Monitor - 02.09.2010, Síða 6

Monitor - 02.09.2010, Síða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 Stóru sjónvarpsstöðvarna r vestanhafs keppast nú við að dæla út nýjum sjón varpsþáttum fyrir haustið . Monitor skoðaði úrvalið o g tók saman þá heitustu og feitustu sem þú vilt fyl gjast með í vetur. Gamalkunn andlit í nýjum lögguþáttum Tveir leikarar sem hafa vakið athygli með athöfnum sínum á Bláregnsslóð reyna fyrir sér á nýjum vettvangi í vetur. Jesse Metcalfe, sem hitaði aldeilis upp í húsmæðrunum sem garðyrkjudrengurinn John, er kominn í fullorðinshlutverk í lögguþáttunum Chase, þar sem hann eltir uppi strokufanga. Dana Delan y, sem leikur Katherine í Desperate Housewives, er einnig komin í glæpamálin í nýjum þætti, Body of Proof. Þar leikur hún forvitinn krufningarlækni sem neitar að hætta að grafa fyrr en hún hefur komis t að öllu um fórnarlömbin sem hún fær inn á borð. Michael Imperioli, sem lék Christopher Moltisanti í The Sopranos, er einnig kominn í lögguþátt. Sá nefnist Detroit 1-8-7 og fjallar um rannsókna rlöggu, þá bestu í borginni, sem á það til að bindast málum sínum of sterkum böndum. Þá er komin enn ein útgáfan af Law & Order og er Los Angeles nú sögusviðið. Þar er aðalmaðurinn lei kinn af Skeet Ulrich sem margir þekkja úr myndinni Scream. Running Wilde Frumsýning: 21. septem ber. Lengd: 21 mín. Sýndur á Fox. Steve Wilde (Will Arnett ) er sonur olíuauðkýfings og hann hefur aldrei gert nokkuð í lífin u sem talist getur góðverk. Ein u vinir hans eru bílstjórinn han s og barnfóstran/öryggisfullt rúinn hans. Dag einn endurný jar hann kynnin við grunnskólaá stina sína, Emily, en hún er or ðin ötull umhverfisverndarsinni og hefur hug á að nota tengsl sín við Steve til að koma höggi á olíu risann, föður hans. Dóttir Emily , sem ber nafnið Puddle, leggur hi ns vegar allt kapp á að mamma h ennar og Steve byrji saman þv í hún er komin með nóg af að fylgja mömmu sinni á milli re gnskóga. Sjóðheitt og vænta nlegt Will Arnett er þekktastu r fyrir hlutverk sitt sem misheppnaði töframaðurinn Gob í Arr ested Development, en þ essir nýju þættir eru einmitt sams tarfsverkefni hans og Mitchell Hurwitz, ma nninum á bak við Arrested Development. F leiri leikurum úr þeim þáttum mun bregð a fyrir í Running Wilde því David Cross, s em lék hinn hýrlega Tobias, verður fa stagestur hjá Arnett og félögum. $#*! My Dad Says Frumsýning: 23. septem ber. Lengd: 21 mín. Sýndur á CBS. Gamli jaxlinn William S hatner snýr aftur á skjáinn í þæ tti sem byggður er á hinni vinsæ lu Twitter-síðu „Shit my da d says“, þar sem ungur rithöfun dur deilir með lesendum ým sum vafasömum ummælum sem faðir hans lætur út úr sé r um menn og málefni. Í þátt unum segir frá Ed Good son(Shatner), óhefluðum, fyrrverandi herskurðlækni sem fær nóg af því að búa einn og fær son s inn, atvinnulausan rithö fund, til að búa hjá sér. Outsourced Frumsýning: 23. septem ber. Lengd: 21 mín. Sýndur á NBC. Þegar Todd Dempsey sn ýr aftur úr þjálfun til að stjórna úth ringiveri í Kansas, kemst hann að því að starfsemin hefur verið f ærð til Ind- lands í