Ísfirðingur


Ísfirðingur - 20.04.1976, Blaðsíða 5

Ísfirðingur - 20.04.1976, Blaðsíða 5
ISFIRÐINGUR 5 Vefstofa Guðrúnar Vigfúsdóttur hf. Frú Guðrún Vigfúsdóttir. unnu síðan nokkrar konur að vefnaði næstu árin. Það var svo á árinu 1965 sem hluta- félag var stofnað um fyrir- tækið og þá var keypt hús við Hafnarstræti á ísafirði. Þar hefur starfsemin síðan farið fram. Starfsemin hefur stöðugt vaxið og nú starfa að jafnaði 12—16 konur í vef- stofunni, en nokkrar þeirra vinna þó ekki alltaf fuUan vinnudag. Vefstofan rekur verslun á ísafirði þar sem kvenfatnaður og fleiri vörur frá vefstofunni eru seldar. Má t.d. nefna herðasjöl, trefla, húfur, upphlutssvuntur, borð- refla, púðaborð, hálsbindi o.fl. Allt imnið úr íslenskri ull. Auglýs- ingaverð Frá og með 7. þ.m. er verð á auglýsingum í blöðum á ísafirði kr. 400.— dálkcm. Frá þessu verði er gefinn 20% afsiáttur öðrum en opin- berum stofnunum. Söluverð blaðanna er frá sama tima kr. 30.— fyrir fjórar blaðsíður og kr. 50.— fyrir átta síður. LAUS STAÐA Staða aðalbókara við embætti bæjarfógeta á ísafirði og sýslumannsins í ísafjarðarsýslu er laus til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 1. maí 1976. ísafirði, 26. mars 1976. BÆJARFÖGETINN Á ÍSAFIRÐI SÝSLUMAÐURINN í ISAFJARÐARSÝSLU Þó Vefstofa Guðrúnar Vig- fúsdóttur h.f. sé ekki gamalt fyrirtæki, eða stofnað sem hlutafélag á árinu 1965, þá er framieiðsla fyrirtækisins þó orðin vel þekkt og eftir- sótt á innlendum markaði. En auk þess hefur framleiðslan verið seld á erlendum mark- aði og þar fer sala einnig vaxmdd. Starfsemina hóf Guðrún nokkrum árum áður en Muta- félagið var stofnað, eða á ár- inu 1961 og þá í leiguher- bergi, sem hún leigði hjá þeim hjónunum Kristjáni Leós og Höllu Einarsdóttur, sem nú er látin, en Halla varð fyrsti vefarinn í vefstofunni. Þar Gleðilegt suinar! LJÓSMYNDASTOFA ÍSAFJARÐAR Mánagötu 2 simi 3776 Guðrún Vigfúsdóttdr hefur verið vefnaðarkennari við Húsmæðraskólann á ísafirði í meira en 30 ár. Allt hennar starf við stofnun og starf- ræfcslu vefstofunnar hefur verið áhugastarf og hefur hún helgað því allar sínar tómstundir frá sinni föstu vinnu s.l. 14 ár. Þann 17. febrúar sl. hélt Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík kvöldvöfcu að Hótel Sögu. Einn þáttur kvöldvök- unnar var sýning á frarn- leiðslúvörum Vefstofu Guð- rúnar Vigfúsdóttur. Á kvöld- vökunni var fjöimenni og sýningunni var ákaflega vel tekið. Dáðust konur mjög að áferð og litum fatnaðarins, sem eins og áður segir er all- ur unninn úr íslenskri ull. Á sýningunni flutti frú Guðrún erindi þar sem hún sagði m.a., að það hefði verið á árunum 1958—1959 þegar hún ferðaðist um Norðurlönd, í leit að nýjum viðfangsefn- um og viðhorfum á sviði vefj- arefna og handvefnaðar, sem sér hefði orðið Ijóst hve stór- kostlegir möguleikar væru fólgnir í ullarauðlind okkar íslendinga. Ekki af því að ullariðnaður væri þar á háu stigi, nema þá í listvefnaði, heldur af því hve íslenska ullin væri sérstæð, og náttúru- litir hennar breytilegir. Sér hefði orðið Ijóst að við gæt- um framleitt vöru, sem ann- arsstaðar fengist ekki jafn- góð. Fyrir hugskotssjónum sínum kveðst hún hafa séð glæstan feril idlariðnaðar, sem áður hafi verið þjóðar- íþrótt, hefjast að nýju til vegs og virðingar, fylgjandi kröfu nútímans í Mnum fjöl- breytilegustu myndum, allt eftir hugikvæmni hvers og eins. Hún kveðst sérstaKLega hafa lagt hug á Mna svo- kölluðu lifandi vefnaðarlist, þ.e. notagildi framleiðslunnar í daglegu lífi okkar. Þó hefði hún einnig hug á að hefjast handa á öðrum sviðum vetfn- aðar. Guðrún kveðst ekki hafa staðið ein að framgangi áhugaverkefna sinna. Hún hcifi ailltatf hatft sterkan bak- hjarl, þar sem væru ágætir vefarar og saumakonur, sem leystu verkefni sín snílldar- lega af hendi. Það er alveg hægt að futll- yrða það, að framtak Guð- rúnar Vigfúsdóttur með stofn- un og starfrækslu vefstofunn- ar hefur orðið ísaf jarðarkaup- stað til vegsauka og hagnaðar. Auglýsingadeildin

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.