksstarfsem- inni mjög mikilvæg. Eysteinn þakkaði forsetum þingsins, riturum, alþingismönnum og fulltrúum vel unnin störf og sleit síðan þinginu. TIL SÖLU Til sölu er fasteignin Tangagata 16 ísafirði. Upplýsingar veittar í síma: 3655. Mikið úrval handþeytara með og ún undirstöðu! Ryksugui: NILFISK - PHILIPS Mikið úrval segulbandstækja RAFHA eldavélor RAFÞJÓNUSTA /p 3092 RAFTÆKJASALA \y 3792 Auglýsing um logtaksúrskurð í fógetadómi ísafjarðarkaupstaðar og ísafjarðar- sýslu, þriðjudaginn 1. júlí 1975, var kveðinn upp úrskurður um heimild til lögtaks fyrir eftirtöldum gjöldum að átta dögum liðnum frá birtingu úrskurðarins: Tekju- og eignaskattur, launaskattur, iðnaðar- og iðnlánasjóðsgjald, slysatryggingagjald skv. lögum um almannatryggingar, atvinnuleysis- tryggingargjald sóknargjald og kirkjugarðsgjald, söluskattur og sölugjald, bifreiðaskattur, verð- jöfnunargjald af rafórku, lesta- og vitagjald, skipulagsgjald, sýsluvegasjóðsgjald, jarðarafgjald og önnur gjöld, sem heimilt er að taka lögtaki, samkvæmt Iögum nr. 29, 16. des. 1885, um lögtak og fjárnám án undanfarins dóms eða sáttar. Úrskurðurinn var birtur samdægurs. 1. júlí 1975, Bæjarfógetinn d ísafirði' * og sýshrmaður Isafjarðarsýslu

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.