Monitor - 29.04.2010, Blaðsíða 3
„Þetta er ástarsaga og miklir dívustælar. Hera
verður ástfangin af sundlaugarverði sem er leikinn
af Valdimar Erni Flygenring,“ segir Vera Sölvadóttir,
leikstjóri tónlistarmyndbandsins við Eurovision-lag
Íslendinga í ár, Je Ne Sais Quoi. Vera er að kenna við
Kvikmyndaskóla Íslands, en skólinn bauðst til að gera
myndband fyrir Heru eftir að RÚV neitaði að gera það.
Myndbandið verður frumsýnt í Kastljósinu á
föstudagskvöld, en þá er vika síðan tökur hófust. „Þetta
gerðist mjög hratt. Ég fékk símtal á miðvikudegi og við
vorum byrjuð að skjóta á föstudeginum. Við settum allt
á fullt og framleiðslan var öll innan skólans,“ segir Vera.
Ekki bara diskó og læti
Myndbandið var skotið í Sundhöllinni í Reykjavík, en
Vera er sjálf mikil sundmanneskja. „Mömmu fannst
mjög fyndið að ég skyldi hafa gert þetta í lauginni. Ég
fer í laugina daglega og hef farið alveg síðan ég var
krakki. Maður tekur alltaf eitthvað úr sínum eigin heimi
og fyrst það þurfti að kokka upp hugmynd strax tók ég
einhvern veginn það sem var mér nærri,“ segir Vera.
Hún neitar því að mynbandið sé hefðbundið
Eurovision-myndband. „Þetta er auðvitað Eurovision,
en þetta er ekki bara diskó og læti. Það er saga í
myndbandinu og ég get lofað því að Hera verður svaka
díva,“ segir Vera og ber söngkonunni söguna vel. „Hera
er alveg æðisleg. Ég vissi ekki áður en ég fór að vinna
með henni að hún væri svona flott leikkona.“
BB&Blake að vakna
Vera er sjálf söngkona í hljómsveitinni BB&Blake, sem
hún starfrækir ásamt leikaranum Magnúsi Jónssyni.
„BB&Blake er aðeins að vakna til lífsins aftur. Maggi er
búinn að vera á Akureyri að leika, en hann er kominn
í bæinn aftur og við erum svona að skipuleggja næstu
skref,“ segir Vera, en sveitin gaf út sína fyrstu plötu fyrir
síðustu jól. „Það var mjög gott að koma plötunni loksins
út, en við vorum reyndar ekkert svakalega dugleg að
fylgja henni eftir.“
3
fyrst&fremst
Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is)
Blaðamenn: Allan Sigurðsson (allan@monitor.is), Haukur Johnson (haukurjohnson@monitor.is), Vigdís Sverrisdóttir (vigdis@monitor.is)
Forsíða: Ernir Eyjólfsson Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Auglýsingar: auglysingar@monitor.is Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent
Bubbi
Morthens
Mold Mold
dásamlega
mold frjóa
gefandi mold.er búin að vera í
mold í morgun beðin mín eru
að verða fögur eru að komast
í spariföt sá hunagns flugu í
morgun mér sýndist hún vera
hamingjusöm.!
28. apríl 2010 kl. 09:37
Bubbi
Morthens
fór út með trefil
passa hálsin
setti niður
karftölur góð likt af moldini
þrösturinn glaður ég skildi
vera róta í mold hann fann sér
eithvað að nasla í
27. apríl 2010 kl. 16:47
Bubbi
Morthens
búin að vera
stúsas í beðum
klippa rósir þvo
þvot baka brauð moka mold
haha ég er ekki ovirkur heldur
duglegur
28. apríl 2010 kl. 16:28
FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010 Monitor
Monitor
mælir með
Rauði krossinn er
að safna fólki í hreinsunarstarf
vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.
Til stendur að mæta á svæðið á
fimmtudag og
föstudag
og hjálpa
fólkinu
sem býr
í grennd
við
eldgosið
og hefur
orðið illa
úti vegna
öskunnar sem hefur rignt yfir allt.
Hægt er að skrá sig á heimasíðu
Rauða krossins, raudikrossinn.is.
Skyldumæting fyrir þá sem eru ekki
hrikalega uppteknir.
Platan XX með XX
er svívirðilega góð.
Kom út síðasta
sumar og eflaust
margir búnir
að spila hana í
þaula, en þeir
sem hafa ekki
gert það ættu að
næla sér í gripinn
með hraði. Chill-
tónlist eins og hún gerist
best og hentar við öll tækifæri.
Kyrrðarstund með
engum nema þér. Að keyra út fyrir
bæinn, slökkva
á bílnum og
horfa á
norður-
ljósin
gefur þér
nokkuð
sem
verður ekki
keypt hjá
sálfræðingi og
fæst ekki í nokkru pilluglasi.
Vikan á...
