Ísfirðingur - 13.05.1978, Blaðsíða 1
28. árgangur.
isafjörður, 13. maí 1978
13. tölublað
Guðm. Sveinsson:
Kristinn J. Jónsson:
Hvers vegna svona vinnubrögð ?
Gera þarf átak í fegrun
bæjarins
Undanfarin þrjú ár hefur
verið unnið við Seljalands-
veginn inn fyrir Stakkanes,
og er búið að skipta um
lagnir í honum. Fyrst voru
aðalalgnir lagðar og mokað
vandlega yfir. Næsta ár var
veginum aftur lokað, því nú
þurfti að tengja lagnir hús-
anna við veginn við aðalæð-
arnar. Vitanlega var þetta
margfalt dýrara, að viðhafa
svona vinnubrögð, en að
láta vinna allt verkið jafn-
hliða.
í fyrrasumar var svo sett
olíumöl á þennan spotta,
sem reynst hefur sæmilega,
þrátt fyrir óþarfa vatnselg á
veginum. Að minnsta kosti
hefur það reynst mun betur
en malbikið á Hafnarstræti,
sem Miðfell h.f. lagði þar,
og er nú að verða uppurið.
í Vesturlandi, sem út
kom 21, apríl s.l., er grein
eftir G.H.Í. sem hann nefnir
„Uppgjör-Kosningar“. I
grein þessari kemur fram
svo gífurleg sjálfsánægja
með stjórn bæjarins s.l. 7 ár,
að það liggur við að manni
ofbjóði, þar sem raunin er
allt annað en góð stjórn á
svo mörgum sviðum bæjar-
mála, að mér finnst.
Þar sem G.H.I. býður í
grein sinni hvaða bæjarbúa
sem er til viðræðna um bæj-
armál, hvar og hvenær sem
er, ætla ég að leggja fyrir
hann nokkrar spurningar:
1. Finnst þér G.H.Í. það
góð stjórn, að nú skuli svo
hörmulega komið í Slipp-
málum Isafjarðar, að nú er
ekki hægt að taka á land
hvorki stóran né smáan bát
Og hvaða áhrif eða tillög-
ur hefur bæjarstjórn haft á
þessi mál til úrbóta ? Það
hlýtur að varða bæjarfélagið
miklu, að þessi mál komist
sem fyrst í gott lag.
En það hefur gleymst við
Seljalandsveginn að snyrta
og laga kantana, þar er allt
ófrágengið og ekki áætlað fé
til þess.
Hörmulegast er að sjá
hvernig farið er með Blóma-
garðinn, þennan fagra reit,
2. Finnst þér það góð
stjórn, að ennþá þurfa alltof
margir bæjarbúar að vaða
aur og drullu fyrir framan
hús sín ef regnskúr kemur úr
lofti, og það eftir það góðæri
sem hér hefur verið undan-
farin 7 ár ?
3. Er það gott eða boð-
legt, að ekki skuli vera til
eitt einasta almenningssal-
erni í bænum, eða snyrtiað-
staða fyrir ferðamenn og
aðra ?
sem hjónin Karlinna og Jón
klæðskeri vörðu frístundum
sínum til að rækta og prýða.
Aur og möl frá bökkum
Seljalandsvegar rennur inn i
garðinn, svo og að 50 ára
gömlum steinsteyptum vegg
meðfram garðinum. Svo
mikið er fyllt upp að veggn-
um, að hann er á góðri leið
með að velta inn í garðinn.
Það hefur margoft verið
minnt á það í bæjarráði og
bæjarstjórn að láta moka frá
veggnum, en alltaf talað fyr-
ir daufum eyrum. Þannig er
nú farið með frístunda- og
fegrunarstarf þeirra sem
fluttir eru frá okkur. Hver
vill nú hefja upp merkið,
sem þau Karlinna og Jón
fluttu frá af heilsufarsástæð-
um ? Við bíðum og sjáum.
G.Sv.
4. Er það rétt, að númer
eitt í hafnarmálum á ísa-
firði sé flotbryggja fyrir
sportbáta ?
5. Er það rétt, að Lands-
bankanum hafi verið út-
hlutuð lóð við Miðtún, sem
væntanlega yrði nr. 17, án
þess að nokkrum öðrum hafi
verið gefinn kostur á lóð-
inni, og að jafnvel aldrei
hafi átt að byggja þar ?
