Ísfirðingur - 24.01.1989, Síða 6
6
ÍSFIRÐINGUR
IsaQarðarkaupstaður
Deiliskipulag
Auglýst er deiliskipulag sjúkrahússreits á
ísafirði, en þar er m.a. gert ráð fyrir kirkju-
byggingu, í samræmi við grein 4.4. í skipu-
lagsreglugerð nr. 318/1985.
Skipulagstillagan liggur frammi á 1. hæð í
Stjómsýsluhúsinu frá og með 3. janúar 1989
til 31. janúar sama ár.
Athugasemdir, ef einhverjar em, skulu vera
skriflegar og berast bæjarstjóm fyrir 1. fe-
brúar 1989.
Bæjarstjórínn á ísafirði.
Frá sorpbrennslustöðinni
á Skarfaskeri
Tilgangur auglýsingar þessarar, er að vekja
athygli hlutaðeigandi á þeim vanda sem
skapast í sorpbrennslustöðinni á Skarfaskeri,
þegar sett er óbrennanlegt msl í sorppoka
sem berast til hennar.
Sorpbrennslustöðin er byggð til brennslu á
heimilissorpi. Það veldur því miklu tjóni á
stöðinni þegar hent er gleri, járni og sam-
bærilegu sorpi í hana. Sorp það sem hér
hefur verið nefnt veldur tjóni á hleðslusteini,
sem ofninn er einangraður með, völsum sem
færa ruslið niður í ofninn og ristum sem em
í botni hans. Viðhald á þessum hlutum er
mjög dýrt.
Það em því tilmæli okkar sem að rekstri sorp-
brennslunnar standa, að heimilssorp sé
flokkað áður en það er sett í mslapokana.
Látið ekki gler, grjót og járn í poka sem fara
í sorpbrennslustöðina, hendið því á sorp-
hauga fyrir óbrennanlegt sorp.
Sé farið eftir þessum tilmælum verður rekstur
sorpbrennslustöðvarinnar ódýrari og því
hægt að nota þá fjármuni sem annars fara í
viðhald, til annarra framkvæmda í sveitarfé-
laginu.
Stjóm sorpbrennslustöðvar
á Skarfaskerí.
Húsmæðraskólinn Ósk
Námskeið í vetur
☆ saumar — bútasaumur
☆ vefnaður —
☆ postulínsmálun —
almenn matreiðsla —
☆ gerbakstur —
☆ örbylgjuofnar —
☆ smurt brauð —
☆ sjávarréttir —
tertur og kökur —
☆ heilsufæði —
og fleira
Upplýsingar í skólanu í síma 3025.
Skólastjórí.
Dagheimili - Leikskólar
Fóstmr og aðstoðarmenn vantar í eftirtaldar
stöður:
Bakkaskjól: 50% staða eh., laus nú þegar.
50% staða eh., laus frá 1. mars
nk.
Eyrarskjól: 50% staða í afleysingar.
50% staða fh. frá 1. febrúar.
Upplýsingar veita forstöðumenn viðkomandi
dagvistarheimila.
Iðnaður á Borðeyri
Á Borðeyri hefur verið starf-
rækt síðast liðin 9 ár vélaverk-
stæði í eigu hlutafélagsins
Klappar. Að hlutafélaginu
standa nokkur fyrirtæki og fé-
lög þar í sveitinni, aðallega
tengd landbúnaði.
Fyrst og fremst hefur verkstæð-
ið annast vélaviðgerðir og við-
hald ýmis konar og hafa að
jafnaði fjórir menn starfað að
því. Til að fylla í eyður, sér-
staklega yfir vetrartímann hafa
verið framleiddir á verkstæðinu
stauraborar og sturtuvagnar.
Með því hefur verið hægt að
tryggja þremur mönnum at-
vinnu á veturna.
Stauraborinn sem getið er um
hér að framan er ætlaður fyrir
girðingarstaura. Hann er festur
aftan á traktor og tengdur í frí-
tengi. Borinn er að öllu leyti
smíðaður hjá Klöpp h.f., að
því undanskildu að drifkúla úr
bíl er notuð. Þessir borar hafa
reynst mjög vel, t.d. í hörðu og
grýttu landi þar sem erfitt hefur
verið að girða undir venju-
legum kringumstæðum. Bor-
arnir hafa mikið verið notaðir í
mæðiveikigirðingum. Þá hafa
líka verið framleiddir borar fyr-
ir vegstikur.
Sturtuvagnarnir eru einnig fyrir
traktora. Þeir bera 5 tonn.
Fyrirhugað er að framleiða
vagna sem borið geta 7-8 tonn.
Það verður gert með hliðsjón
af því hversu öflugir og stórir
traktorar eru að verða nú til
dags. Þessir vagnar taka tvær
breiddir af stóru heyrúllunum,
sem sífellt eru að verða algeng-
ari í heyskapnum.
Ofangreindar upplýsingar eru
fengnar með viðtali við Svein
Karlsson í Vélsmiðjunni á
Borðeyri.
Ef einhverjir lesenda ísfirðings
hafa áhuga á því að vita meira
um þessa starfsemi, eða fá nán-
ari upplýsingar er þeim bent á
að hafa samband við Svein.
Hann næst í símum 95-1145 og
Frá Borðeyri. Myndin er tekin 1983.
Útvörður
Tímarit samtaka um jafnrétti milli landshluta
Út er komið tímaritið „Útvörð-
ur,” sem gefið er út af Samtökun-
um um jafnrétti milli landshluta.
í ritinu er fjöldi greina um lands-
byggðarmál, í víðustu merkingu,
enda berjast Samtökin fyrir jafn-
vægi í byggð landsins. Greinahöf-
undar eru margir og sumir lands-
þekktir. Viðtal við Steingrím J.
Sigfússon landbúnaðar- og sam-
gönguráðherra, þar sem hann iýsir
skoðunum sínum á þeim mála-
flokkum báðum og setur fram
ferskar hugmyndir að vinnubrögð-
um og stefhum í ýmsum málum,
sem undirhann heyra.
Grein er eftir Jóhönnu Sigurð-
ardóttur um eflingu sveitarfélaga
og verkaskiptingu ríkis og þeirra.
Bjarni Einarsson hjá Byggða-
stofnun ritar grein um orskakir
byggðavandans og afleiðingarnar
af áframhaldandi byggðaröskun.
Málmfríður Sigurðardóttir alþing-
ismaður ræðir um atvinnumög-
leika kvenna í dreifbýli.
Einar Oddur Kristjánsson for-
maður „forstjóranefndarinnar”
skrifar um stöðu atvinnuveganna
og pólitíska stjórnun þeirra á
síðustu árum. Loks eru athyglis-
verðar greinar eftir fólk sem hefur
látið þessi mál til sín taka við ýmis
tækifæri, s.s. Halldór Hermanns-
son ísafirði, Jónu Valgerði
Kristjánsdóttur Hnífsdal, Sigurð
Helgason Seyðisfirði, svo nokkrir
séu nefndir. Eins og fram er komið
er ritið skrifaö'af ýmsu fólki scm
búsett er vítt og breitt um landiö og
starfar í hinum ýmsu stéttum þjóð-
félagsins. Ætti því hér að birtast
allgott þversnið af almcnningsálit-
inu í landinu, hvað byggðamálin
varðar.
Frá Samtökum um jafnrétti
milli landshluta.
Auglýsið í ísfirðingi
VEGAGERÐIN
Símsvarar með
upplýsingum um færð:
Patreksfjörður: 1348
ísafjörður: 3958
Hólmavík: 3105