Feitast í blaðinu
Tískusýning LHÍ
fór fram um síðustu
helgi. Flott úttekt á
hönnuðum og
flíkum þeirra. 4
Úrslit Skóla-
hreystis fara fram
um helgina. Ásgeir
Erlends í
spjalli.
8
Steindi Jr. í
viðtali. Hann
byrjar með nýjan
þátt um
helgina.
10
Tíu kvikmyndir
sem kostuðu lítið
en slógu í gegn
og þénuðu
svakalega. 14
Fílófaxið er
sannkölluð Biblía
helgarinnar. Allir
viðburðir á
einum stað. 12
GÓÐVERK
Í SPILARANN
Hera ástfangin af
sundlaugarverði
GEÐHEILSAN
Þetta er sjötta tölublað Monitoreftir að blaðið fór að koma út
vikulega. Viðtökurnar hafa verið
hreint út sagt frábærar og gaman
að sjá að lesendur eru jafn ánægðir
með breytingarnar og við sem
stöndum að blaðinu. Það er líka
gaman hversu margir hafa verið
duglegir við að hafa samband, bæði
símleiðis og póstleiðis.
Einn ágætur eldri maður hringdiog spurði hvort okkur þætti
allt í lagi að kalla blaðið Monitor.
Það væri útlenska og aðför gegn
íslenskri tungu. „Hér áður fyrr
var blað sem hét Fjölnir,“ sagði
kappinn. „Ég veit. Þess vegna
gátum við ekki kallað blaðið Fjölni.
Urðum að nota Monitor,“ svaraði
ég. Honum var ekki skemmt.
„Ég hef lært eitt af því
að tala við þig: Þessi
kynslóð sem þú tilheyrir
er vonlaus!“ sagði hann
og lagði á. Sem betur
fer hafa flestir verið
jákvæðari en fyrrnefndur
félagi. En hvort sem
þið hafið jákvæðar
eða neikvæðar
ábendingar megið þið
endilega senda okkur
línu. Við tökum öllum
athugasemdum
fagnandi.
Að þessu sinni prýðir SteindiJr. forsíðuna, en hann er að
byrja með eigin sjónvarpsþátt
á Stöð 2 um helgina, Steindann
okkar. Steindi skaust einmitt fram
á sjónarsviðið undir merkjum
Monitor með óborganlegum
sketsum á vefnum okkar og í
þættinum sem sýndur var á Skjá
einum í fyrra. Við erum alltaf að
leita að skemmtilegu hæfileikafólki
eins og Steinda. Ert þú að skrifa,
taka myndir, gera myndbönd,
standa fyrir viðburðum, sitja
fyrir eða að gera eitthvað ann-
að áhugavert? Þá eru
yfirgnæfandi líkur á að
Monitor vilji dansa við þig.
Best er að nálgastokkur með því
að senda póst á
monitor@monitor.is
Ást og virðing!
Björn Bragi, ritstjóri.
Bubbi
Morthens
Var að fá mold
frá hálsi dökka
mjúka ilmandi
gróðurmold likt af mold mosa
grasi Ösp þarf að ræða það
eithvað frekar.
26. apríl 2010 kl. 21:26
Efst í huga Monitor
Vilt þú dansa með Monitor?
Vera Sölvadóttir leikstýrir Eurovision-myndbandinu
sem er frumsýnt í Kastljósinu á föstudagskvöld.
Á BAR MEÐ
BOBBYSOCKS!
Vera var stödd í New York þegar
úrslitakvöld Eurovision fór fram í
fyrra. „Það var miður dagur í New
York þegar
þetta var í
gangi og ég
horfði á þetta á
pínulitlum bar,
sem var fullur
af Íslendingum
og Norðmönnum. Svo varð Ísland
auðvitað í öðru sæti og Noregur í
fyrsta og það varð allt tjúllað inni
á staðnum. Svo stendur allt í einu
upp önnur konan úr Bobbysocks!“
segir Vera, en Bobbysocks! sigraði í
Eurovision fyrir Noreg árið 1985 með
lagið La det svinge. „Þá varð allt
ennþá meira tjúllað. Fólkið sem rak
barinn fann lagið á YouTube og hún
stóð upp og tók lagið á staðnum.
Það var eins og ég væri stödd í
Twilight Zone-þætti,“ segir Vera og
bætir við að hún hafi aldrei haft eins
gaman af keppninni. „Þetta heitir að
vera á réttum stað á réttum tíma.“
Mynd/Ernir
VERA SÖLVADÓTTIR
KVIKMYNDAGERÐARKONA
Uppáhalds Eurovision-lag Veru:
„Gleðibankinn. Það er besta Eurovision-lag sem hefur verið
samið og verður ávallt mitt uppáhalds Eurovision-lag.“
FÖGUR FLJÓÐ SEM
LEIKA Í MYNDBANDINU
ÞESSIR ERU MEÐ
LÁGA FITUPRÓSENTU
HERA BJÖRK ER
EURO-DÍVA MEÐ MEIRU
Bubbi og
moldin