Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.06.1976, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 11.06.1976, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. AfgreiðslumaSur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Að þorskastríði loknu Landhelgiss.amninga.rnir í Osló marka þáttaskil í sjálf- stæðisbarattu Islendinga. Meö þeim viðurkenna Bretar for- ræði Islendinga yfir Islandsmiðum innan 200 mílna mark- anna. Þar með er náð því takmarki, sem Íslendingar siettu sér með landgrunnssamþykktinni fyrir 28 árum, því það voru Bretar, sem einkum beittu sér gegn því, að við næðum rétti okkar. Það er rétt sem breski ráðherrann segir, að hér hafi skyn- semin sigrað. Þar með er sagt, að það hafi verið eitthvað annað en skynsemin sem réði fyrir Bretum þegar þeir höfn- nuðu samningum á síöasta haiusti og hófu þorskastríðið þriðja. Auðvitað er það rétt, að við höfum engainn fisk aflögu til að afsala okkur. En þó að „félög til verndar landhelg- inni” efni til mótmælafunda hafa þau góðu félög ekki verið þess umkomin að vennda landhelgina fyrir veiðum Breta. Þær voru staðreynd. Og þær hefðu haldið áfram. Bretar hafa samningsbundinn rétt til veiða í 6 mánuði. Á Lækjartorgi er ályktað að Hafréttarráðstefnan Ijúki störf- um í „ágúst til september”, Það er blekking að nefna ágúst í sambandi við lok hennar. Þau eru ráðgerð 17. september. Hingað til hafa áætlanir um starfstíma hennar illa staðist. í kosningabaráttunni 1971 sögðu sumir að við ættum að láta 12 mílur nægja okkur þangað til ráðstefnan hefði lokið störfum. Aðrir leyfðu sér að segja, að það væri ekki alveg víst að bindandi niðurstaða kæmi frá ráðstefnunni 1973. Og enn er það ekki alveg víst að henni Ijúki í september hvað sem ályktað er á Lækjartorgi. En jafnvel þó að sú áætlun stæðist -aldrei slíku vant - að ráðstefnan lyki störfum upp úr miðjum september eru samþykktir hennar ekki á þeim sama degi gildandi lög sem allir verða að hlýða. Sameiniuðu þjóðirnair hafa ekki slíkt löggjafarvald. Það er heima hjá hverri þjóð. Þar þarf að fullgilda samþykktina fyrir hvert og eitt sjálfstætt ríki og staðfesta með undirskrift. Við vonum að Hafréttarráð- stefnan Ijúki störfum með samþykkt, sem tryggi rétt okkar og við vitum, að ekki verður stætt á öðru en haga sér í samræmi við þessa væntanlegu samþykkt. En við vitum líka, að það verður lítið efti.r af þessum 6 mánaða sam- ningstíma þegar sú samþykkt verður bindandi í reynd. Það er blekking að nefna ágúst í því sambandi -heimskuleg blekking. Hvers vegna er svo betra að láta Breta veiða hér sam- kvæmt samningi en studda hervaldi? Þar kemur þrennt til greina. Samningurinn bindur þá til að virða friðuð svæði eins og þau eru og verða ákveðin hverju sinni. Samningurinn tryggir íslendingum aðstöðu til að fylgjast með því hvaða veiðarfæri Bretair nota. Samninguriinn skapar frið á miðunum í staðinn fyrir það hættuástand sem menn og skip bjuggu við og bindur því enda á það taugastríð sem því fylgdi. Þetta er allt ávinningur að ógleymdu því, sem mest er um vert: Saimningurinn tryggir það, að Bretar hverfi af íslands- miðum alfarnir með næstu jólaföstu nema íslendingar sjái sér hag í því að semja við þá um ákveðna veiði. Formaður Aliþýðuflokksins sagði í haust, að engin hætta væri því samfara þó að neitað væri samningum við Breta. Reynslan varð önnur. Nú fáum við enga reynslu af því sem Fró Orlofsnefndum ó Vestfjörðum Orlof húsmæðra verður að þessu sinni í Húsmæðra- skólanum að Laugalandi 25. júní til 2. júlí n.k. Flogið verður báðar leiðir og veittur hópafsláttur. Ýmsir nýir heilisubótarþætt- ir verða fléttaðir inm í dvöi- ina. Boðið er upp á yoga-æf- ingar, sem miða að jafnvægi Mkama og siálar. Tónlistar- lækningar, sund, göngur og sitthvað fleira sem konur geta kosið um. Fæði verður fjölbreytt, en einkum verður lögð áhersla á að hafa ríkulegt grænmeti. Forstöðumenn verða Jón Sigurgeirsson, skólastjóri, og Úlfur Ragnarsson, læknir. Má segja að starfsemi þessi sé