Ísfirðingur


Ísfirðingur - 30.10.1976, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 30.10.1976, Blaðsíða 4
HVER RÆÐUR? NOKKUÐ er nú Liðið síðan svo nefnd „Stofnananefnd” skilaði viðamiklu nefndaráliti, þar sem settar voru fram til- lögur um fLutning fjölmargra ríkisstofnana af Reykjavíkur- svæðinu út á land. Meðal margs annars lagði nefndin til, að yfirstjárn raforkumál- anna yrði flutt austur að Sel- fosisi. Þótti flestum það eðli- leg ráðstöfim með tilliti til staðsetningar á öUum stór- virkjunum okkar og mjög bættum samgöngum við Sel- foss, þegar nýja hraðbrautin austo væri komin i notkun. Fyrir nokbru skýrði út- varpið frá því, að nú væri búið að byggja framtíðarhús- næði fyrir þessa starfsemi í Reykjavík. Ýmsum leikur for- vitni á að vita, hvort stórar og •kositnaðarsamar nefndir, eins og „Stofnananefnd” séu látnar starfa upp á grín og það sé fyrirfram ákveðið að fara í engu eftir tillögum þeirra. ísfirðingur álítur að hér sé um stórmál að ræða, sem mjög snertir framtíð byggðastefnunnar í landinu, en ekki neitt einkamál fárra embættismanna í Reykjavík. Hann myndi því fúslega ljá hverjum þeim þingmanni okkar rúm í blaðinu, sem vildi svara því, hvort þetta eru ráð okkar kjörnu fulltrúa, sem hér er verið að fara eftir, eða hvort það er em- bættismannavaldið í Reykja- vík, sem hér ræður ferðinni. Keramiknámskeið YFIRSTANDANDI er nú í Alþýðuhúsiinu á ísafirði nám- skeið í keramik, en námsikeið- ið er haldið á vegum Félags- málaráðs ísafjarðar. Frú Heba A. Ólafsson frá Pat- reksfirði veitir námskeiðinu forstöðu, og kennir þar jafn- framt. Henni til aðstoðar við námskeiðið er maður hennar Páil Ágústsson. Þátttaka í námskeiðinu er mjög góð og áhugasamt fólk sem það sækir. Námskedðið Agæt leik- sýning AÐ UNDANFÖRNU hefur Litli Leikklúbburinn sýnt leikritið „Við byggjum baðhús,” en höfundur leik- ritsins er finnska skáldið Johan Bargum. Leikstjóri er Kári Halldór. Sýningar leikritsins hafa tekist mjög vel og það mun vera nokkuð samdóma álit þeirra sem þær hafa séð, að leikendurnir hafa skilað hlutverkum sínum prýði- lega. Fyrstu tvær sýningarnar voru vel sóttar, en síðan miklu miður. Litli Leik- klúbburinn leysir af hendi umtalsvert menningarhlut- verk hér í bænum, sem rík ástæða er til að bæjar- búar meti og þakki. En það verður hvað best gert með því að sækja vel sýn- ingar klúbbsins. Starfsemi Litla Leikklúbbsins ber bæjarbúum að örva með því að veita henni verð- skuldaða athygli og stuðn- ing. er sótt bæði af konum og körlum. nemendur búa til margskonar mumi svo sem styttur, lampa, vasa og kerta- stjaka, svo að eitthvað sé nefnt. Hægt er að velja á ml 100 til 150 muna. Frú Heba lærði þessa iðm í Keramikhúsinu í Hafnar- firði og hefur húm í nokkur ár kennt iðn sína á Patreks- firði. Gert er ráð fyrir að nám- skeiðið standi fram í des- ember. Trúnað- armenn STJÓRN Sambands dýra- verndunarfélaga fslands hefur ritað öllum oddvitum landsins bréf þar sem farið er þess á leit við þá að þeir tilnefni trúnaðarmann fyrir Samfoand dýraverndumarfélaga íslands. Eirns og flesitum er væntan- lega kunnugt er Samband dýraverndunarfélaga íslands einungis skipað áhugamönn- um, sem al'Hr eru fullhlaðnir starfsskyldum brauðstritsins og geta þvá eimungis sinnt dýravemdunarmálum í símum frítíma. Þetta kemur sér oft mjög illa þegar leitað er til stjórnarinnar frá hinurn ýmsu landshlutum vegna ýmis konar mála er upp koma um meðferð dýra. Þvi ákvað stjóm S.D.