Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.03.1983, Síða 2

Ísfirðingur - 11.03.1983, Síða 2
2_ r ÍSFIRÐINGUR BLAÐ TRAMSOKNAKMANNA / /fSTFJAPDAKJOPDÆMt Útgefandi: Kjördæmissamb. Framsóknarmanna í Vestfjaröakjördæmi. Blaöstjórn: Halldór Kristjánsson og Magnús Reynir Guömundsson . ritstjórar, Björn Teitsson, Guömundur Ingi Kristjánsson, Guömundur Sveinsson, ábm., Ingibjörg Marinósdóttir og Jens Valdimarsson. Pósthólf 253 ísafjörður. Of lítið — Of seint Hinn 1. mars s.l. hækkuðu öll laun í landinu um tæplega 15%. Jafnframt urðu ýmislegar verðhækkan- ir, sumar mjög miklar. Ekki þarf að velta því lengi fyrir sér, hvaða afleiðingar þessar hækkanir hafi. Nýrri skriðu er hleypt af stað, gengið hlýtur að falla enn og allt verðlag innanlands fer mjög hækkandi, en að öðrum kosti hlytu ýmis atvinnufyrirtæki að stöðv- ast og gjaldþrot að blasa við hér og hvar, sem síðan myndi leiða til atvinnuleysis. í febrúarmánuði stóðu sjö af ráðherrunum í ríkis- stjórninni, þ.e. ráðherrar Framsóknarflokks og Gunn- ars-armsins í Sjálfstæðisflokki, að frumvarpi um gagngerðar breytingar á vísitölukerfinu. Hefði frum- varpið náð fram að ganga myndi engin hækkana- skriða hafa farið af stað 1. mars. Vegna skammsýni Alþýðubandalagsmanna, svo að ekki sé nú minnst á stjórnarandstöðuna, varð vísitölufrumvarpið ekki að lögum. Víðtæk vísitölubinding var tekin upp á íslandi árið 1939, og síðan hefur vísitalan löngum ráðið mestu um verðhækkanir, þó með þeirri undantekningu að árin 1960-64 var þetta kerfi ekki í gildi. Tilgangurinn með vísitölukerfinu hefur m.a. ætíð verið sá að tryggja vinnufrið í landinu. í vísitölukerfinu liggur hins vegar fólginn hvati að víxlhækkunum verðlags og kaup- gjalds, ásamt með gengisfellingum. Sífelld og hömlu- laus beiting vísitölukerfisins er þannig í sjálfu sér mjög verðbólguhvetjandi. Úr verðbólgunni er líklega ekki hægt að draga, svo að um muni, nema með breytingum á vísitölukerfinu. Framsóknarmenn hafa mælt með því að sett verði lög um hámörk í verðlagi, kaupgjaldi og vöxtum, þannig að verðbólgan minnki í áföngum. Þessi leið er vel fær, og líklegt þykir að flestir landsmenn veldu hana, ef þeir mættu ráða. Ýmsir aðilar meðal at- vinnurekenda og í verkalýðsforystunni eru þó með hugmyndir um að stéttasamtökin ein eigi að sjá um kjaramálin. Bent skal á og fullyrt, að slíkt myndi ekki leiða til lýðræðislegri ákvarðana um málin heldur en nú tíðkast, því að væntanlega myndu fáeinir atvinnu- rekendur og verkalýðsbroddar taka ákvarðanirnar, sem hæglega gætu leitt til skriðu verkfalla. Verðbólgan byggist á því að laun og verðlag hækki en gengi krónunnar lækki sífellt á víxl. Breyting á fyrirkomulagi vísitölunnar væri aðeins ein af fleiri nauðsynlegum aðgerðum í baráttunni við verðbólg- una. Eitt sem yrði til mikils góðs, ef framkvæmt yrði, væri ef allar launahækkanir starfshópa yrðu ætíð á sama tíma árs. Sagt hefur verið með miklum rétti að launþega- hreyfingin vilji helst ekki ræða um vísitölumálin öðru vísi en af trúarlegri forherðingu gegn betri vitund. Síðan gengst Alþýðubandalagið og jafnvel fleiri stjórnmálaöfl upp í því að styðja málflutning verka- lýðsbroddanna. Við þessi tækifæri setja menn sig í sérstakar heilagleika stellingar og tala um að „verja lífskjörin.