Ísfirðingur


Ísfirðingur - 13.05.1978, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 13.05.1978, Blaðsíða 4
Framboðslisti frjálslyndra í Tálknafirði, H-listi Framboðslisti frjálslyndra við sveitarstjórnar- kosningarnar í Tálknafjarðarhreppi, H-listinn, hefur verið lagður fram. Framsóknarmenn o.fl. styðja þennan lista. Listinn er þannig skipaður: 1. Björgvin Sigurbjörnsson, oddviti. 2. Ársæll Egilsson, skipstjóri. 3. Pétur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri. 4. Jón H. Gíslason, vélstjóri. 5. Sigrún Guðlaugsdóttir, húsmóðir. 6. Ólafur Magnússon, hreppstjóri. 7. Magnús Kr. Guðmundsson, útgerðarmaður. 8. Ingimar Magnússon, skipstjóri. 9. Jóhann Eyþórsson, verkstjóri. 10. Páll Guðlaugsson, vélstjóri. (Blaðinu tókst ekki að fá myndir af frambjóð- endunum.) Að fara og koma - Að koma og fara - Suðurgöngur f allri bæjarmálasögu ísa- fjarðarkaupstaðar munu ekki dæmi til þess, að nokk- ur bæjarstjórn áður hafi ástundað jafn tíð ferðalög til Reykjavíkur og núverandi bæjarstjórn hefur gert og sú næsta á undan. Þessi tíðu ferðalög bæjarstjórnar- manna og annara á vegum bæjarins og stofnana hans eru bæjarbúar fyrir löngu farnir að nefna suðurgöng- ur, þó ekki sé vitað að þær hafi orðið bæjarfulltrúum okkar til jafn mikillar and- legrar uppbyggingar og suð- urgöngurnar til Rómar urðu þeim sem þær fóru hér áður fyrr. Hann er farinn suður, eða, hann er að koma að sunnan, er nefnilega oft svarið þegar spurt er um helstu liðsodda meirihluta bæjarstjórnar ísafjarðar. Hinn almenni borgari verð- ur því oft að fara margar ferðir á bæjarskrifstofurnar ef hann þarf að ná tali af þessum miklu ferðamönn- Er það virkilega orðið svo, að ekki sé hægt að stjórna bænum nema vera á stöðugum þeytingi milli ísa- fjarðarflugvallar og Reykja- víkurflugvallar, að sjálf- sögðu með misjafnlega langri dvöl á hótelum í höf- uðborginni? Hvað kostar þetta allt saman? Gera þessi ferðalög í blóðið sitt? Þess- ara spurninga spyrja að sjálfsögðu margir bæjarbú- ar, og hér í blaðinu var nýlega spurt um ferða- og hótelkostnað sendimanna og sendinefnda bæjarins til Reykjavíkur. En liðsoddar bæjarstjórnarmeirihlutans, sem bjóðast til að ræða mál- in og svara spurningum, þegja. Af hverju gera þeir það? Væri það nú ekki greiði við þessa ferðamenn og bæj- arfélagið, að gefa þeim frí frá bæjarmálaþrasi, svo að þeir gætu alfarið helgað sig ferðalögum. Suðurgöngum. Leiðrétting Vestri, 2.—3. tbl. birti glefsur úr grein eftir Indriða Aðalsteinsson á Skjaldfönn upp úr Þjóðviljanum 11. mars s.l. Sumar voru glefs- urnar slitnar úr samhengi. Hér skal ekki eltast við það efni nema þar sem Indriði víkur að framboði Framsóknarmanna á Vest- fjörðum 1967. Hann segir að flokksforustan hafi „sparkað Sigurvin Einars- syni úr efsta sætinu“ til að rýma fyrir Steingrími Her- mannssyni. Þetta er léleg sagnfræði. Sigurvin skipaði annað sæti listans 1963 og hafði því aldrei í efsta sæti verið þegar kom áð því að ákveða framboð 1967. Framboðslisti Framsóknarfl., Alþýðufl. og óháðra á Flateyri Steinar Guðmundsson Arni Benediktsson Guðmundur Jónsson Til sýslunefndar: Framboðslisti Framsóknarflokksins, Al- þýðuflokksins og óháðra við sveitarstjórnar- kosningarnar í Flateyrarhreppi 28. maí n.k. er þannig skipaður: 1. Steinar Guðmundsson, vélsmiður. 2. Árni Benediktsson, smiður. 3. Guðmundur Jónsson, Trésmíðameistari. 4. Guðni A. Guðnason, verkamaður. 5. Áslaug Ármannsdóttir, kennari. 6. Þórarin Helgason, trésmíðameistari. 7. Emil R. Hjartason, skólastjóri. 8. Halldór Mikaelsson, bóndi. 9. Lilja Jónsdóttir, húsmóðir. 10. Gunnlaugur Finnsson, alþingismaður. Gunnlaugur Finnsson. Emil R. Hjartarson. Guðni A. Guðnason Afskipta flokksforustu eru engar sögur um, en 30 manna nefndin sem ákveða skyldi framboð 1967, sam- kvæmt lögum kjördæmis- sambandsins, ætlaði Stein- grími Hermannssyni þriðja sætið á listanum. Það kom aldrei til tals að Sigurvin tæki það sæti. Indriði segir: „Við vinstri sinnaðir flokksmenn risum upp undir forustu Guð- mundar á Brjánslæk, brut- um flokksforustuna á bak aftur og Sigurvin var settur í fyrsta sæti.“ Það er ekki hægt að skilja þessa hreystisögu öðru vísi en svo, að sá sem vék fyrir Sigurvin hafi verið Stein- grímur Hermannsson. Ákveðið hafði verið að Bjarni Guðbjörnsson og Halldór Kristjánsson skip- uðu efstu sætin. Hvort fremur ber að þakka manninum í fyrsta sætinu eða þriðja sætinu gengi listans er örðugt að segja — eða kannske ein- hverjum öðrum. Hitt er víst að 'Indriði braut ekki Steingrím á bak aftur 1967. Rétt skal vera rétt. Höfðingleg gjöf Á fundi bæjaráðs Isafjarð- ar þann 8. þ.m. tilkynnti bæjarstjóri, að Hrönn h.f. á ísafirði hefði gefið 3.000.000 til byggingasjóðs Elliheimil- is hér í bænum. Bæjarstjóra var falið að þakka þessa höfðinglegu gjöf-

x

Ísfirðingur

Undirtitill:
Blað Framsóknarmanna á Vestfjörðum
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2298-1292
Tungumál:
Árgangar:
62
Fjöldi tölublaða/hefta:
703
Gefið út:
1949-2019
Myndað til:
03.06.2019
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Stjórnmál : Framsóknarflokkur : Vestfjarðarkjördæmi : Ísafjarðarbær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað: 13. tölublað (13.05.1978)
https://timarit.is/issue/336844

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

13. tölublað (13.05.1978)

Aðgerðir: