Ísfirðingur


Ísfirðingur - 27.10.1978, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 27.10.1978, Blaðsíða 2
ÍSFIRÐINGUR fte&topur 1SÓKNAPMANNA /' VESTFJAKOAUðRMMI ötgefandi: Kjördœmissamb. Framsóknarmanna í Vestfjarðakjördœmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson ogjón Á. Jóhannsson, áb. Afgreiðslumaður: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, si'mi 3332. Verð árgangsins kr. 6uu. Vilja stjórna fyrir fólkið og meðfólkinu Á fundi í sameinuöu Alþingi fimmtudaginn 19. þ.m. flutti Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, stefnuræöu ríkisstjórnar sinnar. í ræöu sinni, sem var mjög ítarleg, sagöi forsætisráöherrann aö ríkis- stjórnin teldi þaö höfuöverkefni sitt á næstunni, aö ráöa fram úr þeim vanda sem við er að fást í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar, sem og stefnumörkum og undirbúningur þjóðhags- og framkvæmdaáætlunar til nokkurra næstu ára, og í því sambandi fjallaði hann um helstu þætti þjóð- málanna. Lokaorð ráðherrans voru þessi: „Ég býst við því, að flestir stuðningsmenn þeirra flokka, sem að stjórn þessari standa, ætlist til þess, að ríkisstjórn þessara flokka sé umfram allt fram- farastjórn. Og vissulega vill þessi ríkisstjórn vera framfarastjórn, svo sem mörg ákvæði stefnuskrár- innar bera vitni. Hlutverk þessarar stjórnar verður þó fyrst í stað, að mínum dómi, fyrst og fremst það að vera viðnáms- og aðhaldsstjórn. En ég held ég geti sagt, án þess að það séu innantóm orð, að við viljum stjórna fyrir fólkið og með fólkinu. Gengi þessarar stjórnar er því ekki hvað síst undir því komið, að henni takist að fylgja þeirri leiðarstjörnu. Og menn geta spurt sjálfa sig: Ef þessari stjórn tekst það ekki — hvað þá? Það segir sig sjálft, að þessi ríkisstjórn, eins og raunar aðrar, hefur störf sín með þeim ásetningi að koma góðu til leiðar. En þrátt fyrir að ýmsu leyti hagstæðar ytri aðstæður og þrátt fyrir það, að við ættum að standa sæmilega að vígi, þó að eitthvað kunni að blása á móti, þá er því ekki að neita, að við ýmis vandamál er að fást, sum sprottin upp í heimahogum, en önnur utanaðkomandi og síður á okkar valdi. Á bak við margt leiti bíður óvissa. Það er því ekki á mínu færi að spá um framtíðina. Þess vegna fer best á því við upphaf ferðar að stilla öllum fullyrðingum í hóf. Þessi ríkisstjórn ætlar sér ekki þá dul að gera alla ánægða. Ákvarðanir ríkisstjórnar byggjast á samanburði og mati á hagsmunum og valkostum, að sjálfsögðu innan ramma laganna. Þessi ríkis- stjórn vill öðru framar líta á hagsmuni heildarinnar án þess þó að setja frjálsræði einstaklingsins og athafnaþörf skorður fram yfir það, sem þjóðarhag- ur krefst. Auðna hlýtur oft að ráða, hversu til tekst í framkvæmd og að hve miklu leyti góð áform verða að veruleika. En að sjálfsögðu er það von ríkis- stjórnarinnar að geta stuðlað að því að bæta samfélagið og lífsskilyrði innan þess á ýmsa lund, þannig að íslenskt þjóðfélag megi verða öðrum til fyrirmyndar á sem flestum sviðum. Þess vegna vill ríkisstjórnin treysta á skilning og velvilja þing- manna og þjóðarinnar." Sextugur: Guttormur Sigurbjörnsson GUTTORMUR Sigurbjörnsson, Sunnubraut 10 Kópavogi, forstj. Fasteignamats ríkisins varð sextugur 27. f.m. Hann er