Ísfirðingur - 24.01.1989, Blaðsíða 5
ÍSFIRÐINGUR
5
og gegnir erindum eftir
þörfum. Síöan leitum við að
þræðinum að nýju og Finnbogi
heldur áfram): Á síðasta ári
hefur verið hnignun í atvinnu-
lífi hér og staða fyrirtækja hef-
ur versnað, enda þótt atvinna
hafi haldist að mestu leyti.
Þessu verður maður auðvitað
að segja frá. Maður fær stund-
um að heyra að það séu mest
neikvæðar fréttir héðan að
vestan. Ef maður segir ein-
hverjar aðrar fréttir af þessu
ástandi væri það beinlínis frétt-
afölsun. En að öllu samanlögðu
ber ég mig ekki illa undan Vest-
firðingum og fæ oft góð
viðbrögð. Sérstaklega hefur
það vakið athygli mína að
burtfluttir Vestfirðingar hlusta
grannt eftir fréttum héðan. Þeir
fylgjast til dæmis margir með
Landpósti, bæði ungir og
gamlir.
Nú ert þú kominn í nýtt og
gott húsnæði. Hvaða breyting-
ar þarf að gera hérna og hvenær
er von á að þú fáir aðstöðu til
að vinna útvarpsefni?
Eins og ég saðgi áðan, er
stefnt að því að hér komi svæði-
sútvarp 1. október. Þá á að vera
komin hér hljóðstofa, hægt að
taka hér upp viðtöl og ganga
frá þáttum. Það verða gram-
mófónar og sendingarútbúnað-
ur, þannig að það verður hægt
að nota dreifikerfið Rásar 2.
Að vísu hefur nú síðustu dag
komið upp nokkurt vandamál
fyrir norðan og austan. Stund-
um hefur dægurmálaútvarpið
lofað rúsínu í pylsuendann á
sinni dagskrá og það borið upp
á tíma svæðisútvarpsins. Þá
lokast fyrir efni rásarinnar á
maðan, á milli kl. 6 og 7 og
menn telja sig missa af góðu
efni. Fram til þessa hefur verið
reynt að koma í veg fyrir að
svæðisútvarpð rækist á við efni
sem ætla má að allir landsmenn
hafi áhuga á að heyra.
Vantar þá samráð þarna á
milli?
Það var gengið út frá því í upp-
hafi svæðisútvarps,m að dæg-
urmáladeildin yrði ekki með
feitt á stykkinu á þessum tíma,
en það virðist eitthvað hafa ver-
ið að breytast og ég veit að það
er ekki ánægja með það.
Hvar mun svæðisútvarp á Vest-
fjörðum nást? Verður það alis
staðar þar sem Rás 2 næst?
Það er reyndar tæknilegur
möguleiki á því. Mér sýnist því,
að þessu verði dreift frá Bæjum
og þannig náist í ísafjarðarsýsl-
ur að mestu. Síðan er spurning
hvort ekki verður hægt að
dreifa þessu líka frá Stykkis-
hólmi yfir á Barðaströnd og
nágrenni. Ekki er ljóst hvernig
verður með Strandasýslu fyrst
um sinn.
Hvaða hugmyndir gerðir þú
þér um svæðisútvarp? Hvernig
hafa svæðisútvarp á Akureyri
og á Austfjörðum starfað?
í fyrsta lagi er mikil breyting
á því að senda dagskrárefni og
sérstaklega fréttaefni í gegnum
fréttastofu í Reykjavík út um
allt land, eða senda héðan til
Vestfirðinga. Þú ert orðinn
þinn eiginn fréttastjóri og þá
komum við aftur að þessu
margumtalaða fréttamati.
Fréttir verða miklu nær svæð-
inu. Fréttir sem ekki eiga erindi
í landsrásina geta átt erindi í
þetta útvarp. Þetta verður að
nokkru á sama grundvelli og
fréttir héraðsblaðanna okkar.
Þar má nefna staðbundið félags-
líf, málefni sveitarstjórna,
þessu verða gerð önnur skil en
hægt væri í almennum fréttum.
