Ísfirðingur - 24.01.1989, Page 3

Ísfirðingur - 24.01.1989, Page 3
ÍSFIRÐINGUR 3 Ölafur Þ. Þórðarson, alþingismaður: Um áramót Vestfirðingum óska ég árs og friðar og þakka liðin ár. Ég vil byrja á því að staldra við árið sem er liðið. Auðvitað hefur það fært mörgum einstakling- um gæfu og gengi. Það reyndist einnig mörgum erfitt ár og gjaldþrot einstaklinga og fyrir- tækja sló fyrri met. Stórt séð eyddi íslenska þjóðin um mill- jarði íslenskra króna á mánuði umfram það sem hún aflaði. Núverandi forsætisráðherra sagði í frægri ræðu sem hann hélt með forustumönnum í fiskvinnslu, að íslenska þjóðin hefði færst nær þjóðargjald- þroti en nokkurn tíma áður. Sumir hafa viljað snúa út úr þessum orðum á þann veg að fullyrða, að forsætisráðherra hafi sagt að þjóðin væri gjald- þrota. Það voru ekki hans orð. Þeir sem gera lítið úr þeirri hættu sem fylgir miklum við- skiptahalla við útlönd gleyma því gjarnan að sjálfstæðisbar- átta smáþjóðar er ævarandi. Sú barátta verður háð á tvenn- um vígstöðvum, menningar- legum og efnahagslegum. Mér kæmi ekki á óvart þó sagnfræð- ingar hér á landi flokkuðu árið 1988 sem ár hinna glötuðu tæki- færa. Sennilega er best að láta þá dæma þar um. Á erlendum vettvangi hefur afvopnun miðað áfram og vil ég ekki láta hjá líða að fagna því, að nú er friðvænlegra í heiminum en oft áður. Hvað ber nýtt ár í skauti sínu? Það er margt sem bendir til þess, að nýtt ár geti orðið ís- lendingum gjöfulla en Þjóð- hagsstofnun gerir ráð fyrir. Vegur þar þyngst að sennilega hækka útflutningsafurðir okkar í verði á árinu. Vegna upp- skerubrests á korni í Banda- ríkjunum annað árið í röð minnkaði matarforði heimsins um 30% á liðnu ári. Þess sjást þegar merki að verð á matvæl- um fer heldur hækkandi. Svínakjöt og fuglakjöt hækkaði í verði vegna hærra verðs á korni í Bandaríkjunum. Hvernig Rússar bregðast við þeirri staðreynd að ekki er lengur á það að treysta að þeir geti keypt korn af umfram- framleiðslu í Ameríku hefur ekki komið í ljósl. Margt bend- ir til þess að í Rússlandi geti orðið kjötskortur á þessu ári. Japanir eiga þess ekki kost að fæða sína þegna í jafn ríkum mæli á hvalkjöti og áður. Allt bendir til þess að verð á mat- vælum muni hækka. Fyrir þjóð eins og íslendinga sem lifir á matvælaframleiðslu gæti þetta þýtt hærra verð fyrir afurðir okkar. Við þurfum einnig að nýta miklu betur þann afla sem við fáum. Að henda í sjóinn lifur, hrognum og þorskhausum svo nokkuð sé nefnt er slík sóun á verðmætum að ekki er líðandi. Fleira kemur og til. Margt bendir til þess að aukin sala á ferskum fiski, sem hefur verið unninn, gefi betra verð en áður hefur þekkst. Með flugvélum er hægt að flytja slíka vöru inn á markaðssvæði, sem við höfum áður fyrst og fremst flutt frystan fisk á. Þetta á t.d. við um Bandaríkin og Japan. Fisk- flutningar með flugi á Frakk- land og e.t.v. Spán og Ítalíu ætla ég að verði teknir upp á þessur ári. Það blasir við að ís- lendingar geti komið skelfiski á þessa markaði svo sem ígul- kerjum, kúfiski og kræklingi. Á Vestfjörðum er mikið af skelfiski, sem hægt er að mark- aðssetja með því að flytja fisk- inn með flugi. Þetta kallar á