Ísfirðingur


Ísfirðingur - 20.04.1976, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 20.04.1976, Blaðsíða 4
4____________________________________________ i"---------------------------—--------------- Samband Frainsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. Riistjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. Afgreiðslumaöur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. CLEÐILEGT SUMAR! Gleðilegt sumar segjum við að gömlum og góðum sið. íslensk þjóð hefur lengi mætt sumrinu með fögnuði og fögr- um óskum. Og víst fier vel á því. Sumarið er kallað bjargræðistími. Það átti við í sveitum landsins og á við enn, þó að árið allt sé bjargræðistími. Sum- arið sker þó úr um afkomu og hagsæld sveitafólksins því að þá er uppskerutíminn. Þessu sumri er tekið með mörgum vonum eins og allri framtíð. Þetta sumar getur orðið örlagaríkt. Og eðlilega dvelur hugur okkar mjög við það þegar við bjóðum gleðilegt sumar. Við nefnum hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Við væntum þess að á þessu sumri dragi til úrslita eða að minnsta kosti taki að skýrast hvers vænta megi þaðan. Fyrir al- þingiskosningarnar 1971 töldu sumir einsýnt að við skyldum bíða með 12 mílna fiskveiðilögsögu fram yfir lok ráðstefn- unnar. Nú væntum við þess að réttur strandríkja verði viður- kenndur en vitum þó ekki að hvað miklu leyti það verður í reynd. Almenn regla, sem ekki yrði látin eiga við á íslands- miðum væri okkur lítils virði. Hvað gerist svo í fiskveiðideilunni meðan enn er beðið úr- slita hafréttarráðstefnunnar? Sú spurning brennur öllum í huga. Hversu vel tekst okkur að halda hlut okkar í barátt- unni við ofureflið. Og hvað á sú deila að kosta? Engum er rótt meðan ástatt er eins og nú. En við getum ekki samið um það að útlendingar veiði svo til allan þann fisk sem veiða má á íslandsmiðum. Meðan við bíðum milli vonar og ótta að sjá framvindu þessarar deilu vonum við að þurfa ekki að heyra mikið af landráðastarfsemi bak við víglínuna, — innlendum fiski- mönnum, sem virða að vettugj friðunarráðstafanir sem gerð- ar eru. Þó eðlilegt sé að skiptar séu skoðanir um það hvar og hvenær eigi að friða er þó höfuðnauðsyn að slík fyrir- mæli séu haldin. Undir því er það komið hvort okkur er trú- andi fyrir miðunum og þar með hvort við höfum siðferði- legan rétt til þeirra. Brjóti íslenskir menn friðunarreglur er það landráðastarfsemi. Við vitum ekki hversu gjöfult sumarið verður eða hve hagstætt árferði reynist. Hitt vitum við að miklu skiptir hvernig við mætum því sem að höndum ber. Við vitum að það er á flestum sumrum hægt að gera miklu meira úr gjöf- um landsins len við höfum verið menn til, því vonum við að við færumst nær því með hverju árinu að bjarga heyjum óskemmdum í hús og vinna íslenskt gras í kjarnfóður svo að framleiðslan færist inn í landið frá því sem nú er. Þáttur í því að búa betur en verið hefur er að nýta vel ullina sem er sérstök gæðavara og frábært hráefni fyrir þýðingarmikinn iðnað. Vonandi stuðlar hækkað ullarverð til framleiðenda að því að svo verði á þessu sumri. En þó að miklu skipti hvernig við mætum árferði frá hlið náttúruaflanna er e.t.v. meira undir öðru komið. Tökum við okkur fram í lífsvenjum og samfélagsháttum? Þar höfum við trúiega mest að vinna. Hagfræði verðbólgunnar er sú, að velta þunganum af því sem gert ©r yfir á þá sem á eftir fara. Jafnframt því sem þeim er skilað háu verðlagi eru þeim bundnir skuldabaggar. Við lifum í munaði. Til þess að geta það eru börnin veðsett, fædd og ófædd. Vonir okkar um gleðilegt sumar eru því ekki eingöngu hundnar við hagstætt tíðarfar. Auðvitað óskum við þess. Við ISFIRÐINGUR Vestfirðingar - Vestfirðingar! Bjóðum mjög fjölbreytt úrval af listum til innrömmunar, bæði fslenska furu- lista og norska gæðalista. Fljótlega bjóðum við svo hina marg umtöluðu kínversku lista, auk sérhannaðra lista fyrir flosútsaum. Útgerðarmenn, sjómenn: Getum útvegað