Ísfirðingur


Ísfirðingur - 30.10.1976, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 30.10.1976, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR tngnt 'SÓKMPAMNAM / VKirjaBOAKJÖIHNCMI Otgefandi: Samband F"ramsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Ilalldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. Afgreiðslumaður: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Reynslunni ríkari Það þóttu tíðindi og vakti umtal þegar svokölluð Samtök frjálslyndra og vinstri manna höfðu héraðsfund sinn á Vestfjörðum í haust. Þar var gerð ályktun sem menn almennt skifldu svo, að tímabært þætti að bneyta til og nú lægi beinast við að leita sameiningar við Alþýðuflokkinn. Ætla mætti að A'líþýðuflokknum á Vestfjörðum hefði orðið þetta ærið fagnaðarefni og þótt það meiriháttar hvalreki á fjörur sínar. Má vel vera að svo hafi verið, þó að vel hafi verið með það farið og ekki gætt neinna sérstakra geðhrifa vegna þessa. En. meiri tíðindi hafa orðið hjá þeim samtakamönnum. Framkvæmdanefnd þeirra var lögð niður. Framkvæmda- nefndin var hugsuð sem raunveruleg flokksstjórn og var Ólafur Ragnar Grímsson formaður. Hann lét frá sér híeyra fljótlega eftir að ályktun samherjanna á Vestfjörðum birtist. Ekki tók hann undir við Karvel að vísa hjörðinni í Aiþýðu- flokkinn. Þvert á móti sagði hann að samtakamönnum al- mennt finndist að þeir ættu einkum samleið með Alþýðu- bandalaginu. Ólafur Ragnar, fyrrverandi iformaður, fyrrverandi fram- kvæmdastjórnar, fyrrverandi stjórnmálasamtaka, kom frétt- inni á framfæri við útvarpið imeð þeim skilningi að þar með væru ismtök frjálslyndra og 'vinstri imanna undir lok liðin. Magnús Torfi mótmælti þeim skilningi þegar í stað og kom athugasemd á framfæri strax á því sama kvöldi. Síðan hafa isamtökin, í Reykjavík ályktað að víst séu þau lifandi og reiðubúin að halda áfram baráttu sinni fyrir sjórn- málalegri einingu. Því hefur iverið haldið fra'm ,að Samtökin hafi á sínum tíma valldið því að Viðreisnarstjórnin missti þingmeirihluta og fór frá völdum. Víst er iþað ,rétt, en hinsvegar verður aldrei sannað hvað hefði orðið e,f þau hefðu ekki verið stofnuð og þeirra menn farið öðruvísi að. Hitt er svo stað- reynd sem aldrei verður hrakin 'eða í efa idnegin, að það Voru þau sömu iSamtök söm gerðu vinstri stjórnina óstarf- hæfa og komu henni frá völdum. En hér verður saga Samtakanna lekki rakin. Reynslan ætti nú að hafa kennt imönnum, að það leysir ekki vanda þjóðmálanna að hlaupa frá flokkum sínum og efna til nýrra samtaka. (Þau lögmál sem gilda um eðli og hætti stjórnmálaflokka verða ekki upphafin og að engu gerð 'þó að ný nöfn og ný isamtök bætist við. Vonir almennings eru því ekki fyrst og fremst bundnar við ný nöfn og nýjar samsteypur, íheldur nýtt starf og vakandi þátttöku í félags- málum. Lýðræðið verður lökki virkt nelma almenningur sé virkur. Rfki félagslleg deyfð og drungi verður lýðræðið aldrei nema svipur hjá sjón. Þess vegna ler það iljótur leikur að fæla menn frá því að skipta sér af þjóðfélagsmálum, hvaða aðferð isem til þess er notuð. Hér er vitanlega ekki hægt að skýra frá nleinu um framtíð Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, enda Veit það enginn. Það eitt er víst að þar sýnist sitt hverjum og sumir hafa misst trúna á lað halda áfram eins og verið hefur. Það er svo vorkunnarmál þó að ýmsum gangi illa að átta sig á því um hvað er barist í pólitík íslendinga Þegar Björn. Jónsson sat á ráðherrastól heimtaði hann gengislækkun og Alþýðusambandið hiefur undir Ihans forustu staðið að þeim kjarasamningum sem breikka bilið milli láglaunafólks og hálaunahópa, enda tala nú sumir foringjar láglaunastétta um að vafasam sé að hlíta lengur forustu Alþýðusambandsins og eiga samleið með því. Það sem gert hefur verið til Oryggismál Á FUNDI bæjarstjórnar ísa- fjarðar 28. þ.m. var eftir- farandi tillaga Guðmundar Sveinssonar lögð fram, en tillagan hafðj áður verið kynnt í bæjarráði: „Bæjarstjórn ísafjarðar sam- þykkir að óska eftir því við Samband íslenskra sveitar- félaga að haldinn verði fund- ur um samræmingu í öryggis- málum gegn slysum í dreif- býli, svo sem bruna- sjó- og umferðarslysum með fram- tíðarlausn í huga. Til fundarins verði boð- aðir fulltrúar sveitarfélaga, almannavarna, brunamála- — Hjólporsveit Framhald af 1. síðu og utan, oft í hríðarveðri á heiðum uppi við erfiðar að- stæður. Þeir hafa aðstoðað við siiys, bæði í bænum og utan bæjar, annast björgun- arstörf úr strönduðum skip- um í félagi við Björgunar- sveit Slysavarnafélagsins og þeir hafa tekið að sér slysa- vörslu á Landsmótum skíða- manna og Skíðavikum, svo að ndkkuð sé nefnt. Að starf- semd sveitarinnar hefur verið og er mikið öryggi, sem ber að meta og þakka. Núverandi sveitarforingi er Þröstur Marsellíusson, aðstoð. arsveitarforingi er Sveinbjörn Sveinbjömsson og gjaldkeri Tryggvi Tryggvason. Auk þeirra sem getið er hér að framan hafa eftirtaldir menn verið sveitarforingjar: Ólafur Þórðarson, Árni Hösk- uldsson, Snorri Hermannsson og Kristján Ásbergsson. stofnunar, fjármálaráðuneyt- is og pósti og síma. Jafnframt ætti að kalla fulltrúa frá hin- um ýmsu björgunarsveitum sem starfa í landinu." Traust ÞAE> ER bæði furðulegt og broslegt að heyra forráða- menn Alþýðuflokksins halda því fram, m.a. á nýlega af- stöðnu fiokksþingi sínu, að núverandi stjórnarflofckar njóti eklki trausts þjóðarinnar. Núverandi stjómarflokkar fengu þó í síðustu alþingis- kosningum 42 þingmenn af 60, en Alþýðuflokkurinn 5 þingmenn, þar af aðeins 1 kjördæmakosinn. Það jaðraði því við það að Alþýðuflokk- urinn týndist sem þingfllokk- ur. Slíkt var traust fólfcsins í landinu á Alþýðuflokknum, og alveg vafalaust hefur traustið ekki vaxið síðan. En forráðamenn Alþýðu- flokksins bera sig borgin- mannlega og virðast mjög á- nægðir með það traust að fá 1 mann kosinn í kjördæmum landsins. Til sölu Bronco árgerð 1966. Sérlega góður bíll. Upplýsingar gefur Guðm. Jón Jónsson í síma 7370 og eftir kl. 6 í síma 7388, Bolungarvík. 0PERAT0R Óskum að ráða starfsmann, sem operator við tölvu félagsins. Enskukunnátta nauðsynleg. Reiknistola Vestfjorðo við Árnagötu, ísafirði jöfnunar í þjóðfélaginu eru einkum láglaunabætur þær sem núverandi ríkisstjórn beitti sér fyrir. Því er ástæða til að spyrja: Hverjir eru vinstri menn? Hvað er vinstri stefna í stjórnmálum? Því má reyna að svara við tækifæri. Bindind- ismenn FÁEINIR bindindismenn á Ísafirði hafa ákveðið að hitt- ast í Góðtemplarahúsinu annaðhvert miðvikudagskvöld kl. 9. Þetta gerum við í þeim til- gangi, að til sé einhver kjarni, sem er viðbúinn að taka við liðsauka, sem dugi til þess að stofna bindindisfélag og ef til vill að endurreisa ein- hverja af gömlu ísfirsku góð- templarastúkunum, eða stofna nýja. Þetta gerum við í þeirri trú, að til sé á ísafirði og í nágrenni stór hópur ífólks, sem er okkur sammála um það, að vínneyslan er þjóðar- böl, sem verjast þarf og síðan að snúa vörn í sókn. Næstu fundardagar eru 10. nóvember, 24. nóvember og 8. desember. Óhugn- anleg tíðindi FRÁ því hefur nýlega ver- ið sagt, að garnaveiki hafi fundist í tveimur kindum frá Þúfum í Reykjarfjarð- arhreppi nú í haust, þegar verið var að slátra fé þaðan á ísafirði. Aldrei áður hefur garnaveiki orð- ið vart á Vestfjörðum. Bárður Guðmundsson, dýra læknir, fann þessa veiki í kindunum. Tilraunastöð Háskólans að Keldum hef- ur staðfest að um garna- veiki sé að ræða. Ennþá hefur ekki tekist að komast að því hvernig kindurnar frá Þúfum hafi smitast. Talið er að garna- veikisýklar berist með saur. Einnig geti þeir bor- ist með heyi eða öðru fóðri af sýktum svæðum, sem og öðrum vörum, sem at- ast hafa taði úr smituðu sauðfé, t.d. ullarböllum. Ekki er heimilt að flytja hey til ósýktra staða af smituðum svæðum, nema að leyfi Sauðfjárveikivarna komi til. Auglýsinga- sími ísfirðings er 3104 H. Kr.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.