Monitor - 25.11.2010, Page 13

Monitor - 25.11.2010, Page 13
George Washington Taphephobia Ótti við að vera grafinn lifandi Fyrsti forseti Bandaríkjanna, George Washing- ton, virkar nokkuð yfirvegaður á eins dollara seðlinum fræga. Það var hann þó ekki alltaf en hann óttaðist það gríðarlega að vera grafinn lifandi. Á dánarbeði sínu lét hann lækna sína lofa sér að lík hans yrði látið liggja frammi í tvo daga eftir andlát hans til þess að öruggt væri að hann væri látinn. Woody Allen Panophobia Ótti við næstum því allt Það óttast allir eitthvað. En einhverjir óttast líka allt. Woody Allen er einn af þeim sem hefur stöðugar áhyggjur af hinum ýmsu atriðum. Til dæmis er hann lofthræddur, hræddur við skordýr og þjáist af innilokunarkennd. Annað og óeðli- legra er hins vegar að hann kveðst óttast skæra liti, flest dýr og þá tilfinningu þegar hnetusmjör festist við efri góminn. Þá sker hann víst banana alltaf í nákvæmlega sjö sneiðar. Richard Nixon Nosocomephobia Ótti við spítala Nixon hefði líklega verið betur settur ef hann hefði verið haldinn ótta við að vera hleraður. Hann óttaðist hins vegar aðallega spítala því hann hafði þá tilfinningu að ef hann færi þangað inn, þá kæmi hann dáinn út. Svo langt náði óttinn að eitt sinn ætlaði hann að neita að fara á spítala þegar hann fékk blóðtappa en á endanum var honum komið í skilning um að hann myndi deyja ef hann færi ekki. Spítalaótti mun vera nokkuð algengur. Alfred Hitchcock Ovophobia Ótti við egg Það er vissulega kaldhæðnislegt að sá maður sem þótti meistari í að hræða aðra, óttaðist nokkuð sem nær enginn annar óttast. Egg! Hitchcock sagði eitt sinn að honum þætti ekkert viðbjóðs- legra en að sjá guluna leka út úr þessum hvíta, slétta hlut sem engin göt eru á. Þá sagðist hann aldrei í lífinu hafa smakkað egg og hann neitaði að vera nálægt þeim. Oprah Winfrey Ótti við tyggjó Hæstlaunaðasta konan í bandarískum skemmtanaiðnaði hefur gengið í gegnum ýmislegt á sinni ævi og kallar ekki allt ömmu sína. Hún hefði þó líklega einnig sómað sér vel sem kennslukona því Oprah Winfrey hefur óstjórnlega óbeit á tyggjói. Hún segist fyllast þvílíkum viðbjóði að hún missi stjórn á sér og hefur hún til að mynda bannað allt tyggjó í stúdíói sínu. Eitt sinn mun hún líka hafa hent matardiski af því einhver skildi eftir notað tyggjó á honum. Natalie Wood Hydrophobia Ótti við vatn Leikkonan Natalie Wood, sem lék meðal annars í West Side Story og Miracle on 34th Street, var óstjórnlega hrædd við vatn og dýpi. Óttann taldi hún hafa átt upptök sín í því þegar móðir hennar plataði hana til að standa á brú fyrir kvik- mynd þegar hún var ung, en brúin var hönnuð til að stelpan myndi detta út í vatnið. Kaldhæðni örlaganna er mikil því Natalie drukknaði á end- anum þegar hún var á snekkju og féll fyrir borð. Billy Bob Thornton Ýmsar fóbíur Pörupilturinn Billy Bob er þekktur fyrir nokkra sérvisku en hann er jafnvel furðulegri en marga grunar. Antíkhúsgögn eru það sem honum finnst ógeðslegast í heiminum og segist hann sjaldan hafa upplifað verri stund en þegar hann lenti á veitingastað fullum af antíkhúsgögnum. Hann hafi fyllst svo miklum viðbjóði að