Ísfirðingur


Ísfirðingur - 13.05.1978, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 13.05.1978, Blaðsíða 2
ÍSFIRÐINGUR IfefiféiitDHf' 9iM> fíMMSÓKNAPAMNNA / VES7FJARUAKJÖRMMI Utgefandi: Kjördœmissamb. Framsóknarmanna i Vestfjarðakjördœmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson ogjón Á. Jóhannsson, áb. Afgreiðslumaður: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 3332. Verð árgangsins kr. 600. Aflabrögð á Vestfjörðum Hverjar eru tillögur Alþýðubandalagsins í landbúnaðarmálum ? Svo sem vænta má er kominn nokkur kosninga- bragur á málflutning blaöanna. Þaö væri líka tómlæti sem síst væri lofsvert ef þeir, sem telja sig eiga eitthvert erindi í áhrifastööur sem kosiö er í, væru ekki farnir að túlka stefnu sína. Alþýðuflokkurinn á í verulegum erfiðleikum. Hann hefur ýtt til hliðar öllum þeim sem verið hafa í forsvari fyrir hann meðan hann bar ábyrgð á einhverju, nema hvað formaðurinn er boðinn fram. Alþýðublaðið lagði mikla áherslu á það á sínum tíma að það myndi verða meiri óvinafögn- uður en flokkurinn þyldi ef formaðurinn fengi ekki að veraíframboði. Menn vita harla lítið um það hvers er að vænta af þeim þingflokki sem þeir Vilmundur, Kjartan Jóhannsson, Eiður og Finnur Torfi kynnu að skipa þó að Benedikt Gröndal yrði þar með þeim. Nú er orðið meira að segja óvíst að þeir settu uppáhald sitt yfir rannsóknarlögregluna. Flestir vita nú að lítið verður úr Vilmundi í rökræðum ef hann er beðinn að ræða nánar sumt það sem hann hefur haft gífuryrði um. Þá er eins og hann fari að hugsa og verði klumsa. Alþýðubandalagið birtir nú margar greinar um það að skjótt muni skipast stjórnarhættir á fslandi fái það kjörfylgi gott. Þá verði örugg efna hags- stjórn, verðbólgan hjaðni, kaupmáttur launa vaxi og annað eftir því. Þetta er óvandur eftirleikur. Alþýðubandalagið sat í ríkisstjórn þegar síðast var kosið. Þá var Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu og fékk góðar kosningar. Nú tileinkar Alþýðubandalagið ser þá hernaðarlist sem þáverandi stjórnarand- staða beitti gegn því. Mjög er áberandi hve Alþýðubandalagsmenn reyna að koma sér í mjúkinn hjá bændum. Víst er ástæða til að bændur séu óánægðir. Mesta sök á erfiðleikum þeirra á verðbólgan sem kippir fótum undan öllu atvinnulífi og á höfuðsök á því að ísland er láglaunaland. Það er ekki hægt að nota sama peninginn til að greiða kaup, borga okur- vexti og binda hann í rekstri, sem þarf alltaf meiri höfuðstól en dugað hefur áður. Þessi einföldu sannindi ættu flestir að geta skilið. Verðbólgan heimtar allt: Meira fjármagn í reksturinn, hærri vexti og hærra kaup. Við skulum fara varlega í meting um það hverjir eigi mesta sök á verðbólgunni en ætli Alþýðu- bandalagið að fría sig allri ábyrgð í þeim efnum verður það tekið til athugunar. Það veldur í öðru lagi miklu um erfiðleika bænda að í nafni heilbrigði og manneldisvísinda hefur verið rekinn áróður sem veldur því að neysla mjólkurmatar í landinu hefur stórminnkað á örfá- um árum. Væri svo ekki stæði hagur bænda stórum betur. En hvað sem segja má um ástæður þessara eftiðleika þá er það meginatriði málsins að ekki hafa heyrst frá þeim alþýðubandalags- mönnum fremur en öðrum neinar þær tillögur sem íapril 1978 Stöðugar gæftir voru allan mánuðinn, en afli óverijulega misjafn eftir veiðisvæðum. Undanfarin ár hefur afíi vestfirsku línu- bátanna í apríl verið nær eingöngu steinbítur, en nú bregður svo við, að uppi- staðan í aflanum er þorskur, en steinbítsaflinn bregst að miklu leyti. Línubátar frá Djúpi og nyrðri fjörðunum voru með reytingsafla allan mánuðinn, og var aflinn ná- lega eingöngu þorskur siðari hlutann, en á syðri fjörðun- um var aflinn mun tregari, sem er fremur óvenjulegt á þessum árstíma. Athyglis- vert er einnig, að steinbítur- inn var óvenjulega horaður. Þykir þetta allt benda til, að fiskurinn hafi nú haft minna æti hér útaf, en oft áður. Afli togaranna var góður fyrstu vikuna, en lengst af tregur eftir það, þar til síð- ustu daga mánaðarins að farið var að lifna yfir á ný. Gerðu allir togararnir einn grálúðutúr um miðjan mán- uðinn, og bjargaði það afl- anum í mánuðinum. í apríl stunduðu 47 (45) bátar róðra frá Vestfjörðum, réri 31 (27) með línu, 6 (9) með net og 10 (9) með botn- vörpu, auk nokkurra minni báta, sem voru byrjaðir handfæraveiðar. Heildaraflinn í mánuðin- um var 9.700 lestir, og er heildaraflinn frá áramótum þá orðinn 28.937 lestir. í fyrra var aflinn í apríl 7.951 lest og heildaraflinn frá ára- mótum 29.562 lestir. Af ver- tíðaraflanum er línuaflinn 13.731 lest( 