Ísfirðingur - 02.10.1976, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 02.10.1976, Blaðsíða 2
ISFIRÐINGUR BtAD WMSÓKNAPMANNA I IfCSmaRMaÖXDtMI Otgefandi: Samband Framsúknarfélaganna i Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. AfgreiHslumaður: Guðmundúr Sveinsson, En^javegi 24, sími 3332. SKATTAMÁLEFNI - VERÐBÓLGAN Síðla sumars var þáttur um skattamái í sjónvarpinu. Hann var umhugsunarverður, og þó einikum vegna þess hvað lítið var á honum að græða. Menn töluðum um réttlæti og jöfnuð. Það vantaði ekki. Minna var talað um hitt, hvernig það ætti að nást. Það var athyglisvert að í öllu þessu jafnréttistali virtist koma fram áhugi fyrir því, að skattfríðindi þau, sem kennd eru við útivinnu eiginkvenna, fengju að haldast þó að sér- sköttun hjóna kæmist á. Sá misskilnlingur virtist koma fram hjá sérfræðinigi Al- þýðusambandsins að launaskattur og aðstöðugjald væru ckki lögð á atvinnurekstur, heldur aðeins falin atvinjnurekendum til innheimtu. Það var raunalegt að heyra. Úr hópi blaðamanna mátti heyra annað eins og það, að breyta ætti lögum svo að menn létu ekki fyrirtæki sín fram- færa sig án þess að telja sér til tekna, — rétt eins og þeir héldu að einhver lög heimiluðu slíkt. Vissulega komu sumir heldur illa 'lesnir í þennan tíma. Merkillegast í iþættinum voru orð Ölafs Nilssonar um verð- bólguna. Hann ben/ti á, að það er raunar EKKI HÆGT AÐ NÁ ALMENNU RÉTTLÆTI í VERÐBÓLGULANDI. Það er tómt mál að tala um réttlæti meðan verðbólgan er eins og verið hefur. Verðbólgan veldur því, að menn fá nauðsynjar sínar á mismunandi verði. Sumir borga húsa- skjólið margföldu verði á við aðra. Sami ójöfnuðurinn segir til sín í ölium reksturskostnaði. Framieiðsluverð og launakjör miðast smám saman við eitthvað meðaJltal þanniig, að Iþað verður of lítið fyrir suma, en óþarflega mikið fyrir aðra. Sá gamalgróni fær umfram þarfir og verðleika, það sem byrjandinn þarf og verðskuldar, en fær ekki. Þessu fylgir svo það, að ómögulegt er að lögfesta skatta- ákvæði öðruvísi en svo, að þau verði hlállega rúm fyrir einn, ef þau verða ekki óþolandi fyrir annan^ Þetta er ranglæti verðbólgunnar. Þá eru ótalin þau áhrif hennar að hún veldur varanlegri lánsfjárkreppu. Það gerir hún með því móti að stöðugt þarf fleiri og fleiri krónur í sama rekstur. Þó fjölgar alltaf þteim krónum sem eru í umferð eftir því sem þær smækka, en samt sér verðbólgan um það, að fjölgunin er alltaf á eftir þörf- inni. Önnur og enn verri áhrif verðbólgunnar eru iþau, að menn vilja ekki geyma fé. Mörgum finnst það nauðsyn að eyða öllu aflafé sínu eftir hendinni og raunar helst fyrirfram. Það hafa svo margir auðgast á því að sökkva sér í skuldir. Gamla ráðdeildin hefur svipt svo marga eignum sínum. Glataður er geymdur eyrir! Höfuð einkenni verðbólgunnar er það, að velta byrðunum af sér á þá sem á eftir koma. Það er hvonki réttlátt né dnengilegt. Og það er ekki skynsamlegt heldur. Víst er það furðulegt hvað eftir er af sparsemi, vinnusemi og ráðdeild með þessari iþjóð. Samt er það greinilegt að ungt fólk, sem vill verða sjálfbjarga og tryggja hag sinn, dreymir einkum um að eignast eitthvað slem hægt er að selja aftur, — og helst að eignast það í skuld. Verstu áhrif verðbólgunnar eru spilling hugsunarháttarins. Menn vilja eignast án þess að borga. Það hafa svo margir komist fram með það, að fá lánaða kú og borga hana með lambi. Sextugur Kristinn L Jonsson Kristinn L. Jónsson, húsa- smíðameistari, Sundstr. 