Ísfirðingur


Ísfirðingur - 24.06.1978, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 24.06.1978, Blaðsíða 4
Fimmtugur Steingrímur Hermannsson, alþingismaöur, átti fimmtugsafmæli í gær, 22. júní. Blaöiö óskar honumallra heilla ítilefni afmælisins. Kvótakerfi kemur ekki til greina í lokaoröum sínum á framboðsfundinum á ísafirði leyfði Matthías Bjarnason ser að bera þau ósannindi á mig að ég vildi koma á kvótakerfi á þorskveiðum. A slíkt hef ég þó aldrei minnst. Ég tel kvótakerfið fjarstæðu. Með því er verið að hegna aflamanninum en verðlauna hina. Aldrei mun ég taka þátt í slíku. Það mega Vestfirðingar vita. Steingrímur Hermannsson Hefur Alþýðubanda- lagið eitthvað lært? Þegar Magnús Torfi var að því spurður hvort hann héldi að grundvöllur yrði fyrir nýja vinstri stjórn eftir kosn- ingar sagðist hann telja það ef Alþýöubandalagið hefði eitt- hvað lært. Hann taldi hins vegar reynsluna af Alþýðubanda- laginu í tveimur vinstri stjórnum og af Sósíalista- flokknum í Nýsköpunar- stjórninni á þann veg að ekki væri hægt að svara spurning- unni játandi nema hugar- farsbreyting væri orðin. Magnús Torfi taldi að í öll- um þessum þremur ríkis- stjórnum hefði flokkurinn sýnt svo mikið ábyrgðarleysi í fjármálum og efnahagsmál- um að slíkir væru ekki stjórnhæfir. Magnús Torfi má vel um þetta bera þar sem hann var í Sósíalistaflokknum á Ný- sköpunartímanum og sjálfur ráðherra í vinstri stjórninni síðari. Er ekki dálítið hæpið að treysta því að Alþýðubandalag- ið sé nú búið að læra nóg til að geta stjórnað? Nú sjá það flestir Flestum kemur nú saman um það að kosningalögin séu meingölluð. Framsóknarmenn voru á móti þeirri löggjöf sem ákvað kjördæmaskipun og kosningalög 1959. Nú eru flestir farnir að sjá þá galla sem Framsóknarmenn sáu þá fyrir og vöruðu við. Er ekkert hægt að læra af þessu? Á það kannske að taka önnur tuttugu ár að átta sig á rökréttu samhengi? imm BLAD TRAMSOKNAZMANNA / VKTrJARDAMORMMI Ólafur Þ. Þórðarson: Vísindaleg verndun fiskmiða landgrunnsins, eða draumur Matthíasar Bjarnasonar Matthías Bjarnason gaf meðframbjóðendum sínum hér á Vestfjörðum nýútgefna bók af Sjávarútvegsráðu- neytinu, sem ber nafnið: Landgrunnslögin 1948-1978. 1. gr. laganna hljóðar svo: „Sjávarútvegsráðuneytið skal með reglugerð ákvarða takmörk verndarsvæða við strendur landsins innan endimarka landgrunnsins eða á hafsvæði allt að 200 sjómílum utan við grunn- línu, þar sem allar veiðar skuli háðar íslenskum regl- um og eftirliti, enda verði friðun á landgrunninu á engan hátt rýrð frá því, sem verið hefur. Ráðuneytið skal einnig ákvarða allar þær reglur, sem nauðsynlegar eru til verndar fiskimiðunum á ofangreindum svæðum. Ráð- stafanir þessar skulu gerðar að fengnum tillögum Fiskifé- iags Islands og Atvinnu- deildar Háskóla Islands. Reglugerðin skal endurskoð- uð eftir því, sem vísindalegar rannsóknir gefa tilefni til." Matthías Bjarnason kemst ekki undan því lengur, að svara því, hvort hann er stuðningsmaður þessarar greinar eða ekki. Á að styðj- ast við athuganir vísinda- manna og Fiskifélagsins, eins og Landgrunnslögin gera ráð fyrir, eða duga draumar þín- ir Matthías? Matthías Bjarnason var staðinn að lygum á fram- boðsfundi hér á Isafirði. Þar ætlaði hann að gera Stein- grími Hermannssyni skoðan- ir í sjávarútvegsmálum, en fékk þá meðferð, að öllum sem fundinn sátu var ljóst að Matthías laug. ^. . . Hverju getur Alþýðuflokkurinn bjargað? Alþýðuflokkurinn þyk- ist nú hafa ráð við hverjum vanda í málefn- um þjóðfélagsins. Ungu mennirnir í flokknum hafi lagt fram tillögur við þessu og hinu, sem öllu eigi að bjarga. Það er ósköp eðlilegt að flestir hafa tekið þessum boð- skap með miklum fyrír- vara og leggi lítinn trún- að á þessa kosninga- bombu. Fólk segir sem svo, að flokkur sem ekki geti stjórnað eigin mál- efnum, eigi ekki skilið að fá traust til þess að stjórna málefnum þjóðfé- lagsins. Hér skal aðeins eitt dæmi nefnt um getu- og stjórnleysi Al- þýðuflokksins í eigin málum. Að minnsta kosti síð- ustu 10 árin hefur Al- þýðublaðinu verið skilað þannig í hendur les- enda, að fáir hafa viljað kaupa það og lesa. Það hefur verið gefið út í miklu minna upplagi en nokkurt annað dagblað á íslandi. Skýringin hlýt- ur að vera sú, að blaðið hafi ekki haft þann boð- skap að flytja, sem fólki hefur þótt athyglisverð- ur. Þess vegna hefur það ekki verið keypt og lesið. Almenningur hef- ur með öðrum orðum fengið varanlegt ógeð á blaði Alþýðuflokksins. M.a. vegna kaup- endafæðar hefur hvað" eftir annað staðið til, að Alþýðuflokkurinn gæfist upp á því að gefa út málgagn sitt sökum fjár- skorts. Talað hefur verið um af forráðamönnum flokksins að taka við er- lendu fjármagni til að geta haldið útgáfu blaðsins eitthvað áfram. Hvað finnst fólki um slík áform? Að minnsta kosti tví- vegis þáð sem af er þessu ári hafa verið gefnar út tilkynningar um að tekist hafi að afla fjár til að halda blaðinu úti um stuttan tíma, og nú síðast fram yfir næstu kosningar. Hvað tekur þá við? Er það trú- legt, að stjórnmálaflokk- ur, sem ekki stjórnar eigin málefnum betur en hér hefur verið á drepið, sé líklegur til að geta stjórnað málefnum þjóð- felagsins? Það ætti að vera flestum Ijóst, að slíkt er með öllu útilok- að. Til þess þarf annað og miklu meira en leika trúðaáfundum. ] Eflum fylgi Framsóknarflokksins - X B

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.