14.003) eða 47%, afli tosaranna 13.525 (13.764) lestir, cinnig 47%, og afli nctabátanna 1.681 (Í.795)lestireða6%. Afli línubáta i april var 4.118 lestir í 701 róðri eða 5,9 lestir að meðaltali í róðri, en var 3.124 lestir í 529 róðrum eða 5,9 lestir að meðaltali í róðri í apríl í fyrra. Afli togaranna og afla- hæstu línubátanna er nú um 10% lakari en hann var á sama tíma í fyrra, valda ógæftirnar fyrri hluta ver- tíðarinnar vafalítið þar mestu um. Aflahæsti línubáturinn í apríl var Orri frá ísafirði með 203,4 lestir i 24 róðr- um, en í fyrra var Jón Þórð- arson frá Patreksfirði afla- hæstur línubáta í apríl með 179,8 lestir í 25 róðrum. Aflahæstur netabáta í apríl var Garðar frá Patreksfirði með 251,3 lestir i 13 róðr- um, en hann var einnig hæstur í fyrra með 243,8 lestir í 15 róðrum. Guðbjörg frá ísafirði hafði mestan afla togaranna, 576,7 lestir, en hún var einnig aflahæst í fyrra með 615,2 lestir. Framhald á 3. slðu Sjósókn Framhald af 1. slðu stjórn þess þó brúin væri flott og rúmgóð ef margt annað væri í rammasta ó- lestri á skipinu. Ég held að sá skipstjóri finnist ekki í flotanum. Eins er með skipulagið. Auðvitað er gott að skipu- leggja allt vel, hvort sem það nú heitir deiliskipulag eða annað, en það er bara ekki nóg að skipuleggja ár eftir ár, framkvæmdir verða að fylgja á eftir. Það ætti t.d. að vera búið fyrir löngu að leggja varanlegt slitlag á allar götur í bænum, en á því var hafist handa á myndarlegan hátt á sínum tíma. Ekki getur vanræksla núverandi bæjarstjórnar í þessum efnum stafað af fjár- skorti. Fjárhagurinn er góð- ur segir Guðmundur. En það sem mér er þyngst á hjarta nú er hafnaraðstað- an í Sundahöfn og slippað- staðan. Slippmálið er það viðamikið mál, að ég ætla ekki að ræða það hér, þó ég hafi mínar ákveðnu hug- myndir í því máli. Hafnaraðstaðan í Sunda- höfn er nú sú, að til vand- ræða horfir í sumar. Þar hefur ekkert verið gert í nokkur ár utan klórtækin, sem sett voru upp s.l. sumar eftir mikið þóf. Að undan- förnu hafa bátarnir sem í líklegar séu til að leysa vanda bænda. Þar nægir ekki að berjast gegn því að bændasfettin komi á jöfnuði innbyrðis svo að ekki myndist djúp milli þeirra sem besta og lakasta markaðsaðstöðu hafa, svo sem áður en afurðasölulögin komu til fyrir rúmlega 40 árum. Jöfnunargjaldið er álagt og innheimt til þess, að það sem kann að skorta á að bændur nái réttu verði gangi jafnt yfir. Það á að varna því að suma bændur vanti tvö eða þrjú þúsund krónur á hvert dilksverð en aðrir nái því að fullu. Þessi jöfnuður er bændastéttinni til sóma ef ekki næst fullt verð fyrir alla. Og því er nú miður að þeir Alþýðubandalagsmenn benda ekki á neina leið til þess. Það er ekki nóg að tala um að eigi að borga bændum betur meðan ekkert er sagt um það hverjir eigi að borga. Það varast þeir félagar að nefna. Því eru orð þeirra jafnvel minna en falskar ávísanir. Þær eru óútfylltar. Fjárhæðir eru nefndar en hvorki vísað á innstæðu né greiðanda. Skyldu þeir fá mörg atkvæði út á þá pappíra ? Hér dugar ekki trú á persónur. Hér verður að hyggja að tillögum og úrræðúm. Almennt mas verður engum að gagni. Hverjar eru tillögur Al- þýðubandalagsins í landbúnaðarmálum ? H.Kr. Sundahöfn eru verið að stækka. Menn hafa skipt, selt hina smærri báta og fengið sér stærri í staðinn. Einnig var byrjað á því s.l. sumar að landa handfæra- fiskinum í kassa á bryggj- una. Þetta hvortveggja út- heimtir vitanlega mikið meira pláss. Það horfir því til ófremdarástands verði ekkrt gert. Það sem gera á nú þegar er, að mínu viti, að ganga frá löndunar- bryggjunni þánnig, að koma þili úr syðra horni kantsins upp á móts við Smábátafé- lagsskemmuna, sem sagt á sama hátt og er að norð- anverðu, þar sem stærri bát- arnir liggja. Leggja síðan olíumöl á fastalandið á milli og fá að minnsta kosti tvo löndunarkrana í viðbót. Við þetta myndi aðtaðan stór- lega batna. Þetta er ekki stór fram- kvæmd á nútímamæli- kvarða. Aðstöðu fyrir sport- bátana er hægt að leysa á auðveldan hátt til bráða- birgða með því að láta þá hafa norðurkant flotbryggj- unnar yfir sumarið. Salernið fyrir Sundahöfn- ina er nú margra ára mál þótt ekki hafi úr fram- kvæmdum orðið, þó stórt átak sé ekki. En samt tel ég nú, að ekki hefði þurft að stofna til nýs framboðs til að koma þvi í framkvæmd, eins og ég las einhversstaðar í blaði. Ég vil að lokum skora á alla forráðamenn bæjarfé- lagsins að leggja bættri hafnaraðstöðu lið. Sjósókn á smáum og stórum skipum er jú lifæðin ásamt fiskvinnsl- unni. S.H.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.