bættar samgöngur í lofti og á láði og legi. Fáar þjóðir hafa verið fljótari að tileinka sér nýj- ungar en íslendingar. Hið lága olíuverð í heiminum ásamt aukinni tækni hefur gert flutn- inga með flugi hagkvæmari með hverju árinu sem líður. Kreppa eða framfarir íslendingar hafa ekki á seinni árum staðið nær því að hér skylli á kreppa með fjölda- atvinnuleysi. Þeir hafa blóð- mjólkað sjávarútveginn og fjöldi fyrirtækja rambar á barmi gjaldþrots. Það heyrist oft að vitlegast sé að láta fyrir- tækin bara fara á hausinn. Það gleymist nefnilega að gera ráð fyrir hinum keðjuverkandi á- hrifum. Fjölda gjaldþrota frysti- húsa leiðir til þess að þjónustu- fyrirtæki sem þjóna þeim og öðrum munu hrynja eins og spilaborg. Skuldir hverfa ekki þó að sá sem til þeirra stofnaði lýsi því yfir að hann sé gjald- þrota. Skuldirnar verða þá ein- faldlega tapað fé þess sem kröfuna átti og sliga hann í mörgum tilfellum. Óstjórn efnahagsmála á því herrans ári 1988 var slík af hálfu valdhafanna að sennilega verður erfitt að stöðva hrunið. Það verður þó að reyna. Vær- um við betur settir sem þjóð í þessu landi ef Loftleiðum h.f. hefði ekki verið rétt hjálpar- hönd fyrir nokkrum árum? Hefði verið betra að láta fyrir- tækið velta um koll? Ég segi nei. Verði gjaldþrotastefnan ekki stöðvuð siglum við inn í kreppu með allri sinni eymd. Hafi menn í dag þor til að ráð- ast gegn vandanum og vinna sig út úr honum með ráðdeild og áræði þá er nýtt framfaraskeið fyrir stafni. Það þýðir ekki að búa þannig að íslenskum at- vinnuvegum, að þeir þurfi að greiða hærri arðgreiðslur til fjármagnseigenda en þekkjast í nálægum löndum. Það er aftur á móti jafn órökrétt ef við ætl- um íslenskum sparifjáreigend- um ekki áþekk kjör og eru í nálægum löndum. Hér verður að sigla meðalveginn. Hitt er svo jafn víst, að það gengur ekki að hafa fjármagnið vísitölutryggt en launasamn- inga án nokkurra trygginga. Með því móti getur enginn launamaður staðið að fjárhags- skuldbindingum. Hann veit þá hvorki hvaða laun hann fær né hverj ar hans skuldir verða. Hér verða íslensk lög að tryggja samræmi ellegar er vinnufrið- urinn úti í landinu. Að mínu viti væri það glapræði að taka á ný upp vísitöluútreikninga á öllum sköpuðum hlutum. Það setur einfaldlega vísitöluhjólið á fulla ferð. Til að tryggja hag sparifjáreigenda er einfaldast að auka til mikilla muna rétt þeirra til að geyma sína fjármuni í erlendum gjaldeyri. Það væri og sá kostur sem íslendingar sætu uppi með í lántökum ef engir spöruðu. Við erum hluti af hinum vestræna heimi og það gengur ekki að ætla að reka hér verndaðan okurleigumarkað. Samskiptin við lífríkið Sú krafa verður stöðugt há- værari að íslendingar skili land- inu betra en það var til næstu kynslóðar. Fagna ber auknum áhuga á þessu sviði. Um marg- ar aldir var lífsbaráttan svo hörð, að við getum ekki ásakað forfeður okkar þótt þeir hafi eytt skógunum til þess að halda lífi. Við verðum aftur á móti að snúa vörn í sókn. í dag erum við með vegagerð og virkjun- arframkvæmdum að skaða gróður landsins. Bundið slitlag á vegi er þó nóttúruvernd og áberandi er hve Vegagerðin er farin að ganga betur frá vegum