myndir af yfir 70 vestfirskum fiskiskipum í stærðinni 40—50 cm, í vönduðum ramma. Kaupmenn, kaupfélög: Höfum á boðstólum fjölbreytt úrval eftirprtentana, og einnig litmyndir af þorpum og kauptúnum á Vestfjörðum. Allt innrammað. Umboðsmenn okkar eru: ísafjörður: Suðureyri: HÚSGAGNAVER2LUN ÍSAFJARÐAR GUÐMUNDUR Ö. HERMANNSSON Bolungarvík: VERZLUNIN VIRKINN FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA RAMMAGERÐ VESTFJARÐA HF. Flateyri — Símar: 94-7784-7684 M ÍSAFJARÐ/VRKAUPSTAÐUR S krifs tofus tarf Bæjarsjóður ísafjarðar óskar eftir að ráða stúlku til skrifstofustarfa. Umsóknir skulu hafa borist bæjarstjóra fyrir 1. maí n.k. Upplýsingar um starfið veita bæjarritari eða bæjarstjóri. Isafirði 6. apríl 1976 Bæjarstjórinn ísaf. Rækjuveiðarnar Rækjuaílinn á Vestfjörðum og var aflafengur þeirra 250 varð 1.072 lestir i marz, en var 411 lestir á sama tíma í fyrra. Er heildarafli rækju- bátanna frá áramótum nú orðinn 2.174 lestir, en var 1.727 lestir í lok marzmánað- ar á seinasta ári. Frá Bíldudai réru 9 bátar, sem öfliuðu 93 lestir. Er afl- inn frá áramótum þá orðinn 196 lestir, en var 216 iestir á sama tíma í fyrra. Aflahæstu bátarnir voru Vísir með 15,7 lestir, Helgi Magnússon 14,7 lestir og Pilot 11,8 lestir. Rækjan í Arnarfirði hefir verið mjög smá að undan- förnu. Við ísafjarðardjúp stunduðu 36 bátar rækjuveiðar í marz lestir. Aflinn frá áramótum er nú orðinn 1.343 lestir, en var 1.116 lestir á sama tíma í fyrra. Aflahæstu bátarnir í marz voru Gullfaxi með 29,0 lestir, Engilráð 27,7 lestir, öm 26,6 lestir, Pólstjaman 25,3 lestir og Húni 25,0 lestir. Eftir er að veiða röskar 200 lestir af því aflamagni, sem leyft hefir verið að veiða í ísafjarðardjúpi á þessari vetrarvertíð. Frá Hólmavík og Drangs- nesi réru 14 bátar í marz og öfluðu þeir 243 lestir, en í fyrra öfluðu 13 bátar 77 lestir í marz. Aflinn frá áramótum á Hólmavík og Drangsnesi er þá 635 lestir, en var í fyrra 395 lestir. — Þæftir uf Framhald af 1. síðu. varð meðalfallþungi dilka 17,2 kg í haust (án nýrmörs), þótt frjósemi ánna sé hin ákjósan- legasta, og því lltáð um ein- lembinga. Samgöngur. Samgöngumálin hljóta jafn- an að setja svip sinn á mann- líf og umsvif í hinum dreifðu byggðum landsins. Segja má, að hjá okkur í Ámeshreppi, hafi orðið algjör umskipti í þeim efnum eftir að Flug- félagið Vængir hóf áætlunar- flug hingað árið 1973. Síðan hefur verið flogið að Gjögri tvisvar í viku með póst og farþega, en ferðir flóabáts og póstbils í samibandi við Hólm- avíkurrútuna lagðar niður. Þetta er því eitt af fáum byggðarlögum, þar sem áætl- unarbílar koma hvergi við sögu, hvorki sumar né vetur. En við höfum ekki undan neinu að kvarta, hvað flutn- inga á langleiðum snertir. Ríkisskip annast alla þunga- vöruflutninga fyrir okkur með ferðum á hlálfsmánaðar fresti og Vængir h.f. sjá fyrir þörfum okkar að öðm leyti eins og áður er sagt. Þessi þjónusta er í skínandi góðu lagi, enda metin að verðleik- um. Flugmenn Vængja h.f. hafa verið farsælir í starfi og áunnið sér og flugfélagi þeirra fullt traust og vaxandi vinsældir. Vegna einangmnar er meira í húfi fyrir okkur en flesta aðra, að kjaradeila sú, sem flugmennirnir eiga nú í við stjóm Vængja h.f. fái skjóta og góða lausn, sem báðir að- ilar mega vel við una, — lausn sem tryggir okfcur áfram þessa ágætu þjónustu um langa framtíð, því að eins og nú standa sakir getur ekkert komið í hennar stað. Er því full ástæða fyrir viðkomandi ráðuneyti að fylgjast vel með þessari kjaradeilu og stuðla að farsælli lausn hennar. 15.3. 1976 Torfi Guðbrandsson óskum okkur sumars sem verður sólríkt og gróðursælt. En við verðum líka að óska breytinga á lífsháttum, meiri hag- sýni og hófsemi í einkalífi og meiri yfirvegunar og farsælli úrræða í félagsmálum. Séum við einhuga mun þokast í þá átt. Og þá mun óskin góða sem okkur liggur nú á tungu rætast. Gleðilegt sumar! H. Kr.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.