Ísfirðingur


Ísfirðingur - 24.06.1978, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 24.06.1978, Blaðsíða 1
nifpr BLAÐ TRAMSOKNAKMANNA / V&TFJARDAMOKDÆMI 28. árgangur. fsafjörður, 24. júní 1978 19. tölublað Steingrímur Hermannsson: Framsóknarflokkurinn er flokkur frjálsra einstaklinga Góöir Vestfirðingar. Kosningabaráttunni er senn lokið. Frambjóð- endur hafa kynnt störf sín og stefnu og gert það með ýmsum hætti. Við Framsóknarmenn höfum lagt áherslu á að ræða málefnalega um störf þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr. Við höfum jafnframt gert grein fyrir afstöðu okkar til þeirra málefna, sem við teljum að muni verða efst á baugi á næsta kjörtíma- bili. f landhelgismálinu vannst einn sá stærsti sigur sem við fslending- ar höfum unnið í sjálf- stæðisbaráttu okkar. Al- þjóð þekkir úrslitaáhrif Framsóknarmanna í því máli. Aldrei var kvikað frá þeirri afstöðu að samningum yrði að fylgja viðurkenning á yf- irráðum okkar yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu. Þetta fékkst. Við myndun vinstri stjórnarinnar 1971 lögð- um við Framsóknar- menn höfuðáherslu á markvissa byggða- stefnu, sem snúið gæti við flóttanum frá lands- byggðinni á viðreisnar- árunum. Þessari stefnu hefur undir forustu Framsóknarflokksins verið fram haldið í tíð núverandi ríkisstjórnar. Flóttanum hefur verið snúið í sókn. Fólksfjölg- unin hefur undanfarin ár verið meiri á lands- byggðinni en á Reykja- víkursvæðinu. Þar vill fólkið nú búa. Við höfum viðurkennt af fullri hreinskilni að ríkisstjórninni hefur mis- tekist í efnahagsmálum. Við höfum skýrt frá því, að við lögðum til við um- ræður um efnahagsráð- stafanir í febrúar, að vísitala yrði greidd á laun uppað kr. 150.000, en engin á hærri laun. Þetta hlaut engar undir- tektir hjá forustumönn- um ASI og harða and- stöðu sumra. Því var fallistámálamiðlun. Að sjáfsögðu berum við engu að síður fulla ábyrgð á þeim ráðstöf- unum sem gerðar voru. Ef ekki hefði verið gripið í taumanna hefði fram- leiðslan stöðvast og at- vinnuleysi orðið. Á næsta kjörtímabili ber að leggja höfuðá- herslu á efnahagsmál- in. Við Framsóknarmenn höfum markað ákveöna stefnu, sem í megin dráttum felst í eftir- greindum atriðum: 1. í samráði við laun- þega og atvinnurek- endur verði leitast við að ákveða það hámark launahækkana sem þjóðarbúið þolir. 2. Ríkisstjórnin sé ávallt reiðubúin til þess að grípa í taumana af festu ef verðbólgan virðist ætla úr bönd- um. 3. Aukin greiðslugeta at- vinnuveganna verði látin renna til hækkun- ará launum. 4. Vísitöluhækkun verði aldreí greidd nema í krónutölu á hærri laun. 5. Dregið verði úr þensl- unni einkum með því að takmarka erlend lán en þó aldrei svo að leiði til atvinnuleysis. Framsóknarflokkur- inn er það afl í íslensku þjóðfélagi sem um ára- tugi hefur haldið öfga- öflunum, kommúnisma og kapitalisma, í skefj- um. Sjaldan hefur þörfin á slíku verið meiri en nú. Framsóknarflokkur- inn er flokkur frjálsra einstaklinga, sem leysa sameigínleg verkefni á grundvelli samtaka, samvinnu og félags- hyggju. Hann er flokkur manna, sem hvorki vilja þola ápján kommúnism- ans eða kapitalismans. Því er af klókindum haldið fram af andstæð- ingum okkar, að við Framsóknarmenn séum öruggir með tvo menn. Því fer fjarri. Það sjá allir sem skoða tölurnar frá síðustu kosningum. Við skulum jafnframt minnast þess, að hver Al þýðubandalagsmaður sem kjórinn er á þing er spor í átt til kommún- isma og hver Alþýðu- flokksmaður spor í átt til viðreisnar. Við Framsóknarmenn treystum ykkur, Vestfirð- ingar góðir, að meta þessa varhugaverðu stöðu rétt ogtryggjakjör tveggja Framsóknar- mannaá þing. Steingrímur Hermannsson: Gunnlaugur Finnsson: Nokkur orð við leikslok Kosningbaráttunni að þessu sinni er að ljúka. Framboðsfundir hafa verið haldnir vítt og breitt um kjördæmið. Þeir hafa um of einkennst af karpi um minniháttar atriði. Of lítill tími til að brjóta til mergjar grundvallarsjónarmið sem liggja að baki orðum og at- höfnum. Flestir hafa flokkarnir mörg sameiginleg sjónarmið, og hljóta að hafa það, ef þeir vilja teljast ábyrgir og viður- kenna vissar forsendur og Iögmál í efnahagsmálum. einstaklinga eða opinna íöðrumatriðumergrund- fjöldasamtaja, ríkis, sveitar- vallarágreiningur. Sá ágrein- félaga eða samvinnufélaga. ingur rís hæst að því er varð- Hér hefur Sjálfstæðisflokkur- ar fjármunamyndun, í hvers inn sérstöðu. Hann sækir sín- eign fjármagnið á að vera, ar hugmyndir til rúmlega tveggja alda gamalla hag- fræðikenninga Adams Smith, en hefur að vísu sveigst í átt til félagslegra aðgerða. Annars væri flokk- urinn ekki það sem hann er á íslandi í dag. Hitt dylst engum, að grunntónn stefn- unnar, svo sem ungir Sjálf- stæðismenn boða hana sér- staklega, er dásemd einka- gróðans. Alþýðubandalagið, áður Sameiningarflokkur alþýðu, sósíalistaflokkurinn, og þar áður Kommúnistaflokkur Is- lands, sótti sína fyrirmynd í rússnesku byltinguna, og ef lengra er skyggnst í meir en aldar gamlar hagfræðikenn- ingar Karls Marx og Engels. Framhald á 2. slðu Sigur Framsóknarflokksins er sigur byggðastefnunnar x B

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.