“ Fáránleikinn sem hér er á ferð kemur t.d. í ljós þegar litið er á þá staðreynd, að hjöðnun verðbólgu ein sér myndi hafa í för með sér umtals- verða kjarabót fyrir alla launþega. I stjórn Gunnars Thoroddsen hefur Alþýðubanda- lagið hvað eftir annað komið í veg fyrir að raunhæfar og skynsamlegar efnahagsmálatillögur Framsóknar- manna kæmust til framkvæmda. Því hefur réttilega verið sagt að stjórnin hafi of lítið aðhafst gegn verðbólgunni — og of seint. Þetta ábyrgðarleysi stórs hluta íhaldsandstæðinga getur hæglega leitt til þess að stefna Sjálfstæðisflokks- ins í efnahagsmálum verði skyndilega ofan á. Skyldi Alþýðubandalagið virkilega heldur vilja leiftursókn en niðurtalningu? b. Aóalfuru___________ H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu mánudaginn21. mars 1983, kl. 14:00. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, aukningu hlutafjár og innköllun eldri hlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 14. mars. Reykjavík, 15. febrúar 1983. STJÓRNIN. EIMSKIP ísafjarðarkanpstaðor HUNDAEIGENDUR Hundaleyfisgjald (hundaskattur) hef- ur verið ákveðinn kr. 1.000,00 fyrir árið 1983. Fellur hann í gjalddaga 15. mars n.k. Á ógreidd leyfisgjöld verða reikn- aðir dráttarvextir frá 1. júní n.k. Á það skal bent að samkvæmt á- kvörðun bæjarstjórnar er nú ábyrgðar- trygging hunds samkvæmt C lið 1. greinar samþykktar um takmörkun hundahalds í ísafjarðarkaupstað innifal- in í leyfisgjaldi. Hóptrygging skráðra hunda tekur gildi með gjalddaga leyfisgjaldsins. Heilbrigðisfulltrúinn Auglýsingar og rltstjórn Símar: 3690—4067—4119 Hjörleifur... I rwnlitilel af hl\. I þingismenn, að fráteknum þingmönnum Alþýðu- bandalagsins, hafa talið brýna nauðsyn bera til að taka málið úr höndum iðn- aðarráðherra. Það er nú þeirra álit á afrekum og dugnaði ráðherrans í sam- bandi við samningaumleit- anir hans við Alusuisse. Mikill meirihluti þjóðarinn- ar mun vera því sammála, að málið sé tekið úr höndum Hjörleifs Guttormssonar. Grein Finnboga er vissu- lega misheppnuð tilraun til að fá Vestfirðinga til fylgi- lags við Alþýðubandalagið. Jón Á. Jóhannsson ísafjarðar- bíó I- Næstu myndir - HVELLURINN (Blowout) Myndin fjallar um hljóðupptöku- mann (leikinn af John Travolta), sem fyrir tilviljun verður vitni að umferðar- slysi þegar hann er við vinnu sina. Hann telur sig heyra byssuhvell um leið og slysið verður og fær það staðfest þeg- ar hann hlustar á hljóðupptökur sínar. Þetta er spennu- mynd með vel út- færðum tækniatrið- um. Myndatöku- mennirnir hafa allir unnið til Óskars- verðlauna. AUGU LÁRU MARS (Eyes of Laura Mars) Þetta er saka- málamynd með úr- valsleikkonunni Faye Dunaway í að- alhlutverki. Hún leikur frægan tísku- ljósmyndara, sem verður fyrir því, að vinir hennar og kunningjar taka falla einn af öðrum fyrir hendi morð- ingja. Hún „sér“ morðin fyrir sér áður en þau eru framin, en er ekki trúað. ELSKUHUGI LAFÐI CHATT- ERLEY (Lady Chatterley‘s lover) Söguþráðinn í þessari mynd er ó- þarfi að rekja, en hann er byggður á sögu D.H.Lawrence Sagan er talin fyrsta ,,djarfa“ skáldsagan og vakti hún mikla hneykslan og reiði, þegar hún kom fyrst út, í upphafi þessar- ar aldar. Hún hefur komið út í íslenskri þýðingu Kristmanns Guðmundssonar. Aðalhlutverkið í myndinni leikur Sylvia Kristel, sem heimsfræg varð fyrir leik sinn í Emmanu- elle myndunum. MORANT LIÐÞJÁLFI (Breaker Morant) Þetta er margföld verðlaunamynd, sem fjallar um sið- fræði hernaðar (ef hún er til). Sögu- sviðið er S-Afríka í búastríðinu svo- nefnda. Morant Lið- þjálfi og félagar hans eru sakaðir um morð á fimm mönn- um úr liði andstæð- inganna

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.