Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.02.1978, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 11.02.1978, Blaðsíða 2
2_ /■ ÍSFIRÐINGUR BIAÐ TRAMSÓKNMMANNA / VES7FJARÐAKJÖRDÆMI Utgefandi: Kjördœmissamb. Frajnsóknarmanna i Vestfjarðakjördœmi. Ritstjórar: Flalldór Knstjánsson og Jón A. Jóhannsson, áb. Afgreiðslumaður: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, simi 3332. Verð árgangsins kr. 600. Elliglöp eða hvað? Þó að nokkuð sé um liðið vil ég víkja fáeinum orðum að forustugrein í Skutli 21. nóv. s.l. Hún var nefnd Láglaunastefna Framsóknar. Upphaf hennar var þetta: „Þeir tala mikið um ágæti láglaunastefnu sinn- ar, málsvarar og leiðtogar Framsóknarflokksins. Þeir segja líka margt ófagurt um vondu mennina, sem móti kjarastefnu Alþýðusambands íslands“. Þetta mun lúta að því sem sagt hefur verið hér í blaðinu um launajöfnunarstefnu Framsóknar- flokksins og stefnuleysi Alþýðusambandsins að því er varðar launahlutföll. Hér er um að ræða, að ég og fleiri tel að stéttarsamtökin innbyrðís ættu að ákveða launa- hlutfall starfshópa sinna. Alþýðusambandið virð- ist hins vegar telja eðlilegt að það styðji hvaða launamannahóp sem er til hvers sem þeir vilja krefjast. Ég sé hins vegar ekki ástæðu til að verkafólk færi í samúðarverkfall þó að menn sem hafa 10 milljón króna árstekjur krefjist launahækk- ana, eða sfett sem hefur ráð á að veita hverjum sinna manna 7 milljón króna lífeyrissjóðslán heimti meira. Þennan skoðanamun má svo sem ræða. Af hverju gerir ritstjóri Skutuls það ekki. Mér þykja elliglöpin setjast alltof snemma að honum ef hann skilur ekki hvað hér berá milli. Því ver hann ekki þá stefnu, að Alþýðusambandinu beri að styrkja alla launþega til að hafa sem mest upp úr sínum heilaga verkfallsrétti fremur en að stuðla að launajöfnuði? Þá segir ritstjórinn að það ætti að vera leiðtog- um Framsóknarflokksins nokkur huggun „að vondu mennirnir í verkalýðshreyfingunni hafi lát- ið kjaramál bænda svo til afskiptalaus“. Hann segir „svo til“. Til þess var ætlast með lögum, að fulltrúi Alþýðusambandsins ynni að verðlagningu landbúnaðarafurða svo að bændur hefðu svipuð laun og annað vinnandi fólk. Þessu hefur Alþýðu- sambandið neitað. Og þegar Framleiðsluráðslög- in voru til meðferðar á Alþingi vann Björn Jóns- son, forseti ASf, gegn því að það væri lögbundið að kjör bænda miðuðust við afkomu og kjör annarra stétta. En nú kemur að því furðulegasta. Ein furða er annarri meiri. Ritstjórinn segir, að „ánauð milli- liðahagsmuna hvíli eins og farg“ á bændastétt- inni. Hvað á hann þá víð? Sjálfur var ritstjórinn lengi í stjórn Kaupfélags ísfirðinga. Ætli nokkur minnist þess að hann hafi þá talað um að Kaupfélagið féfletti bændur og legði ánauðarok á þá? Aldrei heyrði ég neitt um það. Ég fer að verða hræddur um elliglöpin, þó sárt sé til þess að hugsa. Ritstjórinn mætti svo í sambandi við afkomu atvinnuveganna hugsa um afkomu útgerðar og fískvinnslu. Verðbólgan grefur undan þeim eins og landbúnaðinum. Útflutningsframleiðslu er Tilkynning frá olíufélögunum Vegna sívaxandi erfiðleika við útvegun rekstursfjár til þess að fjár- megna stöðugt hækkandi verð á olíuvörum, sjá olíufélögin sig knúin til þess að herða allar útlánareglur. 3. Frá og með 1. febrúar næst kom- andi gilda því eftirfarandi greiðslu- skilmálar varðandi lánsviðskipti: 1. Togarar og stærri fiskiskip skulu hafa heimild til að skulda aðeins eina úttekt hverju sinni. Áður en að frekari úttektum 4. kemur skulu þeir hafa greitt fyrri úttektir sínar, ella má gera ráð fyrir að afgreiðsla á olíum 5. til þeirra verði stöðvuö.Greiðslu- frestur á hverri úttekt skal þó aldrei vera lengri en 15 dagar. 2. Önnur fiskiskiþ skulu almennt hlýta sömu reglu. Hjá smærri bátum, þar sem þessari reglu verður ekki við komið, skal við það miðáð að úttekt sé greidd um leið og veðsetning afurða hjá fiskvinnslustöð fer fram Þeir viðskiptamenn, sem hata haft heimild til lánsviðskipta í sambandi við olíur til hús- kyndingar, hafi greiðslufrest á einni úttekt hverju sinni. Þurfa þeir þvi aö hafa gert uþp fyrri úttekt sína áður en til nýrrar út- tektar kemur. Um önnur reikningsviðskipti gilda hliðstæðar reglur. Að gefnu tilefni skal ennfremur tekið fram, að oliufélögin veita hvorki viðskiptamönnum sínum né öðrum peningalán eða aðra slíka fyrirgreiðslu, né heldur hafa milligöngu um útvegun slíkra lána. Tilgangslaust er því að leita eftir lánum hjá olíu- félögunum. olís OLÍUVERZLUN ÍSLANDS H.F. OLÍUFÉLAGIÐ H.F. Shell OLÍUFÉLAGIÐ SKELJUNGUR H.F. FLUGLEIÐIR ? reynt að bjarga með gengislækkun. Þar mætti tala um „ört vaxandi og óbærilega styrki“ engu síður en í sambandi við landbúnaðinn þó að öðru vísi sé komið fyrir. Rítstjórinn endar mál sitt með því, að það sé „ekki vansalaust að verkalýðssamtökin skuli svo tii ekkert aðhafast bændum til aðstoðar“. Sé þetta mælt af heilindum ætti hann að beita sér fyrir því, að samtökin endurskoði afstöðu sína í verðlagsmálum og unni bændum almennra launakjara fyrir að framleiða kjöt og mjólk. Við bíðum eftir iðrunarmerkjunum. H.Kr. - Ný ferða- skrifstofa Framhald af 1. síöu skrifstofur um þjónustu fyrir þær. Meginmarkmið skrifstof- unnar er að leggja meiri áherslu á gæði en fjölda og afla teknasinnaaðjöfnu með þjónustu við íslenska og er- lenda ferðamenn. Eigandi og framkvæmd- arstjóri ATLANTIK er Böðvar Valgeirsson, sem á að baki áralangt starf hjá Samvinnuhreyfingunni hér- lendis sem erlendis, síðast sem framkvæmdarstjóri Samvinnuferða. Auk hanss starfa á skrifstofunni tvær stúlkur, Ólafía Sveinsdóttir og Soffía Kjaran. Ólafía hefur starfað að ferðamál- um meira og minna s.l. 8 ár, einkum á sviði móttöku er- lendra ferðamanna. Soffía hefur einnig starfað að ferðamálum s.l. 7 ár og hef- ur sérhæft sig i útgáfu far- seðla í áætlunar flugi.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.