Monitor - 25.11.2010, Page 12

Monitor - 25.11.2010, Page 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 Hvar verslarðu fötin þín? Hér og þar og allsstaðar. Ég á mér enga sérstaka uppáhaldsbúð. Hvað gerir þú í lífinu? Ég er í verkfræði í HR. Það er pretty much it þessa dagana. Ertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að verða þegar þú verður stór? Batman eða Superman, er ekki búinn að gera upp á milli. Hvað er í ipodnum þínum? Margt gott. En það sem er í uppáhaldi núna er Radiohead, Flying Lotus, Madvillain, Porti- shead og LCD Soundsystem. Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn? Það er örugglega bara steik, góð steik með bökuðum kartöflum. Hvað færðu í jólamat? Kalkún og sætar kartöflur og ég hlakka til að fá hann. Veit samt ekki hvort ég hlakki meira til jólanna eða að klára jólaprófin. Ertu að vinna eitthvað með skóla? Nei, ég tek reyndar að mér svona sjálfstæð verkefni. Ég mála ýmislegt, t.d. graffiti eða módernískar freskur. Málar graffiti og freskur Árni Kristjáns- son 21 árs nemi með meiru ÁRNI ÆTLAR AÐ VERÐA OFURHETJA Árni klæðist fötum frá vinnufataverslun- inni Vír og 66°Norður Logn hettupeysa: 14.800 kr. Bylur Rúllukragap- eysa: 28.800 kr. Dickies buxur: 12.500 kr Skór 15.800 kr Ullasokkar 1.650 kr „Það hefur verið stefna okkar frá upphafi að nýta þessa samfélagsmiðla sem mest, enda er þetta ódýr og einföld leið til að ná til okkar markhóps. Árangurinn af þessu starfi er líka auðveldlega mælanlegur og því gott að sjá hvort peningunum er vel varið,“ segir Einar Ben, markaðssérfræðingur frá Ring. Hann viðurkennir þó að fólk gerist ekki vinir fyrirtækja á netinu án þess að fá eitthvað út úr því sjálft. „Það er ekkert launungarmál að fólk vill fá einhverja arðsemi út úr þessu, hvort sem það er að vinna í leikjum eða að fá að vita af einhverjum betri kjörum, afsláttum og tilboðum. Fólk vill þó líka fá að vera með í lúppunni ef það efni sem er verið að deila þykir skemmtilegt og áhugavert,“ en Einar og félagar hjá Ring hafa verið iðnir við að bjóða upp á ýmis konar leiki og setja inn myndbönd, til dæmis í tengslum við Airwaves. Allt fyrir opnum tjöldum Hvernig eignast maður 43 þúsund vini án þess að eignast nokkra óvini? Einar segir að vissulega sé erfitt að halda öllum ánægðum en stefna þeirra hjá Ring hafi verið að hafa allt fyrir opnum tjöldum. Við fáum á okkur gagnrýni og stundum óánægju, sem er eðlilegt þegar viðskiptavinirnir eru margir og ólíkir. Við tökum á því fljótt og reynum að leysa það sem hægt er að leysa. Við eyðum aldrei athugasemd- um eða gagnrýni sem kemur fram á síðunni en oftast er gagnrýnin uppbyggileg,“ segir hann. „Við svörum fólki og tölum við það en við reynum ekki að mála okkur sem fullkomið fyrirtæki. Við getum gert mistök eins og allir aðrir og við erum ófeimin við að hafa allt fyrir opnum tjöldum. Og þá tökum við á því undir eins.“ Aðspurður hvort vinahópur Ring á Facebook geti vaxið endalaust þá segir Einar að það sé ekki markmiðið, enda sé stærstur hluti markhóps þeirra þegar kominn í hópinn. „Það er yfirleitt miðað við að það séu um fjögur þúsund manns í hverjum árgangi og við erum með yfir 40 þúsund vini á Facebook. Við erum því búin að dekka nokkurn veginn okkar markhóp.“ Eilíft líf á Facebook? Nú hefur uppgangur Facebook verið mikill á fremur skömmum tíma en margir muna þá tíð þegar menn héldu að Myspace myndi verða ráð- andi samfélagssíða. Mun Facebook lifa að eilífu? „Það er alveg möguleiki að Facebook eigi eftir að deyja. Maðurinn sem spáði réttilega fyrir dauða Myspace er búinn að spá því að Facebook verði dautt eftir fimm ár og margar, litlar samfélagssíður með mismunandi áherslum komi í staðinn fyrir eina stóra samfélagssíðu,“ segir Einar en að hans mati skiptir það ekki öllu máli. „Þetta er bara ný hugsun og ný nálgun. Og við verðum á tánum. Það er sama hvers eðlis það er, Twitter, Youtube eða hvað sem er, þetta er bara ný leið og þetta er einhvern veginn allt að renna saman í eitt.