Ísfirðingur - 11.12.1991, Page 18
18
ISFIRÐINGUR
Guðmundur Thorsteinsson - Muggur
100 ár f rá fæðingu hans
til íslands, nú til Reykjavíkur.
Muggur hélt námi sínu áfram í
Danmörku. Hann brá sér þó í
heimsóknir til íslands og myndefni
hans eru gjarnan sótt þangað, oft
í sveitalífið eða ævintýri og þjóð-
sögur, sem honum voru alla tíð
hugleiknar.
Að loknu námi í Teknisk skóla
tók við námí Konunglegu Aka-
demíunni. Meðal félaga hans þar
voru Júlíana Sveinsdóttir, sem
þangað kom frá Vestmannaeyjum,
Mogenz Lorentzen, sem síðar varð
virtur málari og rithöfundur og
Axel Salto, sem var alla tíð náinn
vinur Muggs.
Muggur bregður sér þó heim
einn veturinn, fer út til Eyja og
dvelst þar í tvo mánuði og málar
og teiknar. Paðan vestur í Dali þar
sem hann dvelst sumarið og síðan
enn út til Hafnar að Ijúka skól-
anum. Þannig var hin skamma ævi
Muggs; hann var stöðugt á faralds-
fæti, stöðugt að uppgötva eitthvað
nýtt.
Hér verður ekki rakinn æviferill
Muggs, enda þeim sem vildu fræð-
ast nánar bent á mjög góða bók
Björns Th. Björnssonar um hann,
bóki heitir Muggur og þar er ýtar-
lega rakin hin skamma en litríka
ævi Muggs og sagt frá verkum
hans.
Rétt er þó að geta þess, að
Muggur lék aðalhlutverkið í „Sögu
Borgarættarinnar", sem Nordisk
Film lét gera haustið 1919. Þessi
kvikmyndataka vakti mikla athygli
hérlendis, sem von var, þar sem
þetta var íslendingum nýmæli.
Forsíðumynd Isfirðings er af
einu þekktasta myndverki Muggs,
„Sjöundi dagur í Paradís", glit-
pappírslíming og pcnnateikning.
Björn Th. Björnsson segir svo
um myndina:
„í henni er fullkomnað allt það
besta sent fram hafði komið hjá
Muggi, Ijóðræn mýkt, fínleiki í
handbragðinu og sú tegund mynd-
sköpunar, þar sem eðli sjálfs efnis-
ins leiðir af sér verkið, líkt og í
leik. Hann er einn þeirra lista-
manna sem hugsa með höndunum
ef svo mætti segja. Og þessi mynd
er ekki til neinna annarra sótt, né
Frá afhjúpun minnisvarðans. Eiríkur Thorsteinsson og Guðmundur
Elíasson myndhöggvari.
Á stakkstæðinu. Greinilega af reitunum á Bíldudal. Langanes og
Norðurströndin í baksýn.
Jón Kr. Ólafsson, Magnús Björnsson og Guðmundur Hermannsson.
á hún sér hliðstæðu; hún er að fullu
og öllu sprottin úr persónugerð
hans sjálfs.
Guð allsherjar gengur hægum
skrefum inn á sviðið alskapað; eld-
rautt höfuð hans er tákn almættis-
ins, og englarnir tveir sem fylgja
honum eru persónugervingar þess-
ara árdaga. Trén teygja fram
greinarnar og dýrin hneigja sig fyr-
ir meistara sínum, -meira að segja
kengúrubarnið stingur höfðinu
upp úr pokanum og vill líka fá að
sjá. Litirnir stemmast saman í
hátíðlegri rósemd, ómáðir af veðr-
um og sól.“
Muggur lést aðeins 32 ára að
aldri á berklahælinu í Sölleröd 27.
júlí 1924 úr brjóstveiki.
Bílddælingar hafa heiðrað
minningu þessa sérstæða lista-
manns, sem sprottinn var í jarð-
vegi vestfirskrar sagnahefðar og
sleit barnsskólum við fiskireitana
á Bíldudal með því að reisa honum
minnisvarða. Hann stendur á
„Tungunni", þar sem einnig er
minnisvarði um foreldra hans og
var afhjúpaður fyrir 10 árum.
Að því verki stóðu Jón Kr.
Ólafsson, sem sýnt hefur minningu
Muggs mikinn sóma, Magnús Kr.
Björnsson oddviti og Guðmundur
Hermannsson, sveitarstjóri.
P.B.
Muggur um 1919.
Hinn 5. september síðastliðinn
voru 100 ár liðin frá fæðingu lista-
mannsins Guðmundar Thorsteins-
sonar, sem notaði listamannsnafn-
ið „Muggur", enda var hann ávallt
kallaður því nafni, svo sem enn
þekkist meðal ýmissa nafna hans.
Muggur fæddist 5. sept. 1891 og
átti heimili sitt á Bíldudal til 12 ára
aldurs, en þá fluttu foreldrar hans,
Pétur J. Thorsteinsson og Ásthild-
ur kona hans heimili sitt til Kaup-
mannahafnar. Þar nam Muggur
við Teknisk Skoie, sem var eins
konar undirbúningsskóli fyrir
myndlistarmenn. Meðal kennara
hans þar var Holger Grönvold,
sem einnig kenndi Ásgrími Jóns-
syni. Jafnframt náminu var hann
mikið á faraldsfæti, ferðaðist vítt
og breitt um Danmörku og suður
um Evrópu og drakk í sig strauma
og stefnur í listalífinu þar. Árið
1910 fluttust foreldrar hans aftur
Sálin hans Jóns míns 1915-1916
Muggur í Cagnes 1924. Síðasta
Ijósmynd sem til er af honum.
Kaupfélag Dýrfirðinga
Fáfnir h/f
Arnarnúpur h/f
Þingeyri
óskum öllum starfsfólki okkar á sjó og landi,
viðskiptavinum, svo og öllum Vestfirðingum,
gleðilegra jóla og farsæls komandi árs,
og þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Vestfirðingar!
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
KAUPFELAG HERAÐSBUA
EGILSSTÖÐUM