31 A ísafirði, varð sextugur 29. september s.l. Hann er fædd- ur á ísafirði. Foreldrar hans vcru Krisitín Aradóttir cg Jón Leví Friðriksson. Kristinn ólst upp að Leiru í Jökul- f jörðum hjá hjómunum Ragn- hildi Ólafsdóttur og Guð- mundi Tómassyni. Á iárinu 1934 flutti Krist- inn til ísafjarðar og hóf þá nám í húsasmíði hjá Albert Kristjánssyni, húsasmíða- meistara, og lauk hann námi í iþeirri iðn. Síðan hefur Krisitinn átt heima hér í bæn- um oig alltaf 'Unnið að iðn sinni. í mörg ár hefur hann rekið Trésmíðavinnustofuna Reynir s.f. ásamt Sigurði H. Bjarnasyni, húsasmíðameist- ara. Kristinn er ágætur iðnaðar- maður og er fullkomlega hægt að treysta því að öll verk sem hann tekur að sér séu vel og vandlega 'Unnin. Hann er mesta prúðmenni, viðkynn- ingargóður og velviljaður. Eiginkona Kristins er Anna Sigríður Kristjánsdóttir, ætt- uð úr Arnarfirði. Þau eiga 5 börn, 3 dætur og 2 syni, sem öll eru mannvænleg og vel gefin. Ég og kona mín óskum Kristni og fjölskyldu hans allra heilla í tilefni afmælis- ins og þökfcum ágæt kynni. Jón Á. Jóhannsson Bókasafnið ísafirði Frá og með 1. okt. nk. verður safnið opið sem hér segir: ÚTLÁN: þriðjudaga miðvikudaga fimmtudaga föstudaga laugardaga kl. 2—7 kl. 2—7 og 8,30- kl. 2—7 kl. 2—7 kl. 2—4 -10 LESSTOFAN: þriðjudaga—föstudaga kl. 2—7. HNÍFSDALSSAFN: þriðjudaga kl. 5—6,30 laugardaga kl. 2—4 TALBÆKUR (segulbandsupptökur) lánaðar blindum, sjóndöprum og fötluðum — einnig gefst þeim kostur á að hlusta á þær í safninu. GRAFÍKMYNDIR lánaðar út endur- gjaldslaust. Tvö héraðsmót Héraðsmót framsóknar- manna í Strandasýslu var haldið að Laugarhóli í Bjarn- arfirði 7. ágúst s.l. Var mótið haldið á vegum Framsóknar- félags Kaldrananhr. Magnús Gunnlaugsson á Ósi setti mótið og stjórnaði því. Ræðumenn á mótinu voru Guðmundur G. Þórarinsson og Steingrímur Hermannsson. Var ræðum þeirra mjög vel tekið. Skemmtiatriði önnuð- ust Gísli Rúnar og Baldur Brjánsson, við mjög góðar undirítektir. Að lofcum var haldinn dans- leikur' cg lék ágæt hljómsveit fyrir dajnsinum. Fjölmenni Þegar áhrif verðbólgunnar að þessu leyti eru athuguð sjáum við að hún ier þjóðarböl. Henni fylgir siðspilling. Með þessu er ekki sagt að verðlag megi aldrei breytast. Við það getum við ekki ráðið. En við ættum að geta verið nálægt því, sem gerist í helstu viðskiptalöndum okkar. Við megum ekki sætta okkur við annað en að pieningaeign haldi gildi sínu svo að höfuðstóll rýrnj ekki. Veigamesti þátturinn í verðbólgunni hér er sú stjórn eða óstjórn efnahagsmála, sem leitt hefur til gengisfellinga. Það er heimatilbúið. Við skulum ekki vanmeta það stem reynt er að gera jákvætt. Verðtrygging lána er einna merkilegast þess sem gert er til jafnvægist og andófs gegn verðbólgunni. Þar dugar al'ls ekki að taka einstök lán út úr. Verðtryggingin þarf að verða almenn. Þá ier hún réttlát, ef hún fylgir launakjörum og afurðaverði. Og eru menn ekki alltaf að tala um réttlæti? Skyldi verð- bólguhjólið stöðvast gerir tryggingin engum mein. H. Kr. var á héraðsmótinu og dans- leiknum. Héraðsmót framsóknar- manna var haldið að Suður- eyri i Súgandafirði laugar- daginn 18. september s.I. Framsóknarfélag Súgfirðinga sá um mótið. Hörður Smári Hákonarson setti mótið og stjórnaði iþví. Viihjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðh. og Stein- grímur Hermannsson, al- þingismaður, fluttu ræður og var mjög góður rómur gerður að ræðum þeirra. Um skemmtiatriði sáu Baldur Brjánsson og Jóhannes Krist- jánsson, cg var þeim báðum vel fagnað. Að loknu héraðsmótinu var haldinn dansleikur við undir- leik hljómsveitarinnar Mi- mósa. Mikið fjölmenni var á héraðsmótinu og dansleikn- um. Almenn ánægja var með bæði ofangreind héraðsmót. Kaupfélags- stjórar ráðnír Sigurður Kristjánsson, sem hefur verið um mörg undan- farin ár skrifstofustj. Skipa- deildar S.Í.S. í Reykjavik, hefur verið ráðinn kaupfélags- stjóri Kaupfélags Dýrfirðinga frá næstu áramótum. Páll Andreasson sem verið hefur kaupfélagsstjóri Kf. Dýrfirð- inga sagði starfi sínu lausu

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.