hann gat ekki andað, hvað þá borðað og drukkið. Þá er Billy Bob einnig hræddur við skæra liti, líkt og Woody Allen, og trúða. Napóleon Bónaparte Ailurophobia Kattahræðsla Hinn mikli Napóleon þjáðist af óstjórnlegri kattahræðslu. Hann var þó ekki eini leiðtoginn sem það gerði því Hitler, Mussolino og Sesar deildu þessum ótta. Köttum og einræðisherrum hefur líklega aldrei verið ætlað að koma saman. Johnny Depp Clourophobia Trúðahræðsla Hjartaknúsarinn Johnny Depp þjáist eins og ýmsir aðrir af trúðahræðslu. Hann segir að það sé eitthvað við málað andlitið og gervi- brosið sem gefi honum þá tilfinningu að undir niðri geti leynst eitthvað afar illt. Hann virðist þó ekki eiga í vandræðum með að fara sjálfur í gervi hálfgerðra trúða á borð við Edda klippikrumlu, Willy Wonka, Óða hattarans og margra fleiri. Marilyn Monroe Agoraphobia Ótti við opin almenn rými Það er nokkuð undarlegt að leikkona hafi þjáðst af slíkum kvilla, sem Marilyn Monroe gerði. En hún er ekki eina leikkonan sem óttast opin og almenn rými því það gera Kim Basinger og Daryl Hannah líka. Madonna Brontophobia Ótti við þrumuveður Við fyrstu sýn á poppgyðjan Madonna kannski ekki mikið sameiginlegt með hundum. Hún verður þó alveg spangólandi óð þegar þrumuveður skellur á. Líklegt verður líka að teljast að hún óttist það nokkuð mikið að eldast. David Beckham Ataxophobia Ótti við óreglu Það kemur engum á óvart að David Beckham vilji hafa hlutina í röð og reglu, enda yfirleitt óaðfinn- anlega snyrtur. Þetta er þó meira en áhugamál því Beckham ku þurfa að raða hlutum nákvæm- lega eftir ákveðnum reglum á heimili sínu. Á það til dæmis við um gosdósir í ísskápnum. Orlando Bloom Swinophobia Ótti við svín Það eru ekki allir jafnheppnir með útlitið og Or- lando Bloom. Til dæmis svín. Það er því ekki mjög fallegt og skilningsríkt af Orlando Bloom að finnast svín svo viðbjóðsleg og ógnvekj- andi að hann getur ekki komið nálægt þeim. Það er þó ekki viljandi gert en óttinn er sagður svo mikill að hugsanleg þátttaka Bloom í endurgerð myndarinnar Animal Farm gæti verið í uppnámi. Pamela Anderson Eisoptrophobia Ótti við spegla Kynþokkafull ásjóna hennar var það sem gerði hana að stjörnu en Pamela Anderson þolir samt ekki að horfa á sjálfa sig í spegli. Hún þolir heldur ekki að sjá sjálfa sig í sjónvarpi og gengur víst út úr herberginu ef ekki er skipt um stöð. Ímyndarsérfræðingar sjá til þess að fræga fólk- ið virkar oft nokkuð heilsteypt á yfirborðinu. Það er þó ekki alltaf raunin og margir glíma við klikkaðri vandamál en þú gætir ímyndað þér. Fóbíur fræga fólksins 1. Lofthræðsla 2. Flughræðsla 3. Hræðsla við að tala fyrir framan hóp 4. Myrkfælni 5. Hræðsla við köngulær 6. Hræðsla við snáka 7. Hræðsla við höfnun 8. Innilokunar- kennd 9. Hræðsla við að mistakast 10. Hræðsla við nánd 11. Víðáttufælni 12. Hræðsla við spítala 13. Hræðsla við lyftur 14. Hræðsla við hunda 15. Hræðsla við að keyraA lg en gu st u fó bí ur na r 15 ALLTAF SMART - ANNARS MYNDI HANN KLIKKAST MONROE ÆTTI AÐ LÍÐA ÁGÆTLEGA Í KISTUNNI 13FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 Monitor

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.