Monitor - 25.11.2010, Side 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010
Stíllinn bað Ernu og Aron um að sýna sér 10 hluti sem eru þeim kærastir
Battle of the
Bergmann’s...
Erna Bergmann
Erna Bergmann fatahönnuður er 27 ára
hæfileikarík, ung kona en hún útskrifaðist úr
fatahönnun frá Listaháskólanum vorið 2009.
Erna hefur komið við víða og verið með puttana
í ýmsum verkefnum á sviði tísku og hönnunar.
Hún hefur unnið í versluninni KronKron í tæp
5 ár og aðstoðaði nýverið eigendurna við fyrstu
fatalínu þeirra sem kemur í verslunina um
mánaðarmótin. „Ég er búin að vinna með þeim
það lengi að ég skil hugsjón þeirra og hugarheim
og veit hvað þau vilja,“ segir Erna. Einnig vann
hún að fatalínu E-label, ásamt Hörpu Einarsdótt-
ur, sem kom í búðir í byrjun nóvember. Sala á
línunni hefur gengið mjög vel og heyrst hefur að
einn kjóllinn eftir Ernu hafi vakið mikla lukku.
Alltaf til í krefjandi verkefni
Aðspurð hvað sé næst á dagskrá segist Erna
vilja fara að stíga á bremsuna. „Ég ákvað að
minnka aðeins við mig, ég segi nefnilega alltaf
já við öllu sem mig langar til að gera þannig að
ég er hálfpartinn búin að vinna yfir mig. Núna
ætla ég að einbeita mér að KronKron og hjálpa
við að byggja upp fyrirtækið sem er að stækka
svo hratt. En annars er ég alltaf til í spennandi
og krefjandi verkefni,“ segir hún.
„Það er gaman að sjá hvað það er mikil
vakning og fólk er að sýna samstöðu. Þetta eru
spennandi og skemmtilegir tímar. Verslunin
Kiosk er til að mynda snilldarhugmynd og er
gott dæmi um þá samstöðu sem ríkir á milli
íslenskra hönnuða í dag. Pop Up markaðurinn
hefur einnig sýnt að það er mikill markaður fyrir
íslenskri hönnun. Reykjavík Fashion Festival er
einnig frábært framtak og ákveðinn stökkpallur
fyrir hönnuði. Auk þess hafa ungir fatahönnuðir
eins og Kalda, Mundi og Royal Extreme opnað
fataverslanir við Laugaveginn síðasta árið, að
ógleymdum Kron by Kronkron skónum hafa
fengið mikla athygli bæði hér heima og erlendis.
Þetta sýnir að það er mikil uppsveifla í íslenskri
fatahönnun og það er fag sem þarf að styrkja og
efla enn frekar,“ segir Erna Bergmann.
Aron Bergmann
Þrítugi myndlistarmaðurinn Aron Berg-
mann lærði myndlist í fallegu borginni
Flórens á Ítalíu en vinnur nú sem leikmynda-
hönnuður og propsari. Aron er Keflvíkingur í
húð og hár þó hann búi í miðbæ Reykjavíkur
í dag. Áhugi hans á leikmynd og myndlist
kviknaði snemma en hann skellti sér í
leikfélag sem lítill polli. „Ég var í leikfélagi frá
því að ég var 10 ára gamall. Síðan fór ég til
Akureyrar í eitt ár og var í myndlistarskóla
þar, en ég var líka að vinna hjá Leikfélagi
Akureyrar á meðan ég var í skólanum og var
þá að hjálpa til við leikmyndir og dansa í
leikritum og svona.“
Núna er Aron að vinna í propsinu í
áramótaskaupinu. „Við klárum í lok nóv-
ember og það gengur mjög vel,“ segir
Aron. Hann hefur unnið í mörgum
auglýsingum og bíómyndum og
var hann meðal annars að vinna í
nýjasta myndbandi hljómsveitar-
innar Hurts sem var tekið upp hér
á landi í september.
Skemmtilegast að „dútla“
Aroni finnst skemmtilegast að
skapa eitthvað fallegt og mála.
