Ísfirðingur


Ísfirðingur - 29.04.1978, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 29.04.1978, Blaðsíða 2
ÍSFIRÐINGUR 2 r BIAÐ TRAMSOKNAKMANNA / I/ESTFJARÐAKJ0RD4MI Uigefandi: Kjördœmissamb. Framsóknarmanna i Vestfjarðakjördœmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. Afgreiðslumaður: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, simi 3332. Verð árgangsins kr. 600. Gengi Alþýðu- bandalagsins fallandi Aiþýðubandalagið hefur lengi, og þá ekki hvað síst undanfarna mánuði, haldið þannig á hinum pólitísku spilum sínum, að engin skynsamleg ástæða er tii að ætla annað, en að bandalagsins bíði berulegt afhroð í næstu kosningum, bæði í sveitarstjórnarkosningunum og alþingiskosning- unum. Hér á Vestfjörðum fer fjöldi fyrrum tryggra Alþýðubandalagsmanna ekkert dult með það, að samstöðu þess með því sé hér með lokið. En svo mun víðar verða. En hvað er það þá sem veidur því að Alþýðubandalagsmenn leggja á flótta frá flokki sínum ? Til þess eru að sjálfsögðu margar og veigamiklar ástæður, en ekki hvað síst virðist það vera af eftirtöldum ástæðum. Alþýðubanda- lagið sé rótlaus og sundurtættur flokkur í mörg- um ósamstæðum einingum, sem oftast vinni hver gegn annari. Um heildarstefnu sé því ekki að ræða, heldur hentistefnu, sem boði eitt í dag og annað á morgun. Varla er hægt að lá fólki þó það telji sig ekki geta átt samleið með bandalagi af þessu tagi. En það kemur margt fleira til, þó fátt eitt verði talið hér. Fyrir fáum vikum hvatti Alþýðubandalagið af miklum ákafa til ólöglegra verkfalla, sem að vísu runnu að mestu út f sandinn, því almenningur tók ekkert mark á hvatningarorðum Alþýðubanda- lagsmanna og höfðu því langflestir þau að engu. Svo gjörsamlega er Alþýðubandalagið slitið úr tengslum við verkafólk og almenning í landinu, að halda að með hvatningu frá bandalaginu sé unnt að fá þetta fólk til að brjóta landslög. Almenningur í landinu er og hefur verið löghlýðið fólk, sem vill ná fram rétti sínum í kjaramálum sem og öðrum málum á löglegan hátt, en ekki með ólöglegum hætti. Útflutningsbann Verkamannasambandsins er að margra mati eitthvað mesta tilræði við þjóðfé- lagið í heild sem um getur. Hljóta allir að sjá hve gífurlega hættulegar afleiðingar það getur haft fyrir þjóðina alla, ef útflutningur og þar með gjaldeyrisöflun stöðvast um lengri eða skemmri tíma. Hugmyndin um að reyna að fá Breta til að loka höfnum sínum fyrir íslenskum fiskiskipum er af sömu rót runnin. En furðulegt verður að telja, að íslenskir menn skuli láta sér detta svona nokkuð í hug, miðað við afstöðu og aðgerðir Breta gagnvart fslendingum í landhelgismálinu. En Alþýðubandalagið er samt við sig. það hefur hvað eftir annað lýst yfir stuðningi sínum við þessar fráleitu og þjóðhættulegu aðgerðir. Hitt er svo annað mál, og er það ekki vinnu- brögðum Alþýðubandalagsins að þakka, að verkafólk víða um land hefur gjörsamlega hafnað framannefndum aðgerðum, sbr. afstöðu Vestfirð- inga og Suðurnesjamanna, svo og Sjómanna- sambandsins. Það sem sagt hefur verið hér að framan um afstöðu Alþýðubandalagsins á einnig að mörgu leyti við um Alþýðuflokkinn, sbr. m.a. Alþýðublað- Leiðinlegur og áhrifalaus kratafundur Sunnudaginn 16. þ.m. liéldu 1. og 2. frambjóðandi krata við næstu alþingis- kosningar hér í kjördæminu fund á ísafirði og höfðu sér til fulltingis fyrrverandi strokumann úr Samtökun- um, Bjarna Guðnason. Bjarni talaði fyrstur, síðan Jón og síðast Sighvatur. Töluðu þeir í um það bil hálfa klukkustund hvor, en þá var orðið gefið laust. Eftir að fáeinar fyrirspurnir höfðu verið gerðar reis Bjarni aftur úr sæti sínu, gekk að ræðuborði og hóf að tala. Eitthvað virtist mann- inum órótt, því brátt tók hann að spígspora um sal- inn með handapati og skrýtnum tilburðum. Þessu rápi hélt maðurinn áfram í allt að hálfri klukkustund. Eftir að nokkrar fyrirspurnir höfðu aftur komið fram hófu þeir Jón og Sighvatur ræðuhöld og talaði hvor um sig í meir en 15 mínútur. Svör frummælenda við fyr- irspurnum voru ýmist loðin eða engin. Eftir fundinn töluðu menn um hvernig á því myndi