Ísfirðingur


Ísfirðingur - 27.10.1978, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 27.10.1978, Blaðsíða 4
Ályktun í síðasta blaði voru birtar ályktanir sem samþykktar voru á aðalfundi Vestfirska náttúruverndarsamtaka 2. september s.l. Ein ályktunin féíl niður og birtist nún hér með: „Aðalfundur V.N. 1978 hvetur sveitarfélög á Vest- fjörðum til þess að beita sér fyrir stofnun Náttúrufræði- stofu Vestfjarða, sem síðar, er fram liðu stundir, yrði, ásamt öðrum söfnum á Vest- fjörðum, hluti af Safnastofn- un Vestfjarða. Verkefni stofnunarinnar verði m.a. að annast fræðslu og heimildasöfnun um náttúru fjórðungsins og að koma upp í því sambandi sýningarsafni náttúrugripa og að standa að farsýningum. t Einnig verði að því stefnt að stofan geti annast nátt- úrurannsóknir og vinna að nátturuvernd og skyldum verkefnum m.a. í þágu opin- berra aðila. Við það ætti að miða að stofan komi að not- um fyrir skóla á svæðinu og verði því einnig leitað sam- vinnu við forráðamenn þeirra um að koma henni á fót.“ Al- manna* varnir Á fundi almannavarna- nefndar ísafjarðar 26. sept. s.l., en á fundinum voru einnig mættir tveir fulltrúar frá Almannavörnum ríkisins, kom m.a. eftirfarandi fram: Kynntar voru hugmyndir Almannavarna ríkisins um tengingu almannavarna við dreifbyli, þar sem gert er ráð fyrir, að Almannavarna- nefnd ísafjarðar tengist Súðavíkurhreppi, Ögur- hreppi, Reykjafjarðarhreppi, Nauteyrarhreppi og Snæ- fjallahreppi. Jafnframt verði tengsl við sérstakar almanna- varnanefndir á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri, Mýra- hreppi og Auðkúluhreppi. Rætt var um snjóflóð og snjóflóðavarnir. Stefnt er að því, að Almannavarnir ríkis- ins sendi hingað sérfræðinga á þessu ári til að ráðgast við heimamenn um snjóflóð og snjóflóðavarnir. Lögtaksúrskurður VEGNA VANGREIDDRA GJALDA TIL RÍKISSJÓÐS í fógetarétti ísafjarðar hinn 9. okt. var kveðinn upp lögtaksúrskurður fyrir eftir- töldum gjöldum til ríkissjóðs: Tekju- og eignaskattur ásamt tekju- og eignaskattsviðauka, skyldusparnaður, sjúkratryggingagjald, launa- skattur, iðnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, byggingariðnaðar- sjóðsgjald og gúmgjald. Gjald af bifreið- um og bifhjólum, sölugjald af vörusölu, þjónustu, skemmtunum og innfluttum vörum og launaskattur skv. skýrslum. Vörugjald af innlendri framleiðslu, inn- fluttum vörum og af flutningí svo og jöfnunargjald. Miðagjald til Menningarsjóðs, skemmt- anaskattur, fiugvallargjald, þungaskattur skv. ökumælum, bifreiðaskattur, skoðun og skráningargjald ökutækja, lestagjald, skipaskoðunargjald, vitagjald, prófgjald bifreiðastjóra og iðnnema. Verðjöfnunargjald raforku, skipulags- gjald, útflutningsgjald, verðjöfnunargjald af veiðarfærum, búnaðarmálasjóðsgjald, fóðureftirlitsgjald, sektir og upptækar vörur, afgjöld ríkisjarða, öryggiseftirlits- gjald og vextir og dráttarvextír. Má lögtak fara fram, þegar átta dagar eru liðnir frá birtlngu þessa úrskurðar, fyrir gjöldunum og kostnaði við gerðirnar Bæjarfógetinn á ísafirði Sýslumaöur ísafjarðarsýslu. Aflabrögð á Vestfjörðum í september 1978 Gæftir voru fremur stirðar í september og afli orðinn verulega tregari heldur en fyrr á sumrinu. Gátu færa- bátar lítið verið að veiðum og hættu flestir í byrjun mánaðarins, en stærri línu- bátarnir hófu margir róðra á ný eftir miðjan mánuðinn. Togararnir voru einnig margir frá veiðum hluta mánaðarins vegna þorsk- veiðibanns sjávarútvegsráðu- neytisins og notuðu tímann til viðgerða, en sumir héldu á aðrar