Ísfirðingur - 24.01.1989, Síða 8

Ísfirðingur - 24.01.1989, Síða 8
Netagerð Vestfjarða M. ísafirði, sími 94-3413 — Útibú Hvammstanga, sími 95-1710. Netagerð Vestfjarða M. Guðmundur P. Valgeirsson, Bæ: Fréttapistill úr Árneshreppi Brot úr annál síðastliðins árs Árferði. Síðastliðið sumar var okkur Árneshreppsbúum fremur erfitt. Það voraði seint og maí- mánuður var hretviðrasamur. Fénaður fór því seint af gjöf. Líklegt er að kyrkingur hafi komið í lömb vegna þess hve gróðri fór hægt fram allt til 20. júní vegna óhagstæðs tíðarfars. Frá þeim tíma og fram í miðjan júli var veðurfar hagstætt. Fór þá gróðri vel fram og tún spruttu vel. Varð gras á túnum með besta móti alls staðar og sums staðar svo, að í annan tíma hefur ekki orðið betri spretta á túnum og óslægju inn- an girðinga. Heyskapur byrjaði ekki fyrr en 20. júlí. Upp frá því gekk í votviðri svo að varla gat heitið að þurr dagur kæmi fyrr en 21. ágúst. Þá komu þrír samfelldir dagar sem nýttust til heyþurrk- unar á það hey sem þurrkað var. En þar skall hurð nærri hælum með að ná inn heyi áður en rigna fór á ný og það svo um munaði. Flestum tókst það þó. Dagana á eftir gerði slíkt vatns- veður að líkja mátti við steypi- flóð, einkum 27. og 28. ágúst. í því veðri urðu þau mestu spjöll á vegum sem um getur. Tók það langan tíma og mikla vinnu að lagfæra það svo fært gæti talist. Á þessum tíma gerð- ust jarðspjöllin í Ólafsfirði og víðar, sem ollu stórfelldu tjóni á vegum og mannvirkjum. í þessu steypiflóði reif áin á Eyri við Ingólfsfjörð (Eyrará) sig út úr farvegi sínum og olli stórkostlegu umróti og skemmdum. Tvö steinsteypt íbúðarhús eru þar nærri ánni. Vatnsflaumurinn úr ánni skall á öðru þeirra og gróf jarðveg og stórgrýti frá undirstöðum þess og munaði litlu að það stórskemmdist. Brúin yfir ána varð á þurru. Var þar óskaplegt umrót að sjá. Þegar þessi ósköp skullu yfir mátti heita að heyskap væri Iokið hjá flestum bændum og mátti það heita vel sloppið. Þeir sem ekki náðu að koma þurrheyjum sínum inn fyrir vatnsflóðið lentu í erfiðleikum með að nýta það, en tókst þó að mestu, um síðir. Upp frá þessu var tíðin hrak- viðra- og áfallasöm allt fram um veturnætur, fór illa með fé og nokkur vanhöld hlutust af því. Fram úr veturnóttum urðu veður mildari og þrátt fyrir um- hleypinga hélst jörð oftast auð og snjólítil fram að jólum svo allir vegir voru færir innan sveitar og út úr henni, sem er óvenjulegt á þeim árstíma. Með jólum spilltist veður og færð og þrálát ótíð hefur haldist síðan allt til þessa. Með jarðýtu á staðnum hefur þó verið hald- ið uppi nauðsynlegustu sam- göngum innan sveitar norðan Gjögurs. Afkoma á árinu. Afkoma Árneshreppsbúa var mun verri á s.l. ári en hún var árið áður. Grásleppuveiði brást með öllu, en var til stórra bú- drýginda árið áður. Fiskafli varð einnig mun minni en á fyrra ári. Kaupfélagið fékk nú aðeins 50 tonn til vinnslu og sölumeðferðar í stað 70 tonna árið áður. Því ollu ógæftir og tregari fiskur þegar á sjó gaf. Allt segir þetta til sín í verð- mætum og vinnulaunum. Innlegg bænda varð einnig mun minna en árið áður. Haustið 1987 var slátrað 3.800 dilkum með 15.8 kg fallþunga, en á s.l. hausti 3.300 dilkum með 14.1 kg fallþunga. Munur á fall- þunga þessara tveggja ára er því 1.7 kg og veldur þar verra árferði. Það munar um minna í búi bóndans, þó aðrir aðilar telji það til hagsbóta sínum sjónarmiðum. Tala slátraðra dilka gefur ekki rétta mynd af tekjum sauðfjárbænda, því á s.l. hausti voru seld héðan úr hreppnum 300 lömb til lífs á þau svæði sem skorið hafði ver- ið niður á vegna riðuveiki, en voru nú að fá nýjan fjárstofn. Ekkert var selt til lífs árið áður. Bændur í Árneshreppi hafa um langt skeið lagt sig fram um sauðfjárrækt gegnum sauðfjár- ræktarfélag sitt, VON og náð góðum árangri. En þar eins og á öðrum sviðum þarf stöðuga árvekni til að missa ekki niður það sem hefur áunnist. Á liðnu hausti var hrútasýning í hreppnum eins og lög standa til. Þar voru sýndir 43 hrútar. Af þeim fengu 33 fyrstu verð- laun og 10 önnur verðlaun. Sýningin var ekki haldin fyrr en um veturnætur og þá var búið að lóga mörgum góðum hrútum. Af sýndum hrútum voru 12 þeirra stigadæmdir og fóru 11 í heiðursverðlaunaf- lokk. Stigahæstur var Lassi Kristjáns Albertssonar á Mel- um með 84 stig. Afburða hold- mikill