standa, að frummæl- endur töluðu svo að segja allan fundartímann, en gáfu almennum fundarmönnum sáralítinn tíma til fyrir- spurna. Var skýringin helst sú, að frummælendur hefðu lítinn áhuga á að svara fyr- irspurnum fundarmanna um þjóðmál eða málefni kjördæmisins, og því tekið til þess ráðs að nota tímann sjálfir. A fundinum skeði sá merkilegi atburður, að fyrsti frambjóðandi á lista krat- anna við bæjarstjórnarkosn- ingarnar á ísafirði hélt sína fyrstu framboðsræðu. Hann flutti ræðuna úr sæti sínu og var ræðan eingöngu framí- köll í ræður annara. Eftir að maðurinn var að því spurð- ur, hvort kjör hans í fyrsta sætið kynnu að hafa verið mistök heyrðist hvorki hósti né stuna úr horni hans. Þetta var leiðinlegur og áreiðanlega áhrifalaus fund- ur. Ábendingumbók Páll Hallbjörnsson, frá Suðureyri í Sugandafirði, hefur sent frá sér sjöundu bók sína. Orð og Ákall. Hún er fyrirbænir og ritningar- orð, ásamt versum úr sálm- um trúarlegs efnis og vers- um eftir höfundinn sjálfan. Páll er nú lengi búinn að vera meðhjálpari við Hall- grímskrikju, en var sjómað- ur framan af æfi, en síðan kaupmaður í Reykjavík í áratugi. Ekki hefur hann vermt skólabekki lengi, en er þó ágætlega ritfær, og bera bækur hans með ser, að hann er vel skyggn á mann- lífið, í öllum sínum marg- breytileik. Og nú síðast átt- ræður að aldri, sendir hann frá ser bók um það sem mest á ríður, en það er vöndun dagfars og bænasamband við Guð föður skapara vorn og son hans og frelsara okk- ar Jesúm Krist. Þessi bók er tilvalin ferm- ingargjöf handa ungmenn- um, og yrði ólíkt notadrýgri á Iífsleið þeirra en gull og silfur og aðrir glæsimunir, sem nú á tímum eru kapp- samlega auglýstir. Því að maðurinn lifir ekki af einu- saman brauði, og hérvistar- dagarnir eru stuttir í saman- burði við það, sem fyrir höndum allra er, þegar hér- vistardögunum líkur. Þetta er góð bók og fágæt, öllum hollur lestur, öldnum og ungum, og ólíkt hollari lestur en margt af því, sem Aðalfundir Samvinnutrygginga g.t. Líftryggingafélagsins Andvöku og End- urtryggingafélags Samvinnutrygginga h.f., veröa haldnir fimmtudaginn 1. júní n.k. aö Bifröst í Borgarfirði, og hefjast kl. 10 f.h. Dagskrá samkvæmt samþykktum fé- laganna. Stjórnir félaganna. ið. Einnig Alþýðuflokknum munu kjósendur því refsa í næstu kosningum. En þeir í Alþýðuflokkn- um eru nú orðnir svo vanir pólitísku gengissigi í kosningum, að þeir kippa sér ekki mikið upp við það, enda munu þeir hafa gert sér grein fyrir verulegu fylgistapi. Svo hrópa þessir menn sig hása og reyna að telja verkafólki landsins trú um að það séu einmitt þeir sem berjist fyrir hagsmunum fólks- ins. Hvílík öfugmæli. J.Á. J. nú er á boðstólum, sem kall- að er list og selst sem gull. Þessi fáu og fátæklegu þakk- arorð til höfundar bókarinn- ar eru send Isfirðingi, í því skyni að benda á gimstein, sem skartað getur á hverjum þeim, sem vill tileinka ser hann. 8 apríl 1978 Jóhannes Davíðsson „Uppgjör“ Framhaldaf 4. síóu liðin 7 ár ? Hefur verið fullkomin samstaða og ein- ing um þann lista sem nú er boðinn fram ? í sambandi við framtaks- semi, dugnað og fyrirhyggju sem Guðmundur gumar svo mjög af í ,,Uppgjörinu“ mætti kannske spyrja hvern- ig stæði á því, að meiri- hluti bæjarstjórnar hafi ekki notað eitthvað af þeim miklu fjármunum, sem grein Guðmundar ber með sér að bæjarsjóður h«fi nú yfir að ráða, til þess að halda bænum þó ekki hefði verið nema sæmilega hrein- legum. I 7 ár hafa bæjarbú- ar orðið að þola það, að vaða skít og óþverra á öllum götum og opnum svæðum í bænum, að ekki sé nú talað um óþrifnaðinn á fjörum. Auðvitað hafa hinir fram- takssömu og dugmiklu meirihlutamenn einnig orð- ið þessa varir, en þeir hafa látið sem ekkert væri og þótt sinn hlutur góður. Hvernig stendur á því, að hluti af rikidæmi bæjarsjóðs hefur ekki verið notað til þess að halda við umferðagötum í bænum á þann veg að hættulaust væri að aka og ganga um þær ? Á sömu blaðsíðu í Vestur- landi og Guðmundur H. Ingólfsson lýkur „Uppgjöri" sínu segir einn frambjóð-

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.