Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.02.1978, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 11.02.1978, Blaðsíða 3
I'SFIRÐINGUR 3 UPPLYFTIN Nútíma vörudreifing byggist á hraða, öryggi og sjálfvirkni. Með bílpallslyftunni frá HMF verður lestun og losun leikur einn. Notkunar- og hreyfimöguleikar hennar eru margir sem stjómast frá fœranlegri stjómstöð. • Lyftigeta 1000 kg. og 1500 kg. ' • Eigin þyngd 250 kg. og 390kg. • Hentar öllum vöru- flutningabílum. • Auðvelt í ásetningu. PALL- LYFTUR SALA-VIÐHALD • WÓNUSTA LANDVÉLAR HF. Smiðjuvegi 66. Sími:76600. Útsvör og aðstöðugjölcM 978 Gjalddagar fyrirframinnheimtu útsvara og aðstöðugjalda 1978 til Bæjarsjóðs Bolungar- víkur eru fimm eins og verið hefur: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. Greiða ber sem svarar 70% af álögðu útsvari og að- stöðugjaldi 1977 í fimm jöfnum greiðslum á ofangreindum gjalddögum. Dráttarvestir eru 3% fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð. Bolungarvík, janúar 1978. Bæjarstjórinn í Bolungarvík. Innilegar þakkir sendum við þeim fjölmörgu, er sýndu okkur samúð, og styrktu okkur með hlýhug og gjöfum, við andlát eiginmanns míns Elíasar A. ívarssonar, Eyrargötu 8, ísafirði Alveg sérstaklega vil ég þakka skipverjum og útgerðarmönnum á m/b Víkingi III., m/b Guð- nýju, m/b Orra og b/v Guðbjarti ÍS-16 þá rausnar- legu peningagjöf er þeir hafa fært okkur. Guð blessi ykkur öll Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar GUÐMUNDA GESTSDÓTTIR Isafjarðarkaupstaðnr Olíustyrkur Greiðsla olíustyrks fyrir tímabilið okt.-des. 1977 fer fram á venjulegum afgreiðslutíma bæjarskrifstofunnar (10—12 og 13—15) dag- ana 9. til 22. febrúar n.k. að báðum dögum meðtöldum. Vinsamlegast sækið styrkinn á ofangreind- um tíma. ísafirði, 7. febr. 1978 Bæjarritarinn ísafirði Reglubundnar ferðir alla mánudaga frá Reykjavík til Isafjarðar og Akureyrar Viðkoma á aukahöfnum eftir þörfum. Vörumót- taka á föstudögum. í A-skála. H F. Eimskipafélag íslands. Flutningar Flugleiða 1977 Nú liggja fyrir tölur um flutn- inga Flugleiða, þ.e. Flugfélags íslands og Loftleiða og Inter- national Air Bahama fyrir árið 1977. Nokkur aukning varð í heildarfarþegaflutningum, á á- ætlunarflugleiðum, eða samtals 4,3%. ( flugi milli (slands og Evrópulanda varð markverð aukning. ( flutningum yfir Atl- anshaf fækkaði farþegum nokkuð, en þeim hafði fjölgað verulega árið áður. Farþega- flutningar yfir Atlantshafið end- urspegla hina hörðu sam- keppni sem nú ríkir í Norður- Atlantshafsflugleiðum og sem nálgast vandræðaástand að dómi sérfróðra manna. í innan- landsflugi varð veruleg aukning í farþegaflutningum. Aætlunarflug milli landa. í áætlunarflugi milli íslands og Evrópulanda voru fluttir 142,155 farþegar, en voru 127,794 árið áður og er aukn- ing 11,2% í flugi yfir Norður- Atlantshaf voru fluttir 239,816 farþegar, en voru 254,199 árið áður, eða 5,6% færri. Farþegar með International Air Bahama milli Nassau og Luxemburgar voru 71,725, en 73,060 árið áð- ur og hafði fækkað um 1,8%. Vöruflutningar með þotum Flugleiða milli landa jukust hins vegar verulega. Flutt voru 6,651 tonn af vöru á móti 5,189 tonn- um árið áður og er aukning í vöruflutningum milli landa 28%. Þess má einnig geta að veruleg aukning varð í vöruflutningum millilandaflugs milli áranna 1975 og 1976 og námu þá 20,8% Innanlandsflug Mikil gróska var í innanlands- flugi á árinu en næstu árin a' undan hafði farþegafjöldi ekki þreytst að ráði. Á síðastliðnu ári urðu innanlandsfarþegar 235.394 en voru 205.756 árið 1976 og er það 14,4% aukning. Þetta er í fyrsta skipti sem inn- anlandsfarþegar Flugfélagsins fara fram úr íbúatölu landsins en því marki var náð í byrjun desember. Vöruflutningar innanlands námu 4,152 lestum en voru 4,387 lestir árið áður - drógust saman um 4,5%. Þess ber að geta að innanlandsflug og að mestu flug milli fslands og Ev- rópulanda lá niðri um tveggja vikna skeið vegna verkfalls í október. ( áætlunarflugi fluttu flugvé- lar félaganna því 689,090 far- þega á móti 660,809 árið á undan. Aukning er 4.3%. Leiguflug Jt Á síðastliðnu ári voru fluttir fleiri farþegar í leiguflugi en nokkru sinni fyrr. í pílagríma- flugi Loftleiða til og frá Jeddah í Saudi Arabiu voru fluttir 30.994 farþegar, í leiguflugi Internat- ional Air Bahama 10.506 far- þegar og í sólarlandaflugum, svo og leiguflugum milli Mið- Evrópu og íslands aðallega með Flugfélagi (slands voru fluttir 31,805 farþegar. Samtals fluttir í leiguflugi með þotum Flugleiða 73,305 farþegar, en voru 54,105 árið áður og er aukning 35.5%. Með flugvélum Flugleiða á innanlands- og millilandaleið- um voru því alls fluttir 762,395 farþegar en voru 714,912 árið áður og er aukning milli 6.6%. Frá Kynningardeild Flug- leiða, Reykjavíkurflugvelli.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.