fæddur að Hallormsstað í Suður-Múlasýslu 27. sept- ember 1918. Foreldrar hans eru hjónin Gunnþóra Gutt- ormsdóttir og Sigurbjörn Snjólfsson Gilsárteigi Eiða- þinghá. Guttormur lauk prófi frá Héraðsskólanum á Eiðum 1938 og búfræðinámi frá Hvanneyri 1941. Hann lauk íþróttakennara prófi 1942 og prófi frá íþróttaháskólan- um í Osló 1951. Hann stundaði nám í endurskoðun í Málmey í Svíþjóð og lauk þaðan prófi. Jafnframt tók nann þátt í námskeiðum í endurskoðun og skattarétti í Osló, Stokkhólmi og Málm- ey á árunum 1956—1958. fíann var kennari við barna- skólann á Eskifirði og íþróttakennari hjá Ung- menna- og íþróttasambandi Austurlands á árunum 1942—1944. Á árunum 1945—1955 átti Guttormur heima á Isa- firði, eða í 10 ár. Hann var forstjóri Sundhallar ísafjarð- ar 1945—1952, en á því ári var hann skipaður skattstjóri á ísafirði og því starfi gegndi hann þar til hann flutti úr bænum vorið 1955, eins og Guttormur Sigurbjörnsson að framan greinir. Á árun- um 1954—1955 var hann bæjarfulltrúi fyrir Frams- óknarflokkinn á ísafirði og jafnframt bæjarráðsmaður og varaforseti bæjarstjórnar. Að margskonar félags- og íþróttamálum vann Gutt- ormur mjög mikið hér í bæn- um á ísafjarðarárum sínum. Formaður Skíðafélags ísa- fjarðar var hann 1946—1949 og formaður Iþróttabanda- lags ísfirðinga 1951 —1955. Hann tók mikinn þátt í sönglífi bæjarins, söng með Karlakór ísafjarðar árum saman, og einnig í kvartett, sem á þeim árum söng oft á samkomum í bænum. Hann var einn af aðalhvatamönn- M. Bernharðsson Skipasmíöastöö hf. Verslun sími 3139 Járnborar H.sp. borar 2-20 mm. Steinborar 3-20 mm. Tréborar3/8"-l3/8 PVC plastslöngur 5/16" - 3/8" - 1 /2" - 5/8" - 3/4" Vinnuskyrtur — Verð frá kr. 2.500 Vinnusloppar — Verð frá kr. 6.300 Samfestingar úr bómull og nylon, verð frá kr. 10.600 Kuldaúlpur — Verð 17.800 Kosan ffis um að stofnun Framsóknar- félags ísfirðinga og að stofn- un blaðsins ísfirðiongs 1949. Ritstjóri blaðsins var hann þar til hann flutti úrbænum. Vegna áhuga og dugnaðar Guttorms var mjög ánægu- legt að vinna með honum að félagsmálum. Um það munu margir ísfirðingar eiga góðar minningar. Siðan Guttormur flutti frá ísafirði hefur hann við marg- vísleg störf fengist. Erind - reki Framsóknarflokksins í Reykjavík var hann 1955—1957. Deildarstjóri hjá Skattstofu Reykjavíkur um tíma og skattstjóri í Kópavogi 1958—1962. Bæjarritari í Kópavogi var hann um skeið og hann hefur átt sæti í nokkrum opinberum nefndum. Frá ár- inu 1974 hefur hann verið forstjóri Fasteignamats ríkis- ins. Eiginkona Guttorms er Aðalheiður Guðmundsdótt- ir, Björnssonar fyrrv. kaup- manns á ísafirði. Þau eiga einn son, Ingva Kristján. Ég og kona mín sendum Guttormi og fjölskyldu hans bestu hamingjuóskir í tilefni afmælisins og þökkum ágæt kynni. Undir þær óskir hygg ég að margir góðkunningjar hans á ísafirði vilji taka. Jón A. Jóhannsson Til sölu örbylgjutæki, Lava- yette HA- 600 A Bylgjusvið frá 0,4-30 mhz. Svart hvítt sjón- varpstæki 14" - Hithachi Rúm úr furu, 1 % breidd Barnavagn og barnastóll Tvö gólfhátalara- box, Goodmanns 60 Wött 8 ohm, 9 hátal- arar í hvoru boxi Þilofn1500 Wöti Glamox VÖLUNDUR DANÍELSSON Skólastíg 8, Bolungarvík Vinnusími 7351

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.