Monitor - 25.11.2010, Side 15

Monitor - 25.11.2010, Side 15
SZAZA OG BEN FROST Tjarnarbíó 20:00 Hinn rómaði pólski dúettþeirra Szaza og Ben Frost mun flytja verkið Roman Polanski: Shorts sem er leikið undir seríu stuttmynda Roman Polanski. Miðaverð er 1.500 kr. GILDRAN Sódóma 22:00 Töffararnir í rokksveitinniGildrunni fagna 30 ára starfsafmæli sínu í ár og gáfu nýverið út plötuna Vorkvöld – Live 1. maí 2010. Miðaverð er 1.500 kr. á þessa kröftugu tónleika. ROCKABILLY VEISLA Faktorý 22:00 Stærsta íslenska rockabillyveisla síðari ára þar sem fram koma hljómsveitirnar The 59‘s, Bárujárn og Blues Willis. Á neðri hæðinni verður svo Rockabilly DJ sem leikur fyrir dansi langt fram á nótt. Þemaklæðnaður æskilegur og verðlaun veitt fyrir flottasta dressið. Frítt inn. föstudag26nóv 15FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 Monitor fílófaxið AGENT FRESCO & MAMMÚT Faktorý 21:00 Strákarnir í Agent Frescoeru komnir úr einangrun og Mammút ætla að taka einhver ný lög fyrir tónleikagesti. Gestir eru beðnir um að mæta tímanlega því engin forsala er fyrir tónleikana. Miðaverð er 1.000 kr. GREIFAKVÖLD Hverfisbarinn 21:00 Bjössi úr Greifunum treðurupp sem trúbador og leikur hin ýmsu lög með Greifunum og öðrum. Frítt inn. VÍDEÓAFMÆLISKVÖLD GUS GUS Kaffibarinn 21:00 Hljómsveitin Gus Gus heldurupp á 15 ára afmæli sitt með vídeókvöldi þar sem öll myndbönd sveitarinnar verða sýnd. Frítt inn. HJÁLMAR OG RETRO STEFSON Nasa 21:00 Reykjavíkurnætur Nova halda áfram og nú eru það hljómsveitirnar Hjálmar og Retro Stefson sem troða upp. Sérstakur gestur er Páll Óskar. Frítt er inn fyrir viðskiptavini Nova en aðrir greiða 1.000 kr. SJONNI BRINK OG VIGNIR SNÆR B5 21:00 Stuðboltarnir Sjonni Brinkog Viggi Írafár halda uppi fjörinu alla fimmtudaga á B5. Frítt inn. UPPISTAND Í TJÖRNINNI Tjarnarbíó 21:00 Fram koma grínistar úrýmsum áttum og ber þar helst að nefna Þorstein Guðmundsson. Ari Eldjárn verður einnig á svæðinu og kynnar kvöldsins eru skinkurnar í Minore. Miðaverð er 2.000 kr. fimmtud25nóv VALDIMAR Fríkirkjan 21:00 Hljómsveitin Valdimar gafnýverið út frumraun sína, plötuna Undraland, og mun fagna með heljarinnar útgáfutónleikum ásamt blásara- og ásláttarsveit. Miðaverð er 1.500 kr. HIP HOP TÓNLEIKAR Faktorý 22:00 7Berg, Diddi Fel, EmmsjéGauti og Introbeats halda fjörinu gangandi. Miðaverð er 1.000 kr. laugarda27nóv Meira en kall með bjór á bar „Það þarf að minna fólk á einfaldleikann og fegurð- ina,“ segir trúbadorinn Svavar Knútur en hann verður með útgáfutónleika til að fagna nýútgefinni plötu sinni sem inniheldur gamlar, íslenskar perlur í flutningi Svavars. „Mig langaði að gera plötu til heið- urs ömmum mínum og flytja gömul, íslensk lög í fal- legum og einföldum útsetningum,“ útskýrir Svavar og segist ekki vera hinn klassíski trúbador. „Ég verð að mestu einn á sviðinu en vil reyna að gera aðeins meira úr trúbadorforminu en að vera bara einhver kall með bjór á bar,“ segir hann og vonast eftir góðu andrúmslofti á tónleikunum. „Ég vil að stemningin verði eins innileg og mögulegt er,“ segir Svavar en honum finnst slíkt vanta í samfélagið. „Það er mikið af rembingi og allt uppsprengt í dag en fólk á að geta fundið hversu fallegur einfaldleikinn getur verið.“ Svavar leggur mikið upp úr einfaldleikanum en einnig hefur hann miklar mætur á íslenskri tungu. „Mér finnst mjög viðeigandi að hafa tónleikana í Þjóðmenningarhúsinu því lögin eru öll á íslensku,“ segir Svavar en platan hans kom einmitt út á Degi íslenskrar tungu fyrir stuttu síðan. „Svona tónleikar eru uppbyggilegra framlag til dagsins en „Á Íslandi tölum við íslensku“ frasinn,“ segir Svavar og bætir við að ekki þurfi að rífa niður til að byggja upp. „Mér finnst að við eigum að vera glöð, kát og jákvæð yfir því sem við eigum en ekki rífa aðra niður fyrir það sem þeir eiga.“ Miðaverð á þessa einföldu, fallegu og íslensku tónleika er 1.500 kr. ÚTGÁFUTÓNLEIKAR SVAVARS KNÚTS Þjóðmenningarhúsið Fimmtudagur kl. 21:00 Helgin mín Það er nóg að gera í spileríi þessa dagana. Á fimmtudags- kvöldum er ég alltaf að spila með Írafárs-Vigga á B5. Ég, Jógvan og Pálmi Sigurhjartar erum svo með jólashow á Hótel Sögu á laugardagskvöldið og verðum með áfram fram að jólum. Þetta er svo skemmtilegur tími og allir í fíling þegar styttist í jólin. Sigurjón Brink Allt að gerast - alla fimmtudaga! Unga fólkið les Monitor!

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.