en áður var. Blönduvirkjun leggur gífurlegt landssvæði undir vatn. Það skyldi því eng- an undra, að skiptar skoðanir urðu um virkjunina. Á hálendi íslands hefur verið gróðureyð- ing vegna kaldara árferðis og á Norðausturlandi einnig vegna þurrviðrasamara árferðis en áður var. Sums staðar er þar í dag jafn þurrviðrasamt og á eyðimerkursvæðum. Gróður- eyðing getur og orðið af völd- um ofbeitar. Það er aftur á móti ekki trúlegt að hún sé til nema í undantekningartilfellum þar sem vetrarbeit hafur að mestu lagst af og sauðfé fækkað um Vi í landinu. Sé gróðureyðing aftur á móti einhvers staðar til staðar vegna ofbeitar ber að taka á því vandamáli. Það gengur aftur á móti ekki að ætla að úthrópa alla sem stunda sauðfjárbúskap sem gróðureyðingarmenn. Flestir þeirra hafa bætt gróðurfar þeirra bújarða sem þeir sitja. Það hefur gerst með ræktun og notkun tilbúins áburðar. Mengun hafanna íslendingum er það meiri nauðsyn en flestum þjóðum að gera allt sem þeir geta til að stöðva mengun úthafanna. Hér er um tilveru okkar að tefla. Sem betur fer stöndum við ekki einir í þeirri baráttu. Almenn- ingur í hinum iðnvædda heimi gerir sér grein fyrir hættunum, en stefnubreyting kostar fjár- muni. Það hefur verið ódýr lausn að losa í höfin allan úrgang. Hér á landi verður einnig að spyrna við fótum. Stefna ber að því, að hreinsa allt skolp áður en það fer í sjóinn. Stöðva verður þá áráttu sumra, að fleygja af fragt- og fiskiskipum öllu rusli í hafið. Sem betur fer er þróunin í rétta átt. Frá Breiðafirði berast fréttir af lofs- verðu framtaki. Það hafa verið dregin úr sjó um 200 drauga- net. Því hefur verið haldið fram, að aðeins þrír aðilar hafi verið valdir að þessu. Gott er ef satt er að ekki séu fleiri brot- legir þar um slóðir. Hitt er op- inbert leyndarmál, að fullt er af drauganetum við strendur landsins. Nú verða menn að vakna og snúa sér að því, að hreinsa þennan ósóma upp. Landhelgisbrot íslenskra fiskiskipa í eigin lögsögu lýsa miklu tillitsleysi við samfélag- ið. Það væri skrýtið réttlæti ef hinir brotlegu gætu ruglað svo réttarkerfið með undirskriftar- listum að niðurstaðan yrði sú, að þeir fengju óáreittir að stunda landhelgisbrot. Lífríkið er fjöregg okkar. Sameina þarf þj óðina til þeirrar meðvitundar. Því mega menn hvorki gleyma í kappi sínu í verklegum framkvæmdum eða veiðigleði. Samgöngur Lítil þjóð í stóru landi varð- veitir því aðeins einingu sína að samgöngur séu góðar. Oft hefur verið vitnað til Rómverja þegar rætt hefur verið um vega- gerð. Þeir gerður sér grein fyrir því, að ríki þeirra yrði aldrei stærra en landssvæði sem þeir legðu vegi um. Hið byggða ís- land verður aldrei stærra en það svæði, sem býr við heils árs vegi. Þeir sem telja landið of stórt fyrir þjóðina eiga ekki rétt á svona stóru landi og siðferðis- leg skylda okkar gagnvart mannkyninu væri sú, að af- henda eitthvað af því til þjóða, sem búa á bak við gaddavírs- girðingar flóttamannabúða. Uppblásturinn í byggðinni er því alvarlegri en allur annar uppblástur í landinu. Á Vest- fjörðum eru að nást stórir áfangar í samgöngumálum. Heilsárs vegur frá Isafirði til Hólmavíkur hefur veitt