Ísfirðingur


Ísfirðingur - 29.04.1978, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 29.04.1978, Blaðsíða 4
Attræður: Benedikt G. Grímsson Benedikt G. Grímsson, áður bóndi og hreppstjóri á Kirkjubóli í Kirkjubóls- hreppi, Strandasýslu varð áttræður 17. apríl s.l. Hann er fæddur á Kirkjubóli, en þá bjuggu þar foreldrar hans, hjónin Sigríður Guð- mundsdóttir og Grímur Benediktsson. Benedikt lauk búfræðinámi frá Hvanneyri á árinu 1921, en á árjnu 1925 hóf hann búskap á Kirkjubóli og bjó þar síðan hinu mestu fyrirmyndar búi í 50 ár eða til ársins 1975 að synir hans tveir tóku alfarið við búskapnum, en áður höfðu þeir einnig stundað búskap á Kirkjubóli ásami foreldrum sínum. A búskap- arárum sínum bætti Bcne- dikt bújörð sína stórlega að ræktun og húsakosti og er Kirkjuból nú, að dómi þeirra sem vel til þekkja, talin meðal álitlegustu bú- jarða sýslunnar. Margskonar trúnaðar- og félagsmálastörf hafa Bene- dikt verið falin. Hann var hreppstjóri Kirkjubóls- hrepps í 43 ár, eða frá 1932- 1975, og í hreppsnefnd átti hann sæti í 30 ár. Gjaldkeri sparisjóðs Kirkjubóls- og Fellshreppa var hann í unt 30 ár. Umboðsmaður skatt- stjórans í Vestfjarðaum- dæmi var hann langt á ann- an áratug og í sýslunefnd átti hann sæti í 30 ár. For- maður stjórnar Kaupfélags Steingrímsfjarðar var Bene- dikt í nokkur ár og lengi endurskoðandi félagsins. Fulltrúi á Búnaðarþingi var hann í 20 ár. Ekki eru hér upp talin öll félagsmálastörf Benedikts, en augljóst er að mikið traust hefur verið til hans borið og það vissulega að verðleikum, því öll störf hafa farið honum vel úr hendi, og þau verið unnin af dugnaði, vandvirkni og samviskusemi. 3sfir6itt0ur SIAÐ TRAMSÓKNMMANNA i VESTFJARÐAKJÖKD4MI „Uppgjör" og sjálfshól Guðmundar Einhver átakanlegasta raup og gort grein sem birst hefur í ísfirsku blaði er alveg áreiðanlega grein Guð- mundar H. Ingólfssonar, Þann 2. ágúst 1925 kvæntist Benedikt ágætri konu, Ragnheiði Lýðsdótt- ur, hreppstjóra á Skriðnis- enni Jónssonar. Þau eignuð- ust þrjá syni og eina fóstur- dóttur ólu þau upp. Allt er þetta dugmikið myndarfólk. Benedikt Grímsson er á- gætlega greindur og athug- ull maður og mjög geðþekk- ur í viðræðu og viðkynningu allri. Eg þakka honum fyrir ágæt kynni og prýðilegt samstarf í mörg ár og óska honum og fjölskyldu hans allra heilla í tilefni áttatíu ára afmælisins. Jón Á Jóhannsson Uppgjör-Kosningar, sem birtist í Vesturlandi 21. þ.m. Það er raunar alveg furðulegt, að jafn skýr mað- ur, og sjálfsagt að ýmsu leyti vel vinnandi, skuli hafa lát- ið það eftir sér að birta svona þvætting, og þar að auki að kalla þetta bull ,,Uppgjör“. Greinin er sem sagt ekkert annað en oflof, sem hingað til hefur nú ver- ið kallað háð, um meiri- hluta bæjarstjórnar, sem stjórnað hefur bæjarfélaginu í nærfellt tvö kjörtímabil. viðkunnanlegra hefði nú verið ef einhver annar flokksbróðir hans, sem stæði utan bæjarstjórnarinnar, hefði vitnað um ágæti nú- verandi meirihluta, en kannske liggja þeir menn ekki alveg á lausu. Ekki ber Guðmundur við, Nýtt happdrættisár! Stórhækkun nninga! Lægstu vinningar 25 þús. kr. Hæsti vinningur 25 millj. kr. Aðalvinningur ársins Breiðvangur 62 Hafnarfirði. íbúðavinningar á 5 millj. og 10 míllj. kr. 100 bílavinningar á 1 millj. hver. Valdir bílar: Lada Sport í maí Alfa Romeo i ágúst Ford Futura í október. 300 utanferðir á 100, 200 og 300 þús. kr. hver, auk ótai húsbúnaðarvinninga á 50 þús. og 25 þús. kr. hver. Sala á lausum miðum er hafin og einnig endumýjun ársmiða og flokksmiða. 1 Iappdrætti 78-79 að rökstyðja fullyrðingar sínar, um ágæti sitt og með- reiðarsveina sinna í bæjar- stjórninni, um hina traustu stöðu bæjarsjóðs hvað fjár- mál varða, með svo miklu sem einum einasta tölustaf. Órökstuddar fullyrðingar um svona hluti eru nefni- lega markleysa. Ekki verður séð að það hefði neitt skaðað ,,Uppgjörið“ þó þessi mikli fjármálamaður hefði t.d. látið fylgja því hvað skuldir bæjarsjóðs og stofnana hans voru miklar þegar núver- andi meirihluti tók við, og á hinn bóginn hversu miklar þær eru nú. Þó ekkert hefði annað verið, hefði það auð- veldað bæjarbúum nokkuð samanburðinn, því flestir bæjarbúar vita vel hvers þeir hafa orðið aðnjótandi í stjórnartíð þessa sjálfum- glaða meirihluta. Er hér með skorað á Guðmund H. Ingólfsson að birta þessar tölur almenningi til fróð- leiks í næsta Vesturlandi. Ekki er ólíklegt að surnir samstarfsmenn Guðmundar í meirihluta bæjarstjórnar hafi brosað þegar þeir lásu það í grein hans, að sam- starfið innan bæjarstjórnar- meirihlutans hafi í 7 ár ver- ið traust og gott. Hefur þeim t.d. öllum þótt Guð- mundur samvinnuþýður, lipur og sanngjarn sam- starfsmaður ? Líklega eiga þeir eftir að vitna um þetta fyrir kosningar. Hætt er við því, að fjölda margir Sjálfstæðismenn í bænum hefi ekki einasta brosað heldur skellihlegið þegar Guðmundur í ,,Uppgjöri“ sínu skorar 'a flokksmenn sína að fylkja sér nú um Sjálfstæðisflokk- inn og kjósa 5 frambjóðend- ur hans í bæjarstjórnina. Þetta slagorð um 5 bæjar- fulltrúa ætti nú að hafa gengið sér til húðar, því í minnsta kosti yfir 40 ár hef- ur meiri og minni sundrung verið ríkjandi innan flokks- ins í bæjarstjórnarkosning- um og fyrir hefur komið að hann hafi boðið fram til bæjarstjórnar í tvennu lagi. Er Guðmundur H. Ingólfs- son virkilega svo fáfróður um ástandið innan eigin flokks að hann viti ekki að fjölda marir mætir menn innan flokks hans eru óá- nægðir og sárgramir yfir stjórn bæjarmálanna síðast- Framhald ó 2. síðu

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.