Ísfirðingur - 11.02.1978, Blaðsíða 1
3MD TRAMSOKNAKMANNA / VCSTrJARÐAK/ORDÆM/
28. árgangur.
isafjörður, 11. febrúar 1978
4. tölublað.
Slysavarnafélag íslands
50ára
Slysavarnafélag íslands
átti 50 ára afmæli 29. janú-
ar s.l., en þann dag 1928 var
félagið formlega stofnað.
Það orkar áreiðanlega ekki
tvímælis, að með stofnun
félagsins var mikið gæfuspor
stigið, enda löngu viður-
kennd af almenningi hin
mikilvægu störf þess að
slysavörnum almennt. Fé-
lagið hefur í ríkara mæli átt
hug almennings í sambandi
við starfsemi sína en önnur
félagsmálasamtök í landinu.
Fljótlega eftir stofnun
Slysavarnafélagsins hófst
það handa um stofnun
deilda út um land. Var
fyrsta deildin stofnuð í
Sandgerði þegar sumarið
1928 og í júlí 1929 var fyrsta
björgunarstöðin vígð í
Sandgerði. Nú eru félags-
deildir starfandi í öllum
byggðarlögum landsins og
er tala félagsmanna liðlega
30 þúsund. Þar af eru 30
kvennadeildir með um 13
þúsund félagskonur. Má
af þessu sjá, að konur hafa
ekki legið á liði sínu í starf-
semi félagsins og fjáröflun
því til handa.
Gunnar Friðriksson
form. SVFÍ
Ungliðadeildir eru einnig
starfandi innan SVFÍ.
Frá fyrstu tíð hefur björgun
manna út sjávarháska verið
meginviðfangsefni félagsins
og afrek þess í þeim efnum
risið hvað hæst. Björgunar-
sveitir félagsins eru nú 87
með um 2500 félagsmanna
sem vinna að alhliða björg-
unarstörfum, hjálp og að-
stoð. Með tilkomu fullkom-
inna og stöðugt endur-
bættra tækja hefur björgun-
arstarfsemi sveitanna stöð-
ugt eflst. Nú starfrækir
SVFÍ 44 sipbrotsmannaskýli
víðsvegar við strendur
landsins. Síðastliðin 12 ár
hefur verið bjargað 232
mönnum af strönduðum
skipum.
Á undanförnum árum
hefur félagið stöðugt fært út
starfsemi sína. Hefur félagið
t.d. reist 29 björgunarskýli á
fjallvegum landsins. Eru
þau búin nauðsynlegum
búnaði til öryggis nauð-
stöddu fólki. Á þessu ári
hyggst SVFÍ „berjast gegn
þeirri þjóðarvá, sem um-
ferðaslys eru." Vafalaust
verður félagið áhrifamikill
aðili í þeim efnum.
Allt frá stofnun Slysa-
varnafélags íslands hefur
það átt því láni að fagna, að
forustumenn þess allir hafa
verið áhugasamir úrvals-
menn. En hinn mikla ár-
angur starfsins ber auðvitað
einnig að þakka þeim þús-
undum félagsmanna SVFÍ,
karla og kvenna, í öllum
byggðarlögum landsins, sem
unnið hafa fórnfúst og óeig-
ingjarnt starf í þágu slysa-
varna og björgunarmála.
Núverandi forseti félags-
ins er Gunnar Friðriksson,
og hefur hann verið það s.l.
18 ár.
J-ÁJ.
Strandaði við Arnarfjörð
Vélskipið Hafrún BA 400
strandaði við sunnanverðan
Arnarfjörð aðfaranótt
fimrhtudagins 2. . þ.m.
Næsta dag náðist skipið á
flot og var þá dregið að
bryggju á Bíldudal. Miklar
skemmdir urðu á botni
skipsins og kom að því mik-
ill leki. Einnig urðu
skemmdir á rafkerfi og vél.
Hafrún er um 200 lesta skip
og er eigandi þess Fisk-
vinnslan á Bíldudal h.f.
Skipið hefur nú verið dregið
til Reykjavíkur þar sem
nánari könnun fer fram á
skemmdum þess.
Það er mikið áfall fyrir
Fiskvinnsluna á Bíldudal og
allt atvinnulíf á staðnum að
missa Hafrúnu frá veiðum.
Gert er ráð fyrir að viðgerð
á skipinu taki marga mán-
uði. Jakob Kristinsson,
framkvæmdastjóri Fisk-
vinnslunnar, sagði blaðinu
að nú væri verið að reyna að
fá leiguskip í stað Hafrúnar.