Þar er helst rætt um stærstu
mál, fjárhagsáætlun eða stærri
drætti í starfi. Þannig verður
fréttamat annað og við kom-
umst nær því sem er að gerast
á svæðinu. Þar að auki byggir
svæðisútvarp mjög mikið á
fréttaritarakerfinu. Á Austurl-
andi hefur Inga Rósa byggt upp
mjög öflugt fréttaritarakefi.
Þetta er nauðsynlegt til að þetta
endi ekki sem einhvers konar
ísafjarðarútvarp. Þeir hringja
þá inn pistla frá hverjum stað.
Þó menn tali um að lítið gerist
í þessum kauptúnum frá degi
til dags er þó alltaf eitthvað í
deiglunni, það eru aflafréttir,
félagslíf o.s. frv. Svona fréttir
eiga einmitt erindi í svæðisút-
varpið.
Ég hef horft á þetta þannig
að svæðisútvarp gæti gegnt
sérstöku hlutverki á Vestfjörð-
um, jafn drifð og byggðin er og
samgöngur stopular á vetrum.
Þetta gæti sameinað byggðir,
því samgangur er víða lítill inn-
byrðis. Gæti orðið ákveðinn
menningarlegur og félagslegur
tengiliður milli byggða.
Hvaða hiutfall yrði milli frétta-
efnis og dagskrárgerðar?
Svæðisútvarp á þessu stigi er
Hér er Finnbogi á nýju skrifstofunni með Nagra tækið.
einkum og sér í lagi fréttir. Á
Austfjörðum byrjuðu þeir á
hálftíma, tvisvar í viku, en eru
komnir upp í klukkutíma, tvi-
svar í viku. Inga Rósa ráðlegg-
ur okkur hér að byrja strax með
klukkutíma. Þeir hafa þar
fréttir, síðan svonefnt „Item“,
þar sem ákveðin málefni eru
tekin fyrir og svo auglýsingar.
Mikilvægt er að fá samtímis
þessu aðstöðu til að vinna þætti
sómasamlega, og einhver
aukning verður á mannafla. Á
Egilsstöðum eru nú tvö og hálft
stöðugildi starfandi við útvarp-
ið.
Finnbogi, frá útvarpi yfir til
sjónvarpsins, hvað með sam-
vinnu?
Með tilkomu nýja útvarps-
hússins breytast aðstæður. Það
er gert ráð fyrir því að sjón-
varpið fari í þetta hús þegar það
verður fullbúið. Nú þegar hafa
tæknideildir þessara stofnana
verið sameinaðar og umræður
hafa verið um frekara samstarf
og hugsanlega sameiningu á-
kveðinna þátta sjónvarps og
útvarps. Við höfum leitt að því
hugann við hönnun þessa húsn-
æðis hvort rétt væri að sjón-
varpið fengi hér eitthvert
afdrep. Hér er sem kunnugt er
einn fréttaritari fyrir sjónvarpð
og annar á Bíldudal, en báðir
með lélegar vélar. Ég hef ásamt
Ingu Rósu Þórðardóttur átt tal
um þetta við Boga Ágústsson,
fréttastjóra sjónvarps og Helga
H. Jónsson, sem er deildar-
stjóri innlendra frétta þar sem
þessi mál voru rædd. Það er
vilji fyrir því hjá Sjónvarpinu
að bæta þjónustuna við lands-
byggðina, meðal annars með
aþvf að til komi nýjar vélar,
svokallaðar Super VHS, og það
er á döfinni að við förum að
gera eitthvað fyrir Sjónvarpið.
Þannig mætti nýta aðstöðuna
fyrir báðar stofnanir og koma í
veg fyrir tvíverknað.
Hvernig gengur að virkja frétt-
aritara sem þú hefur á stöðu-
num?
Það er nú svolítið misjafnt.
Við héldum nýlega fund um
þetta á fréttastofunni syðra og
það er vilji fyrir því að hlúa bet-
ur að þessu starfi. Jón Baldvin
Halldórsson fréttamaður er
orðinn tengiliður við fréttarit-
arana á landsbyggðinni og okk-
ur á útstöðvunum og við vænt-
um þess, að sú breyting hafi
einhver áhrif. Þessu hefur tæp-
lega verið sinnt nægilega frá
fréttastofunni og fréttaritarar
hafa kvartað yfir því að fá held-
ur slaka þjónustu þar, þegar
þeir hafa verið að hringja. Ný-
liðar, sem ekki eru of vissir um
eigin getu þurfa uppörvun og
skilning. Ég held nú að þetta
sé allt að lagast og ég get ekki
neitað því að mér hlýnar um
hjartaræturnar þegar ég heyri
pistla frá fréttariturum mínum
og hvet þá hér með til dáða.
