Ísfirðingur


Ísfirðingur - 01.11.1975, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 01.11.1975, Blaðsíða 4
,Nýstefnn‘ - KRISTJÁN FRIÐRIKSSON, iðnrekandi, í Reykjavík, boð- aði til fundar í Góðtemplara- húsinu á Isafirði sunnudag- inn 26. október s.l. Mukkan 4 e.h., en þar flutti hann erindi, sem hann nefndi „Hag- keðjuna”. í erindi sínu ræddi hann ítarlega um nýja stefnu í efnahagsmálum, sem hann nefndi nýstefnu eða velmeg- unarstefnu, en hún væri al- gjör andstaða við nústefnu, sem væri fátækrastefna. Til að skýra mál sitt hafði Krist- ján komið fyrir í salnum 15 kortum og línuritum og vitn- aði hann til þedrra til rök- stuðnings og skýringa á máli sínu. Fyrst talaði Kristján al- mennt um efnahagsmálin, en vék síðan að þvi í alUöngu máli hvernig mætti breyta núverandi efnahagsástandi með nýrri skipan í sjávar- útvegsmálum. Hann vildi „tempra” sóknina á fiskimið- in með auðlindaskatti og fá þannig fram hæfilega stóran fiskiflota. Kristján taldi að hæfileg stærð fiskiskipaflot- ans myndi vera um 55 þúsund lestir í stað um 100 þúsund lestir, sem hann sagði að fiskiskipaflotinn væri nú. Taldi hann að með þessu mætti spara 7—9 milljarða. Verulegum hluta þessa fjár vildi hann ná inn sem auð- lindaskatti og nota fjármagnr ið aðallega til að byggja upp nýjan smáiðnað á þeim stöð- um á norður- og austurlandi þar sem þyrfti að leggja nið- ur veiðar á smáfiski. Þessi nýja skipan taldi ,Nústefna‘ Kristján Friðriksson. Kristján að myndi gefa gífur- legan tekjuauka í þjóðar- búskapnum sem heild. Að loknu erindi Kristjáns, en flutningur þess tók eina og hálfa klukkustund, tóku þessir fundarmenn til máls: Þórður Júlíusson, Magnús Reynir Guðmundsson, Bolli KjcUtansson, Jóhann Júlíus- son, Björgvin Sighvatsson og Guðrún Vigfúsdóttir, en hún var ein af aðeins þrem kon- um sem sóttu fundinn. Ræddu ræðumenn ýmsa þætti erindisins, báru fram fyrirspumir og nokkrir ósk- uðu frekari skýringa á viss- um atriðum. Kristján Frið- riksson svaraði mjög greini- lega fyrirspurnum og gaf nán- ari skýringar á því sem um var spurt.. Margir þökkuðu Kristjáni komuna og flutning erindisins. Fundarmenn voru um 50. Ovissa um rækjuveiðar SAMKVÆMT upplýsingum sem blaðið hefur fengið er ennþá allt í óvissu um það hvort nakkuð verður fengist við rækjuveiðar hér við Djúp í vetur. Venjan hefur verið sú að hefja veiðar strax eftir mánaðarmótin sept.—október, enda hefur október oft reynst einn besti veiðitími rækjunn- ar. Allur rækjuveiðiflotinn er ennþá bundinn í höfn og rækjuverksmiðjurnar lokuð hús. Þetta er alveg óvenjulegt ástand sem kemur illa við fjölda einstaklinga, bæði sjó- menn rækjuveiðiflotans og það fólk sem unnið hefur í rækju- verksmiðjunum á undanförn- um árum. Bæjarfélaginu í heild er þetta ástand ómetan- legt tjón. Þrátt fyrir það að rækju- verðið væri nú í haust ákvarð- að um 24% lægra en það var s.l. vor, voru rækjuveiðimenn í óða önn að útbúa sig til veiða þegar þeim fyrir fáein- um dögum barst vitneskja um það frá sjávarútvegsráðuneyt- inu að stórum hluta hins venjulega hefðbundna veiði- svæðis, þ.e. Jökulfjörðum, Hestfirði, Skötufirði og ísa- firði hefði verið lokað fyrir rækjuveiðum. Þetta telja rækjuveiðimenn sig ekki geta unað við. fMENNINGARRÁÐ ÍSAFJARÐAR Menningarráð ísafjarðar mun í ár, eins og undan- farin ár, veita styrki til menningarstarfsemi Umsóknir skulu hafa borist fyrir 20. nóv. n.k. og skuiu þær sendar til formanns ráðsins, Sigríðar J. Ragnar, Smiðjugötu 