Ísfirðingur - 06.01.1976, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 06.01.1976, Blaðsíða 1
Ibffté íwmnt BLAO TRAMSOKNAKMANNA / 1/EB7FJARÐAM0RMMI 26. árgangur. ísafirði, 6. jánúar 1976. 1. tölublað. Halldór Kristjánsson: Ár reynslu og vona Eitt á enda ár vors 'láís er runnið. Árið 1975 hefur á rnargan hátt gert okfcur reynslunni ríkari. Það var merkisár, sem lengi verður minnst í sögu þjóðarinnar. En margar blikur eru á lofti og margt þarf nú að varast ef -vel á að fara. FISKVEIÐILÖGSAGAN Útfærslan í 200 mílur er mesti viðburður ársins. Henn- ar vegna hefur verið gerður umdeildur saimningur við Vestur-Þjóðverja. Hennar vegna eigum við nú í deilu við Breta. Reynslan þessar fyrstu vik- ur síðan útfærslan tók gildi sýnir, að við höfum ekki í hendi okkar að taka strax fyrir allar veiðar útlendinga innan 200 mílna. Bretar veiða þar. Og Þjóðverjar hefðu eflaust veitt foar líka þó þeir hefðu engan samning fengið. Þetta sýnir í fyrsta lagi haldleysi þeirra gífuryrða stjórnarandstæðinga að við gætum bannað þessar veiðar í reynd og engin foætta væri samfara því að semja ekki. Það hefur a.m.k. ekki heyrst undanfarið að ríkisistjórnin bannaði landhelgisgæslunni að beita sér. Þrátt fyrir þetta vitum við að það er foara tímaspursmál hversu lengi Bretar endast í þessu stríði. Þeir njóta sín ekki við veiðarnar og þær eru taugastríð. En Bretar eru kunnir að þrályndi og þraut- seigju. Sjómennirnir heimta vernd og það er mikið lagt á þann flota, sem á metnað sinn í því að haf a öldum sam- an gert land sitt mesta sjó- veldl heimsins, eí hann verður að þola brigsl og skætáng togaramanna að hann dugi ekki til áð verja þá fyrir varðskipum íslendinga. Deiian er komin á nrjög alvarlegt og hættulegt stig. En sagan er ekki öll sögð með þessu. Breska stjórnin hefur ekki þjóðina með sér nema að takmörkuðu leyti. Við eigum marga bandamenn í Bretlandi. Menn vita að stjórnin er að berjast fyrir því sem engin framtíð er í. Og inargir telja sæmra og brýnna, að snúa huga sínum að því haísvæði sem innan skamms heyrir til breskri fiskveiðilögsögu. Það er rétt að miðin og fiskurinn er ekki nema handa okkur. Þar er ekkert aflögu handa öðrum. Og við eigum réttinn. En það er tvennt að eiga rétt og að ná rétti sínum. Á því hlýtur nú að verða nokkur bið. Þá verður það að sjálfsögðu álitamál hvort réttara sé að semja eða ekki. Vitanlega er ekki grundvöllur fyrir samningi um ahnað en það sem kalla má að semja rétt sinn ai sér, — afsala sér um stundarsakir einkarétti til allra veiðanna. Slikir samn- ingar gætu þó tryggt meiri friðun á miðunum en engir samningar og í þeirri trú hef- ur verið samið. Það hefur ekki komist í verk að setja löggjöf um nýt- ingu fiskveiðilögsögunnar. Þó er sagt að frumvarp sé í vændum, enda hggur nú metn- aður þjóðarinnar og sæmd við að sfók lög séu sett og verði haidin. Kann þá að sýna sig að þar sé nokkur próf- steinn á mannþóm, vit og þroska þjóðarinnar. VINNUFRIÐUR OG VELMEGUN Næst deiiunni við Breta og jafnhliða hennd er mönnum ríkt í huga hvers vænta megi á vinnumarkaði. Verðiag hef- ur hækkað og kaupmáttur launa minnkað. Það er stað- reynd. Þar breytir það engu þó að haldlítið sé að gera samanburð við samninga, sem svo voru gapaiegir að aldrei var grundvöllur fyrir þeim. Því er ekki að neita að ýms- um er nú þörf á kauphækkun, enda mjög misjafnt hvað menn þurfa til framfæris sér, eins og jafnan er í verðbólgu þjóðfélagi. Hinsvegar er nú aimenn hræðsla við verkföli og vinnu- deilur. Menn finna óvenju vel að þjóðin hefur ekki efni á slíku. Og ýmislegt vlrðist benda tii iþess að máisvarar stéttafélaga hugsi nú betur og alvarlegar um raungildi væntanlegra samninga en oft áður. Svo vel viii nú til að stjórn- völdin eiga ieik á borði að auðvelda samninga og tryggja vinnufrið. Það ráð er vaxta- lækkun. Þar með vinnst tvennt. Atvinnuvegunum spar- ast vaxtagjöld svo að þeir þyldu kauphækkun að sama skapi. Verðlag og framfærslu- kostnaður lækkar svo að menn þurfa ekki eins hátt kaup og ela. Að háir vextir séu hemiil á eftirspurn og ásókn í lánsfé er markleysa. Það hefur sýnt sig. Það er líka auðskilið að vaxtakostnaður hlýtur að koma fram í verðiagi. Háu vextirnir hafa ekki leyst bankastjórana frá