byggð- inni, sem stendur við þenna veg, nýja möguleika. Hann hefur einnig opnað Norður-ísa- fjarðarsýslu leiðina suður að vetrarlagi. Á bessu ári verður tekin í ncikun ný ferja yfir Breiðafjörð. Vonandi á hún eftir að verða happaskip í sín- um ferðum. Með henni verður mikil framför í samgöngumál- um Vestur-Barðastrandarsýslu að vetrarlagi, en yfir sumartím- ann mun miklu stærra svæði Vestfjarða njóta þessara sam- göngubóta. í Vestur-ísafjarð- arsýslu er brúargerð yfir Dýra- fjörð ekki lengur draumur heldur eru framkvæmdir hafnar. Jarðgangagerðin á norðanverðum Vestfjörðum bíður enn, en viðurkennt er að hún verði næsta stórfram- kvæmdin í jarðgangagerð á eft- ir jarðgöngunum í gegnum Ólafsfjarðarmúla. Jarðganga- gerðin í Ólafsfjarðarmúla gengur vel. Að þremur árum liðnum verður ekið í gegnum þau göng, en talið er að það taki eitt ár eftir að sprengivinnu er lokið að fóðra göngin að innan. Verkefni á Vestfjörðum í samgöngumálum eru reyndar svo mörg og stór að þar verður ekki allt gert í einu. Hvað þola byggðirnar langa bið? Árneshreppur á Ströndum býr enn við algjöra einangrun landleiðina allan veturinn. Þar verður að áfangaskipta verk- inu, en ekki er hægt að gera ráð fyrir að láta það bíða þar til öllum öðrum stórframkvæmd- um í vegagerð er lokið á Vest- fjörðum. Vestfirðir og Austfirðir eru á eftir öðrum kjördæmum landsins hvað gæði vega snertir. Framfarir hafa engu að síður verið töluverðar á undan- förnum árum. í þessum efnum er biðin þó löng. Menningarmál Alþýðumenning íslendinga hefur verið á háu stigi. Þjóð sem getur stært sig af því að vera ekki aðeins læs og skrif- andi heldur lesa og skrifa jafn mikið og við gerum, er í engri menningarhættu nema ef aftur- för verður. Þar reynir á ís- lenska skólakerfið. Skólakerfið er aftur á móti ekki eini aðilinn sem mótar uppvaxandi æsku. Það gerir umhverfið einnig. Ég vil trúa því að heimilin vegi þyngst. Hinu er ekki að leyna, að fjölmiðlar hafa mikil áhrif. Innlend kvikmyndagerð er veikburða og ekki öll menning- araukandi. Samt trúi ég því, að leikstjórar eins og Ágúst Guðmundsson séu að vinna þarft verk með sinni kvik- myndagerð og seinasta afrek hans, sem sýnt var um hátíð- amar um Nonna og Manna er íslenskri menningu til sæmdar, þó vissulega hafi þeir orðið fyr- ir vonbrigðum, sem töldu að þættimir ættu að rekja efni Nonnabókanna eins og um sagnfræði væri að ræða. Mér finnst Halldór Laxnes mikið skáld, en ég get ekki hælt honum fyrir sagnfræðilega meðhöndlun á fóstbræðrum Þormóði og Þorgeiri. Menningarsjóði útvarps- stöðva er ætlað það hlutverk að stuðla að betri og meiri inn- lendri dagskrárgerð. Nokkuð hefur borið á því, að menn hafa viljað leggja hann niður. Það verður ekki með mínum stuðn- ingi. Um leið og við njótum menningar annarra svæða þess- arar jarðar í vaxandi mæli á öldum ljósvakans þurfum við að efla innlenda dagskrárgerð. Það verður ekki ef fjármagns- sjónarmið ráða ein ferðinni hjá útvarpsstöðvunum. Menn- ingarsjóður útvarpsstöðva hef- ur því merku hlutverki að gegna. Aðalatriðið er íslenska þjóðin haldi áfram vöku sinni í menningarmálum.

x

Ísfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.