á tilrauna stigi og byggð upp af áhugafólki um heilsu- rækt. Um leið og vestfirskar húsmæður njóta hvíldar í blómlegri byggð, gjörólíkri heimahögum, geta þær byggt upp heilisu sína, Allar frekari upplýsingar veita formenn orlofsnefnda, hver á sínu svaaði. Umsóknar- tími rennur út 15. þ.m. Að öllu forfallaiausu mun Guðrún Vigfúsdóttir, vefn- aðarkennari verða fararstj. Fyrir hönd Orlofsnefnda. G.V. fSAFJARÐARKAUPSIAOUR Staða bæjargjaldkera Staða bæjargjaldkera hjá bæjarsjóði Isa- f jarðar er laus til umsóknar, umsóknar- frestur er til 30. júní n.k. Laun samkvæmt samningum bæjarins við Félag opinberra starfsmanna á ísafirði. Uppl. um starfið veitir undirritaður. Isafirði, 9. júní 1976 Bæjarstjórinn á Isafirði verða myndi og orðið hefði ef ekki væri samningur. En hrópyrði Björns Jónssonar og annara gapuxa hafa ekki meira sönnunargildi en orð Benedikts Gröndal í haust. Menn geta alltaf verið á móti samningum vegna þess að þeir ímyndi sér að þeim fylgi einhverjir leynisamningar um eitthvað annað. Auðvitað er ekki hægt með neinum fi^kveiðisamningum að tryggja það, að Efnahagsbandalag Evrópu reyni aldrei að beita okkur viðskiptaþvingunum. Sumir segja, að við hefðum komist lengra með hótun um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu. Vilja þeir þá vegna samn- inga um fiskveiðiréttindi og efnahagsmál binda okkur til ævarandi þátttöku í því bandalagi? Þátttaka okkar í Atlantshafsbandalaginu er sérstakt mál. Víst sjá ýmsir það mál í öðru Ijósi en áður eftir það sem gerst hefur. Margur þykist nokkurs vísari um utanríkis- pólitík Bandaríkjanina eftir þær fréttir af CIA sem hljóð- bærar hafa orðið síðustu mis^eri. Ýmislegt sem sagt hefur verið þegar menn þykjast sjá hylla undir þann möguleika að herstöðinni í Keflavík yrði e.t.v. lokað er líka sumum umhugsunarefni. Lítið hefur heyrst um áhyggjur manna af því, að sú þjóð, sem þetta land byggir, ætlaði að steypa sér út í vannarleysi. Meira er talað um, að Bandaríkin kynnu að missa þýðingarmikla varnarstöð, sem þeim yrði geysidýrt að bæta sér upp. Þá væri sjálfstæðismálum íslendinga illa komið ef meiri- hluti þjóðarinnar vildi binda sig til ævarandi þátttöku í einu eða öðru ba,ndalagi vegna hagstæðra samninga um efnahags- mál. H Kr. Níræður Elías J. Pálsson, fyrrum kaupmaður og iðnrekandi hér í bænum er náræður í dag. Hann er fæddur að Mel- graseyri í N-ísafjarðarsýslu, en mestan hiuta ævi sinnar átti hann heima á ísafirði, lengst að Hafnarstræti 1. Hann á nú heima á Akranasi, flutti fyrir liðlega einu ári til sonar síns, Sveins banka- stjóra á Akranesi. Eiginkona Elíasar, Lára Eðvarðsd. er látin fyrir mörgum árum. Alla tíð var Elías J. Páls- son einn af þekktustu og traustustu borgurum ísa- fjarðarkaupstaðar. Hann lét lengi mikið að sér kveða í félagsmálíum og atvinnu- málum á Isafirði. Danskur vararæðismaður á Isafirði var EMas á árunum 1948 til 1962. KEA 90 ára Kaupfélag Eyfirðinga, öfl- ugasta og umsvifamesta kaupfélag á íslandi á 90 ára Eifmæilii 19. júní n.k. Var þessara merku tímamóta minnst í tengslum við aðal- fund félagsins, sem nýlega var haldinn. Kaupfélagið stendur fjárhagslega traust- um fótum og vinnur nú að stærri verklegum framkv. og fjárfestingum en nokfcru sinni fyrr. Alla tíð hafa úrvals menn gegnt framkvæmdastjóra- störfum hjá Kaupfélagi Ey- firðinga. Núverandi fram- kvæmdastjóri er Valur Arn- þónsson. Stjórnarform. KEA er Hjörtur E. Þórarinsson. Sabína Framhald af 1. síðu. tilkynninarskyldan, sem tákn- ar okkar háttvirta Alþingi, var leikið af Hönnu Láru Gunnarsdóttur, sem túlkaði þetta hlutverk af sérstakri nákvæmni og á ógleymanleg- an hátt. Fróðlegt verður að fylgjast með þessu unga fólki í náinni framtíð. Hafið þökk fyrir ánægju- lega kvöldstund L.L. félagar. KG P.S. Góðir ísfirðingar, er ekki tírni til kominn að sækja betur en verið hefur leiksýn- ingar L.L. og styrkja þar með manningarstarfsemi sem unnin er af áhugafólki hér a staðmnn?

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.