Ísfirðingur


Ísfirðingur - 11.12.1991, Blaðsíða 8

Ísfirðingur - 11.12.1991, Blaðsíða 8
8 ISFIRÐINGUR Birna Hauksdóttir: Sendibréf frá Swakop Það er alltaf forvitnilegt að frétta af samlöndum sem búa fjarri ættjörðinni. Því fjær sem þeir eru og því fram- andlegri sem siðir landanna birtast okkur þeim mun fróð- legra er að heyra af þeim. Birna Hauksdóttir (dóttir Sonju Hjálmarsóttur í M.í.) er ein þeirra íslendinga sem hleypt hefir heimdraganum. Isfirðingur hafði spurnir af þessu og leitaði frétta frá henni. Þær berast hér í formi sendibréfs hennar til Magdalenu Sigurðardóttur. Bréfíð er skrifað í fyrravor, en barst svo seint að blaðið var farið í sumarleyfí og náðist ekki að birta að fyrr, enda hið besta efni í jólablað. Hér skal ekki lengdur formálinn, en þess má geta að myndirnar bárust síðar. Og hefst þá lesturinn: Komdu sæl Magdalena. Ég fékk hréfið frá þér fyrir um mánuði síð- an og þú verður að fyrirgefa hvað það hefur dregist hjá mér að svara. Ég veit nú ekki hvort ég er svo snjöll að skrifa greinar, en ég get reynt. Og það er þá bcst að byrja. ÆVINTÝRIÐ HEFST Það var seinnipartinn í septem- ber sem ég fékk þær fréttir að við ættum að fara út 6. október. Mað- urinn minn hafði farið út í ágúst með fjórum öðrum mönnum. Þeir voru að fara á vegum Þróunarsam- vinnustofnunar Islands til að að- stoða Namibíumenn við fiskveið- ar. Fyrir var einn fiskifræðingur, einn tölvufræðingur og svo verk- efnisstjóri. Það var mikill spenn- ingur fram að brottför og voðalega fannst mér tíminn lengi að líða. Eldsnemma 6. október vorum við svo mættar út á flugvöll, þrjár konur með níu börn. (Hinar kon- urnar komu út 3. nóvember og núna eru í Swakopmund 6 íslensk- ar fjölskyldur með 11 börn og svo tveir einstaklingar). Flugferðin Swakopmund 20.05.91 Swakop eins og vin í eyðimörk- inni, því það er mikið af gróðri í bænum og sérstaklega mikið af pálmatrjám. STÉTTAIVHJNUR MIKILL Bærinn skiptist í þrjú hverfi: Hverfi svartra, sem heitir Mon- desa og eru þar mest megnis skúrar og engin þægindi, hvorki vatn, raf- magn né hreinlætisaðstaða. Svo kemur hverfi litaðra, Tamariskia. Þar eru svona sæmileg hús og bæði rafmagn ogvatn. Aölokum kemur hverfi hvítra, Vineta, sem er eins og gefur að skilja mjög fallegt og mikið af gróðri og fallegum húsum þar. Stéttaskipting er mikil og hvítir tróna efst á toppnum, þar næst litaðir og svo koma svartir alveg langneðst í samfélagsstiganum. Það er skrítið, að bara með því að vera hvít crum við komin í heldri manna tölu. Litaðir vinna við af- greiðslustörf en svartir koma ekki nálægt því. Þeir mega að vísu af- greiða en þeir mega ekki koma nálægt peningakassanum. Þeir Greinarhöfundur við Viktoríufossa. sitja til borðs með okkur og fyrstu matmálstímarnir voru alveg kval- ræði. Húnsatystástólnumogekki nóg mcð það, hcldur hálfsneri hún sér undan og velti svo hnífapör- unum á diskinum, þar til ég var skíthrædd um að hún myndi missa allt á gólfið. Og ckki bættu krakk- arnir ástandið, því þeim þótti þetta skrýtið athæfi og voru ekkert að liggja á þcirri skoðun sinni. En þetta fór dagbatnandi eftir því sem enskan okkar lagaðist og núna telst hún til fjölskyldunnar svona eftir því sem hægt er, því hún á auðvit- að sína eigin fjölskyldu. En sagan er ekki öll búin, því við fengum vinnumann og hann talar bara afrikaans. Svo nú situr hann yst á stólnum, veltir hnífa- pörunum og brosir við öllu sem ég segi. Ég er að reyna að tala ensku við hann, en ég hugsa að ég gæti alveg eins talað íslcnsku eins og ensku. „FÁÐU ÞÉR BYSSU“ Það er mjög algengt að innfædd- ir tali 3-4 tungumál. Þeir tala all- flestir afrikaans og sitt eigið tungu- mál. Svo tala margir þeirra esku og 1- 2 ættbálkamál. Það eru fjórir stórir ættbálkar í Namibíu og tugir minni ættbálka. Það er mikið at- vinnuleysi meðal innfæddra og á hverjum einasta degi bankar ein- hver upp á hjá okkur og biður um vinnu. Það er líka mikið um þjófn- aði og