5 ísafirði eða til bæjarskrif- stofunnar. Menningarráð Isafjarðar - Kvennafríið Framhald af 1. síðu út og vera í góðu skapi. Ef tekjur heimilisins hrökkva skammt, fær hún sér vinnu utan heimilis, en þá er nú galli á gjöf Njarðar, hvað konur fá lág laun. Eitt er við því að gera, það er að hella sér í „bónusinn” og standa í akkorði allan daginn og alla daga bæði heima og heirnan. Þá getur fjölskyldan eygt von um að eignast þak yfir höfuð- ið, sem er óskadraumur allra sannra íslendinga. Nú förum við aftur á fund- inn, næst var ávarp Ragn- hildar Guðmundsdóttur tal- símakonu. Hún talaði um skipan í launaflokka B.S.R.B. og að þar væru konur í meiri- hluta í lægstu flokkunum og fyndust varla í hærri flokkum. í félagslegu tilliti væri staða konunnar einnig mjög bág- borin innan B.S.R.B. Hún sagði að karlmenn myndu aldrei ráða bót á þessu, það yrðu konur að gera sjálfar og standa vel saman um það. Næst var ávarp Hönnu Láru Gunnarsdóttur. Hún sagði m.a. að það væri skiljanlegt að karlmenn væru hrseddir við 'þetta brambolt í kven- fólkinu, þar sem þeir gætu átt það á hættu að missa eitthvað af þeim völdum, sem þeir hefðu alltaf haft. Anna Hermannsdóttir verkakona flutti næst ávarp. Hún kvað vera launajafnrétti milli kvenna og karla í frysti- húsum og algert jafnrétti yfirleitt. T.d. heima kvað hún mann sinn æfinlega hjálpa sér við heimilisstörfin og í frystihúsum fengju karlar og konur sömu iaun fyrir sömu vinnu, nema hvað kvenfólkið hefði bónusinn fram yfir karl- ana og að þeir svitnuðu ekki svo lítið út af því. En nú ætla ég að stríða önnu pínu- lítið. Ef hún og hennar maður vinna bæði utan heimilis fullan vinnudag og hún í bónus. Hversvegna er hann þá að hjálpa henni við heim- ilisstörfin? Eru þau þá ekki jöfn skylda þeirra beggja? Það finnst mér vera réttlætis- mál. Næst talaði Oddný Sig- urðardóttir nemandi. Hún sagði m.a. að konur yrðu að hrista af sér minnimáttar- kenndina og venja sig af því að láta karlmenn hugsa fyrir sig. Síðasta ávarpið flutti Sig- ríður Jónsdóttir kennari. Hún talaði um konur sem hefðu átt erfitt og strangt líf og væri nú illa farið með. Það væru gömlu konurnar. Hún sagði, að við byggðum svo stór og fín hús, að hvergi í þeim væri pláss fyrir gamlar konrn’. Við byggðum alltof fá elliheimili og 'við gerðum peninga gömlu kvennanna að engu með óðaverðbólgu og gengisfellingum. Síðan skömmtuðum við þeim smán- arlega lágan ellilífeyri. Ég segi, þetta er ófögur lýsing á okkur nútímafólki en því miður sönn. Næst lék Hólmfríður Sig- urðardóttir einleik á píanó við mikinn fögnuð áheyrenda. Þar næst var leikþátturinn „Uppeldið” úr leikritinu „Ertu nú ánægð kerling”. Móðir og táningadóttir hennar ræddu málin og skildu ósköp litið hvor aðra, eins og þetta geng- ur til í lífinu og gæti ég trúað, að mæður og dætur hafi kann- ast við eitthvað af þessu tali. Þetta var skemmtilegt. Leik- endur voru þær Margrét Ósk- arsdóttir og Hanna Lára Gunnarsdóttir og þeim til aðstoðar Guðrún Eiríksdóttir. Næst léku á píanó saman þær Hólmfríður Sigurðardóttir og Sigríður Ragnarsdóttir og var þeim klappað mikið lof í lófa. Ég er viss um, að miðað við fólksfjölda á enginn staður á landinu eins mikið af tón- listarsnillingum og ísafjörður. Næst var upplestur, saman- tekt um stöðu konunnar í íslenskum bókmenntum síð- asta áratugs. Á þeim áratug hefur meira en helm- ingur íslenskra kvenna unnið utan heimilis. Skyldi það koma fram í þessum bók- menntum? Nei, aldeilis ekki og höfundar þeirra eru þó af báðum kynjum. 