Monitor - 02.09.2010, Page 12

Monitor - 02.09.2010, Page 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 stíllinn Tískan frá tímabilinu eftir seinni heimsstyrjöldina er að koma sterk inn í haust Systurnar Katrín Alda og Rebekka Rafnsdætur eiga búðina Einveru á Lauga- vegi. Búðin hefur vakið mikla lukku og hanna þær systur undir nafninu Kalda. Einvera er nú að taka inn nýja skólínu frá merkinu Jeffrey Campbell. „Jeffrey Campbell er amerískt skómerki sem er núna að ryðja sér til rúms á evrópskum markaði. Skórnir eru mjög vandaðir, unnir úr ekta leðri. Þetta hefur lengi verið uppáhalds-skómerkið mitt og er ég því mjög ánægð með að hafa fengið það inn í Einveru,” segir Rebekka. Að sögn Rebekku eru öll helstu tískubloggin að tala um merkið í dag og eru systurnar fullvissar um að þeir sem hafa dálæti á skóm hér heima eigi eftir að falla fyrir þeim. “Við höfum alltaf unnið með það að markmiði að taka ekki inn vöru í of miklu magni og kúnnarnir okkar kunna mjög vel að meta það. Við reynum því að taka inn fleiri stíla og færri pör.” Von er á Jeffrey Campbell sendingunni í vikunni og Stíllinn bíður spenntur eftir þessum glæsilegu skóm. Tískan í kringum 1950 var gríðarlega falleg og vinsæl. Tískan undirstrikar kvenlegar línur, sýnir örlítið hold en fer þó ekki yfir strikið. Fallegir kjólar, rauðir varalitir, háir hælar, hanskar, klútar, slaufur, blúnda, sokkabuxur, samfellur, kápur og vandaðar hárgreiðslur einkenna þetta tímabil. Kvenleikinn skín í gegn. Í nýjustu tískublöðunum er mikið farið að glitta í nákvæmlega þetta og ákvað Stíllinn að klæða Katrínu Ellu Jónsdóttur í þrjú dress með árið 1950 í huga og varð útkoman svona módern 50s. Nú geta allir 50s-aðdáendur fagnað. The fifties are back! Stíllinn athugaði hvað væri í boði á naglalakka- markaðnum og fékk upplýsingar um hvað væri heitt í haust. Litirnir eru í dekkri ka ntinum en einnig verða pastellitir mjög vinsæl ir. Sniðugt er að blanda hvítu naglalakki með öðr um lökkum til að fá pastellitina. Stúlkurnar í MAC gáfu Monitor lesendum góð ráð við hvernig sé be st að geyma naglalökk til að þau endist lengur. Gamla trixið sem amma þín hefur m iðlað til þín er eflaust að geyma lökkin inni í ísskáp. Hins vegar töldu MAC-stelpurnar það ekk i heppilegt. Best er að geyma lökkin á dimmum stað. Kannastu ekki við það þegar þú ert að lakka neglurnar að þá demparðu burstan um á krukku- hausinn til að minnka aðeins magn ið af lakki í burstanum. Við þetta storknar lakki ð í kring og verður til þess að að krukkan lokast ekki jafn þétt og getur naglalakkið því þykknað se m þ.a.l. styttir endingartímann. MAC-stelpurnar g áfu gott ráð varðandi þetta, einfaldlega að setja smá asetón í bómull og þrífa lakkið í kringum kru kkuhausinn. Þá lokast naglalakkið þéttar og endi st mun lengur! HAUSTnaglalökk Einvera með nýja skólínu frá Jeffrey Campbell Stíllinn heimsótti systurnar í Einveru sem eiga von á glæsilegri skólínu Þetta hefur lengi verið uppáhalds skómerkið mitt og ég er ánægð með að hafa fengið það inn í Einveru Við elskum Pin-ups Brigitte Bardot fyrrum fyrirsæta sagði eitt sinn að hún gæti ekki gert sömu hlutina hvert einasta kvöld. Það væri eins og að fara í skítugar nærbuxur á hverjum degi. DRESS 1 Kápa, Topshop 29.990 Skór, Topshop 26.990 Klútur, Skarthúsið 2.500 Veski, Spúútnik 3.500 DRESS 2 Kjóll, Spúútnik 7.500 Skór, Topshop 20.990 Glerperlur, Skarthúsið 2.000 Sólgleraugu, Skarthúsið 1.500 Regnhetta, einkaeign DRESS 3 Buxur, Spúútnik 5.600 Skór, Topshop 24.990 Klútur, Skarthúsið 990 Spöng, Skarthúsið 500 Hanskar, Skarthúsið 2.400 Samfella, Topshop 6.990 Myndir/Golli Módel/Katrín Ella MAKE UP STORE: 2.690 KR MAC: 3.490 KR LYF OG HEILSA: 2.990 KR.

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.