hefur okkar fjölskylda farið sérstaklega illa út úr því. En það hafa líka komið upp spaugileg at- vik með þjófnað eins og þegar ruslatunnu var stolið frá einni fjöl- skyldunni og með öllu ruslinu í. Þcim fannst það þó bót í máli að losna við ruslið. Það eru rimlarfyriröllum glugg- um í Vineta og langflestir eru með hunda. Við fengum okkur hund sem er á stærð við meðal kálf, en alveg meinlaus. Það þorir samt enginn inn í garðinn, sem ekki þekkir hundinn, þannig að við höfum verið laus við þjófnað síðan hann kom. Mannslíf eru ekki mikils metin meðal innfæddra og eitthvað er um ættbálkadeilur. Til dæmis var vinnukonan mín, Kristín frá vinnu í heilan mánuð vegna slagsmála sem hún lenti í. Tilefni slagsmálanna var það að einhverri stúlku fannst hún of fínt klædd og réðist á hana. Svo ekki þarf nú mikið til. Kristín tilkynnti mér eftir einhvern þjófnaðinn að ég ætti að fá mér byssu. Ég fór nú að segja henni að ég kynni ekki á byssu, en hún var fljót að finna lausn á því máli. Hún skyldi bara skjóta þjófana fyrir mig. En þar sem við erum með ung börn og ekkert sérstaklega hrifin af skot- vopnum slepptum við því að fá okkur byssu. í ÞYSKUM SMÁBÆ Fyrir utan þjófnaðina er mjög gott að búa hér í Swakop. Þetta er þýskur bær og mjög formfastur. Þjóðverjarnir eru mjög stoltir af sínum þýska uppruna og tala alveg hreina þýsku. Það er starfrækt námufélag hérna, Rössing-Mines. Þegar það byrjaði kom mikið af ungu ensku fólki hingað og það hleypti lífi í bæinn, og það er mikið félagslíf á vegum Rössing fólksins. Listalífið er gott og mikið um tréútskurð frá ættbálkunum norður í landi. Þeir ferðast hingað langar leiðir með sinn tréútskurð og hafa fastan dvalarstað á einu götuhorninu hérna í bænum. Þar eru þeir allan sólarhringinn og selja. Sumt af því sem þeir selja eru hrein listaverk og alveg ótrú- lega falleg. Einnig er hér mikið um minjagripabúðir. Verðlag er mjög lágt á matvælum, fatnaði og létt- víni, en rafmagnsvörur eru svipað dýrar og heima. Það er óhætt að borða allan mat og drekka vatn úr krönunum. Okkur finnst stundum að við séum ekki í Afrfku heldur þýskum smábæ. hingað út gekk vel og við lentum á flugvellinum í Windhoek sólar- hring seinna. Windhoek er höfuð- borg Namibíu og mjög falleg borg. f raun er Windhoek eins og hver önnur vestræn borg með öllum þægindum og stóru verslunar- hverfi, sem við íslensku konurnar höfum notað okkur óspart. Við keyrðum til Swakop daginn eftir. Framan af var leiðin falleg og þó nokkur gróður, en eftir því sem nær dró Swakop var minni gróður og loksins bara eyðimörk. Swakop er við ströndina og loftið þar frem- ur svalt, miðað við það sem gerist innar í landinu. Mér skilst að Swakop sé nokkurs konar Florída Namibíu. Það býr allmikið aföldr- uðu fólki hérna og yfir sumartím- ann (nóv.-febr.) þrefaldast íbúa- fjöldinn. Flest allir sem koma eru að flýja hitann í höfuðborginni, sem verður víst ansi mikill á þess- um tíma. Það er skrítin tilfinning að keyra í auðninni og allt í einu reis vinna mestmegnis sem þjónustu- fólk og við flestöll skítverk sem þarf að vinna í bænum. Meðal- vikulaun vinnufólks sem vinnur 8 tíma á dag 5 daga vikunnar eru um 200 rönd (ca. 4.500 ísl. kr.). AF VINNUHJÚUM Ég var nú ekkert sérstaklega hrifin af því að fá vinnukonu, en þar sem mannskepnan er fljót að aðlagast er ég komin með bæði vinnukonu og vinnumann núna. Vinnukonan mín er tvítug Damarastúlka. Hún er mjög indæl og talar góða ensku. En það tók tíma fyrir okkur að venjast hvor annarri. Fyrst sagði hún „yes,“ við öllu sem ég sagði við hana, þótt hún skildi ekki orð, og olli það tals- verðum misskilningi okkar á milli. Ég bað hana kannski að þrífa búrið, hún sagði „yes,“ brosti sínu blíðasta og fór heim. Eftir stóð ég eins og álka og skildi ekki neitt í neinu. Henni var meinilla við að Þetta ereinmitt rétta ímyndin. Svona búa innfæddir í Namibíu.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.