Monitor - 30.09.2010, Blaðsíða 15
15FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2010 Monitor
fílófaxið
KRISTÍN OG SÓLEY
Crymo Gallerí
20:00 Söngkonurnar Kristín ogSóley útskrifuðust báðar úr
tónsmíðum frá Listaháskólanum síðastliðið
vor. Þær verða með tónleika í Crymo Gallerí
og kostar einungis litlar 500 krónur inn.
Aðeins er tekið við reiðufé.
KVIKMYNDA-PÖBBKVISS
Kaffibarinn
21:00 Í tilefni kvikmyndahátíðar-innar RIFF fer fram pöbbkviss
með kvikmyndaívafi á Kaffibarnum þar sem
ýmis kvikmyndavarningur og drykkjarföng
verða í verðlaun. Að því loknu verður dansað
við ekta ameríska rokkabillítónlist. Ókeypis
veitingar fyrir þá sem mæta tímanlega.
fimmtud30sept
ÆTTLEIDDU DÝR
Dýraríkið, Garðabæ
13:00 Dýrahjálp Íslands verðurmeð ættleiðingardag í Dýra-
ríkinu í Garðabæ á milli 13 og 17 þar sem þú
getur tekið að þér dýr sem vantar hlýtt og
kærleiksríkt heimili. Þinn fullkomni félagi
gæti leynst þarna.
JÓGVAN OG 17 SANGARAR
Langholtskirkja
20:00 Færeyski söngvarinn JógvanHansen heldur tónleika
ásamt kórnum 17 sangarar frá Klaksvík
í Færeyjum. Færeysk lög ásamt íslenskri
söngvasyrpu. Miðaverð er 2.000 krónur.
GRAPEVINE GRASSROOTS
Hemmi og Valdi
20:30 Tuttugasta GrapevineGrassroots-kvöldið verður
haldið á Nýlenduvöruverzlun Hemma og
Valda. Fram koma DJ Flugvél og geimskip,
ThizOne, Corvus, Crackers og fleiri.
LOPAPEYSUTÓNLEIKAR
Rosenberg
21:30 Hvannadalsbræður haldalopapeysutónleika á Café
Rosenberg við Klapparstíg í tilefni af átta ára
samstarfsafmæli sínu.
LITLA HRYLLINGSBÚÐIN
– CABARET
Barbara
22:30 Skellt verður í eldheitakabarett-köku á Barböru þar
sem öll lögin úr Litlu hryllingsbúðinni verða
flutt. Mikil gleði, brandarar og búningaskipti.
Miðaverð 1.000 krónur og einungis tekið við
reiðufé.
GORDJÖSS
Nasa
00:00 Hinn eini sanni Páll Óskarheldur Gordjöss-ball á Nasa.
Þar þeytir hann skífum og treður upp auk
þess sem Blaz Roca stígur á svið. Allt og allir
verða gordjöss. Miðaverð 1.500 krónur og
aðeins er selt við innganginn.
laugarda2okt
SWORDS OF CHAOS
Faktorý
22:00 Útgáfu fyrstu breiðskífusveitarinnar fagnað en ásamt
Swords of Chaos koma fram hljómsveitirnar
Logn, Markús & The Diversion Sessions
og Reykjavík! Miðaverð er 1.000 krónur og
forsala fer fram í Havarí.
SALSAKVÖLD
Pósthúsið
22:00 Suðræn salsastemning ávínbarnum Pósthúsinu við
Austurvöll. Salsatónlist fram eftir kvöldi.
föstudag1okt
Helgin mín
Það er fjölskyldudagur í
Leiklistarskólanum þar
sem við tökum á móti
nýnemunum en annars
er ég bara að vinna alla
helgina, við erum að
sýna Íslandsklukkuna í
Þjóðleikhúsinu. En þegar
ég er í helgarfríi reyni ég
yfirleitt að fara eitthvert
út á land ef ég get.
Lilja Nótt, leikkona
Happy Hour
milli kl 16:00 - 19:00 alla daga
Lifandi tónlist öll kvöld
Beinar útsendingar
Ingólfsstræti 3 101 Reykjavík
“En Tuborg Classic skal nydes kold og med respekt”
LéttölLéttöl
„Ég hef reyndar hvorki farið á alvöru Októberfest
né hérna í Reykjavík. En þetta slær því örugglega
út,“ segir Bjarni Jensson, söngvari í hljómsveitinni
Cliff Clavin sem kemur fram á Rocktoberfest X-ins
á Sódómu um helgina. Sveitin leggur nú lokahönd
á plötu sína The Thieves Manual og stefnir á mikla
spilamennsku til að fylgja henni úr hlaði. Býst
Bjarni einnig við því að sveitin taki vel á því um
helgina. „Stemningin verður örugglega mjög góð,
ég vona bara að það verði ekki allir búnir á því eftir
síðustu Októberfest,“ segir hann.
Cliff Clavin munu spila á laugardagskvöldinu en
veislan stendur alla helgina. Aðrir sem koma fram
eru til dæmis Bárujárn, Vicky og Mammút sem
spila á fimmtudag, Ourlives, Bloodgroup og Endless
Dark, sem spila á föstudag og Hoffman, Ultra
Mega Technobandið Stefán og Agent Fresco sem
spila á laugardag. Af þessu tilefni verður bjórinn á
sérstöku tilboðsverði og verður jafnframt hægt að
kaupa 10 bjóra kort á sérstökum kjörum.
Húsið opnar klukkan 20 á fimmtudag og klukkan
22 á föstudag og laugardag. Miðasala fer fram á
Midi.is og í Levi‘s verslununum.
Slær örugglega
alvöru Októberfest út