Morgunblaðið - 18.03.2010, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010
2 Fréttir
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Verkir í hásin?
Vandaðar stuðningshlífar
til meðferðar á hásinabólgu
Fjölbreytt úrval
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, netfang
vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
B5 RobinVan Persie brá sér á B5 sl. vor
REKSTRARFÉLAGI skemmtistað-
arins B5 var í gær skipaður skipta-
stjóri. Skemmtistaðurinn hefur not-
ið mikilla vinsælda meðal
landsmanna á síðastliðnum miss-
erum og iðulega er þar fullt út úr
dyrum síðla kvölds á helgum. Þær
vinsældir virðast hins vegar ekki
hafa skilað sér í góðri rekstrar-
afkomu. Nýjasti, opinberi ársreikn-
ingur félagsins er frá árinu 2008,
en þá skilaði reksturinn um 95
milljóna króna tapi. Jafnframt var
eigið fé B5 ehf. neikvætt um tæp-
lega 120 milljónir í árslok 2008.
Fjármagnsgjöld voru félaginu
þungbær á árinu og námu yfir 95
milljónum króna. Ekki náðist í
meirihlutaeiganda B5 ehf. í gær.
Jafnframt tókst ekki að afla upplýs-
inga um hvort rekstur skemmti-
staðarins hafi verið seldur á síðustu
mánuðum. thg@mbl.is
Rekstrarfélag
B5 til gjald-
þrotaskipta
Morgunblaðið/Eggert
Eftir Þórð Gunnarsson
thg@mbl.is
SLITASTJÓRI þrotabús Lands-
bankans í Lúxemborg og skilanefnd
Landsbankans á Íslandi eiga nú í
viðræðum um að Glitni í Lúxemborg
verði falin umsýsla stórs hluta lána-
bókar fyrstnefnda bankans til um-
sýslu. Ari Daníelsson, fram-
kvæmdastjóri Glitnis í Lúxemborg,
staðfesti í samtali við Morgunblaðið
að viðræður um slíkan þjónustu-
samning hefðu átt sér stað, en vildi
ekki tjá sig um málið að öðru leyti.
Tveir fyrrverandi starfsmanna
Landsbankans í Lúxemborg hafi
þegar verið ráðnir yfir til Glitnis þar
í landi. Þær ráðningar eru þó ekki
gerðar í beinum tengslum við þann
þjónustusamning sem nú er rætt um
að verði gerður. Glitnir mun ekki
taka yfir neinar eignir Landsbanka.
Samskiptin að batna
Landsbankinn í Lúxemborg var
settur í þrot í desember 2008, en
Glitnir náði hins vegar samkomulagi
við kröfuhafa sína um að halda starf-
seminni áfram til að verðmæti eigna
bankans þar í landi yrði hámarkað.
Skilanefnd Landsbankans er stærsti
kröfuhafi Lúxemborgardóttur-
félagsins ásamt Seðlabanka Lúx-
emborgar, en skiptastjórinn hefur
markvisst haldið skilanefnd utan við
kröfuhafaráð bankans. Páll Bene-
diktsson, upplýsingafulltrúi skila-
nefndar Landsbankans, segir að
samskipti skilanefndar við skipta-
stjórann í Lúxemborg hafi batnað
mjög að undanförnu. Það hafi ekki
síst verið eftir að viðskiptaráðherra
ferðaðist til Lúxemborgar og beitti
sér fyrir málinu. Einnig hafi aðkoma
Seðlabanka Íslands að viðræðunum
haft sitt að segja. Niðurstöðu við-
ræðna um uppgjör krafna í þrotabú
Landsbankans í Lúx muni vonandi
ljúka á allra næstu vikum.
Umsýslu lána-
bókar útvistað
til Glitnis í Lúx
Frá Lúxemborg Samskipti skilanefndar Landsbankans og skiptastjóra dótt-
urfélagsins í Lúxemborg voru ekki með besta móti framan af.