1 þeim er f jallað um konuna sem móður, ástkonu, og húsmóður. Upp- lesarar voru þær Margrét Óskarsdóttir, Guðbjörg Bárð- ardóttir, Sigríður Steinunn Axelsdóttir, Ragnheiður Þóra Grímsdóttir, Sigríður Jóns- dóttir, Kristín Oddsdóttir og Þuríður Pétursdóttir. Þetta var afar vel gerð samantekt, fróðleg og skemmtileg og vel flutt. Næst voru stórkostiegar kaffiveitingar undir stjóm Péturs Sigurðssonar forseta Alþýðusambands Vestfjarða, sem var í eldhúsinu. Fram- reiðslumenn voru nokkrir yngissveinar M.í. Allir þessir herramenn voru hetjur dags- ins, því að þeim tókst að metta 4 sinnum fleiri, en ráð hafði verið fyrir gert við erf- iðar aðstæður. Engir skilja betur en húsmæður, hversu erfitt getur orðið, þegar gestir verða miklu fleiri, en búist er við, ég tala nú ekki um þégar það hleypur á hundruðum. Þeir lifðu sig líka alveg inn í þetta og litu út eins og þreyttar „bara húsmæður”. Mátti í framhjáhlaupum heyra þá tauta. „Ætia þessar kerlingar aldrei að hætta að kjafta? Geta þær kannski ekki hætt? Kaffið verður kalt, vöfflumar þorna upp og rjóminn súrnar” og seinna þegar vöfflurnar gengu til þurrðar, mátti heyra „Mikið ferlega geta þessar kerlingar étið” og enn seinna þegar þeim var hrósað, þá kom þetta „Já við getum, sko, komist af án ykkar kvenfólksins, þið hefðuð, sko, aldrei getað þetta”. En ég segi bara. Þær verða öfundsverðar stúlkurn- ar, sem fá þessa pilta, hvað það snertir að hafa verka- skipti. Alla vega er vissara fyrir þær að láta þá sjá um allar veislur. Á meðan kaffið var dmkkið var leikin kaffi- húsatónlist. Kaffihúsamúsik- antar vom þeir tónlistar- sniHingarnir, séra Gunnar Bjömsson, Jónas Tómasson og Hjálmar Helgi Ragnarsson. Nú var orðið gefið laust öllum þeim konum, sem vHdu. Fyrst tók til máls Rannveig Hermannsdóttir formaður kvenfélagsins Ósk. Hún bar fram tHlögu til umhugsunar og fer hún hér á eftir: „Einn stærsti þyrnir í aug- um vinnuveitanda, sem ráða konur í þjónustu sína, eru barnsburðarleyfin. Nú er það ekki svo að konan eigi bamið ein. Því vil ég gera það að til- löguminni á þessummannrétt- indadegi að vinnuveit. sem feður barnanna vinna hjá, greiði % bamsburðarfríið, þannig að vinnuveitendur sem móðirin vinnur hjá beri ekki allan skaðan af barnsburðar- fríinu, og skulum við þá sjá hvort þetta jafnar ekki eitt- hvað muninn fyrir konum. Að jafnaði eiga konur ekki nema eitt bam á ári, en það gæti hæglega komið fyrir karlmann að þau yrðu fleiri”. Rannveig seldi einnig merki og plaköt dagsins og sá um happdrætti. Vinningana gáfu ýmis fyrirtæki í bænum. Næst tók til máls Guðrún Vigfúsdóttir vefnaðarkennari, iðnrekandi og kaupmaður. Hún talaði um fyrirtæki sitt, sem byggt er upp af konu, stjómað og rekið af konu og skapar konum atvinnu. Fyrirtækið flytur út fuUunnar tískuvörur ofnar úr islenskri uH og framleiðir einnig á innanlandsmarkað. _ Þetta fyrirtæki væri orðið miklu stærra, ef Vefstofa Guðrúnar Vigfúsdóttur h.f., hefði fengið þá fyrirgreiðslu hjá bæjar- yfirvöldum, sem hún á meira en skilið. Það er ekki nóg að lofa þetta fyrirtæki á hátíðum og tyUidögum eins og hús- móður. Þetta er útflutnings- fyrirtæki, það skapar gjald- eyri og gæti skapað meiri gjaldeyri, ef vaxtarþroski þess væri ekki heftur. Þessi iðnaður er betri en öll heims- ins stóriðja og á betur við ísland, þar sem sagt er að Framhald á 3. síðu

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.