sparnaðarskyni. Á Indlandi tekur hann við heilli skr ifstofu af óundirbúnum, skrautleg um Indv- erjum sem hann þarf að þjálfa til að selja bandarískum n eytendum varning á borð við gervi ælu, prumpu- blöðrur, beikonveski og syngjandi dádýrshöfuð. Gert verðu r út á menn- ingarmun á Ameríkönu m og Ind- verjum en framleiðendu r lofa að þætt- irnir séu samt meira en einn langur Indverjabrandari. Leikst jórinn er hinn sami og leikstýrði bandarísku Office-þáttunum. Boardwalk Empire Frumsýning: 19. septem ber. Lengd: 56 mín. Sýndur á HBO. Leikarinn Steve Buscem i slæst hér í för með ekk i ófrægari framleiðendum en Mart in Scorsese og Mark Wa hlberg, en Scorsese leikstýrði einm itt fyrsta þættinum. Boa rdwalk Empire gerist í Atlantic City í Ne w Jersey á þriðja áratug síðust aldar, á bannárunum, og bregð ur þekktum söguhetjum á borð við glæpaforingjann Al Cap one fyrir. Blue Bloods Frumsýning: 24. septem ber. Lengd: 45 mín. Sýndur á CBS. Mottumeistarinn Tom S elleck er hér mættur í skotheldu löggudrama . Þar leikur hann lögreglustjórann Frank R eagan sem reynir að hal da böndum á lögregluliðinu í New York og fjölskyldu sinni, sem öll starfar inn an geirans. Elsti sonurin n glímir við ýmis vandam ál eftir að hafa barist í Írak, annar sonurinn hæ tti í laganámi til að gera st lögga eftir að þriðji sonu rinn lést við lögreglustö rf. Þá er dóttirin saksóknar i og reynir hún að koma karlmönnunum í fjölsky ldunni í skilning um að aðferðir þeirra leiða ekk i alltaf til sakfellingar þó tt þær virðist virka til skam ms tíma. No Ordinary Family Frumsýning: 28. septem ber. Lengd: 45 mín. Sýndur á ABC. Powell-fjölskyldan er við það að splundrast þegar hún sk ellir sér til Brasilíu til að styrkja fjölskylduböndin. Flugvélin hrapar í vatn sem er sjálflýsandi af mengun en þegar þau snúa eru þau haldin ofurmannlegum kröftum. Vandamálin voru næg fyrir en eru þessir nýju kraftar það sem þarf til að bjarga deginum? Aðalleikarar þáttanna er u sjónvarps- sjúklingum vel kunnir. Þ ar er komin Julie Benz sem aðdáendur De xters þekkja sem Ritu en á móti henni leik ur Michael Chiklis úr Th e Shield. Þótt þessir þætti r virðist vera léttmeti má búast við ágætis fjölskyldudra ma því framleiðandi þát tanna er einnig maðurinn á bak v ið þættina Brothers & Si sters. My Generation Frumsýning: 23. septem ber. Lengd: 43 mín. Sýndir á ABC. Grínþættir í heimildar- myndarstíl þar sem fylg st er með hópi fólks sem á 10 ára útskriftarafmæli úr grunnskóla. Hoppað er f ram og til baka í tíma en flei ra hefur breyst en marg ir átta sig á. Grunnt er á gömlum tilfinningu m og gömul skot segja t il sín. The Event Frumsýning: 20. septem ber. Lengd: 43 mín. Sýndur á NBC. Þessir þættir eru sagðir eiga að leysa Lost af hólmi. F átt er gefið upp en í fyrsta þ ætti er fylgst með því hverni g hamingjusamur ungur m aður, við það að biðja kærustu sinnar, breytist á 11 dögum í m ann sem dregur upp byssu í flugv él. Í lok þáttarins á sér stað einhver atburður sem breytir öll u, jafnvel hugmyndum ok kar um mannkynið og framtíð þ ess.

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.