Morgunblaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010 • Hagstæðar afborganir • Söluaðilar geta valið um lán með breytilegum vöxtum eða vaxtalaus • Söluaðilar greiða ekkert þjónustagjald af Kortalánum • VALITOR greiðir út til söluaðila annan virkan dag eftir að sala fer fram FYRIRTÆKJALAUSNIR VALITOR • Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • fyrirt@valitor.is • www.valitor.is VIÐSKIPTABLAÐ Forstjóri Nýherja segir rekstrarumhverfi fyr- irtækja feiki- lega erfitt. Bankar reki ekki fyrirtæki 6 Hugsanlega eru nokk- ur ár þar til fyrirtæki í eigu Exista verða seld. Vilja hámarka verðmætið 2 Verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði halda áfram að minnka. Stýrivextir lækkaðir í gær 4 Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is TÖLUR Seðlabanka Íslands um erlendar skuldir hins opinbera taka hvorki tillit til er- lendra skulda fyrirtækja í eigu ríkisins né sveitarfélaga. Samkvæmt tölum Seðlabankans nemur hrein erlend staða hins opinbera, það er erlendar skuldir umfram erlendar eignir, 658 milljörðum króna. Þegar erlendum skuldum fyrirtækja á borð við Orkuveitunnar og Lands- virkjunar er bætt við hækkar talan um meira en 500 milljarða. Séu erlendar skuldir Lands- virkjunar dregnar frá sökum þess að tekjur fé- lagsins eru í erlendri mynt ólíkt því sem á við um stærstan hluta tekna Orkuveitunnar fæst út að erlendar skuldir hins opinbera eru að minnsta kosti 50% landsframleiðslunnar í fyrra. Sennilega er þó hlutfallið töluvert hærra. Við þetta bætast svo innlendar skuldir ríkissjóðs sem eru verulegar. Enn sem komið er hefur ríkissjóður verulegt svigrúm til þess að fjármagna þær á innlendum skuldabréfa- markaði ólíkt því sem á við um aðgengi hans að erlendu lánsfé. Þessi nálgun á skuldastöðu hins opinbera virðist standa nær nálgun erlendra matsfyr- irtækja og væntinga fjármálamarkaða en fjár- málaráðuneytisins. Eins og fram kom í til- kynningu ráðuneytisins í vikunni metur það hreinar erlendar skuldir ríkisins 5% af lands- framleiðslu eða 75 milljarða króna. Matsfyr- irtækið Fitch er með lánshæfiseinkunn rík- isins í ruslflokki og stóru matsfyrirtækin tvö, S&P og Moody’s, horfa neikvæðum augum á þróunina og líklegt má telja, að öllu óbreyttu, að þau lækki matið niður í sama flokk á næst- unni. Þrátt fyrir að skuldatryggingaálag rík- isins hafi minnkað umtalsvert síðustu vikur er það ríflega 400 punktar en það samvarar vænt- ingum um fimmtungslíkur á greiðslufalli. Á móti þessu kemur að hrein erlend staða Seðlabankans er samkvæmt síðustu tölum bankans 294 milljarðar. Eins og bent var á í Morgunblaðinu í gær eru skuldir bankans í er- lendri mynt við innlenda aðila ekki taldar með. Þegar tekið er tillit til þeirra er hrein staða bankans um 65 milljarðar. Miðað við þetta verða að teljast umtals- verðar líkur á því að gjaldeyrir verði af skorn- um skammti hér á landi í fyrirsjáanlegri fram- tíð. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum í fyrra nam 112 milljörðum en hafa verður í huga að hann þarf einnig að nota til þess að standa straum af erlendri skuldsetningu einkageirans. En þær skuldir eru ekki taldar með í tölum um erlenda stöðu hins opinbera. Morgunblaðið/hag Í eyra fremur en ökkla Mismunandi aðferðafræði við mat á skuldum hins opinbera gefur mismunandi niðurstöður. Heildarskuldirnar miklar  Erlendar skuldir hins opinbera eru miklar þegar skuldir fyrirtækja í eigu þess eru taldar með.  Slík nálgun varpar ljósi á áhyggjur sem endurspeglast í skuldatryggingaálagi og lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Hver man ekki eftir viðbrögðum íslenskra bankamanna og ráðamanna, þegar einhver gerðist svo djarfur að benda á stjarnfræði- lega skuldsetningu íslensku bankanna? Vitanlega var farin sú leið að skjóta sendi- boðann, frekar en svara honum málefnalega. Einhverjum var sagt að fara aftur á skóla- bekk og aðrir voru stimplaðir rugludallar. Nú er sagan að endurtaka sig. Hver sá, sem skoðar opinberar tölur um skuldastöðu hins opinbera, áttar sig á því að það orkar mjög tvímælis hvort sú staða er sjálfbær. Hið opin- bera skuldar minnst fimmfaldan afgang af vöruskiptum og þjónustu í erlendri mynt. Á sunnudaginn hafði ríkissjónvarpið eftir Alex nokkrum Jurshevski að aukin lántaka væri ekki lausn á skuldavanda. Hann sagði allt stefna í þjóðargjaldþrot innan 6-12 mán- aða, hæfust ekki viðræður við lánardrottna. Í fyrrakvöld réðst ríkissjónvarpið svo harka- lega á Jurshevski og hann hreinlega kallaður „efnahagslegur hrægammur“. Tínd var til gömul frétt úr kanadískum miðli, þar sem Jurshevski var sagður hafa sagst ætla að hagnast á óförum annarra, með því að kaupa eignir á lágu verði eftir yfirvofandi hrun. Látum vera að Jurshevski var einfaldlega að benda á að lágvaxtastefnan í Bandaríkjunum kæmi í veg fyrir að fyrirtæki færu á hausinn sem ættu að fara á hausinn. Fyrirtæki væru orðin yfirskuldsett og því væru líkur á því að þau færu í þrot og þá gæti verið ábatasamt að kaupa eignir þeirra. Burtséð frá því; af hverju er manninum ekki bara svarað málefnalega? Ef erlendar skuldir hins opinbera eru ekki vandamál, af hverju eru ekki færð rök fyrir því? Hvernig væri að ríkisvaldið birti upplýsingar þess efnis, svart á hvítu, í staðinn fyrir að fara í leðjuslag? Skoðun Skuldastaða Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Sendiboðinn fær að finna fyrir því

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.