og vel gerður. Framkvæmdir. Talsverðar framkvæmdir voru hér á sumrinu. Lokið var við að einangra og klæða utan sam- komuhús sveitarinnar, sem far- ið var að láta á sjá vegna steypugalla. Unnið var að vatnsleiðslu fyrir kaupfélagið og starfsemi þess, sláturhús og fiskvinnslu. Á Krossnesi var lokið við byggingu nýs íbúðar- húss og flutt í það að áliðnu sumri. Hjónin á Krossnesi, Ey- jólfur Va'.geirsson og Sigur- björg Alexandersdóttir hafa látið af búskap og fengið syni sínum og tengdadóttur jörð og bú í hendur. í stað þess að flytja burtu á öldrunarheimili brugðu þau á það ráð að byggja sér litla en mjög þægilega og snotra íbúð heima á Krossnesi. Með því geta þau veitt heimilinu þá aðstoð er kraftar þeirra leyfa og notið hjálpar yngri hjón- anna. Mætti þetta verða öðrum til fyrirmundar undir líkum kringumstæðum. Mér er sagt að þetta sé eina íbúðarhúsið, sem byggt hefur verið á tveimur síðustu árum í sveit á Vest- fjörðum. Á Steinstúni var nær 50 ára gamalt íbúðarhús tekið til gagngerðrar viðgerðar og endurbóta og er nú sem ný- byggt væri. Kirkjubygging. Bygging hinnar nýju kirkju safnaðarins miðar hægar en ætlað var og æskilegt er. Þó tókst að koma upp grind henn- ar og reisa sperrur sem eru úr stáli. Bíður hún þess að verða klædd utan og innan á komandi sumri eftir því sem efni og á- stæður leyfa. Þrátt fyrir varnaðarorð Davíðs Stefánssonar skálds í kvæði hans um Abba Labba Lá og trúna á stokka og steina, virðist sú trúarhreyfing eiga vaxandi fylgi að fagna. Menn þykjast sjá í hrörlegum hálfhrundum kofum og brunarústum helga dóma og menningarverðmæti, þó þeir sömu hafi áður látið sig þá engu varða meðan þeir voru og hétu. Sú hreyfing hefur ekki farið fram hjá okkur og við goldið þess. Reynsla okkar af því mætti verða öðrum til varn- aðar en ekki eftirbreytni. Bíldudalur — Blómlegt félagslíf Góð þjónusta Arnarflugs Leikfélagið Baldur sýndi söng- leikinn „Stína Vóler“ eftir Haf- liða Magnússon og Ástvald Jónsson á sinni árlegu „Deshá- tíð“ og einnig var söngleiknum útvarpað á milli jóla og nýárs í umsjón Finnboga Her- mannsonar. Jólin voru haldin hátíðleg á hefðbundinn hátt. Á jóladag var veður slæmt og gerði ófært yfir Hálfdán. Fjölmenn jóla- trésskemmtun fyrir börnin var haldin 28. des. og tókst hún vel, enda komu góðir sveinar í heimsókn með gott í pokum. Hinn 28. desember var svo haldið vísnakvöld þar sem fram komu 13 manns, sem sungu eða fluttu frumsamið efni. Um 100 manns sóttu þessa skemmtun og voru undirtektir mjög góðar. Áramótin fóru vel fram með flugeldaskotum og öðru til- heyrandi og var nýja árinu heilsað með dansleik í Baldurs- haga samkvæmt gamalli hefð, þar sem bæði ungir og aldnir dönsuðu fram undir morgun við undirleik ungra hljómlist- armanna héðan af staðnum. Togarinn Sölvi Bjarnason hélt til veiða að nýju þann 8. janúar, eftir viðgerð á vél. Rækjuveið- ar hófust aftur í byrjun janúar og var byrjað að vinna í rækju- verksmiðjunni 9. janúar. Tíu bátar stunda nú rækjuveiðar hér í Armarfirði og er viku- skammtur þeirra fjögur tonn á bát. Arnarflug hefur haldið uppi mjög góðri þjónustu allt síðastliðið ár, þar sem þeir hafa áætlunarflug hingað alla daga vikunnar. í desember var flogið 28 daga, aðeins tveir dagar féllu úrvegna veðurs. Fyrir kom að tvær vélar flugu hingað sama daginn, sérstaklega í kringum jólin. Dagblöð og póstur berast okkur því á hverjum degi og eins yfir Hálfdán til Tálkna- fjarðar og Patreksfjarðar þegar fært hefur verið. Nú er aðeins mokað tvisvar í viku og þykir okkur íbúum hérna það léleg þjónusta, að ekki sé nú talað um öryggisþáttinn, þar sem læknir og sjúkrahús eru á Patr- eksfirði, Lionsmenn héldu þrettánda- gleði fyrir börnin og tókst hún mjög vel. ITC-félagar Byltu buðu mökum sínum til veislu laugardag 14. janúar. Var þar blandað alvöru og glensi, og fór þetta í alla staði hið besta fram. Birna. Bílddælingar eru þekktir fyrir þróttmikið félagslíf og leikstarfsemi. Myndin er frá 20 ára afmælishátíð leikfé- lagsins Baldurs, haustið 1985, en þá komu burtfluttir stofnfélagar heim í fri og æfðu og léku ásamt staðarbú- um atriði úr mörgum leikritum sem sýnd hafa verið á liðnum árum. Að sjálfsögðu var húsfyllir á tveimur sýningum, eins og oftast þegar Baldur setur verk á svið.

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.