Ísfirðingur


Ísfirðingur - 06.09.1975, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 06.09.1975, Blaðsíða 4
HERAÐSMOT Msfirftinnur BlAÐ TRAMSOKNAKMANNA / VESIFJAROAKJOPDÆM/ Héraðsmótið aði einstaklingsins ásamt HÉRAÐSMÓT framsóknar- félaganna í Strandasýslu var haldið að Árnesi í Trékyllis- vík laugardaginn 16. ág. s.l. Torfi Guðbrandsison skóla- stjóri á Finnbogastöðum setti mótið og kynnti dagskrárliði. Ræður fluttu þeir Gunn- laugur Finnsson alþingis- maður og Pétur Einarsson, sem er stjórnarmeðlimur í SUF. Guðmundur Þ. Guðmunds- son skemmti með gamanþátt- um og eftirhermum, en hljóm- sveitin Þyrlar frá Hólmavík lék fyrir dansi. Um 200 manns sóttu héraðsmótið, sem er fjöl- mennasta samkoma, er þar hefur verið haldin. Veður var hið hagstæðasta til samkomuhalds, enda heppnaðist mótið ágætlega og skemmtu menn sér hið besta. Þetta er í annað skipti, að héraðsmót framsóknarfélag- anna í Strandasýslu var norð- ur í Árnesi. Áður héldu fram- sóknarmenn þar héraðsmót sitt fyrir 12 árum. Var það tveggja daga hátíð og komu flestir mótsgestir sjóveg, því að þetta var þrem árum fyrr en Ámeshreppur var tengdur við akvegakerfi landsins. Framhald af 1. síðu fengið aðlögunartíma með samningum um veiðar innan 50 sjómílna. Þeim veiðum ætti því að verða lokið þegar þessir samningar renna út. Ólafur kvaðst telja eðlilegt að bjóða þessum þjóðum svipaða samninga um veiðar um tiltekinn takmarkaðan tíma á milli 50 og 200 sjó- mílna. Eins og horfir taldi hann hins vegar engar líkur á því, að um frekari undan- þágu til veiða yrði að ræða á hinum mikilvægu fiski- miðum okkar íslendinga inn- an 50 sjómílna. Að lokum ræddi Ólafur Jóhannesson um mikilvægi þes'S, að ungir menn og konur taki virkan þátt í stjórn- málastörfum. Hann hvatti unga Framsóknarmenn til þess að vera liðtækir og sann- ir í hverju því starfi, sem þeir taka að sér í þjóðfélag- inu. Þannig vinnið þið ís- lensku þjóðinni og Fram- sóknarflokknum best, sagði Ólafur. Úr ræðu Steingríms Her- mannssonar: í inngangsorðum sínum ræddi Steingrímur um legu íslands á „hjara veraldar”. Taldi hann að því fylgdu fleiri kostir en annmarkar og til þess ætti ekki að rekja þá staðreynd, að íslenskt efnahags- og atvinnulíf er mjög viðkvæmt, eins og sumir hefðu viljað gera. Steingrímur ræddi síðan um atvinnuvegi landsmanna og sagði þá m.a.: „Þótt ég viíji á engan máta gera lítið úr mikilvægi land- búnaðar og iðnaðar og ann- arra atvinnugreina í íslensku efnahagsláfi, sýnist mér ijóst, að íslenskt atvinnu- og efna- hagslíf hvíli fyrst og fremst á sjávarútvegi og fiskiðnaði. Þar er uppspretta þess blóðs, sem streymir um þjóðarlíkam- ann. Sjávarútvegurinn hvílir hins vegar á fremur óöruggri hráefnaöflun. í okkar fá- breytta atvinnulifi er það meginástæðan fyrir því, að atvinnu- og efnahagslíf okkar er mjög viðkvæmt. Því er jafnframt mikilvægast, að þessi grundvöliur sé heilbrigð- ur og sterkur”. Steingrímur gat þess, að við þessar aðstæður væri forsjálni nauðsynleg. Hann kvað íslensku þjóðina fyrir löngu hEifa hafnað stjórnleysi því, sem gjaman fylgir hinu ótakmarkaða frelsi auðvalds- hyggjunar, sem og ofstjórn kommúnismans, sem lamar nauðsynlegt framtak og dugn- að einstaklingsins. íslenska þjóðin gerir sér grein fyrir því, að við okkar aðstæður er meðalhófið nauðsynlegt en með eðlilegri festu og frjáls- ræði. Steingrímur rakti síðan ástand atvinnuveganna. Hann taldi landbúnaðinn búa við best félagslegt skipulag, sem rekja mætti til þess valds, sem afurðalöggjöfin veitir bændum í málefnum sínum. í sjávarútvegi og fiskiðnaði taldi Steingrímur hins vegar ástandið mjög alvarlegt að þessu leyti. Vegna óvissunnar, sem ávallt ríkir í sjávar- útvegi kvað hann vissa sam- tryggingu og jöfnuð á milii ára nauðsynlega. Úr þessu kerfi hefði hins vegar orðið slík ófreskja, að stórskaðlegt