Í. að koma upp kerfi trúnaðar- manna um iandið allt. Svlpað trúnaðarmanmakerfi og hér er áætlað að koma á, er rekið af Dýravemdunarsamfoandi Danmerkur með mjög góðum árangri. Er það von stjórnar S.D.Í. að oddvitar landsins bregði skjótt við og tilnefni trúnað- armann í símum hreppi og l'áti stjórnina vita sem allra fyrst. Áfjdnda þing Sjálfsbjargar ÁTJÁNDA þing Sjálfsbjarg- ar, landssambands fatlaðra, var haldið í Sjálfsbjargarhús- inu Hátúni 12 í Reykjayík 8. til 10. þ.m. Á þdnginu var gerð grein fyrir hinnd fjöl- þættu starfsemi landssam- bandsins og þar voru rædd og gerðar samþykktir um hin ýmsu hagsmunamál fatlaðra. Þingfulltrúar vcru 54. For- setar þingsins voru kjömir Sigursveinn D. Kristinsson og Sigurður Guðmundsson. Innan landssambandsims eru nú 13 félög með nær 1300 virka félaga og liðlega 900 styrktar- félaga. Skrifstofa landssam- bandsins er að Hátúni 12 í Reykjavík. Til hennar leitaði á árinu fjöldi einstaklinga, sem fékk margþætta fyrir- greiðslu. og aðstoð. Meðal mála sem samþykkt- ir voru gerðar um á þing- inu voru félagsmál, atvimnu- mál, farartækjamál og trygg- ingamál. Aðalmál síðasta þings samtakanna voru tryggingamálin. Er hér á eftir birt samþykkt þingsins um þau mál. Samþykkt um tryggingamál — O — „Örorkuiífeyrir einstaklings að viðbættri tekjutryggingu verði ekki lægri en svarar 80% af alm. dagvimnukaupi. — O — Örorkulífeyrir einstaklings án tekjutryggimgar verði ekki lægri en sem svarar 40% af almennu dagvinnukaupi. — O — Með skírskotun til 78. greinar laga um almanna- tryggimgar krefst þingið þess, að breytingar á upphæðum bóta verði gerðar samtímis NÝLEGA er komið út 9. tölu- blað Sjávarfrétta 1976. Er ritið að venju fjölbreytt að efni og hið myndarlegasta að ölium frágangi. í bréfi frá útgefanda rits- ins segir, að síðan Sjávar- fréttir fóru að koma út mán- aðarlega hafi mjög mikil aukning orðið í útbreiðslu þess. Sjávarfréttir fjalla um sjávarútvegsmálin á breiðum grundvelli og koma þar fram fræðilegar greinar visinda- manna, sem og viðhorf fjölda manna sem fást við útgerðar- mál og sjómennsku. Þá er þar að finna margkonar fróð- leik um starfsemi margra fyrirtækja sem tengd eru breytingum á kaupi í al- mennri verkamannavinnu. — O — Úr frumvarpi til laga, um breytingu á lögum nr. 67- 1971 um almannatryggingar sbr. lög nr. 112/1972 og nr. 62/1974. 1. gr. 50. gr. síðasta málsgrein orðist svo: „Ef elli- og örorku. eða ekkjul'ífeyrisþegi dvelst leng- ur en einn mánuð á stofnun, þar sem sjúkratryggingar greiða fyrir hann, fellur líf- eyrir hans niður, ef vistin hefur verið lengri en 4 mán- uðir undanfarna 24 mánuði. Heimilt er þá tryggingaráði að víkja frá þessum tíma- mörkum er sérstaklega stend- ur á. Sé dvölin ekki greidd að fullu, er heimilt að greiða lífeyri, allt að því, sem vant- ar. Ef hlutaðeigandi er al- gjörlega tekjulaus, skal Tryggingastofnunin