Morgunblaðið - 18.03.2010, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010
4 Fréttir
Netþjóna- og
tæknibúnaðu
r
IBM System X
, Z, P, i · IBM
BladeCenter
·
IBM System S
torage · Vara
aflgjafar,
kælibúnaður
og rekkar frá
APC
IBM HS22V
Blaðaþjónn sérhannaður fyrir
gagnagrunna og sýndarvélar.
· 2 fjórfaldir örgjörvar
· 144 GB minni
· 2 SSD diskar
BETRI ÞJÓNAR IBM System X eru betri netþjónar fyrir allar gerðir og stærðir fyrirtækja.Hjá Nýherja er öflugur hópur sérfræðinga sem finnur rétta búnaðinn fyrir þig.Við bjóðum forvarnarábyrgð á varahlutum og vinnu á staðnum.
Nýherji hf. Sími 569 7700 www.nyherji.is
IBM x3650 M2
Flaggskip IBM í meðalstórum
rekkaþjónum tryggir hámarks
rekstraröryggi.
· 2 fjórfaldir örgjörvar
· 128 GB minni
· 12 “hotswap” diskar
IBM x3200 M2
Hagstæður turnþjónn fyrir
smærri fyrirtæki.
· 1 tvöfaldur örgjörvi
· 8 GB minni
· 4 “hotswap” diskar
Fjölþrepa
bakbrettið
• Eykur sveigjanleika
• Linar bakverki
• Bætir líkamsstöðu
• Auðvelt í notkun
• Má nota hvar sem er
Opið virka daga frá kl. 9 -18
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Verð: 7.950 kr.
www.doguncapital.is
- fyrirtækjaráðgjöf
dögun capital Dögun CapitalSmiðjuvegur 10
200 Kópavogur
Sími 414 8440
Ísland er hluti af stóru atvinnusvæði þar sem
margvísleg verkefni, stór og smá bjóðast.
Við bjóðum verktökum aðstoð við
verkefnaöflun.
Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar.
Verktakar
- verkefnaöflun
Eftir Þórð Gunnarsson
thg@mbl.is
SEÐLABANKI Íslands lækkaði
stýrivexti sína um 50 punkta gær.
Vextirnir eru því nú komnir niður í
9%. Vaxtalækkunin var að mestu í
samræmi við væntingar markaðs-
aðila. Þannig spáði Greining Íslands-
banka því að bankinn myndi lækka
vextina um 25-50 punkta. Í frétta-
bréfi MP-banka var því spáð að vext-
ir yrðu lækkaðir um 25 punkta.
Óverðtryggt hækkar
Í fréttatilkynningu peningastefnu-
nefndar kemur fram að árs-
verðbólga í mars hafi mælst 7,3%, en
verðbólgan leiðrétt fyrir áhrifum af
skattahækkunum væri 5,9%. Í yf-
irlýsingunni kemur fram að verð-
bólgan væri að mestu fyrirséð og að
reiknað væri með að hún myndi
hjaðna eftir því sem liði á árið.
Skuldabréfamarkaðurinn virðist í
meginatriðum vera sammála því að
verðbólgan muni minnka á næstu
mánuðum, en verðbólguálag hefur
minnkað frá áramótum. Samkvæmt
vísitölu GAMMA hafa óverðtryggð
bréf hækkað um 4,47% frá áramót-
um. Í gær hækkuðu óverðtryggð
skuldabréf jafnframt um 0,6% í tals-
verðum viðskiptum, en velta með
óverðtryggð skuldabréf nam yfir 15
milljörðum.
Valdimar Ármann, hagfræðingur
hjá GAMMA, segir Seðlabankann
hafa verið samkvæman sjálfum sér
með vaxtalækkuninni í gær. „Í yf-
irlýsingum bankans hefur komið
fram að hann muni halda áfram að
lækka vexti ef krónan er stöðug og
verðbólgan haldi áfram að hjaðna,
þá sé ráðrúm til lækkunar vaxta í
litlum skrefum. Ég tel þó að bankinn
mætti lækka vextina meira í einu, en
hrósa má bankanum fyrir að vera
samkvæmur sjálfum sér,“ segir
Valdimar í samtali við Morgun-
blaðið.
Vaxtamunaviðskipti snúa aftur?
Már Guðmundsson seðlabankastjóri
sagði á fréttamannafundi í gær að
innstreymi nýrra fjárfestinga frá
síðasta hausti næmi 14 milljörðum.
