Monitor - 29.04.2010, Blaðsíða 13

Monitor - 29.04.2010, Blaðsíða 13
fílófaxið 13Monitor FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2010 laugardagur 1 maí FÍASÓL Þjóðleikhúsið, Kúlan 13:00 og 15:00 Átta áragleðisprengjan Fíasól er drottning í sínu eigin, risastóra hugmyndaríki. En stundum fljúga hugmyndirnar svo hátt að hún missir þær út í vitleysu. Sprellfjörug sýning fyrir alla fjölskylduna byggð á vinsælum barnabókum eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Leikstjóri er Vigdís Jakobsdóttir. Miðaverð 1.500 krónur. SÝNING LISTDANSSKÓLA HAFNARFJARÐAR Borgarleikhúsið, Stóra sviðið B 14:00 og 16:00.Miðaverð 1.800 krónur. ÍSAFOLDARKVARTETTINN Salurinn 17:00 Lög unga fólksins í Tíbrá:Ísafoldarkvartettinn. Strengjakvartettar eftir Joseph Haydn, Maurice Ravel og Johannes Brahms. Miðaverð 2.500 krónur. SÖNGDEILD FÍH FLYTUR LIFUN Hátíðarsalur FÍH, Rauðagerði 27 17:00 Söngdeild TónlistarskólaFÍH flytur verkið Lifun eftir Trúbrot. Hópurinn samanstendur af sjö söngvurum og sjö manna rokkhljómsveit sem hefur æft undir stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjönu Stefánsdóttur. ÍSLANDSKLUKKAN Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið 19:00 Stórbrotið skáldverk umsjálfsmynd lítillar þjóðar og sjálfstæði í glænýrri leikgerð. Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness er afmælissýning Þjóðleikhússins, en 60 ár eru liðin frá opnun þess þann 20. apríl árið 1950. Íslandsklukkan var einmitt ein af þremur opnunarsýningum leikhússins. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson. Miðaverð 3.400 krónur. VILLIDÝR / PÓLITÍK Borgarleikhúsið, Litli Salur 19:00 Radíusbræðurnir Davíð ÞórJónsson og Steinn Ármann Magnússon leiða saman hesta sína á ný í íslenskri útgáfu frægrar uppistandssýningar Ricky Gervais. Fyrir hlé er það Pólitík með Davíð Þór og eftir hlé mætir Steinn Ármann með Villidýr. Leikstjóri er Gunnar B. Guðmundsson sem leikstýrði síðasta Áramótaskaupi og kvikmyndinni Astrópíu. Miðaverð 3.450 krónur. GRÆNJAXLAR Leikfélag Akureyrar, Rýmið 20:00 Árlega setur LeikfélagMenntaskólans á Akureyri upp metnaðarfulla sýningu og að þessu sinni urðu Grænjaxlar fyrir valinu. Grænjaxlar eru íslenskur söngleikur eftir Pétur Gunnarsson frá árinu 1977, en verkið hefur verið lítillega staðfært af leikstjóranum Bryndísi Ásmundsdóttur og leikhóp. Miðaverð 2.000 krónur. STRÆTI Nemendaleikhús LHÍ, Smiðjan 20:00 LokaverkefniNemendaleikhússins í ár er leikritið Stræti eftir Jim Cartwright í þýðingu Árna Ibsen. Úskriftarárgangurinn hefur vakið mikla athygli fyrir fyrri sýningar sínar í vetur, Eftirlitsmanninn og Bráðum hata ég þig. Stræti var fyrst sýnt fyrir rúmum tveimur áratugum og hefur síðan verið sýnt við góðar undirtektir í leikhúsum víða um heim. Miðaverð 1.500 krónur. SÖNGDEILD FÍH FLYTUR LIFUN Hátíðarsalur FÍH, Rauðagerði 27 20:00 Söngdeild TónlistarskólaFÍH flytur verkið Lifun eftir Trúbrot. Hópurinn samanstendur af sjö söngvurum og sjö manna rokkhljómsveit sem hefur æft undir stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjönu Stefánsdóttur. HÆNUUNGARNIR Þjóðleikhúsið, Kassinn 20:00 Hænuungarnir eruannað leikrit Braga Ólafssonar fyrir leiksvið. Leikritið fjallar um djassáhugamanninn