Ísfirðingur


Ísfirðingur - 27.10.1978, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 27.10.1978, Blaðsíða 1
/ VESTFJARMKJÖRDÆMI 28. ðrgangur. isafjörður. 27. október 1978. 26. tölublað. Varanlegt slitlag á helstu vegi landsins Á þingi landssambands Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, sem haldið var helgina 15. október s.l., hélt Tómas Árnason, fjármálaráðherra, ræðu. Hann sagði m.a. að líklega væri vegakerfið van- þróaðastaisvið íslenska þjóðfé- lagsins, þegar tekið væri tillit til stöðugt vaxandi bifreiða- eignar landsmanna. Það kostaði ógrynni fjár að halda við dýrum og viðkvæmum tækjum eins og bifreiðum. Vegagerð væri því arðvæn- leg fjárfesting, því bættir vegir myndu spara viðhald bílanna, auk tímasparnaðar og öryggis í samgöngum. Fjármálaráðherra sagði að þrátt fyrir uppbyggingu á öllum sviðum hefði íslenska þjóðin þegar byggt akfæra vegi um allt landið og brúað ílestar árnar. Gatnagerð í kaupstöðum og kauptúnum hefði stórlega aukist á síð- ustu árum. Heildarlengd bundins slitlags á þjóðvegum landsins væri nú nálægt 200 km. Auk þess hefði mikið verið byggt upp af vegum á þýðingarmiklum samgöngu- Tómas Árnason fjármalaráðherra leiðum. Þegar á allt væri litið hefði þessi fámenna þjóð, í stóru og erfiðu landi, lyft Grettistökum í vegamál- um. Síðan sagði ráðherrann: Þrátt fyrir þetta má ekki láta deigan síga. Eitt brýn- asta stórmál íslensku þjóðar- innar er að leggja bundið slitlag á hringveg landsins ásamt leiðinni til Vestfjarða. Þetta er mikið verkefni og tekur eflaust nokkurn tíma. Heildarvegalengdin er um 2300 km. eða rúmlega 10 sinnum lengri leið, en þegar er lokið við. Áður en bundið slitlag er lagt á vegi þarf að byggja þá upp. Ég ætla, að byggðir hafi verið upp allt að 1000 km. af þjóðvegakerf- inu og þurfi tiltölulega litlar lagfæringar til að leggja bundið slitlag á þann hluta. Eigi að síður er hér um mjög fjárfrekar framkvæmdir að ræða. Ávinningur þjóðfélagsins í heild verður mjög mikill. Vegfarendur spara stórfé í rekstrarkostnaði bifreiða og tímasparnaði. Kostnaður við snjómokstur verður miklu minni og svo sþarnaður í almennu viðhaldi. Þó verður hinn óbeini hagnaður e.t.v. mestur. Þar á ég við aukið notagildi og greiðari sam- göngur. Ennfremur verður að hafa í huga, að umferðin fer vaxandi eftir því sem þjóðinni fjölgar og tækninni fleygir fram. Þá hefir slík vegagerð jákvæð áhrif á alla umhverfisvernd, þar sem hið hvimleiða ryk og forarleðja hverfur með öllu. En hvernig er skynsamleg- ast að hrinda slíkum áform- um í framkvæmd? Okkur Islendingum hefir stundum hætt til að færast of mikið í fang í einu í fram- kvæmdamálum. Þetta hefir leitt til of mikillar spennu í þjóðfélaginu og valdið verð- bólgu, sem er okkur stór- hættuleg. Við verðum því að gæta þess að ætla okkur og velja forgangsverkefni innan þess ramma, sem þjóðfélagið þol- ir hverju sinni. Á undanförn- um árum hafa orkufram- kvæmdir haft mikinn for- gang, og okkur hefir skilað þar mjög fram á leið. Þótt slíkum o.fl. fram- kvæmdum verði að halda á- fram álít ég þó, að eitt af forgangsverkefnum næstu ára sé að leggja bundið slit- lag á hringveginn um Snæ- fellsnes og til Vestfjarða. Það væri hæfilegt að gera 10 ára áætlun um framkvæmd þessa verkefnis. I því efni álít ég skynsam- legast að leita samvinnu við erlenda aðila um kunáttu og fjármagn að hluta til. Við þurfum að dreifa kostnaði við þessa framkvæmd á 25 til 30 ár, svo hún verði okkur ekki um megn. Hagkvæmast væri sennilega að mynda sér- staka vinnuflokka, sem ynnu þetta verkefni með besta fá- anlegum tækjakosti. En jafnhliða þessu verk- efni þarf að halda áfram að byggja vegi upp úr snjónum í hinum snjóþyngri héruðum landsins og vinna að annarri vegagerð út frá hringvegin- um. Að lokum sagði fjármála- ráðherrann: Ég álít að ykkar félagsskapur sé hinn merk- asti og vinni að þjóðþrifa- málum. Nægir þar að benda á baráttu ykkar fyrir auknu öryggi í umferðinni, sem miðar að því að draga úr hinum hræðilegu umferða- slysum, sem eru svo að segja daglegt brauð, og alltof mörg valda hörmungum og dauða. Ég óska ykkur því allra heilla í störfum. Flugleiðir h.f. kaupa breiðþotu Norræna bindindisþingið Stjórn Flugleiða h.f. ákvað á fundi 12. þ.m. að ráðist í kaup á breiðpotu af gerðinni DC-10-30CF, að fengnum leyfum yfirvalda, en viðræð- ur um kaupleigusamning vegna flugvélarinnar hafa staðið yfir undanfarið. Eigandi flugvélarinnar er bandaríska flugfélagið Sea- bord Airlines. Áformað er að þotan verði afhent Flugleiðum snemma á næsta ári, væntanlega í janúar.