greiða honum sjálfum 25% lág- marksbóta. Heimilt skal Tryggingastofnuninni að hækka bætur þessar í allt að 50% lífeyris, enda telji við- komandi stofnun það nauð- syniegt miðað við þarfir um- sækjenda á stofnuninni. Hafi bótaþegi tekjur, sem þó eru undir 50% lífeyris, skal Tryggingastofnuninni og heimilt að greiða mismun þeirra tekna annarsvegar og 50% lífeyris, hinsvegar, að fenginni tillögu hlutaðeigandi stofnunar. — O — Þingið skorar á Heilbrigð- is- og Tryggingamálaráðu- neytið að hlutast til um að sjúkratryggingar greiði að fullu læknishjálp lífeyrisþega, sem dvelja í heimahúsum. — O — sjávarútvegi. Framvegis mun ritið flytja upplýsingar um stöðuna í markaðsmáium okkar, eftir því sem unnt er og einnig birta upplýsingar um fiskverð, eins og það er á hverjum tíma. í þessu nýlega útkomna tölublaði er mjög athyglisverð grein eftir dr. Sigfús Schopka fiskifræðing, en þar fjallar hann um þorskstofninn við ísland. f blaðinu eru viðtöl við þá dr. Jakob Jakobsson, fiskifræðing, og dr. Björn Dagbjartsson, forstöðiunann Rannsóknarstofnunar fiskiðn- aðarins. Ræðir dr. Jakob um síldveiðarnar, en dr. Björn um veiðar á kolmunna. Margt annað fróðlegt efni er í rit- inu. Þingið telur fyllilega tíma- bært, að tryggingakerfið verði gert sveigjanlegra en verið hefur, til dæmis með því, að opnaðir verði möguleikar fyrir lífeyrisþega til að fá lán hjá Tryggingastofnun ríkisins til lagfæringa eða kaupa á eigin húsnæði. — O — Endurskoðuð verði 12. gr. almannatryggingarlaganna varðandi örorkumat, þannig að breytt verði tekjuviðmið- un greinarinnar. — O — Þingið telur nauðsynlegt að allir þjóðfélagsiþegnar verði slysatryggðir hvort heldur þeir eru í starfi eða ekki og án tillits til aldurs. — O — Þingið skorar á Alþingi að hraða setningu löggjafar um sérstakan tryggingadómstól samkv. 6. grein almanna- tryggingarlaganna. — O — Þingið skorar á Heilbrigð- is- og Tryggingamálaráðu- neytið að hraða könnun fram færslukostnaðar, sem fram átti að fara á þess vegum, samkv. lögum nr. 13 frá 23. maí 1975. — O — Þingið skorar á Fjármála- ráðuneytið, að felia niður tolla og skatt af öllum hjálp- artækjiun fatlaðra. — O — Þingið bendir á þá herfi- legu afturför að lifeyrisþegar þurfi að greiða sjúkratrygg- ingagjöd, og telur að bráða- birgðalög nr. 95/1976 séu mistök, sem beri að leiðrétta. — O — Þingið lítur svo á, að hjón eigi að fá greiddan lífeyri, sem samsvarar lífeyri tveggja einstaklinga. — O — Þingið telur að eitt aðal- verkefni félagsdeildanna sé að afla sér upplýsinga um bóta- rétt félaga og gæta þess að einstaklingar noti allan rétt sem þeim ber. —-O — Þingið beinir því til Trygg- ingastofnunar ríkisins að rýmkuð verði nú þegar á- kvæði um niðurgreiðslu á skóm fyrir fatlaða. — O — Að barnalífeyrir verði greiddur með börnum örorku- lífeyrisþega þótt bömin eigi ekká lögheámili hér á landi.” — O — Formaður stjórnar Sjálfs- bjargar, landssambands fatl- aðra, er nú Theódór A. Jóns- son, varaform. Sigursveinn D. Kristinsson, ritari Ólöf Rík- harðsdóttir og gjaldkeri Ei- ríkur Einarsson. Framkvæmdastj. er Trausti Sigurlaugsson. Sjávarfréttir

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.