„Áhugavert væri að vita hvert þeir
fjármunir hafa farið. Mann grunar
nú að mikið hafi farið í ríkisskulda-
bréf. Því er fullt tilefni að spyrja sig
hvort bankinn sé að detta í sama far-
ið og áður, með því að halda útlend-
ingum í háum vöxtum til að styrkja
gengið,“ segir Valdimar.
Verðbólguvæntingar minnka
Óverðtryggð skuldabréf hafa hækkað talsvert í verði
frá áramótum Stýrivextir lækka hægt en örugglega Skuldabréfavísitölur GAMMA frá áramótum
190
185
180
175
170
165
160
155
150
4. jan. 2010 17.mars 2010
162,939
181,509
185,386
155,545
176,013
180,885
Gamma: GBI
Gamma:
Verðtryggt
Gamma:
Óverðtryggt
Eftir Þórð Gunnarsson
thg@mbl.is
SAMKVÆMT upplýsingum Morg-
unblaðsins eru talsverðar líkur á
því að Arion banki muni kjósa sér
nýja stjórn mjög fljótlega. Í desem-
ber síðastliðnum tók skilanefnd
Kaupþings 87% hlut í bankanum
fyrir hönd kröfuhafa Kaupþings. Á
sama tíma var staða bankastjóra
auglýst laus til umsóknar, en síð-
ustu fregnir herma að á milli 40 og
50 manns hafi sótt um stöðuna.
Finnur Sveinbjörnsson, sem gegnir
í dag stöðu bankastjóra, lýsti því
þá yfir að hann myndi ekki sækjast
eftir starfinu. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins má reikna
með að gengið verði frá ráðningu
nýs bankastjóra mjög fljótlega eft-
ir að ný stjórn tekur við bank-
anum.
Útlendingar í stjórn
Reikna má með að einhverjir er-
lendir aðilar muni taka sæti í
stjórn Arion banka líkt og í tilfelli
Íslandsbanka. Jafnframt mun sitja
þar fulltrúi skilanefndar Kaup-
þings og einn fulltrúi ríkisins, sem
Bankasýsla ríkisins mun sjá um að
útnefna. Samkvæmt reglum Fjár-
málaeftirlitsins um hæfi stjórn-
armanna þarf stjórnarformaður að
vera óháður, og hann mun því ekki
koma úr röðum skilanefndar Kaup-
þings. Erna Bjarnadóttir landbún-
aðarhagfræðingur hefur gegnt
stöðu stjórnarformanns Arion
banka á síðustu mánuðum. Ekki
náðist í hana við vinnslu fréttarinn-
ar.
Íslandsbanki ræður Birnu áfram
Fram kom í fréttatilkynningu frá
Íslandsbanka í gær að gengið hefði
verið frá ótímabundinni ráðningu
Birnu Einarsdóttur í stól banka-
stjóra. Áður hafði verið tilkynnt að
auglýst myndi verða í stöðuna, en
það var ekki gert. Hluti sam-
komulags ríkisins við kröfuhafa Ís-
landsbanka var að auglýst yrði í
stöður bankastjóra. Fulltrúi ríkis-
ins í stjórn Íslandsbanka veitti þó
ráðningu Birnu sitt samþykki, þó
staðan hefði ekki verið auglýst.
Íslandsbanki kaus sér jafnframt
nýja stjórn 25. janúar síðastliðinn.
Það gerði bankinn án þess að hafa
hlotið formlegt samþykki Fjár-
málaeftirlitsins. Næsta öruggt þyk-
ir þó að hæfi stjórnarmanna verði
staðfest.
NBI var skipuð ný stjórn á aðal-
fundi bankans fyrir árið 2008 sem
haldinn var í síðasta mánuði. Ný
stjórn mun hafa það hlutverk að
ráða bankastjóra. Íslenska ríkið á
yfir 80% hlutafjár í NBI, og því
skipar Bankasýsla ríkisins þar
fjóra af fimm stjórnarmönnum.
Skilanefnd Landsbankans skipar
einn stjórnarmann í NBI.
Ný stjórn Arion banka
verður kjörin innan skamms
Fjármálaeftirlitið veitti stjórn Kaupskila, eignarhaldsfélags Arion banka, blessun
sína á mánudaginn Ný stjórn Arion banka brátt kjörin og nýr forstjóri ráðinn
Morgunblaðið/Golli
Arionbanki Stjórnarmenn Kaupskila, eignarhaldsfélags Arionbanka, hlaut
blessun Fjármálaeftirlitsins í vikunni. Ný stjórn bankans brátt kjörin.