væri orðið, ekki aðeins fyrir sjávarútveginn sjálfan, heldur allt íslenskt efnahagslíf. Um það bil helmingur af afla- verðmæti sjávarútvegsins rennur í hið flókna sjóða- og tilfærslukerfi, sem tekur úr einum vasanum og færir yfir í hinn. Enginn grein, má ganga sæmilega í fiskiðnaði án þess að af henni sé hoggið höfuðið og reynt að græða á aðra, sem gengur verr á þeirri stundu. Það er ekki lítið fjármagn, sem tapast á slíkri millifærslu. Steingrímur lagði áherslu á, að útvegs- menn og sjómenn yrðu að gera sér grein fyrir því að allt þetta fjármagn er komið úr þeirra eigin vasa og það er þeim fyrir bestu að losna úr viðjum þessa kerfis, en tryggja útvegsmönnum og sjómönnum viðunandi tekjur á annan og hreinni máta. Það taldi Steingrímur eitt mikilvægasta viðfangsefnið í íslensku efnahags- og atvinnulífi í dag. Steingrímur kvaðst sann- færður um, að gott yrði að búa í þessu landi, ef okkur tækist að skapa traustan og heilbrigðan grundvöll sjávar- útvegsins og byggja á dugn- samvinnu, samstöðu og sam- hjálp og festu í stjórnarfari landsins. 1 því sambandi væri ekki síst nauðsynlegt að tryggja öruggari hráefna- öflun í sjávarútvegi. Steingrímur fagnaði út- færslu fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómílur og kvað nauðsynlegt, að við héldum á þeim málum þannig, að við öðluðumst sem fyrst full yfirráð og einir rétt til veiða innan fiskveiðilögsögunnar allrar og þó fyrst og fremst á hinum mikilvægu fiskimið- um innan 50 sjómílna. Stein- grímur taldi að vandalaust ætti að vera fyrir okkur að sýna fram á, að um ofveiði er að ræða nú á fiskimiðum landsins og við ættum auk þess sjálfir þann flota, sem auðveldlega getur sinnt þeim veiðum, sem á þessum mið- um má leyfa. „Við höfum því þau rök, sem hafréttar- ráðstefnan hefur fyrst og fremst tekið gild”, sagði Steingrímur, „fyrir einka- rétti strandrikis til veiða á sínum miðum. Þær þjóðir, sem hér hafa veitt og við okkur hafa viljað semja, hafa auk þess fengið sinn aðlög- unartíma. Mér sýnist því engin ástæða til þess að veita frekari undanþágu til veiða innan 50 sjómilna”. Að lokum sagði Stein- grímur: „Ofangreind grundvállar- atriði eru mikilvæg, ef tryggja á góða framtíð í þessu landi öllu. Fyrir engan landshluta eru þau þó mikil- vægari en fyrir Vestfirðina. Ef ísland er á „hjara ver- aldar” eru Vestfirðimir þar næst. Óvíða er atvinnulífið fábreyttara en á Vestfjörðum og hvergi er sjávarútvegurinn þessi hornsteinn íslensks efna- hagslífs, eins mikilvægur. Fyrir Vestfirðinga er því nauðsynlegt, að þessi grund- völlur sé sterkur. Þá mun verða eftirsótt að búa á Vest- fjörðum”. Ms. Baldur Það er ánægjulegt og ógleymanlegt að ferðast um Breiðafjörð að sumarlagi. M.S. Baldur flytur farþega og bifreiðar á leiðinni Stykkishólmur — Flatey — Brjánslækur. Viðkoma er alltaf í Flatey, en þar geta farþegar dvalið í um 3 tíma meðan báturinn fer til Brjánslækjar og til baka aftur. Um borð er selt kaffi, smurt brauð, öl, heitar súpur o.fl. Kynnið yður þessar hagkvæmu áætlunarferðir. Ms. Baldur Stykkishólmi — Sími: 93-8120. Tilkynning frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1976 skulu hafa borist Stofnlánadeild landbúnað- arins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er til- greind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf, svo og veðbókarvottorð. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. september næst- komandi, hafi deildinni eigi borist skrifleg beiðni um endurnýjun. Reykjavík, 20. ágúst 1975. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Stofnlánadeild landbúnaðarins. Ísafjarðarkaupstaður Lögtök vegna útsvara $ Gjaldendur ísafirði athugið! Þriðjudaginn 17. þm. hefjast lög- tök fyrir ógreiddum gjöldum til bæjarsjóðs ísafjarðar. Bæjargjaldkeri

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.