Monitor - 30.09.2010, Blaðsíða 10

Monitor - 30.09.2010, Blaðsíða 10
Af hverju ekki? Kerlingar eru mikli sniðugri, fallegri og æðislegri en karlmenn, en það er bara svo mikið bull í þeim. Þær halda að þær þurfi að vera mömmur alla ævi og segja manni fyrir verkum. Ég á nú þegar mömmu. Það er ein mamma sem segir mér fyrir verkum og ég hlusta á hana. Ég nenni ekki að fá nýja mömmu inn á heimilið. Sem listamaður finnst mér líka skipta máli að vera frjáls og fá að stýra mínum tíma alveg sjálfur. Í svona bransa eins og ég er í þarf ég að spila mikið og hef óreglulegan vinnutíma. Þetta er eitthvað sem fáar kerlingar eru tilbúnar að samþykkja. En kerlingar eru æðislegar. Þær verða bara að bíða eftir því að eignast börn áður en þær fara í mömmuleik. Hvernig er Stjörnu-Erpur samanborinn við Sambands- og-kúr-Erp? Ég fer ekki oft í samband, en ég tek það mjög alvarlega þegar ég geri það. En ég er náttúrulega ekki að kúra mikið. Var Móra-málið ekki bara djók frá A-Ö eins og margir héldu? Nei, alls ekki. Þetta var náttúrulega svo fáránlegt að það hljómar eins og þetta hafi verið skrifað sem handrit. Það kemur gæi með rafbyssu, hníf og doberman-hund og ég slæ hann niður með moppu. Þetta er út í hött og hljómar eins og eitthvað fáránlegt djók og margir halda ennþá að þetta hafi verið djók. En þetta var það alls ekki. Friðrik Dór, Emmsjé Gauti og þessir gæjar sem þú hefur verið að gera lög með að undanförnu eru meira en áratug yngri en þú. Ertu alveg að fíla að vinna með svona mikið yngri gaurum? Já, mér finnst það æðislegt. Ég hef alltaf gert þetta. Það sem ég komst strax að er að það er ekki nóg að vera góður, það þarf alltaf einhver að draga mann inn í sviðsljósið. Þannig kem ég inn í bransann á sínum tíma. Það er Johnny Naz sem gerir það að verkum að ég get dregið Rottweiler inn í sviðsljósið. Síðan þegar þeir eru orðnir þekktir geta þeir gert það sama fyrir einhvern annan. Þetta snýst um að deila með sér og stækka senuna. Alltaf þegar það koma nýir menn sem ég fíla þá geri ég eitthvað með þeim. Ertu orðinn gamli karlinn í rappinu? Nei. Ég er bara „all-in“. Ég er pabbinn í þessum leik og ég á þetta shit. Ég meina, Jay-Z er fertugur og allir uppáhaldsrappararnir mínir eru eldri en 35 ára. Rapp er svo ungur kúltúr, fyrsta rappplatan kemur út 1978. Eminem og Kanye West og þessir gæjar verða áfram að rappa þegar þeir verða sextugir, alveg eins og Mick Jagger er ennþá að syngja í dag. En þú? Ég líka, klárt. Ég mun alltaf semja texta. Pabbi minn er ljóðskáld og ég hef gert það líka í gegnum tíðina. Maður mun alltaf vera í þessu, tónlist, sköpun og textagerð. Hafa fötin orðið þrengri með árunum? Ég verð að segja alveg eins og er að þau hafa orðið þrengri. En það er eitthvað sem enginn tekur eftir. Þegar ég tala um að buxurnar mínar séu orðnar of þröngar þá get ég samt ennþá verið með þér í þessum buxum. Maður hefur heyrt einhverja menn drulla yfir hip hop- tískuna sem Pharrell Williams og Kanye West eru með og segja að það sé ekki hip hop að vera í þröngu. Það er náttúrulega algjör þvæla og kjaftæði. Stærstu og hörð- ustu rappararnir fyrir mína kynslóð eru Public Enemy og þeir voru að rokka buxur sem voru frekar þröngar. Ef menn vilja fara lengra aftur í tímann, hvað ætla menn að segja um frumkvöðlana í Grandmaster Flash and the Furious Five sem rokkuðu níðþröngar, rauðar leðurbuxur með reimar á hliðinni, kúrekahatta og gula plastjakka. Hip hop-tískan hefur verið út um allt. Hvað er langt þangað til við sjáum þig í rauðum, þröngum leðurbuxum? Hvenær sem er. Það gerist bara á útgáfutónleikunum. 10 Monitor FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2010 Þessi böll eru bara mjög snyrtileg og þetta eru mjög vel heppnaðir krakkar. Ef ég ber þetta saman við liðið sem var með mér í bekk í grunnskóla, guð minn almáttugur!

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.