Eitthvað að lokum um hlutverk
fréttamannsins?
Hlutverk útvarps, hlutverk
fréttamanna, hvað hefur frétta-
gildi? Fréttagildi felst oft í því
afbrigðilega, þannig að jafn og
góður afli hefur auðvitað
fréttagildi í sjálfu sér, en ekki
eins og mokafli eða ördeyða,
sem ekki var von á. Yfirleitt
segi ég þó aflafréttir almennt,
til upplýsingar. Hverjir eru
skjólstæðingar fréttamannsins?
Ætli það sé ekki hinn almenni
borgari. Fréttamaður þarf að
hafa dómgreind í lagi og hann
verður að vera heiðarlegur og
nákvæmur. allar fréttir þarf að
baktryggja og vanda. Ég hef
jafnan reynt að lesa fyrir menn
það sem ég hef haft eftir þeim
og hef yfirlett ekki fengið fréttir
í hausinn. Alltaf kann að
skeika einhverju smálegu í hita
leiksins, en hjá því verður ekki
komist með öllu.
Ég get ekki annað sagt en ég
sé í góðu sambandi við byggð-
irnar hérna og ég hef aðgang að
mjög mörgum til að afla frétta.
Mjög margir hafa samband við
mig og láta vita af fréttum. Mér
þykir vænt um þetta samstarf
og vil koma á framfæri þökkum
til þeirra sem starfa þannig með
mér. P.B.
Svavar Gestsson
Dagana 14.-16. janúar var
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra í heimsókn á ísafirði
og í nágrenni.
Ætlunin var að koma vestur
föstudaginn 13. jan. og heim-
sækja þá skólastaði í V-ís. allt
til Þingeyrar, en vegna sam-
gönguerfiðleika varð ekki af
Menntamálaráðherra f ræðustóli. T.v. má sjá Smára Haraldsson formann skólanefndar Grunnskólans á
ísafirði og t.h. Gerði G. Óskarsdóttur ráðunaut um skólamál.
á Vestfjörðum
því og frestaðist förin um einn
dag.
Með ráðherra voru í för Guð-
rún Ágústdóttir aðstoðarráð-
herra og Gerður G. Óskars-
dóttir ráðunautur hans um
skólamál.
Farið var til Bolungarvíkur og
skoðuð þar skólamannvirki og
bókasafn og snæddur hádeg-
isverður í boði bæjarstjórnar.
Fundur um skólamál var svo
haldinn á ísafirði á laugardag.
Var hann vel sóttur og um-
ræður fjörugar. Ráðherra og
föruneyti hans skoðuðu ýmsar
stofnanir á ísafirði á vegum
bæjarstjórnar, heimsóttu síðan
grunnskólann á ísafirði, litu við
í Bræðratungu og heilsuðu upp
á heimilismenn, skoðuðu
gamla sjúkrahúsið og fleira.
Þá var einnig annar fundur með
skólafólki, að þessu sinni var
fjallað um framhaldsskólamál.
Almenn ánægja var með komu
menntamálaráðherrans hingað
vestur og hversu margt hann sá
ásamt fylgdarliðið sínu, Ráð-
herrann hafði við orð að reyna
að fara víðar um Vestfirðina í
næstu heimsókn.
Hann sagði nægan tíma, því
hann teldi líklegt að hann sæti
um sjö ár í þessu embætti, eða
því sem næst!
Kvöldið áður en menntamála-
ráðherrann kom til ísafjarðar
voru hér tveir aðrir ráðherrar,
þ.e. fjármála og utanríkismála.
Voru þeir með fjörugan og fjöl-
mennan fund í Alþýðuhúsinu
á ísafirði, auk þess sem þeir
skutu upp rauðum sólum,
bæjarbúum til skemmtunar.
Ekki verður fjallað um þennan
fund hér, enda hafa flestir fjöl-
miðlar gert honum nokkur skil.
PB.