veiðar. f september stunduðu 100 (108) batar botnfiskveiðar frá Vestfjörðum, 65 (70) með handfæri, 14 (22) réru með línu, 12 (10) með botnvörpu, 5 (4) með dragnót og 4 (2) með þorskanet. Heildaraflinn í september var 4.134 lestir, en var 3.431 lest í september í fyrra. Er heildaraflinn á sumarvertíð- inni þá orðinn 28.885 lestir, en var 23.791 lest á síðustu sumarvertíð. Á sumarvertíð- inni er öllum fiski landað slægðum og miðast allar þessar aflatölur við slægðan fisk, en sumaraflinn jafngild- ir 33-34 þús. lestum af ó- slægðum fiski. Aflinn á síð- ustu vetrarvertíð var 32.627 lestir af óslægðum fiski, en það var mesti vertíðarafli til þessa. Aflinn á sumarvertíð- inni er því mesti afli, sem borist hefir á land á Vest- fjörðum á einni vertíð og þykir tíðindum sæta, þegar sumaraflinn er orðinn meiri heldur en aflinn á vetrarver- tíðinni. Afli togaranna í september var 3.243 lestir og er afli þeirra á sumarvertíð- inni þá orðinn 19.793 lestir eða 68,5% heildaraflans, en á vetrarvertíðinni var togara- aflinn 49% heildaraflans. Aflinn í hverri verstöð: Patreksfjörður: Guðm. í Tungu tv. 273,7 3 Maríajúlía 1. 24,9 4 Gylfi tv. 20,2 1 15 færab. 74,7 4 dragnótab. 32,4 16 Tálknafjörður: Tungufell 1 (ósl.) 55,7 16 Tálknf. (ósl.) 46,3 15 Bíldudalur: Birgirl. 74,3 2 Flug- leiðir hf. Eins og frarn hefur komið í fjölmiðlum hafa undanfar- ið staðið yfir viðræður milli forráðamanna Vængja h.f., og Flugleiða um möguleika á sameiginlegum rekstri á- ætlunarfiugs þessara tveggja félaga á innanlandsflugleið- um. Þessar samræður og at- huganir sem þeim hafa fylgt, hafa leitt til þeirrar niður- stöðu að við réttar aðstæður geti verið hagkvæmt að starf- rækja áætlunarflug þessara tveggja félaga sameiginlega. Hinsvegar blasir við sú stað- reynd að bæði innanlands- fiug Flugleiða og Vængja er rekið með verulegum halla, er að mestu stafar af rangri stefnu í verðlagsmálum. Með tilliti til þessa, sam- þykkti stjórn Flugleiða á fundi sínum 12. október s.l. að hætta viðræðum við for- ráðamenn Vængja h.f., um sameiginlegan rekstur eða kaup á félaginu. Fyrirliggj- andi er togvír fyrir rækjubáta 9,10 og 12 mm. Netagerð Vestijarða hf. Sími 3413 - ísafirði. Steinanes 1. 29,9 12 2 dragnótab. 15,7 9 Þingeyri: Framnes 1 tv. 338,0 3 Flateyri: Gyllir tv. 221,9 2 Vísir 1. (ósl) 26,0 12 Ásgeir Torfas. 1. 13,5 9 Suðureyri: Elín Þorbjd. tv. 370,9 3 14 færab. 65,1 Bolungarvík: Dagrún tv. 272,5 3 Heiðrún tv. 141,3 3 Páll Helgi n. 89,7 20 14 færab. 53 Flosi 1. 15,4 7 Isafjörður: Páll Pálls. tv. 394,6 4 Guðbjörg tv. 383,7 3 Guðbjartur tv. 297,9 3 Júlíus Gerims. tv. 288,9 3 Orri 1. (ósl.) 47,5 10 Engilráð n. 46,8 Víkingur III. (ósl.) 38,5 8. Silfá dr. 32,5 Sólrún n. 24,7 Guðný 1. (ósl.) 23,4 5 10 færab. 39,9 Súðavík: Bessi tv. 259,2 4 Hólmavík: 4 færab. 14,0 Drangsnes: 1 færab. 10,0 Framanritaðar aflatölur eru miðaðar við slægðan fisk m/haus, nema þar sem annað er tekið fram. Afiinn í hverri verstöð í sept- ember: 1978 1977 Patreksfjörður Tálknafj. Bíldudalur Þingeyri Flateyri Suðureyri Bolungarv. ísafj. Súðavik Hólmavík Drangsnes 426 ( 342) 85 ( 76) 120 ( 0) 234 ( 201) 259 ( 436) 436 ( 405) 582 ( 545) 1.709 (1.130) 259 ( 212) 14 ( 80) 10 ( 0) Maí/ágúst 4.134 (3.431) 24.751 (20.360) 28.885 (23.791) Skelfiskveiðar Þröstur frá Bíldudal stundaði skelfiskveiðar í Arnarfirði og afiaði 15,6 lest- ir í september. Frá ísafirði stunduðu tveir bátar skelfisk- veiðar, Kristrún aflaði 30,0 lestir og Bára 20,0 lestir.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.