Ekki hef ég spurningarn-
ar fleiri, þó óneitanlega væri
gaman að spyrja margs ann-
ars og fá svör við. Vonandi
á margt eftir að koma frá
bæjarfulltrúum og væntan-
legum bæjarfulltrúum fram
að kosningum, sem fróðlegt
verður að fylgjast með.
Vissulega er gott að geta
státað af flottum og rúm-
góðum bæjarskrifstofum og
góðri starfsaðstöðu starfs-
fólks, sérstaklega ef bærinn
ætti húsnæðið. Mér dettur í
hug skipstjóri sem færi að
skrifa hól um skip sitt og
Framhald 4 2. afðu
Ef ræða á málefni bæjar-
ins er af mörgu að taka og
verður ekki gert til hlítar í
stuttri blaðagrein. Örfá at-
riði ætla ég að nefna, aðal-
lega þau, er varða útlit bæj-
arins.
Krafa íbúa um bundið
slitlag á götur og gangstíga
er eðlileg og þjónar tvenn-
um tilgangi, annars vegar er
sú hlið sem að bílaumferð
snýr, og hins vegar breytir
ekkert útliti á einu bæjarfé-
lagi eins mikið og vel lagðar
götur og snyrtilegar gang-
þrautir. Verður því að setja
gatnagerð ofarlega á fram-
kvæmdalistann. Gera verð-
ur og fjármagna áætlun um
að leggja bundið slitlag á
allar götur og þau bílastæði
sem bærinn á og sér um.
Gangbrautir verða að sjálf-
sögðu að fylgja með í þessari
áætlun, sem helst má ekki
taka lengri tíma en 3 til 4
ár.
Til þess að fjármagn nýt-
ist sem best þarf að kanna
hvaða verkþætti borgar sig
að bjóða út til verktaka og
hvað þarf að endurnýja af
tækjakosti bæjarins, svo eins
vel sé að verki staðið og
frekast er unnt. Eitt af þeim
verkefnum sem fjármagna
þarf á næsta ári er tenging
vegarins inn með sjónum og
inn á Stakkanes. Ef vel ætti
að vera þyrfti að vinna
hluta af þessu verki í haust,
en ekkert fé er á áætlun
bæjarins til þessa verks í ár.
Vegagerð ríkisins áætlar
hins vegar að gera sinn
hluta akfæran næsta sumar
og æskilegt væri að bærinn
lyki sínum hluta um svipað
leyti.
Þegar ekið er um bæinn
blasa víða við skúraræksni í
niðurníðslu, bílhræ og jafn-
vel hálfbrunnin hús. Þá hef-
ur bæjarbryggjan lokið sínu
hlutverki. Bæjaryfirvöld
verða að vinna markvisst að
því að þau mannvirki, sem
til lýta eru, séu annaðhvort
fjarlægð eða eigendum
þeirra gert skylt að hressa
upp á útlit þeirra. Mörg
opin svæði bæjarins eru til
lítillar fyrirmyndar og má
þar nefna sjúkrahústúnið
sem í áföngum væri hægt að
gera að skrúðgarði á fáein-
um árum. Fleiri svæði má
nefna, en ég læt þetta nægja
að sinni.
Nýráðinn garðyrkjumann
bæjarins býð ég velkominn,
hans býður mikið starf. Ég
óttast þó að fjárhagsáætlun
bæjarins geri ekki ráð fyrir
því fjármagni honum til
handa, sem þarf til þess að
umtalsverður árangur náist,
í fegrun opinna svæða í
bænum.
Þá er lausaganga búfjár,
aðallega hesta og sauðfjár,í
bænum eitt af því, sem
verður að koma í veg fyrir.
Girðingar þær sem loka áttu
miðhluta bæjarins eru í
reynd gagnslausar, eins og
sést hefur undanfarin sumur
þar sem hestar og sauðfé eru
á beit í hópum dag eftir dag
á stöðum eins og Sjúkrahús-
túninu og Menntaskólalóð-
inni. Um nætur er þessi
sami fénaður í blómabeðum
og í ruslatunnum bæjarbúa.
Sú aðferð að smala eitt
bæjarhverfið og reka fénað-
inn yfir í það næsta er ekki
lausn og verður ekki við un-
að til lengdar, því forsenda
þess að fólk leggi í kostnað
við lagfæringu og fegrun
lóða sinna er sú von, að það
fái frið með viðkvæman
gróður fyrir ágangi þessa
annars ágæta fénaðar.
Krlstlnn J. Jónsson
Sigurjón Hallgrímsson:
Sjósókn og fiskvinnsla er
undirstaðan