Morgunblaðið - 18.03.2010, Page 5

Morgunblaðið - 18.03.2010, Page 5
Fréttir á SMS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010 Fréttir 5 Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.isVerðbréfaþjónusta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Kynntu þér sjóðina hjá starfsfólki verðbréfaþjónustu Arion banka í síma 444 7000, í næsta útibúi eða á arionbanki.is/sjodir Stefnir - Samval. Meiri möguleikar á breytilegum markaði. • Fjárfestir í þeim eignaflokkum sem ákjósanlegastir eru hverju sinni – eignastýring í einum sjóði • Virk stýring í skuldabréfum og hlutabréfum. Áhersla á ríkistryggð skuldabréf undanfarin misseri • Fjárfestir að mestu í öðrum sjóðum til að auka enn frekar áhættudreifingu • Góður kostur í langtímasparnaði og hentar vel í reglubundnum sparnaði • 15,4% meðalnafnávöxtun síðastliðin 5 ár* • Lágmarkskaup 5.000 kr. Ávöxtunartölur vísa til fortíðar. Fyrri ávöxtun sjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur þeirra. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum sjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Stefnir - Samval er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Stefnir hf. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum hans, má finna í útboðslýsingu og útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins, sem nálgast má á www.arionbanki.is/sjodir. ÍS L E N S K A S IA .I S A R I 49 43 3 03 /1 0 *Upplýsingar fengnar af www.sjodir.is fyrir tímabilið 28.02.2005-28.02.2010. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is MATSFYRIRTÆKIÐ Moody’s segir Bandaríkin og Bretland nú umtalsvert nær því að missa AAA- lánshæfiseinkun sína. Við mat sitt horfir Moody’s meðal annars á það hve hátt hlutfall tekna viðkomandi ríkis fer í að greiða nið- ur skuldir. Á þessu ári er þetta hlutfall hæst hjá þessum tveimur ríkjum, af þeim ríkjum sem Mood- y’s fylgist með. Á þessu ári munu um sjö prósent tekna bandaríska alríkisins fara í að greiða af skuldum og verður hlut- fallið komið í um ellefu prósent árið 2013, ef gert er ráð fyrir hóflegum hagvexti og fjárhagsáætlunum rík- isins. Hins vegar þarf ekki mikið til að hlutfallið hækki til mikilla muna. Hættulega nálægt mörkunum Ef hagvöxtur verður 0,5 prósentu- stigum lægri en spár gera ráð fyrir munu Bandaríkin verja um 15 pró- sentum tekna sinna í að greiða af lánum, en Moody’s hefur það fyrir reglu að fari hlutfall Bandaríkjanna yfir fjórtán prósent ber að lækka lánshæfiseinkunn í AA. Í tilviki Bretlands verður um sjö prósentum af tekjum ríkisins varið í að greiða af skuldum á þessu ári og níu prósentum árið 2013. Ef gert er ráð fyrir hægari bata gæti hlutfallið farið í 12 prósent það ár. Er það hættulega nærri þrettán prósenta viðmiðinu sem Moody’s hefur sett í tilviki Bretlands. Í grein í bandaríska tímaritinu Fortune er fjallað um efnahags- ástandið hér á landi og varar grein- arhöfundur við því að Bandaríkin gætu verið á sömu leið og Íslend- ingar. Segir hann að í nýlegri þjóðar- atkvæðagreiðslu hafi íslenska þjóð- in hafnað kjörum Icesave-samn- ingsins, en að bandarískir ríkis- borgarar hafi ekki fengið sambærilegt tækifæri til að tjá skoðun sína á skuldasöfnun banda- ríska ríkisins. Skuld Íslendinga væri sambæri- leg við það ef Bandaríkin tækju á sig 5.000 milljarða dala skuld. Það hljómi ómögulega há tala, en hafa ber í huga að útgjöld bandaríska ríkisins vegna alls kyns björgunar- aðgerða er nú þegar komin í um 2.000 milljarða dala og hefur ríkið gengist í ábyrgðir fyrir allt að 12.500 milljörðum dala til viðbótar, ef allt fer á versta veg. Reuters Verk Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hélt dag heilags Patreks hátíðlegan í gær, en ef marka má orð Moody’s á hann erfitt verk fyrir höndum. Moody’s varar við lækkun lánshæfis  Segir Bretland og Bandaríkin nálgast mörkin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.