Sigurhans sem leikinn af Eggerti Þorleifssyni. Sigurhans lendir í því að nokkrum kjúklingum á tilboðsverði er stolið úr frystikistunni hans og ætlar hann sér að komast til botns í málinu. Miðaverð 3.400 krónur. VORGLEÐI Í GRAFARVOGI Íþróttamiðstöðin Grafarvogi 20:00 Vorfagnaður Grafarvogsbúa.Grillveisla, skemmtun og dansleikur með Ingó og Veðurguðunum fram á rauða nótt. Veislustjóri er Eggert Skúlason. Miðaverð er 2.000 krónur en 5.900 krónur fyrir þá sem vilja líka mæta í grillveislu. TÓNLEIKAR GILDRUNNAR Hlégarður 21:15 Í tilefni af 30 árasamstarfsafmæli heldur hljómsveitin Gildran tónleika í heimabæ sínum, Mosfellsbæ. Gildran er skipuð þeim Birgi Haraldssyni, Sigurgeiri Sigmundssyni, Þórhalli Árnasyni og Karli Tómassyni og er ein af magnaðari sveitum íslenskrar poppsögu. Aðgangseyrir 3.000 krónur. ROKK- OG BLÚSBALL Players í Kópavogi 22:00 Ball fyrir hjólafólk ogskemmtanaþyrsta hjólaáhugamenn eftir hópkeyrsluna fyrr um daginn. Rokkblúsbandið Síðasti Séns leikur fyrir dansi og hefur DJ Mikkólf sér til halds og trausts. Aðgangseyrir 1.500 krónur. Rokk, ról og mótorhjól! STURLA OG DJ FANNAR Hressingarskálinn 22:00 Hljómsveitin Sturla leikurfyrir gesti til klukkan. Þá tekur plöusnúðurinn DJ Fannar við og tryllir lýðinn fram á rauða nótt. Frítt inn. BALKAN-TÓNLEIKAR Kaffi Rósenberg 22:00 Varsjárbandalagið leikurBalkantónlist. Sveitin er ekki bara fjörug heldur stórfurðuleg og ætti að koma öllum gestum í gott skap. Aðgangseyrir 1.000 krónur. LADIES NIGHT Ólíver 23:00 Ladies Night til klukkan 1.Þrír fyrir einn á kokteilum og Brynjar Már verður plötusnúður. Frítt inn. DANSLEIKUR MEÐ PÖPUM NASA 23:00 Papar halda stórdansleik ítilefni af degi verkalýðsins á NASA við Austurvöll. Sveitin tekur að sjálfsögðu öll sín þekktustu lög og tryllir lýðinn langt fram eftir nóttu. Miðaverð 1.200 krónur. TRÚBADORASTEMNING English Pub 23:30 Trúbadorastemning meðMagga og Hlyn. Boltinn í beinni fyrr um daginn. Frítt inn. NEMENDASÝNING MYNDLISTASKÓLA MOSFELLSBÆJAR Hraunhús, Völuteigi 6 11:00 Síðasta tækifæri til aðkíkja á nemendasýningu Myndlistaskóla Mosfellsbæjar. Sýningin var opnuð sumdardaginn fyrsta, en í ár fagnar skólinn 10 ára afmæli sínu. 47 nemendur úr fullorðinshópum skólans sýna verk sín í frumkvöðlasetrinu. Opið er frá kl. 11-17 nema á fimmtudögum þá er opið til kl. 22. FÍASÓL Þjóðleikhúsið, Kúlan 13:00 Átta ára gleðisprengjanFíasól er drottning í sínu eigin, risastóra hugmyndaríki. En stundum fljúga hugmyndirnar svo hátt að hún missir þær út í vitleysu. Sprellfjörug sýning fyrir alla fjölskylduna byggð á vinsælum barnabókum eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Leikstjóri er Vigdís Jakobsdóttir. Miðaverð 1.500 krónur. ALGJÖR SVEPPI – DAGUR Í LÍFI STRÁKS Íslenska óperan 13:00 Sveppi fer meðaðalhlutverkið í þessari skemmtilegu fjölskyldu og honum til halds og trausts er leikarinn Orri Huginn Ágústsson. Sýningin byggist á barnaplötu Gísla Rúnars, Algjör sveppur, frá árinu 1978. Leikstjóri er Felix Bergsson og tónlistarstjóri er Jón Ólafsson. Miðaverð 2.800 krónur. SKOPPA OG SKRÍTLA Á TÍMAFLAKKI Borgarleikhúsið, Litla svið 14:00 Í þessari nýjustu sýninguSkoppu og Skrítlu láta þær sér ekki nægja að ferðast um heiminn, heldur ferðast þær líka um í tíma og hitta fyrir fólk og fyrirbrigði sem eru ekki vanalega á rölti í miðbænum. Syngjandi glöð sýning fyrir alla fjölskylduna. Miðaverð 1.950 krónur. ÓLÍVER! Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið 15:00 Einn vinsælasti söngleikurallra tíma, sem byggður er á sígildri skáldsögu Charles Dickens um munaðarlausa drenginn Ólíver Tvist. Auk nokkurra þekktra leikara tekur fjöldi barna þátt í þessari litríku og fjörugu sýningu. Leikstjóri er Selma Björnsdóttir. Miðaverð 4.100 krónur. FÍASÓL Þjóðleikhúsið, Kúlan 15:00 Átta ára gleðisprengjanFíasól er drottning í sínu eigin, risastóra hugmyndaríki. En stundum fljúga hugmyndirnar svo hátt að hún missir þær út í vitleysu. Sprellfjörug sýning fyrir alla fjölskylduna byggð á vinsælum barnabókum eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Leikstjóri er Vigdís Jakobsdóttir. Miðaverð 1.500 krónur. ÍSLANDSMÓTIÐ Í HANDBOLTA Vodafone-höllin 16:00 Annar leikurinn íúrslitaeinvígi Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik fer fram á heimavelli Valsmanna í Vodafone- höllinni. Tvö frábær lið og má búast við svakalegri rimmu. HÆNUUNGARNIR Þjóðleikhúsið, Kassinn 20:00 Hænuungarnir eruannað leikrit Braga Ólafssonar fyrir leiksvið. Leikritið fjallar um djassáhugamanninn Sigurhans sem leikinn af Eggerti Þorleifssyni. Sigurhans lendir í því að nokkrum kjúklingum á tilboðsverði er stolið úr frystikistunni hans og ætlar hann sér að komast til botns í málinu. Miðaverð 3.400 krónur. VILLIDÝR / PÓLITÍK Borgarleikhúsið, Litli Salur 20:00 Radíusbræðurnir Davíð ÞórJónsson og Steinn Ármann Magnússon leiða saman hesta sína á ný í íslenskri útgáfu frægrar uppistandssýningar Ricky Gervais. Fyrir hlé er það Pólitík með Davíð Þór og eftir hlé mætir Steinn Ármann með Villidýr. Leikstjóri er Gunnar B. Guðmundsson sem leikstýrði síðasta Áramótaskaupi og kvikmyndinni Astrópíu. Miðaverð 3.450 krónur. FAUST Borgarleikhúsið, Stóra Sviðið B 20:00 Það eru liðin fjörutíu ársíðan Faust fór síðast á leiksvið á Íslandi en nú gefst áhugasömum tækifæri til að berja sýninguna augum í Borgarleikhúsinu. Í þetta skipti er leikstjórn í höndum Gísla Arnar Garðarssonar en það er enginn annar en Nick Cave sem sér um tónlistina í sýningunni ásamt Warren Ellis. sunnudagur „Þetta verða bara flottir tónleikar. Við ætlum að skemmta okkur og vonandi öðrum um leið,“ segir Bjarni Lárus Hall, söngvari hljómsveitarinnar Jeff Who? Sveitin treður upp á Sódóma Reykjavík á laugardagskvöld ásamt Bigga Bix, Ojba Rasta og Kakala. „Við ætlum bara að taka gamla efnið og halda uppi góðu stuði,“ segir Bjarni, sem vinnur hjá nýja símafyrirtækinu Alterna þegar hann er ekki að rokka. Jeff Who? vinnur um þessar mundir að nýju efni, en Bjarni segir sveitina enn ekki farna að spila það opinberlega. Stefnan er þó tekin á plötuútgáfu á þessu ári, en síðasta plata Jeff Who? sem var samnefnd sveitinni kom út haustið 2008. „Við ætluðum að vera komnir með plötu fyrir sumarið en líklegast kemur hún ekki fyrr en í október eða nóvember. Stefnan er allavega sett á að hún komi út fyrir jól,“ segir Bjarni. Gott stuð með gamla efninu TÓNLEIKAR MEÐ JEFF WHO? Sódóma Reykjavík 22:00 2 maí

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.