Ísfirðingur


Ísfirðingur - 24.06.1978, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 24.06.1978, Blaðsíða 3
ÍSFIRÐINGUR -----t------ Vestfirðingar geta ekki lifað á hugmyndafræði kommúnista Alþýöubandalagiö hefur aö undanförnu lagt á þaö mikla áherslu, aö telja fólki trú um, aö þaö hafi á reiðum höndum stefnu í at- vinnumálum. Þjóðviljanum hefur veriö fleygt viö hvers manns dyr og lífsreynslulitlir og orðhvatir áróöursmenn, sem nú eru víöa í framboði fyrir Alþýöubandalagiö, hafa veriö aö reyna aö telja fólki trú um aö þetta sé stefna, sem eiithvað mark sé á takandi. Við nánari athugun finnst flestum stefna Alþýðubandalagsins fáranleg grautargeró frá öllum hliöum séö, sem enginn, sem nokkra þekkingu hefur á atvinnumálum, mun taka hiö minnsta mark á. Ef aö nú Kjartan Ólafsson, frambjóöandi Alþýöubandalagsins, og aðrir trúbræöur hans, taka ajlfir mark á þessari svokölluöu stefnu, hvers vegna eru þeir þá ekki búnir aö stofnsetja og reka fjölþættan atvinnurekstur, t.d. hraöfrystihús og útgerö togara? Þá heföu þeir getaö sýnt ímyndaöa yfirburöi sína. Þetta eru jú menn sem allt þykjast geta og á öllu hafa vit. En reynslan og athafnaleysi þeirra sýnir allt annaö. Er fram- taks- og athafnaleysi þeirra í atvinnumálum ekki svik viö þaö fólk, sem þeir þykjast bera fyrir brjósti? Eöa hvar er atvinnurekstur Kjartans Olafssonar og Alþýöubandalagsins? Ekki hér á Vestfjörðum. Þeirra atvinnufyrir- tæki fyrirfinnast ekki. Vestfiröingar, hvar í stétt sem þeir eru, geta ekki lifað á hugmyndafræöi Kjartans Ólafs- sonar eöa annara kommúnista. Þaö þarf allt annaö og meira til. Þaö ættu sem allra flestir Vestfiröingar aö muna þegar þeir ganga í kjörkelfann á sunnudaginn kemur. Jón Á. Jóhannsson Sveitarstjóri Hólmavikurhreppur óskar eftir að ráða sveitarstjóra. Umsóknum sé skilað til hreppsnefndar Hólmavikurhrepps fyrir 25. júni. Nánari upplýsingar veita Karl E. Loftsson i sima (95) 3128 og Auður Guðjónsdóttir i sima (95) 3118. Kaupfélagsstjóri Starf kaupfélagsstjóra viö Kaupfélag Ön- firöinga er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 30. þ. mán. Skriflegar umsóknir er greini aldur, mennt- un og fyrri störf, sendist Bandvini Einars- syni, starfsmannastjóra Sambandsins, sem gefur nánari upplýsingar. KAUPFÉLAG ÖNFIRDINGA FLATEYRI Reið- skólinn Á liðnum vetri iagði ég fram tillögu til þingsálykt- unar um reiðskóla. Miklir möguleikar á sölu reið- hesta og markaðsmál landbúnaðarins voru m.a. ástæður fyrir flutningi þessarar tillögu. Þeir sem vit hafa á þess- um málum hafa veitt tillög- unni mjög jákvæðar mót- tökur. Ekki er hægt að krefjast þess af sjávarút- vegsráðherra, að hann láti sig mál sem þetta miklu skipta. Það gladdi mig aftur á móti að heilbrigðis- ráðherrann sótti strax um inngöngu í skólann. Kvað ég það ekki vekja undrun mína miðað við ætterni. i þingsályktunartillögunni er gert ráð fyrir endur- hæfingarþjálfun, og mun þaó mest hafa vakið áhuga ráðherrans. Olafur Þ. Þóröarson. Eru þá allir þjófar? Hvernig stendur á því aö þeir sem hafa þjóf- kennt ríkisstjórnina og flokka hennar og sakaö þá um aö hafa stolið úr umslögum launafólks leiörétta þetta ekki þeg- ar þeir mega og geta? Hvers vegna lætur Al- þýöubandalagiö í Reykjavík sér nægja aö samningi veröi fylgt tveimur mánuöum eftir aö hann er genginn úr gildi? Væntanlega verður nýr samningur geröur til aö taka viö af þeim sem rennur út. Þaö sem gerst hefur í Reykjavík eftir borgar- stjórnarkosningarnar er einfaldlega þaö, aö í Ijós kemur aö öll stóryröi stjórnarandstöðunnar um „kauprán" og þess háttar eru æsingar einar sem aö vísu „hafa gert sitt gagn“, en hrópend- urnir sjálfir telja sig ó bundna af og taka ekki mark á. Því myndu þeir ekki skila þeim pening- um sem þeir teldu*aö væru stolnir? En er þá ástæöa til aö kjósa Kjartan eöa Sig- hvat vegna grófyröa og rógsmála sem enginn tekur mark á? Framkvæmdanefnd leiguíbúða. ísafirði auglýsir. Áformað er að hefja byggingu 11 íbúða (4. leiguíbúða og 7 söluíbúða) nú á þessu sumri. íbúðirnar verða byggðar í Hnífsdal. Framkvæmdanefndin auglýsir hér með eftir umsækjendum um íbúðir þessar á grundvelli reglugerðar nr. 403/1976. Með umsókn skulu fylgja upplýsing- ar um: 1. Atvinnu umsækjanda 2. Húsnæðisaðstöðu þeirra 3. Fjölskyldustærð. 4. Tekjur umsækjanda og eignir síðustu 3 ár. Umsóknir skulu berast bæjarskrif- stofu fyrir 15. júlí n.k. Allar nánari upplýsingar eru veittar af nefndarmönnum og/eða bæjar- stjóra. ísafiröi 22. júní 1978 Framkv. n. leiguíbúða Kjörfundur vegna Alþingiskosninga í l'safjarðar- kaupstað sunnudaginn 25. júní hefst kl. 10 f.h. Kosið verður í þremur kjördeildum í Gagnfræðaskólanum á ísafirði. Aug- lýsingar um skiptingu í kjördeildir eru á kjörstað. I' Hnífsdal verður kjördeild og kosið í barnaskólahúsinu. Yfirkjörstjórn hefur aðsetur á kenn- arastofu Gagnfræðaskólans. Undirkjörstjórnir og umboðsmenn lista mæti til fundar hjá yfirkjörstjórn kl. 9 f.h. Yfirkjörstjórn vekur athygli kjosenda á eftirfarandi ákvæði laga nr. 8/1966: „Aður en kjósandi fær afhentankjör- seðil, skal hann, ef kjörstjórn óskar þess, sanna hver hann er með því að framvísa nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt.“ Yfirkjörstjórn Óskast til leigu Góö íbúó eöa hús óskast til leigu sem ' fyrst. BÆJARFOGETINN ÍSAFIRÐI sími 3733.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.