^ Þotan sem hér um ræöir er búin þrem General Electric hreyflum og framleiðir hver þeirra 23,8 tn kný. Vænghaf er 50,4 m., lengd 55,4 m og hæð 17,9 m. Mesta flugtaks- þyngd er 259,5 lestir. Flug- vélin er búin fullkomnustu flugleiðsögu- og fjarskipta- tækjum. Farþegarými er þrí- skipt með 380 sætum. Tveir gangar eru eftir far- þegarými. Eidhús og matbúr eru á neðri hæð og eru tvær lyftur milli eldhúss og far- þegasalar. I flugvélinni eru níu salerni og snyrtiklefar. Farþegum til afþreyingar á leiðum eru hljómkerfi með tveim stereo-rásum og sex mono rásum, ennfremur lita- sjónvarpskerfi með þrem 25 tommu sjónvarpsskermum og videokasettutæki. Mögu- leikar eru á beinni viðtöku frá sjónvarpsstöðvum og eru loftnet til þeirra nota í flug- vélinni. Þotan hefir mikla mögu- leika til vöruflutninga. Vör- ur og farangur farþega er fluttur í þrem lestum. Sé farþegarými ekki fullnýtt má nota hluta þess fyrir vörur, en vörudyr eru á flugvélinni. Jafnframt er hægt að breyta flugvélinni til vöru- flutninga eingöngu. Þessi fyrsta breiðþota ís- lendinga verður fengin á kaup-leigusamningi. Kaup- verðið er um 13 milljarðar F"'rnhald á 3. síðu Norræna bindindisþingið, hið 27., haldið í Þórshöfn í júlí s.l., samþykkti að senda ríkisstjórnum Norðurlanda eftirfarandi ályktun: „Þingið bendir á að á- kveðið samband er milli tjóns þess sem af áfengis- neyslu stafar og heildarneysl- unnar. AIls staðar á Norðurlönd- um er áfengisneysla of mikil þessi árin og er kominn tími til að fylgja enn ákveðnari áfengismálastefnu en nú er gert til að draga úr neysl- unni. Sú stefna hlýtur að grundvallast á háu áfengis- verði, beinum hömlum á dreifingu og sölu, t.d. varð- andi opnunartíma og fjölda áfengisverslana og vínveit- ingastaða og lágmarksaldur til löglegra áfengiskaupa, og banni við áfengisauglýsing- um um öll Norðurlönd. Einnig er afar mikilvægt að þeim fjölgi er hafna neyslu áfengis. Því ber að styðja bindindisstarfsemi og vinna gegn áfengisneyslu í umferð, á vinnustöðum og hvarvetna þar sem börn og unglingar eru. Ráðstefnan hefur m.a. rætt um áfengisdreifingu í milli- landaferðum. Nú ríkir að ýmsu leyti ófremdarástand á skipum, í flugvélum og á flugvöllum vegna gífurlegrar sölu og neyslu ódýrs áfengis. Oft fer meðferð áfengis á þessum stöðum fram án verulegs eftirlits og hefur það tíðum í för með sér óhóflega áfengisneyslu ungra sem ald- inna. Við sjáum enga eðlilega ástæðu til þess að áfengi sé selt fólki við vægu verði vegna þess eins að yfir landa- mæri er farið. Því krefjumst við þess að hætt sé þeirri ósvinnu að birgja upp farar- tæki, sem milli Norðurlanda fara, með tollfrjálsu áfengi- og við krefjumst þess einnig að allur innflutningur toll- frjáls áfengis verði bannaður. - Við förum þess á leit við ríkisstjórnir Norðurlanda að þær hafi forystu um að gerð- ar verði alþjóðasamþykktir um bann við tollfrjálsri á- fengissölu á langferðaleið- um.“ Norræna bindindisþingið sóttu forsvarsmenn bindind- ismála og áfengisvarna frá Norðurlandaþjóðunum öll- um, alls um 200 manns. Meðal þátttakenda var m.a. nokkup á annan tug þjóð- þingsmanna og ráðherra, þó enginn frá íslandi. Fimm Islendingar sóttu þingið. Einn þeirra, sr. Björn Jónsson á Akranesi, prédik- aði við guðsþjónustu í nýrri kirkju Þórshafnarbúa. Þingið var haldið í Fær- eyjum í tilefni 100 ára af- mælis bindindishreyfíngar- innar þar. Vel var til undir- búnings vandað og rausn og gestrisni Færeyinga við brugðið. I stjórn Norræna bindind- isráðsins (Nordisk Edruskapsrád) eru fulltrúar frá öllum norrænu þjóð- unum. Stjórnarfulltrúi ís- lands er Ólafur Haukur Árnason og varafulltrúi Jó- hann Björnsson. Forseti er Svíinn Oluf Burman.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.