„Ég er þó ekki búinn að vera að
mála eins mikið og ég hefði viljað.
En mér finnst líka skemmtilegast
að fá að gera svona „dútl“ verkefni,
eins og t.d. þegar ástarfaraldur Ey-
mundsson var, þá bjuggum við til öll litlu
húsin, sem var virkilega skemmtilegt föndur.“
Verkefnin segir Aron koma meira og minna
jafnóðum í þessum bransa. „Stundum er eitt
og eitt planað fram í tímann. Núna er t.d.
RFF (Reykjavík Fashion Festival) á næstunni.“
Hann hlakkar þó til jólanna
og segir að sér
finnist best
að vera í
fríi um
jólin og
taka því
rólega.
„Það
verður nice
að vera bara
með stelpurnar
mínar og hafa
það kósí og
baka. Ég
nenni ekki að
vera í neinu
jólastressi.“ÞAÐ TOPPA FÁIR
MOTTUNA HANS ARONS
ERNA ER FLOTTUR
FATAHÖNNUÐUR
SAUMAVÉLINA KEYPTI HÚN Í
HJÁLPRÆÐISHERNUM. HÚN ER
HANDVIRK EN VIRKAR MJÖG VEL
„ÉG SAFNA SKÓM, ÉG Á
ALDREI OF MIKIÐ AF SKÓM“
SELF SERVICE BLÖÐIN
ERU HENNAR UPPÁHALD
EN HÚN SAFNAR ÞEIM
ÞENNAN HRING
ER ERNA ALLTAF
MEÐ Á FINGRI
ERNA SAFNAR
DÝRALÖMPUNUM,
EN HENNI FINNST ÞEIR
GEFA SVO KÓSÍ BIRTU
„VINIR MÍNIR OG VANDAMENN
OG HUNDARNIR MÍNIR TVEIR“
TÖLVAN ER AÐ
SJÁLFSÖGÐU
ÓMISSANDI
ERNA HLUSTAR MIKIÐ
Á GAMALT ROKK OG ER
VIVIENNE WESTWOOD
UPPÁHALDS HÖNNUÐURINN
MYND EFTIR HILDI YEOMAN:
„HILDUR LÍKTI MÉR VIÐ
STELPUNA Á MYNDINNI OG
ÉG HEF ÁKVEÐIÐ AÐ ÞETTA SÉ ÉG“
„ILMVÖTNIN TVÖ
SEM ÉG GET EKKI
VERIÐ ÁN“
SÍMANN ÞARF
ARON AÐ VERA
MEÐ Á SÉR
ENDA BUSY MAN
„UPPÁHALDS SKÓRNIR MÍNIR.
EF EINHVER SKÓSMIÐUR
GETUR GERT VIÐ ÞÁ, ÞÁ MÁ
HANN HAFA SAMBAND“
ARON ER Í KARLAKÓR
KAFFIBARSINS EN ÞEIR
HAFA VAKIÐ MIKLA LUKKU
PENSLASETTIÐ ER ÁVALLT
MÖST FYRIR MÁLARANN
DÆTUR ARONS, CHLOE
ANNA OG ÍSMEY MYRRA
SÆTAR Í SVEITINNI
ARON ER DUGLEGUR AÐ
TAKA MYNDIR TIL AÐ
EIGA GÓÐAR MINNINGAR
ÞETTA APPARAT
KEMUR SÉR VEL: „ÉG
ER ALLTAF MEÐ
HNÍFINN Á MÉR“
STÖFFIÐ ER SETT
Í HÁRIÐ DAGLEGA
ARON ER
ALLTAF MEÐ
GREIÐUNA
VIÐ HÖND
ARON NOTAR PLÖTUSPIL-
ARANN MIKIÐ OG ERU ELLÝ
VILHJÁLMS OG VILLI VILL
Í MIKLU UPPÁHALDI
Myndir/Allan
stíllinn
Tíska kemur og fer en stíll varir
að eilífu -Yves Saint Laurent.