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
FYRIRTÆKI sem eru í eigu Exista, VÍS,
Lýsing og Síminn, verða að öllum líkindum
seld í fyllingu tímans, en mjög óvíst er um
hvenær af því verður. Viðmælendur Morg-
unblaðsins úr hópi kröfuhafa Exista segja
að ekkert hafi verið ákveðið ennþá um með-
ferð þessara eigna, en Exista er í greiðslu-
stöðvun. Hefur félagið ekki verið tekið til
gjaldþrotaskipta og er því í raun ekkert
sem stendur í vegi fyrir því að áðurnefnd
félög verði áfram undir hatti Exista, svo
lengi sem það er í samræmi við óskir kröfu-
hafanna.
Eins og áður segir hefur ekkert verið
formlega ákveðið um sölu félaganna, en
skiptar skoðanir eru um tímasetningu.
Stærstu kröfuhafarnir virðast opnir fyrir
því að halda félögunum í rekstri jafnvel í
nokkur ár í þeirri von að hærra verð fáist
með þeim hætti fyrir þau þegar að sölu
kemur. Fyrirtækin séu í ágætum rekstri og
við núverandi stöðu á markaði myndi ekki
fást viðunandi verð fyrir þau.
Viðmælendur Morgunblaðsins úr hópi
stjórnenda lífeyrissjóðanna segja að sjóð-
irnir séu nú í raun einu aðilarnir með fjár-
magn til kaupa á félögum Exista sem og
öðrum fyrirtækjum í svipaðri stöðu. Hins
vegar hafi seljendur, hvort sem það eru
bankar, ríkið eða aðrir kröfuhafar, oft
óraunhæfar hugmyndir um virði slíkra fyr-
irtækja. Einn viðmælandi Morgunblaðsins
sagði að menn þyrftu að ákveða hvort eft-
irsóknarvert væri að kreista sem mest fé úr
lífeyrissjóðunum, fé sem myndi á endanum
renna í vasa erlendra kröfuhafa bankanna.
Hefur Sjóvá verið nefnt í því sambandi,
en eins og fjallað hefur verið um í Morg-
unblaðinu eru gæði þeirra skuldabréfa sem
ríkið lagði í tryggingafélagið mismikil og
hefur það áhrif á virði félagsins. Þá séu
sum þessara skuldabréfa það löng að erfitt
gæti reynst að selja þau á skömmum tíma
og því vafasamt að telja þau til eiginfjár
tryggingafélagsins. Mun þetta vera ein
ástæða þess að Sjóvá hefur ekki enn verið
selt.
Aðrir hafa gagnrýnt þessa stöðu mála
með því að vísa til samkeppnissjónarmiða.
Stjórnendur og eigendur fyrirtækja sem
ekki eru undir stjórn bankanna hafa kvart-
að sáran undan því að þurfa að keppa við
fyrirtæki sem njóti, að þeirra mati, óeðli-
legs stuðnings bankanna.
Óvissa um sölu Exista-fyrirtækja
VÍS, Lýsing og Síminn verða að öllum líkindum seld, en hugsanlega ekki fyrr en að nokkrum árum liðnum Markmiðið er að fá sem hæst
verð fyrir eignirnar Margir ósáttir við hve langan tíma tekur að selja fyrirtæki, sem með einum eða öðrum hætti eru undir stjórn bankanna
Eftir Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
ORKUVEITA Reykjavíkur hefur
selt helminginn af þeim tíu millj-
örðum sem standa til boða í
skuldabréfaútboði félagsins. Orku-
veitan hefur samt sem áður lokið
fjármögnun núverandi rekstrarárs
en það var gert með því að lengja lán
frá Landsbankanum sem var á
gjalddaga í ár til fimmtán ára til við-
bótar. Andvirði þess láns er fimm
milljarðar króna.