þeirri ábyrgð og vanda að meta iánbeiðnir og segja stundum nei. Háu vextirnir hafa heldur ekki dugað til að vernda innstæður og gildi þeirra. Þeir eru verðbólgumyndandi og eiga þar með sinn þátt í því ,að verðfella höfuðstólinn. Það eru margir sem á þessum tímum sjá þá leið einfaidasta og auðveldasta til að efnast að kaupa í skuld eitthvað það, sem fljótlega er hægt að selja aftur á hækkuðu verði. Fjár- málastjórnin og bankavaidið þurfa að fara aðrar leiðir en gengnar hafa verið tii að breyta þvi. Það væri mikil gæfa ef ríkisstjórnin ætti nú hlut að því, að vinnufriður héldist og samningar tækjust um hemil á verðbólguna. Að sama skapi væri það gæfuleysi stjórninni og þjóðinni ailri ef sú við- ieitni færi öll úr böndum. EFNAHAGSMÁLIN Skuggahliðar efnahagsmál- anna eru mjög ræddar nú og síst um of. Þjóðarbúskapur- inn er rekinn með haila. Næstu kynslóðir eru veðsettar fyrir iþví sem gert er í dag. Þetta er þó ekki svo svart að eingöngu sé um svaii og ráðleysi að ræða. Við erum að búa í haginn. Við erum að virkja og spara olíukaup. Það er tvímælalaust hagur að greiða einn miMjarð í afborg- un af virkjun í stað þess að kaupa olíu fyrir hann. Raf- orkan á Vestfjörðum hefur langt um of verið framieidd með diselveélium. Og nú þegar vatnsorkan eykst í Mjóikurár- stöð vantar nýja línu svo unnt sé að flytja rafmagnið til neytienda. Sem betur fer á að bæta úr því á þessu ári, — en það fcostar peninga. Við byggjum lika hafnir og það er gott fyrirtæki. Það er af tvennu illu betra að borga afborgun og vexti af hafnar- gerð en missa skip vegna lé- legrar hafnar. Og vegir sem stytta akstur og minnka slit á ökutækjum ^standa líka fyr- ir sínu. Þetta breytir þó ekki því að skuidir eru aivörumál. Hér mætti verða nokkur vakning í átt til hófsemdar og þjóð- legrar samstöðu. Við ættum að skiija, að með þvá að kaupa innlendan fatnað, inniendan húsbúnað og innlendan mat erum við að treysta efnahag- inn heimafyrir og verjast er- iendri sikuldasöfnun. Þeir sem taka erlendar vörur fram yJör íslenskar hafa engin efni á að haiimæia stjórninni fyrir slæman gjaldeyrisbúskap. Verði engin breyting á í þess- um efnum mun hvaða ríkis- stjórn sem er sanna hið forn- kveðna, að ilt er að bera merki fyrir rögum og ósigur- sælum. RÍKISBÚSKAPUR OG FJÁRLÖG GLEÐILEGT NÝTT ÁB! Þegar Sjálfstæðismenn voru í stjórnarandstöðu töluðu þeir margt um of mikil ríkis- afskipti og nauðsynlegan niðursfcurð á f járlögum. Þessu tali hefur svo verið haldið áfram í folöðum þeirra og ungir Sjálfstæðismenn hafa gert áiyktanir sem benda tii þess að hér sé um að ræða póMtíska trúarjátningu. Lítið hefur þó borið á þvi að nefnd væru einstök dæmi um það hvernig ætti að foaga þjessari mikilsverðu teiðréttingu. Við fjárlagaafgreiðsiuna nú áttu menn von á að stefna Sjálfstæðisflokksins á þessu sviði kæmi í ijós. Þá sýnir það sig að hægra er um að tala en í að komast. Þetta tal um stórkoslegan og auðveldan niðurskurð er einkum og aðal- lega vanhugsað og ábyrgða- laust blaður. Það er auðvitað hægt að minnka þá þjónustu sem ríkið annast, en það vilja menn ekM. Að visu var nú hækkað nokkuð það gjald sem menn greiða sjálfir fyrir meðul. Það iéttir vitanlega á ríkissjóði, en hæpið er að það fullnægi pólitískri iífshugsjón ungra Sjálfstæðismanna að auka frelsi og möguleika al- mennings með foví að lækka hlutfail ríkissjóðs í heiklar- tefcjum þjóðarinnar. Hitt er svo bara leikur með tölur að lækka fjárlögin með því að búa til sérstakan tekju- stofn fyrir alm.tryggingarnar beint. Nú eiga sveitastjórnir að innheimta 1% skatt af brúttótekjum manna með út- svörunum og standa trygg- ingarstofnuninni skil á því. Ef þetta er sparnaður, eða sá niðurskurður sem hugsjónin stefndi að, þá getur fjármála- ráðherra haldið lengra á sömu braut með því einfaldlega að ánafna tryggingastofnuninni hæfiiega mörg sitig af sölu- skattinum og taka það út af fjárlögum. Auðvitað er sitthvað hægt að lagfæra og spara með öruggri og traustri fjármála- stjórn. Það er nokkuð mis- jafnt hvernig ríkisstofnanir vinna og hverrar hagsýni gætt er. Útvarpið er nú farið að spara og lét sér nægja að einn og sarni fréttamður færi bæði Framhald á 2. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.