Ný ferðaskrifstofa
Þessa dagana er að hefja
starfsemi sína ný ferðaskrif-
stofa í Reykjavík. Nafn
skrifstofunnar er ATLAN-
TIK TRAVEL eða Ferða-
skrifstofan ATLANTIK, og
hefur hún aðsetur í Iðnað-
arhúsinu að Hallveigarstíg
1.
Skrifstofan mun hafa á
boðstólum hvers konar
ferðaþjónustu, svo sem út-
gáfu farseðla i áætlunarflugi
utanlands sem innanlands,
hópferðir til nærliggjandi
landa og sólarlanda. Ætlun-
in er að leggja megináherslu
á nýja áfangastaði og þá
með smærri hópa. Auk þess
mun sk.ifstofan annast mót-
töku erlendra ferðahópa.
Hljómleikar á Isafirði
Menntaskólinn á Isafiröi og
Tónlistarfélag Isafjaröar stóðu
að hljómlcikum sem Philip
Jenkins, píanóleikari, hélt i Al-
þýðuhúslnu á ísaflrðl fimmtu-
daginn 9. þ.m. Píanóleikarinn
lék af mikilll snllld verk eftlr
W.A. Mozart, Fauré, W. Alwyn,
Fr. Chopin og K. Szyman-
owsky.
Phllip Jenkins er frábær pí-
anóleikari og þvi' mjög ánægju-
legt á hann að hlýða. Honum
var mjög vel tekið af áheyrend-
um, sem gjarnan hefðu mátt
vera miklu fleirl. Það eltt að
Phillp Jenkins haldl hljómlelka
ætti að vera næg ástæða fyrir
áheyrendur til að fylla sam-
komusal, svo frábær listamaö-
ur sem hann er. En þegar þar
við bætist að tvær merkar
stofnanlr hér í bænum,
Menntaskólinn og Tónlistar-
félagið, stóðu að umræddum
hljómleikum, þá vekur
hin fremur fámenna aðsókn
hina mestu furðu.
Friðuðu húsin í
Neðstakaupstað
A fundi bæjarráðs ísa-
fjarðar 9. f.m. flutti Guðm-
undur Sveinsson, bæjarfull-
trúi, eftirfarandi tillögu,
sem var svo samþykkt í bæj-
arstjórn 12. f.m., að gerðum
smávegis orðalagsbreyting-
um:
„Þar sem viðgerð er hafin
á friðuðu húsunum á ísa-
firði á vegum bæjarstjórnar
og þjóðminjasafns kjósi bæj-
arstjórn þrjá menn, þar af
einn samkvæmt tilnefningu
S^ögufélags Isfirðinga, til að
gera tillögur um fram-
kvæmd verksins, ásamt
þeim, sem á vegum þjóð-
minjasafnsins starfa að því.
Athuga þarf til hvers á að
nota húsin í framtíðinni og
hvernig á að framkvæma
hinar ýmsu viðgerðir í sam-
ræmi við það. Nefndin geri
einnig tillögur um lóðaskip-
an og hafi eftirlit með fram-
kvæms alls verksins."
Það er vissulega rétt
stefna hjá tillögumanni og
bæjarstjórn, að það sem
gera þarf til endurnýjunar
og viðhalds húsanna sé gert
í samráði við þá sem að
þessum málum vinna á veg-
um þjóðminjasafnsins.
Ekki mun bæjarstjórnin
ennþá hafa komið því í verk
að kjósa þá nefnd sem um er
talað í tillögunni hér að of-
Kvenfélagið Hvöt
Kvenfélagið Hvöt í
Hnífsdal átti 65 ára afmæli
29. des. sl. I tilefni þess lagði
félagið 200.000 kr. til bygg-
ingar skíðatogbrautar í
Hnífsdal, sem Iþróttafélagið
Reynir stendur fyrir.
A aðfangadag jóla færði
kvenfélagið Kapellunni í
Hafa þegar náðst samningar
við þekktar erlendar ferða-
Framhald 4 2. sfðu
Hnífsdal 50 sálmabækur að
gjöf, áletraðar HNÍFS-
DALSKAPELLA með
gylltu letri.
Stjórn félagsins skipa nú:
Jóna Valgerður Kristjáns-
dóttir, formaður, Þórdís
Þorleifsdóttir, ritari, Þórunn
Vernharðsdóttir, gjaldkeri,
Hrafnhildur Samúelsdóttir,
varaformaður, Kristín
Einarsdóttir, Inga Ingimars-
dóttir og SóleySigurðardótt-
ir, meðstjórnendur.