Reykjavíkurborg veitti Orkuveit-
unni heimild fyrr í vetur til þess að
ráðast í 10 milljarða króna
skuldabréfaútboð. Skuldabréfin,
sem eru verðtryggð, eru til tuttugu
ára og er fjárfestum boðið upp á
4,65% vexti. Eins og fjallað var um í
Morgunblaðinu í nóvember þá töldu
margir sérfræðingar að kjörin í
skuldabréfaútboðinu væru vart
ásættanleg og að þau endurspegluðu
ekki þá undirliggjandi áhættu sem
er í rekstri félagsins. Sú áhætta felst
meðal annars í því að OR skuldar ríf-
lega 200 milljarða króna í erlendri
mynt en enn sem komið er lang-
stærstur hluti tekna félagsins í ís-
lenskum krónum. Sem kunnugt er
þá er það eitt af því sem varð til þess
að matsfyrirtækið Moody’s lækkaði
lánshæfiseinkunn Orkuveitunnar
niður í svokallaðan ruslflokk, en í
þeim flokki eru skuldabréf sem ekki
eru talin fjárfestingahæf.
Að sögn Guðlaugs Sverrissonar,
stjórnarformanns Orkuveitunnar, er
búið að ljúka helmingnum af áð-
urnefndu skuldabréfaútboði og hafa
nokkrir lífeyrissjóðir keypt bréfin.
En engar reglur eru í gildi sem tak-
marka kaup íslenskra lífeyrissjóða í
íslenskum fyrirtækjum við ákveðið
lánshæfismat. Guðlaugur segir enn-
fremur að þar sem búið er að reka
endahnútinn á fjármögnun félagsins
fyrir þetta ár með skuldbreytingu
Landsbankalánsins þá sé Orkuveit-
an ekki undir neinum þrýstingi að
ljúka við skuldabréfaútboðið að svo
komnu máli. Kjörin á því láni eru
sambærileg og fjárfestum stendur
til boða í skuldabréfaútboðinu.
Búið að selja fimm milljarða af tíu. Fjármögnun
ársins tryggð með lánalengingu frá Landsbanka.
Skuldabréfaút-
boð Orkuveit-
unnar hálfnað
Morgunblaðið/ÞÖK
ÞROTABÚ
SPRON greiðir
um milljarð á
mánuði til Arion
banka vegna yf-
irtöku Arion á
innlánum
SPRON. Telur
slitastjórn
SPRON að þessi
fjárhæð sé verulega umfram
áhættu og kostnað Arion af yf-
irtöku innlánanna og hefur farið
fram á það við Fjármálaeftirlitið að
þetta verði endurskoðað. Fáist ekki
viðunandi niðurstaða útilokar slita-
stjórnin ekki málsókn.
Á kröfuhafafundi í gær kom fram
að eignir búsins eru um 150 millj-
arða króna virði. Lýstar kröfur í
búið eru um 250 milljarðar og hefur
verið tekið tillit til um 95 prósenta
þeirra. Um 70 prósent samþykktra
krafna, eða um 86 milljarðar króna,
eru kröfur erlendra kröfuhafa.
Þessar kröfur eru um 70 prósent
samþykktra krafna og miðað við
þessar tölur má gera ráð fyrir því
að samþykktar kröfur í búið verði
um 140 milljarðar króna. Ef niður-
staðan verður á þá lund er viðbúið
að kröfuhafar fái allar kröfur sínar
greiddar.
Telja greiðslur
til Arion of háar
Fjöldi Íslendinga var með innlán í
dótturfélagi Landsbankans í
Lúxemborg. Við fall bankans
fengu þeir greitt út til samræmis
við reglur Evrópusambandsins
um innistæðurtryggingar,
20.887 evrur, en margir áttu
mun hærri innistæðu þar en sem
því lágmarki nemur.Úrlausn mál-
efna Landsbankans í Lúxemborg
hafa meðal annars tekið tillit til
þessa og unnið hefur verið að því
að innistæðieigendur stærri
hluta krafna sinna greidda.
Innistæður í Lúx
Rætt um að þrotabú Landsbankans í Lúxemborg feli
Glitni hluta stóran hluta eignasafns síns til umsýslu