“ Þá segir hann einnig mikil tækifæri liggja í því hversu mikil netnotkun í síma er orðin. „Yngri kynslóðin er ekki mikið að skoða tölvupóst heldur liggur á Facebook í símanum. Á meðan fjöldi þeirra sem nota netið í símanum hefur aukist um 3% þá hefur aukningin á gagnamagni sem sótt er í gegnum símann aukist um 138% á árunum 2009 til 2010. Og það er spáð enn meiri vexti í því.“ Það er því allt útlit fyrir að markaðssetning á samfélagsmiðl- um muni bara verða mikilvægari eftir því sem fram í sækir. Þessa dagana er ár liðið frá því að farsímaþjónustan Ring fór í loftið en þar á bæ hefur frá upphafi verið lögð mikil áhersla á að nýta samfélagsmiðla á borð við Facebook við markaðssetninguna. Vinir Ring á Facebook hafa hrannast upp og eru nú orðnir tæplega 43 43 þúsund vinir en engir óvinir? STARBUCKS ER TIL FYRIRMYNDAR Að sögn Einars er Starbucks það fyrirtæki sem er leiðandi í því að nýta sér samfélagsmiðla til markaðssetningar. „Starbucks er algerlega leiðandi í þessum málum. Þetta snýst ekki bara um vöruna, þeir eru með allskonar hugmyndafræði á bakvið það hvernig þeir nálgast viðskiptavini sína. Þeir ganga út frá því að það sé fjöldinn sem veit best, betur en fróðustu einstaklingar. Þeir hafa líka verið með flotta tölvuleiki og svo framvegis og af flestum fræðimönnum er Starbucks yfirleitt tekið sem fyrirmyndardæmi í almannatengslum og markaðssetningu,“ segir Einar. Á Íslandi eru 265.420 notendur á Facebook sem er rúmlega 85% af íbúum landsins. 92% Íslendinga á aldr- inum 16 til 24 ára nota Facebook samkvæmt Hagstofunni. EINAR HEFUR SKAPAÐ RING MARGA VINI SÆKJA Í VINAMARGA Það eru ekki allir Facebook-vinir jafngóðir, líkt og Ring og fleiri hafa komist að. „Það virðast vera einhvers konar Nígeríu-svindl í gangi sem virka þannig að það hrannast upp vinir, stundum þúsundir, sem eru í rauninni ekki alvöru Facebook-prófílar. Við erum ekki þau einu sem hafa lent í þessu. Fleiri fyrirtæki hafa lent í þessu og líka aðilar á borð við Magga Mix,“ segir Einar en hann telur þetta ekki vera stórt vandamál. „Þeir gætu verið að setja athugasemdir eða auglýsingar á vegginn en við höfum sloppið við það. Svo maður skilur ekki alveg tilganginn.“ Fréttir um ótrúlegar myndir sem hafa náðst fyrir hið margrómaða forrit Google Street View, sem býður upp á ljósmyndir frá götum heimsins, hafa verið áberandi að undanförnu. Frá því að Google hóf að taka þessar panorama myndir til að fullkomna kortavef sinn árið 2007 hafa margar myndir úr forritinu vakið athygli fjölmiðla og sumar hefur meira að segja þurft að ritskoða. Fitubolla tók sig á Fyrir stuttu var hinn 56 ári gamli Bob Mewse sáttur í blaðaviðtölum um hvernig hann sá sig í Google Street View og ákvað á stundinni að grenna sig. Hann hafði þá rekist á mynd af sjálfum sér þar sem hann sneri hliðinni að Google bílnum sem keyrir um allar trissur og tekur myndir út um allan heim. Líkpokar á götunni Aðeins einni viku eftir að Google Street View setti myndir frá Brasilíu inn í forritið þurfti að kippa einni myndanna út af. Á henni sást svartur líkpoki umkringdur lögreglubílum á umferðargötu í Rio De Janeiro sem þótti ósæmilegt að hafa inni á netinu. Nakinn í bílskotti Virkilega skrítin mynd af nöktum manni að athafna sig í bílskotti hefur farið eins og eldur í sinu um veraldarvefinn en ekki hefur enn verið upplýst hvað maðurinn var að gera þegar Google bíllinn átti leið hjá. Barnsfæðing í beinni Nýjasta fréttin af furðulegri mynd úr forritinu er þó sú ótrúlegasta í röðinni. Þar sést kona liggja á gangstéttarbrún í fæðingarstöðu, nýbúin að fæða barn. Fyrir framan hana krýpur karlmaður sem heldur sigri hrósandi á barninu. Það er gríðarlega spennandi að sjá hvað birtist næst, farið strax að leita! Eintómar tilviljanir eða gróf markaðs- herferð hjá Google Street View? Barnsfæðing og líkpokar

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.